Fjallkonan - 22.01.1887, Page 1
v ’-^tvr & mftn-
■, ui' sLd' ári».
_.ig. u._ 'hrönur.
Borgist fyrii i„^lok.
FJALLKONAN.
Valdima r Asmundarson
rit stj6ri býr í Þing-
holtsstrœti og er h&nn að
hitu kl. 3—4 e. m.
2. BLAÐ.
REYK.TAVÍK, 22. JANÚAR
1887.
Fjallkonan
Palladómar
er 36 blöð um árið. kemr út þrisvar á mánuði, í febrúar og
framvegis 8., 18. og 28. dag mánaðarins. Blaðið er nú þriðj- i
ungi stærra enn áðr. og hefir þð ekki hækkað i verði; kostar
einungis tvær krðnur, og skal andvirðið greitt fyrir júlílok, enn
þeir, sem eigi hafa greitt það fyrir lok oktðhermánaðar i
liaust, verða að horga 2 kr 50 au. fyrir hlaðið, nema öðruvisi
hafi verið um samið.
Sölulauu eru venjulega '/#—V#, enn alls engin ef eigi er borgað
fyrir árslok.
Uppsögn á blaðinu sé skrifieg, og gildir ekki nema komin sé j
til útgefanda fyrir 1. október.
Hreppaskií'tiiig. Jökuldals og Hlíðarhreppi í Norðr-
Múlasýslu er skift í tvo hreppa, er nefnast Jökul-
dalslireppr og Hlíðarhreppr. — Rosmhvalanesshreppi í
Gullbringusýslu er og skift í tvo hreppa, og heldr
annar þeirra nafninu Rosmhvalaneshreppr, enn hinn
nefnist Miðneshreppr.
Hallærislán hefir landshöfðingi 29. f. m. veitt
Barðastrandarsýslu. með venjul. kjörum, alt að 2600 kr
Tíðarfar. Hér sunnanlands er nú kominn snjór
æði mikill, enn oftast hefir verið lieldr frostvægt. í j
Vestr-Skaftafellssýslu hefir frézt að væri fannfergja j
mikil og liagleysur, enn betri tíð er þegar austar
dregr í sýsluna, þó víðast haglaust þar síðan á ný-
ári. f Árnessýslu og Rangárvalla eru víðast enn
hagar uppi, og annarstaðar um suðrland, enn nú bæt-
ir óðum á snjóinn.
Húnvetningar og Dalamenn eru nú í miklum und-
irbúningi að koma upp vffrupöntunarfélöguni.
Bjargarskortr er nú sagðr víða, og er einkum lát-
ið illa yfir bágindum fólks í Skaftafellssýslu; þar eru
mörg heimili sögð kornmatarlaus og hafa enga björg
nema lítið af mjólk.
Flugufregn hefir borizt að norðan um stórkostlegt
manntjön á Skagaströnd; er sagt að þar hafi farizt
5 skip í fiskiróðri með 28 manns.
Rood-Templara-reglan. Eftir skýrslu í blaði því, sem
bindindisfélag þetta gefr út, og kallast „íslenzki Good-
Templat“, hafa meðlimir þess verið samtals 893 hinn
1. ágúst í sumar, og var meira enn helmingr þeirra
á suðrlandi (432 í Reykjavík).
Blöðiu. Það sér ekki á að hart sé í ári, þegar gætt er að
því, að íslenzk hlöð hafa aldrei verið jafnmörg og árið sem
leið. Þau voni alls 11; níu komu út hér á landi: „Fjallkon-
an“, „ísafold“, „Suðri“ og „Þjðððlfr“ í Rvík, „Akreyrarpðstr“,
„Fróði“ og „Norðrljðsið" á Akreyri, „Austri" á Seyðisfirði og
„Þjððviljinn“ á ísafirði, og tvö í Ameríku: „Heimskriugla“ og
„Sameiningin". Enda lítr svo út sem þessi blaðagrúi haíi ekki
þrifizt vel, því sum af blöðunum eru annaðhvort sáluð eða í
andarslitrunum. Akreyrarpðstkrílið er sálað, og illa er sagt að
Austra liði. Svo virðist einnig sem Fróða sé lítt lifvænt, ef
hann hjarir eingöngu á sögu-hjali Jóns Mýrdals. Hér syðra
hafa þó orðið átakanlegust umskifti, þvi 30. des. næstl. gaf
„Suðri“ upp sinn þjónustusama anda. Hann hafði lengi verið
aumlega haldinn, og kafnaði loks úr óþverralyktinni af sjálfum
sér. Síðar munum vér kasta nokkrum steinum að dys hans.
um hina nýju alþiiigismenii 1880.
—:o:—
XV. Þorraldr Bjarnarson er fullkomlega meðal-
maðr á hæð, afar þrekinn og kraftalegr, prúðr á hár
og skegg. Málrómrinn ekki hár, enn sterkr og skír.
—Sjaldan tók Þorvaldr til máls, enda var það lians
skoðun, að þingmenn ættu sem minst að tala, þvi að
honum þótti þeir draga um of tímann með óþörfum
umræðum, sem hann hvað engin áhrif hafa á máls-
úrslit eða atkvæðagreiðslu. Þótt því verði eigi neit-
að, að sumar ræður þingmanna virðist hafa litið gildi
og skýra lítið málin, þá er þó þessi regla Þorvaldar ekki
rétt. Ef þingmenn að eins undirbyggju sig svo vel,
að þeir gætu skýrt málin með ræðum sínum, þá væri
æskilegast að þau væri rædd sem mest og greinileg-
ast, enn það sem Þorvald vantaði var einmitt þetta,
því að mjög sjaldan mun hann, eins og reyndar marg-
ir fleiri, hafa búið sig undir málin. Atkvæða-
greiðsla Þorvaldar var ætíð skir, og í stjórnarskrár-
málinu fylti hann fiokk meiri hlutans. Hann var á
móti víntollinum og talaði tvisvar í því máli. í þeim
ræðum bregðr sumu nokkuð kynlega fyrir, sem staf-
ar af keppni Þorvaldar við Lárus Halldórsson um
þetta mál, og einkum er fyndni sú, sem á að koma
fram i ræðunum, ekki heppileg, því þótt fyndnisorð
þessi séu ef til vill sárbeitt þeim er eiga, eru þauó-
skiljanleg þeim, sem ekki vita til hvers þau miða.
3. ræðuna hélt Þorvaldr um sundrung Klaustrhóla-
prestakalls. Þar bryddir líka á sömu torskildri fyndni.
Framkoma Þorvaldar yfir höfuð á þinginu var ekki
atkvæðamikil, því hann starfaði lítið eða ekkert ut-
au þings, og á þingfundum hélt liann að eins áðr-
nefndar þrjár ræður, sem vér skiljum ekki til hlítar
og getum því eigi dæmt um. Þorvaldr er greindr
maðr að upplagi og séðr, enn liefir sáralitla mentun
fengið nema þá, er lífið og reynslan hafa veitt hon-
um. Hann er því á sinni réttu hyllu sem bóndi, og
þar fyrirmynd að mörgu leyti, enn stórum miðrsettr
á þingbekknum.
Athugasemd ritstj. Það má nærri geta, að allir
verði ekki á eitt sáttir um alþingismennina nýju, eða
samdóma höfundi þessara „palladómau, enda er ómögu-
legt að rita svo öllum líki um svo persónulegt efni.
Enn sem næst sanni mun palladómari fara, þótt liann
riti stundum nokkuð gáskalega, eins og t. d. þar sem
hann er að lýsa síra Sveini Eiríkssyni. Hann vill
með því leiða athygli kjósenda hans að því, að þeim
hafi verið mislagðar hendr er þeir kusu síra Svein,
að honum ólöstuðum, og höfnuðu síra Jóni í Bjarna-
nesi, sem talinn hefir verið gott þingmannsefni. Vér
höfum nú fyrir satt, að síra Jón hafi gefið kost á