Suðri - 26.01.1884, Page 1

Suðri - 26.01.1884, Page 1
A.f Stiðra koma 3 blöð tít á mánubi. Uppsögn með 3 tnán. fyrirvara frá ára- inótum. Árgangurinn 34 blöð kostar 3 kr. (erlendis 4 kr.), sem borgist fyrir ágústlok ár hvert. 2. árg. Ýins Iandsmál. II. Ilvað er þá að? Eptir ritstjórann. «Hvað er pá að?» Með pessari yíirskript birtist í seinasta bl. «J>joð- ólfs» nr. 2. p. á. stórpólitisk ritg'jörð, sjálfsagt eptir ritstjórann. Ritstjóri «J>jóðólfs» lítur par yfir pað, sem unnið hefur verið landinu til framfara pessi 10 síðustu ár, síðan stjórnarskráin kom. Og í raun og veru lætur hann ekki lítið yfir pvi; hon- um finnst „að framfarir vorar hafi orðið talsverðar i inu verklega, at- vinnulega og efnalega“, en að hug- ur landsbúa hafi við petta dregist frá inu stórpólitiska. „En jtað má nú ekki lengur svo til ganga“ segir hann. Honum finnst nauðsyn bera til, að ver leggjum nú út á íð stórpólitiska haf og vinnum þingrœði (parlamentaris- mus) og pað, að konungur ekki hafi nema frestandi synjunarvald. Hann telur pað að voru pólitiska lífi nú, -að vér höfum ekkert eitt stórt mark og mið. ]>ær stóru hugsjónir vantar». Oss vantar »fána«, »heróps-sigurorð« og »kompás« eins og ritstjóri »|>jóð- ólfs« kemst ofboð einfalt og blátt á- fram að oroi! En nú parf ekki að kvarta um pað, að pessa hluti vanti lengur. Ritstjóri «]>jóðólfs» hefur fundið alla pt«sa gripi, «pær stóru hug- sjónir», «markið og miðið», «fánann», «heróps-sigurorðid» og «leiðarsteininn». Með öllu pessu hlægilega orðagjálfri og pessari marklausu stóryrðafroðu táknar ritstj. «|>jóðólfs» nefnil. þing- rœði . ]>að mun fáa furða á pví, pótt vér ekki séum alveg á sama máli og «]>jóöólfur» eins í pessu sem öðru. Oss finnst nú fyrir pað fyrsta hvergi nærri, að „framfarirnar í inu verk- lega, atvinnulega og efnalega séu t ö l u v e r ð a r“ á pessu 10 ára tíma- bili. Hafi oss farið fram í inu verk- lega, pá er pað framfarastig, sem vér par höfum stigið, ekki nema í mesta lagi hænufet. Ritstjóri «]>jóðólfs» kallar að öllum líkindum «atvinnu- legar» framfarir einkum framfarir í 1) p i n g r æ ð i (parlamentarismus) er sú stjórnarskipunarregla, að ráðherrar sitja að eins svo lengi að völdum, sem [icir hafa með sér meiri hluta pingsins og fara frá. ef peir verða í minni hluta í einhverju pví máli, er mikla varba. Ritstj. Reykjavík 26. janúar 1884. landbúnaði og fiskiveiðum. En í pess- um greinum munu framfarirnar harla litlar; og par sem telja verður harð- ærið með pessu liðna 10 ára tímabili, pá er óhætt að fullyrða, að vér, hvað landbúnaðinn snertir, stöndum langt- um ver að vígi nú en fyrir 10 árum. Sama er að segja um að oss hafi ,farið fram í efnalegu tilliti1 11. ]>að er ekkert nema skrum og hégóma- skvaldur «]>,jóðólfs». Oss hefur ein- mitt og beinlínis farið aptur í pví efni, svo sannarlega sem allar op- inberar skýrslur úr flestum hlutum landsins um skepnufelli og tjón, um örbirgð og volæði eru ekki ósannindi ein. Og jafnvel ritstjóri «]>jóðólfs» mun ekki leggj a út í að neita pví, að pessar skýrslur hafa pví miður við fullan sannleik að styðjast. ]>að lítur annars svo út, sem rit- stjóri «]>jóðólfs» hafi ekkert tillit tek- ið til harðærisins, en gengið peygjandi fram hjá öllum peim ‘hugleiðingum, sem út af pví hefði mátt leiða. ]>að lítur svo út, sem hann hafi einungis litið á góðu eða bærilegu árin á pessu 10 ára tímabili. Yeit hann pá ekki að í goðum árum fer öllum pjóðum fram í efnalegu tilliti, pótt framfar- irnar séu engar í raun og veru í sjálf- um atvinnuvegunum? Og veit hann pá ekki, að ein m ittá pví, hvern- ig einhver pjóð ber hörð og ströng ár, má inarka, hve vel eða illa hún er að efnum búin og á hve lágu eða háu stigi atvinnuvegir hennar standa? Vér höfum nú in síðustu árin feng- ið sorglega og dýrkeypta s'ónnun fyr- ir pví, að efnahagur vor er mj ö g bágborinn, að aðalatvinnuvegur vor, kvikfjárrœktin er mjög skammt á veg komin og sjávarútvegur vor er eigi fær um að lilaupa undir bagga með kvikfjárrœktinni, ef hana her upp á sker, svo að landsmenn pannig geti bjargað sér sjálfir. Vér höfum fengið þungbcera sönnun fyrir pví, að land vort er ekki sj ál fbj ar g a, ef hörð ár ber að höndum. öllu pessu gengur ritstjóri «pjóð- ólfs» fram hjá pegjandi. ]>að er eins og hann viti ekkert um pað, sem yfir landið hefur dunið in síðustu ár, ekk- ert hafi séð af pví sem fram hefur farið, ekkert hafi skilið og ekkert hafi lært. ]>að er eins og honum hafi aldrei orðið litið á ina bágstöddu menn, sem vetur eptir vetur og dag eptir B. blað. dag hafa komið hingað til bæjarins pessi síðustu ár, til pess að fá sér ein- hverja björg af gjafakorninu. ]>eir eru pó sannarlega eptirtektarverðir pessir menn, pví að örbirgðin og neyðin hef- ur sett einhvern undarlegan rauna- stimpil á alla framgöngu og allt lát- bragð margra peirra. Talaðu við pessa menn um «fánann» og «pær stóru hugsjónir». ]>eirra «fáni» er kornpok- inn á hestinum, sem peir leggja fiest í sölurnar til að koma óskemmdum heim til konu og barna. ]>eirra hugs- anir og peirra «hugsjónir», bæði stór- ar og smáar, lúta að pví, hvernig peir eigi að komast af með fjölskyldu sína, svo pau, sem peim eru kærust, líði ekki neyð. Maðurinn lifir ekki ábelg- ingsvindi og stóryrðafroðu. Hvað hefði pað líknað oss í fárinu og harðindun- um, pó hér hefði verið pingræði og konungur vor að eins haft frestandi synjunarvald? ]>að, sem hverjum einstökum manni og hverri pjóð fyist og fremst ríður á, pað er pó að lifa. Og pað sem drep- ur hug og beygir kjark og dug hvers einstaks manns og hverrar pjóðar mest af öllu er hungrið Lífið á margar sorgir og margar raunir, en pegar öllu er á botninn hvolft, pá er ein sorgin bitrust allra og sterkust allra og sú sorg er skortur á daglegu brauði. ]>að sem oss því finnst a ð, verður nokkuð annað, en pað sem „f>joðolfi“ finnst a ð, pegar vér lítum yfir 10 ára tímabilið síðan stj órnarskráin kom, pá finnst oss, að pingið hafi eigi svo hlynnt að atvinnuvegum vorum, sem purft hefði, og að pað hafi eigi haft svo vakandi auga á öllu pví er par að lýtur, sem nauðsynlegt hefði verið. En pað er allt fyrirgefanlegt. ]>ví að pað er fyrst nú in síðustu árin, að vér höfum fengið fulla og óræka sönnun fyrir, á hve dauðans veikum fotum vér stöndum í efnahag og atvinnu- vegum. En nú tjáir engin afsökun lengur. Harðæri pað, sem vér höfum orðið að bera in síðustu árin, getur fyr en nokkurn vorn varir aptur bor- ið að höndum; hafísinn er aldrei langt í burtu frá oss, og af honum stendur mest ógæfa vor; hann getur spennt helgreipum sínum mikinn hluta lands hve nær sem vera skal, og legið lengi, hve nær sem vera skal. Slíkum ófagn- aði bægir ekkert þingrœði og ekkert frestandi neitunarvald konungs burtu. 9

x

Suðri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.