Austri - 18.08.1887, Qupperneq 3

Austri - 18.08.1887, Qupperneq 3
59 ur hið brezka veldi aukist bæði að víðáttu og fólksfjölda svo nemur nær því 2/3. Flatararmál þess er nú 8.990,000 ferh.mílur, meir en 7 milj. ferh.mílum stærra en fyrir 50 árum siðau. Árið 1837 var öll fólkstala hins brezka veldis um 126 milj., en nú er tála þeirra er lúta Viktoríu sem rikisstjóra ekki fyrir innan 310 milj.—fimmti hluti þessa hnattarbúa. Árstekjur hinna ýmsu yfirstjórna í ríkjum veldisins samanlagðar í eina heild, eru um 1,050 milj. dollars; árs- verzlun þeirra nemur 5,400 milj. doll. rikisskuldirnar allar saman nema 5,400 milj. doll. Af öllum konungum Englands, liafa einungis 2 ríkt lengur en 50 ár og 1 tæp 50. Sá sem lengst ríkti var George III., hann tók við ríkisstjórn 1760, og dó 1820, 82 ára gamall; ríkisár hans 59 ár. Hinn annar var Henry III., tók hann við stjórn 1216, og dó 1272 65 ára gamall; ríkti 56 ár. En þar eð hann var að eins 9 ára gamall þegar hann tók við stjórn- inni, þá getur naumlega talist að hann sjálfur hafi haft á hendi rikisstjórn lengur en 47—49 ár. Sá er náði 50. stjórnarári var Edward III., er tók við stjórn árið 1327, og dó 1377. Af drottningum Englands ríkti Elísabet lengst, 44 ár frá 1558—1602; lézt 70 ára gömul. |>rír af konungunum ríktu skemur en 1 ár. þeir voru: Játmund- ur járnsíða, er tók við ríki 1016, og dó sama ár 27 ára gamall; Haraldur II., tók við ríki 1066; Edward V. (er Rikarður III. ruddi úr vegi) tók við ríki 1483, 13 ára gamall. Egbert konungur, fyrsti konungur yfir öllu Englandi, ríkti 12 ár frá 827 til 839. jbað er ekki sjáanlegt að þurrð verði á ríkiserfingjum á Englandi fyrst um sinn. Viktoría gamla á nú lifandi 31 barnabörn og 6 barnabarnabörn. Nolíkur orð um vegimi til Seyðis- fjarðar. J>að mun mörgum kunnugt, að rekin heiur verið' íjörug verzlan á Seyðisfirði nú í nokkur ár, og er það ekki ólíklegt, því þangað sækja allir liéraðsmenn nauðsynjar sínar og úr öllum næstu fjörðum, uokkrir úr Skrið- dal og allir austan megin Jökulsár á dal og nokkrir norðan megin; alls munu það vera 12 hreppar sem sækja verzlun þangað og eru 8 af þeim fyr- ir ofan fjall. |>að mun enginn geta ímyndað sér, sem fer yfir fjallveginn á milli Seið- isfjarðar og Héraðs að það sé þjóð- vegur, sem jafnmikil umferð er yfir; óhætt er að fullyrða, að hvergi á Austurlandi er önnur eins umferð yfir fjallveg og þar, þessu fylgir svo mik- ill ókostur að þess mun ekki finnast dæmi, því vegurinn yfir Fjarðarheiði er að kalla ófær, maður getur álitið að þar megi klöngrast með lausa hesta. J>ar eru ófærar forarkeldur og hvergi sést hrú, því þó þær hafi verið hlaðn- ar, þá eru þær eyðilagðar af vatns- gangi; niður i stöfum er sumstaðar farið eptir klappastöllum hröttum og sniðhalt í klettum, og þess á milli eru djúpar götur fullar með stórgrýti, sem veltur ofan í þær á vorin í leys- ingum, aðgjörð á vegi þar, nú sem stendur er alls engin, en nokkrum sinnum mun vera búið að gjöra við veg þar og miklir peningar eyddir en allt til einskis. Á þessu þyrfti að ráða bót hið bráðasta, og ættu held- ur mest allar vegabætur í Norður- Múlasýslu að vera óunnar eitt ár og leggjast til Vestdalsheiði, og muudi þar þá verða fær vegur, en þetta er allt of lítið fé, því það skal vel vanda sem lengi á að standa, þar ætti að leggja veg sem liægt væri að aka vögn- um á ef mögulegt er og með því móti gæti margur komist af með færri hesta í Héraðinu. Vegna þess að ekki mundi vera fært að aka yfir heiðina fyrr en seinni part sumars, að vegur væri orðinn þur, væri æskilegt að eiga hús fyrir ofan fjall til að geyma í vörur, því verið gæti að menn vildu kaupa flutning uppyfir, ef falt væri af þeim sem næst byggju; sjálfsagt þyrftu vagnar að vera nokkrir og yrðu hrepparnir að eiga þá í félagi. J>að er auðvitað að hver korn- tunna yrði nokkuð dýrari þegar búið væri að flytja hana uppyfir, en það er spursmál hvort það yrði meira en peningar sem menn spara við það að fara sjaldan í kaupstaði; sá sem kemur þar opt, eyðir æfinlega ein- hverju til óþarfa og það þó sparsemd- armenn séu og ætíð kemur einhver kostnaður þegar maður kemur á höndl- unarstaðinn, og opt fara menn vetr- arferðir og teppast og eyða stórfé og missa stundum hesta á heiðinni og margur lífið. J>ó að bæði sé styttra og betra að leggja veg til Reyðarfjarðar nefni- lega á Fagradal, eins og ritað var um í Austra 3. árg., þá er það svo mikið lengra fyrir Uthéraðsmenn, engu styttra fyrir Upphérað og þar að auki svo míkil bygging á Seyðisfirði, sem verzlanir eiga útlendar og innlendar, að það sýnist óhugsandi að það sé eyðilagt, og nú, sem stendur, munu menn hugsa að koma þar upp pönt- unarhúsi. J>að er óneitanlegt, að miklu auð- veldara er að leggja góðann veg um Fagradal en allar leiðir aðrar frá Héraðinu til sjóar, en það mælir margt á móti því, að það geti verið eins þægilegt eins og sækja verzlun á Seyðisfjörð. J>að er aðalgallinn á vegagjörð hér, að það eru sjaldan menn við það, sem hafa verulega gott vit á vega- gjörð, eptir því sem þeir eru í öðr- xim löndum, það er optast að þeir sjá vel út þegar þeir eru nýhlaðnir, en eyðileggjast fljótlega af vatnsgangi, og er það fyrir óvandaðan ofaníburð. J>að er fullkomlega að heyra á vegfræðingnum, sem ferðaðist hér um, og skrifaði í Andvara 11. árg., að leggja megi góðan veg íyrir vagna yfir Yestdalsheiði. Að leggja veg yfir fjallvegi svo vandaða að vagnar gangi á, þarf að vera lærður vegfræðingur fyrir verkinu. J>að er mjög lítið sem vér ís- lendingar höfum lagt okkur eptir veg- fræði og sýnist það þó nauðsynlegt. Nú er einn landi að læra veg- fræði í Noregi, og ætlar að koma hér upp á Seyðisfjörð í sumar og ætti hann þá að fá strax forþénustu að bæta veg til Seyðisfjarðar. Ritað í aprílm. 1887. G. S. Úr bréfi frá Kaupmaiiiiahöfn. Kmh. 26/5 87. „Fyrir skömmu hafa Islendingar í Kmh. stofnað félag, sem heitir „ís- lenzkt náttúrufræðisfélag“. Aðaltil- gangur þess er að koma upp sem fullkomnustu náttúrugripasafni á ís- landi, sem geymt sé í Reykjavík og á að leggja mesta áherzlu á íslenzka náttúrugripi en reyna þó líka til að fá sem flest af því tagi frá útlöndum. Félagið og stjórn þess hafa fyrst um sinn aðsetur sitt í Kaupmannahöfn, en þegar félagsmönnum íjölgar á ís- landi og félagsmenn í Reykjavík eru orðnir jafnmargir og stofnendur fé- lagsins eða 30—40, þá er gjört ráð fyrir að stjórn sé kosin í Reykjavík og hafi hún mestan veg og vanda af félaginu úr því. Tillagið er 3 krón- ur á ári eða 50 krónur í eitt skipti fyrir öll“. Oskandi væri að sem flestir vildu styrkja félag þetta með því að ganga í það, því það getur gjört landi voru mikinn sóma, ef því vex fiskur um hrygg. Allar þjóðir verja stórfé til náttúrugripasafna nema íslendingar, enda kemur flestum saman um, að náttúrufræðin sé vísindagrein sú, sem gjörir mest gagn og gamanið er ekki að efa, því það er hin bezta skemmt- an að koma á slík söfn í útlöndum. J>að væri ekki smáræðis prýði ef þar væri náttúrugripasafn, náttúrlega snið- ið eptir stakki höfuðborgar vorrar. lítið en laglegt, sem lærðir menn og

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.