Fjallkonan - 11.12.1886, Page 1

Fjallkonan - 11.12.1886, Page 1
FJALLMAN 23. JBLAÐ. EEYKJAVÍK, 11. DESEMBER 1886. Sakaegiftie. 7. þ. m. afhenti merkr bóndi í Kjalar- neshreppi sjálfr bæjarfógetannm hér í Rvík, Halldóri Daníelssyni, svo hljóðandi kæru Jyfir fyrverandi bæjar- gjaldkera Kr. 0. þorgrímssyni: „Eins og yðr, herra bæjarfógeti, má kunnugt vera, hefi ég síðan í öndverðum ágústmánuði 1885 haldið ómagann Kristján Kristjánsson frá Hraínhólum, sem á framfærslurétt í Reykja- vík, og var meðlag með honum ákveðið 4 kr. um mánuðinn. Krafðist ég eigi útborgunar á meðlagi þessu fyrrenn í haust að eg sneri mér skriflega til bæjarstjórnarinnar og siðan munn- lega til yðar, og er ég eftir tilvísun yðar sneri mér til bæjar- gjaldkera Bjarnar Kristjánssonar, varð ég þess áskynja, að af meðlagi þessu hafa alls verið teknar út úr bæjarsjóði 56 kr., nefnilega: 31. ágúst 1885 4 kr., 6. október s. á. 4 kr., 31. des. s. á. 12 kr., 30. apr. þ. á. 16 kr., 10. okt. þ. á. 20 kr. Fyrir upphæðunum árið 1885 hefi ég eigi séð kvittanir, enn báðar kvittanirnar fyrir það sem borgað er á þessu ári eru með hönd þáverandi bæjargjaldkera, Kr. 0. þorgrímssonar, og undirskrif- aðar: „K.r. Kristjánsson (handsalað)11. Engri af ofannefndum upphæðum hefi ég veitt móttöku né heldr heimilað neinum manni að veita þeim móttöku fyrir mína hönd, og iiefir því annaðhvort einhver óráðvandr maðr hafið þessa peninga án heimildar eða bæjargjaldkerinn sjálfr hafið þá og búið til þessar kvittanir; enn með því að með inu undirskrifaða nafni: „Kr. Kristjánsson“ virðist vera átt við ó- maga þann, sem meðiagið átti með að ganga, skal ég geta þess, að ég hefi spurt hann, hvort hann hafi meðtekið þessa peninga eða gefið öðrum, heimiid til að kvitta undir sínunafni fyrir þá, og neitar hann því fastlega, enda skal þess getið, að 10. október, þegar síðasta kvittunin er dagsett, var Kr. Krist- jánsson heima hjá mér og kom ekki til Reykjavíkr þann dag eða neitt nálægt því tímabili, og gat því ómögulega handsal- að hér nafna sínum, bæjargjaldkeranum, nafn sitt. Alveg sama er að segja um 31. des. 1885, ef kvittunin frá þeim degi skyldi einnig vera undirskrifuð með hans nafni, því að um þær mund- ir var hann einnig heima hjá mér og kom ekki til Revkjavíkr. þar eð öll atvik benda á, aö inn fyrverandi bæjargjaldkeri Kr. 0. J>orgrímsson hafi þannig dregið undir sig peningana og falsað kvittanirnar, vil ég tilkynna yðr þetta, herra bæjar- fógeti, og skora jafnframt á yðr, að hefja rannsókn gegn Kristjáni 0. jporgrimssyni bóksala, svo að ið sanna megi upp komast i máli þessu, og hver sá, sem sekr kann að vera í glæp þeim, sem hér virðist vera drýgðr, megi sæta ábyrgð eins og lög standa til. Staddr í Reykjavík, 7. des. 1886. porldkr Jónsson, f'rá Varmadal, hreppsnefndarmaðr.11 1 öðru lagi hefir Halldóra Arnadóttir frá Grjóta hér í bænum kært sama Kr. 0. jporgrímsson fyrir undandrátt á peningagreiðslu úr bæjarsjóði og óheimila töku á nafni hennar undir kvittun í »sviksamlegum tilgangi«. I þriðja lagi hefir inn núverandi bæjargjaldkeri, Björn Kristjánsson, kært sama mann, Kr. 0. þ>., fyrir ranga bókfærslu í bæjarreikningabókum og beiðzt þess, að bæjarfógeti kveddi 2 reikningsfróða menn til að skoða bókfærslu ins fyrverandi gjaldkera, Kr. 0. |>., og segja álit sitt um, hvort ekki sé ástæða til að höfða saka- málsrannsókn gegn honum út af bókfærslunni. 1 fjórða lagi hefir Sveinn Olafsson hérí bænum kært oft nefndan Kr. 0. þ. fyrir að hafa falsað kvittun. Sá orðasveimr gengr nu hér um bæinn milli sumra heldri manna, að kærur þessar séu sprottnar af undir- róðri einstakra manna og þá líklega rangar eða upp- lognar enn væri svo, er vonandi að réttvísin hafi hendr í hári þeirra manna, erkærthafa inn »ófiekkaða dánumann«. IBankinn. Cambridge, 5. okt., 1816. (Niðrl.). f>egar peningaþurð í landinu er orðin svo, að peningar ekki lengr fást »til utanlands viðskifta« verzlunarinnar, get eg ekki betr séð, enn að kaupmenn verði að sætta sig við, að taka hinn eina lögeyri sem landið hefir á boðstólum — seðlana. Enn hvað eiga þeir að gjöra. við þá? Ut er þýðingarlaust að flytja þá. Landssjóðr má ekki víxla þeim fyrr enn bankinn er fallinn. þetta hlýtr að leiða til þess, að seðlarnir ó- umflýjanlega falli, ef þeir ekki verða kcmnir á fallanda fót fyrr. jpá byrjar nú merkilegt tímabil í sögu seðlanna. þegar fallið er eitt sinn 1 þá komið, stöðvar það enginn mannlegr kraftr. Meðan landssjóðr er að koma vara- sjóði í peninga, til að geta gegnt ákvörðun bankalaganna að borga seðlana fullu verði, halda þeir áfram að falla, þess vegna, meðal annars, að enginn veit með vissu, fulláreiðanlegri, hvað mikið kunni að vera á veltu af seðlunum, því ég, fyrir mitt leyti, geng að því vísu, að þá komi upp fjöldi falsaðra seðla1. A þessum hrösunar- tíma bíða embættismenn mestan skaðann af seðilfallinu, því þeir fá að því skapi minni laun sem munar falli seðlanna andspænis peningum, eða, nákvæmar ákveðið, gulli. |>etta verðr spekúlantanna gullöld. þegar fallið er eitt sinn komið af stað, keppist hver um annan að flýta fyrir því, til þess að geta náð í seðlana með sem minnstu verði. þá verða nú raddirnar um lánstraust landssjóðs færri og lægri enn 1885, sællar minningar. J>eir sem dauðliggr á að fá eitthvað fyrir seðlana í svip- inn verða fegnir að láta þá af hendi, og svona gengr það koll af kolli unz reikningsskapardagrinn kemr, sem ekki verðr fyrri enn éftir svo og svo mörg ár. Bankalögin sjálf gefa hina brýnustu hvöt til þessarar spekulatiónar með því, að ákvéða, að seðlana skuli borga fullu verði, í stað þess, að leysa skuli þá inn með gangverði þeirra eins og það er á innlausnar stund, eins og Ameríkumenn hafa gert með sína alræmdu green-backs2. Eg get nú ekki betr séð enn að hér að framan só að eins gjört ráð fyrir því, sem beinlínis hlýtr að fljóta af seðilfyrirkomulaginu. Enn nú svarar þingm. mér, að ekk- ert af þessu þurfi að óttast, því hlutfallið milli seðil- mergðar og viðskiftaþarfar sé rétt, og meðan svo sé haldi seðlar fullu verði. Fyrst og fremst er það nú ósannaðr hlutr enn, að hlutfallið sé rétt fundið á Islandi, og enda sterkar líkur til, að það sé ófundið;því í reikningi sínum í þjóðólfi hefir þingmaðrinn engan frádrátt gert fyrir iðju- lausa legupeninga (hoard), sem eru alveg fyrir utan við- skiftaþörfina. Enn það ætla ég muni vera engar ýkjur, að mikill, ef ekki megin-hluti dala-peninganna sem upp komu þegar krónumyntin kom inn, hafi verið hirzlufó eða 1) £>egar Frakkar gáfu út „assignat“-seðla sína, sem tryggðir voru fasteignum ríkisins, enn féllu á skömmum tíma svo, að menn gátu með herkjum kríað út kaffiholla fyrir 500 fr. í þeim, komu upp i hruninu milljónir af fölsuðum „assignats“, sem búnir höfðu verið til í Englandi. 2) Sem þeir höfðu þó þá varuð við frá byrjun að gera ógjald- i genga í tollgjöld.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.