Suðri - 10.02.1886, Side 1

Suðri - 10.02.1886, Side 1
At Suðra koma 3-4 b!ö8 út i isáuuði. Uppiii’ii rntð 3 inán. fyrirrara frá ára- mótum Árjanjurinn (40 blöí alli) kostar 3kr. (erlendi* 4kr.), sem borgist f'yrir júlílok ár bTert. —k á i*g. Reykjavík, lO. íebrúar 1086. S. blaö. Forngripasafnið opið livern miðviku- dair og langardag kl. 1—Sí e. h. L a n d s b ó kasafnið opið livern riimhelg- an dag ki 12—3 e. b.; útlún á mánu- miðviku- ,og lailgardögum ki. 2—3 e h SparÍBjóÖurinn opinn iivern iniðviku- dag og langardag kl. 4—5 e b Söfnunarsjóðurinn í Rvík: Störfnm gegnt binn fyrsta virkan mánud. í hverjum mán. i berbergi sparisjóðsins. Urn jarðeplayeikina eptir Sœm. Eyjólfsson. (Niðurlag). Eptir pessar athuganir mun oss finnast auðsætt, hve jarðeplaveildn er háð veðurlaginu, og einnig mun oss finnast auðskilin hin undurhvatlega úthreiðsla hennar, pegar vér gætum pess, að ein einasta ferhyrnd lína af hinum myglupakta hluta.blaðsins get- ur framleitt 10 -20,000 afkvæmisblöðr- ur. Að veikin kemur stundum ein- ungis í blöð og stöngla, orsakast af pví, að afkvæmisblöðrurnar af einni eða annari ástæðu hafa ekki náð epl- unum, t. d. af pví að ekki hefur kom- ið nægilegt regn til að skola peim svo djúpt niður í moldina. J>að kemur pví opt fyrir að pau jarðepli, er djúpt voru gróðursett, verða laus við alla veiki, pótt hin veikist, er grunnt voru gróðursett. Yeikin sýnir sig fyrst í eplunum með mórauðum blettuin eins og í blöðunum, og myndast á sama hátt og í peim, með pví að myceliepræð- irnir læsa sig inn í blöðruvef eplanna. Veikin getur verið lengra eða skemmra á veg komin, pegar jarðeplin eru tekin upp; stundum sjást ekki merki til veik- innar pótt hún sé byrjuð, stundum sýnir hún sig einungis sem smáa bletti á yfirborðinu, stundum er hún húin að læsa sig meira og minna inn í eplið, og hinn veiki hluti pess hefur mórauðan lit, stundum eru eplin alsett einlægum hrúðurnöbbum, sem liggja dýpra eða grynnra, og er pað uefnt kláði; pessi mynd veikinnar er algeng á Suðurlandi, t. d. á Akranesi. Jafn- vel pó ekki sjáist nema hin minnsta t»yrjun veikinnar pegar jarðeplin eru tekin upp, heldur hún áfram við geymsluna um veturinn; pað kemur Því opt fyrir, að eptir pví sem jarð- eplin eru lengur geymd, eptir pví verða pau bragðverri og jafnvel rotna, svo pau verða með öllu óætileg. Hinar áðurnefndu afkvæmisblöðrur tapa pegar í janúar æxlunarafli sínu, og ekkert annað æxlunarfæri. sem heldur æxlunarafli sínu yfir veturinn, hefur fundist hjá jarðeplasveppnum, jafnvel pó slík æxlunarfæri hafi fund- izt hjá mörgum öðrum tegundum af ættinni «peronospora». J»ótt pessi æxlunarfæri séu nú elcki til hjá jarð- eplasveppnum, er auðvelt að skilja hvernig veikin getur komið fram ár eptir ár, með pví að meira eða minna af myceliepráðum sveppsins geta verið með fullu lífsafii í jarðeplum peim, sem gróðursett eru að vorinu, og við vöxt jarðeplanna ryðja peir sér rúm frá eplunum upp í stönglana, og frá stönglunum út í blöðin. J>að kem- ur einnig fyrir, pegar jarðepli eru gróðursntt mcð myceliepráðum, að svepparnir koma ekki fram í stönglum og blöðum, en lialda sig einungis í eplunum og gagntaka meiri eða minni hlnta peirra; af pessu kemur pað, að eplin geta verið meira eða minna veik, pegar pau eru tekin upp á haustin, án pess nokkur merki til veikinnar sjáist á blöðum og stönglum, og pannig hagar veikin sér venjulega hér á landi eins og áður er drepið á. pannig hefir pað sannast, að pað er jarðeplasveppurinn sem orsakar jarðeplaveikina. Til pess að geta rækt- að heilbrigð jarðepli parf pví að leggja fram alla viðleitni til pess að eyði- leggja sveppinn, og í peim tilgangi hafa menn gefið ýmsar reglur. De Bary, sem einna nákvæmast hefir rannsakað jarðeplaveikina, gefur t. d. reglur pessar; jarðeplin skal gróður- setja í purra og sandblendna jörð, og til gróðursetningar skal nákvæmlega velja góð og heilbrigð jarðepli. Ef hinir mórauðu blettir sýna sig á ein- hverju blaði, pegar jarðeplin fara að koma upp, skal undir eins slíta hlaðið af. Ef pessara reglna er vandlega gætt ár eptir ár, segir De Bary að veikinni muni verða útrýmt eptir 3— Prófessor A. S. örsted gefur pessar prjár reglur: 1) Ef mögulegt er skal útvega heilbrigð jarðepli til gróður- setningar. 2) Forðast skal að gróður- setja jarðepli par sem veik jarðepli uxu árið áður. 3) Jarðvegurinn skal vera vel purr. Hér við bætir Örsted pessari athugasemd: «Jafnvel pótt eigi sé víst hvort nokkurntíma fáist ugglaust meðal til að útrýma jarð- eplaveikinni gjörsamlega, pá getum 17 vér pó með pessum tilraunum vonast eptir, að geta ávallt meira og meira takmarkað eyðileggingu hennar, og að síðustu unnið pað á, að hún missi útbreiðsluafl sitt (sin epidemiske kar- akter')». Menn pykjast nú að vísu hafa fundið ugglaus meðul til pess að drepa myceliepræði sveppsins, svo sem með pví að láta jarðeplin liggja í járnvi- triólsuppleysingu, og væri petta sjálfsagt ugglaust meðal, ef ekkert væri annað til, en myceliepræðirnir, er gæti kald* ið við lífi sveppsins ár frá ári. En nú er enn ekki fullsannað, nema að hjá jarðeplasveppnum, eins og hjá flestum öðrum ölmususveppum, finnist sérstök æxlunarfæri, eða hinir svonefndu spor- ar, og pað er jafnvel miklu líklegra. Sporar pessir eru undursmá óbersýni- leg korn, sem færast með vindinum til og frá í loptinu, og geta geymst í jörðunni yfir veturinn án pess að missa æxlunarafl sitt. Ef nú pessi æxlunar- korn skyldu vera hjá jarðeplasveppn- um, pá inundi pað koma að litlu gagni, pótt menn gætu drepið mycelie- præðina með einhverjum ráðum. Enn pá er ein kenning eptir ótal- in viðvíkjandi jarðeplaveikinni, sem Liehig hefir fyrst komið með, og sem ávallt virðist fá fleiri og fiLeiri áhang- endur. Hann segir nefnilega, að pað sé röng ræktunaraðferð, er hefir pau áhrif á jarðeplin að efnasamhönd peirra breytist, og pau verði við það miklu lakari og móttækilegri fyrir veikina, og ef menn hefðu rétta ræktunarað- ferð, segir liann, að veikin mundi alls ekki eiga sér stað. J>að er pví vafa- laust að menn gerðu réttast í pví, að halda sér við pessa skoðun, og leggja sem mesta stund á rétta ræktunarað- ferð. Sú lækning er ávallt betri, sem gerir líkamann svo hraustbyggðan, að sjúkdómurinn getur ekki haft nein á- hrif á hann, heldur en sú, sem varn- ar sjúkdómnum frá að beita áhrifum sínum á hann. Hið sama er að segja um jarðeplin, sú aðferð er betri sem lagar svo byggingarlag sjálfra jarðepl- anna, að svepparnir geta ekki prifistí peim, heldur en sú, sem einungis deyðir sveppana, eða á einhvern hátt varnar peim frá að komast að jarð- 1) „Om Sygdommene hos Planterne soöi foraarsages ved Snyltesvampe“ af Dr. A. S. Örsted.

x

Suðri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.