Austri - 08.06.1885, Page 3
39
lcostslegu lífsumbrota á sólunni. Og
hversu stórkostslegeru þau? Minnst-
ur hluti þess hita, sem streymir frá
sólunni. kemur hingað til jarðarinnar.
Sólhitiun streynhr frá sólunni í allar
áttir út í geiminn, og mönnum hefur
svo talizt, að af öllum þeim hita er
frá henni streymir, komi að eins hér-
um bil V2000000000 hluti hingað til vor.
Og af þessum tvöþúsundmillíónasta
hluta lifir öll jörðin, og hver sá krapt-
ur sem myndast á jörðunni, er aptur
lítill liluti úr þessu broti. En fyrst
nú jafnvel svona lítið brot úr heild-
inni getur afrekað svo stórkostslega
mikið, hversu stórkostsleg hlýtur þá
öll heildin að vera. Með þessu er
táknað liið óskiljanlega, ofboðslega
lífsmagn sem ríkir á sólinni, þessum
risavaxna hnetti. Úr henni mætti
mynda mörgum þúsundum sinnum
fieiri jarðir en jafnvel hvassasta auga
getur séð stjörnur á himninum. Um-
mál hennar er talið vera 600000
mílna. Ef hún væri hol kúla ogjörð-
in væri sett í hana miðja þá gæti þó
tunglið snúizt um hana í sinni nú-
verandi fjarlægð, og þó yrði eptir
fyrir utan 40000 mílna þykkt skurn.
A þessurn glóandi, rennandi mið-
depli alls ljóss og lífs í sólkerfi voru
er allt tröllslegt, allt yfir stígur svo
langt skilning vorn um mikilleik og
mátt, að með djarfasta háfiugi anda
vors erum vér ekki færir um að gjöra
oss hugmyndir um þenna eldheim þær
er nálgist hið rétta. Aðdráttarafl
sólarinnar er svo mikið, að ef maður
lægi fiatur á yfirborði liennar (upp-
réttur gæti hann ekki staðið), þá
mundi hann naumlega geta rétt hand-
leggina eitt augabragð upp fyrir sig,
þótt hann beitti öllu afli sínn, því að
líkami hans mundi þá vega 50 vætt-
ir og annar handleggurinn nokkrar
vættir. Yort bjartasta ljós er myrk-
ur í samanburði við sólarljósið. Sé
hinu sterkasta jarðarljósi, hinum
hvíta magnesíum loga, haldið upp að
hinum svo nefndu s ó 1 d e p 1 u m, þ.
e. hinum minnst lýsandi hlutum sól-
kringlunnar. þá verður magnesíum log-
inn svartur sem blek. Hitinn í
bræðsluofnunum, þar sem stálið bráðn-
ar við 1500 stiga hita og verður renn-
andi sem vatn, mundi vera hressandi
svali í saman burði við sólhitann
sem yzt á sólunni er 75000 stiga, en
vex eptir því sem lengra dregur inn
í hana. Stjörnuspekingur einn hefur
talið að hitinn innst í sólunni yrði
yfir 5 milliónir stiga. Afi hinna sterk-
ustu eimvéla, krapturinn sem þeytir
1000 punda kúlu út úr fallbyssu,
fargið sem hinar stærstu vatnsþrúgur
heygja með fetþykkar járnplötur í
bryndrekana, og bora með götin á
þær, höggið sem 20000 vætta þungur
eimhamar drepur með plötur þessar,
svo að jörðin skelfur umhverfis í
margra mílna fjarlægð — hvað eru
þessi öfl sem mennina óar við, annað
en ungbarnsorka móts við heljarafl
áfram brúnandi eimvagns, þegar vér
berum þau saman við þá krapta, sem
halda risaleik sinn á hinu síólgandi
yfirborði sólarinnar ?
Yér skulum reyna að hugsa oss
stadda á sólunni.
Allt umhverfis lengra burtu en
fjarlægð tunglsins frá jörðunni sjáum
vér ljóshaf rennandi málma, alla jafna
upp æst af áköfum fellibyljum, sem
reisa jafnháar holskeflur hæstu fjöll-
unum í Himalaya. Opt tekur storm-
urinn æðiskippi og þyrlar hinum gló-
andi efnum saman í logandi eldskúfa;
það eru kallaðir sólkyndlar og
geta orðið allháir Nú skýtur upp
allt i einu með eldingarhraða stór-
kostslegum vatnsefnisstrókum, opt mjög
fagurlega tindrandi; strókarnir fleygj-
ast svo hundruðum þúsunda milna
skiptir, hátt upp og það með slíkum
brestum sem heimurinn mundi farast.
Ýmist ber strókana saman, og þeir
verða engu líkari en feykistórum gulln-
um kornöxum, ýmist standa þeir
strjált og mæna sem himinháir stöpl-
ar upp i geiminn, en sólvindsins
glóandi gola þyrlar þeim síðan fram
og aptur alla vega sundurtættum eins
og vor ský eru. J>essar afarstóru
eldskjótu myndir, sem opt eru um-
fangs meiri en jörðin, verða mörgum
sinnum á fáum mínútum talsvert hærri
en þvermáli jarðar nemur. og þjóta á-
fram með slíkum hraða að flýtir fall-
byssukúlu kemst í engan samjöfnuð
hér við. Ef jörðunni með löndum
hennar og höfum væri orpið í þenna
eldliver, mundi hún eyðast jafnskjótt
sem vaxkúla í eldi, og engin örmul
af henni finnast.
Hvílíkt brak og bresti má liér
heyra. En það stendur ekki iengi.
Gosin vara stutta stund í hvert skipti.
Ljósstrókarnir sem þyrlazt hafa upp í
geiminn, stöðvast, hinn máttugi sól-
hiti verkar á þá, og eptir skamma
stund steypast þeir niður á yfirborð-
ið sem nú er nokkurn veginn kyi’t, í
regnmynduðum ljósstraumum; liéðan
eru þeir á að sjá sem silfurþræðir.
|>etta kalla stjörnuspekingar s ó 1 -
r e g n. Við þetta ljósregn myndast
hringiða sem snýst fyrst hægt en síð-
an æ skjótara; hið stórkostslegaop er
opt fullstórt til að gleypa jörðina.
Niður í hana sogast hin brunnu efni
og hverfa niður í eldhafið.
];>etta er í stuttu máli byrjun og
undanfari hinna mörgu sólstorma, er
myndast geta, geysað og lægt á einni
klukkustundu, og nokkrum sinnumhef-
ur verið eptir því tekið, að 2 stund-
um seinna hefur segulnálin hér á
jörðunni tekið að ókyrrast og ofsa
stormur að æða. I sambandi við
þessi umbrot stendur og myndan
hinna svonefndu sóldepla; þá get-
um vér skoðað héðan gegn um svart-
litað gler; oss sýnast það vera dimm-
ir deplar, þótt þeir séu í raun og
veru bjartari en vor björtustu ljós.
|>eir sjást næstum alla jafna báðum
megin við miðbaug sólar og mynda
nokkurs konar belti til beggja handa
við hana. |>ýzkur eðlisfræðingur að
nafni Kirchhoff hefur fyrstur manna
uppgötvað að það eru sólský; þó eru
ekki í þeim vatnsguiur sem í vorum
skýjum, heldur gufur ýmisra málma er
mynda yfirborð sólar.
Annars er hin sanna orsök til
sólhitans enn óíundin. Sumir ætla að
sólin sé sí og æ að brenna, og með
því veiti hún oss ljós og birtu, aðrir
tala um rafmagnsstrauma og enn aðr-
ir um þúsundir halastjarna og billí-
ónir loptsteina, er falla stöðugt nið-
ur á sólina og hita hana af nýju.
En allar þessar skoðanir eru ónógar
til að útskýra, hvernig ljós og hiti
hafa frá henni streymt nú í þúsund-
ir ára án þess að minnlca hið minnsta.
|>að er jafnvel ekki fullsannað, hvort
sólhitinn fer vaxandi eða minnkandi
ef hann færi vaxandi, mundu sól-
deplarnir að líkindum alveg hverfa.
Ekki er ómögulegt að hann fari vax-
andi, þar eð full vissa er fyrir að svo
er um sumar sólstjörnur. Stjarnan
Siríus (hundastjarnan) var áður rauð,
nú er hún ljómandi hvít, og því hlýt-
ur bæði birta hennar og hiti að hafa
vaxið.
Sólin er ekki óhreifanleg. Bæði
snýst hún á 25 dögum og 12 stund-
um um ás sinn þrátt fyrir sína feyki-
miklu stærð, og í annan stað þýtur
hún með sína miklu fylgdarsveit reyki-
stjarna, tungla og lialastjarna mót-
stöðulaust gegnum geiminn sem full-
ur er af óteljandi svipuðum sólum og
sólkerfum. A þessari ferð myndarhún
sem aðrir himinlíkamir hringlagaða
braut; miðdepil brautarinnar þekkja
menn að vísu ekki nákvæmlega enn
þá, en þó hafa menn gizkað á að sól-
in mundi þurfa 20—30 milliónir jarð-
arára til að renna alla brautina. J>að
mundu menn kalla s ó 1 a r á r.
Með orðum mundi ómögulegt vera
að lýsa tilfinningum manns, ef hon-
um væri veitt að sjá glögglega skammt
frá sér hina afarstóru sól bruna há-
tignarlega fram hjá, þetta geysimikla
eldhaf, sem óðfluga skundar gegnum
geyminn sina óþekktu braut, og í för
með henni hinar margvíslegu og fögru
reykistjörnur, hinn skjóta Merkúr,
hina björtu Yenus, jörðina með tungl-
inu, hinn rauða Mars með höf'um
hans og löndum, skara smástjarnanna,
hinn mikla skýjaða Júpiter, hinn
röndótta Satúrn með hans fögru hring-
um, Uran og Neptún með tunglum
þeirra, og óteljandi halastjörnur log-
um líkar, sem allar renna vindi hrað-
ara brautir sínar og láta skruggu-
söng sinn duna gegnum geiminn.
Getur þá nokkur maður, hversu ó-