Fjallkonan


Fjallkonan - 31.01.1887, Page 1

Fjallkonan - 31.01.1887, Page 1
Kemr út þrisvar & inán- uöi, 36 blöö um úriö. Árg. kostar 2 krónur. Borgist fyrir júlílok. FJALLKONAN. Valdimar Asmundarson rit8tjóri býr 1 Þing- holtsutrœti og er hanu aö hitta kl. 3—4 e. m. 3. BLAÐ. REYK.TAVÍK, 31. JANÚAR 1887. Veðrátta hefir verið víðast um land allgóð til árs- loka, enn síðan hefir komið mikill snjór og mun all- víða orðið haglítið eða haglaust til fjalla. Frost hafa jafnan verið væg. Aflabrögð. Fiskafli heiir verið nokkur i flestum veiðistöðum. Á Eyjafirði lítill þorskafli, enn nokkur 8Íldarafli til jóla. Á Skagaströnd góðr afli. Á ísa- firði töluverðr síldarafli fram í desember og fiskafli nokkur. Svo og fiskafli undir Jökli. Fiskveiðasamtök. Vatnsleysustrandarhrepps bú- ar og Rosmhvalaness hafa bundizt samtökum um að við hafa eigi ýsnlóðir til fiskveiða nú á vetrarver- tíðinni. Slysíarir og skipskaðar. Fregn sú, er getr um í síðasta blaði, um manntjónið á Skagaströnd, hefir reynzt sönn að mestu. Mennirnir, sem druknuðu, vóru 24 (íormennirnir hétu: Guðmundar tveir, Tómas Tómasson, Páll Pálsson og Árni Sigurðsson); urðu að sögn við slys þetta níu ekkjur og 27 börn föðurlaus. — 22. nóv. druknaði stúlka í Úlfsá í Skut- ulsfirði, er hét Sigríðr Guðmundsdóttir. — 18. nóv. fórst maðr í snjóflóði frá Hleinargaröi i Eyjafirði, er Brynjólfr hét Oddsson. — í des. fórust 3 menn i snjó- | flóði á Ingjaldssandi. Húsbruni. Nótt 4. jan. brann geymsluhús Bæ- rendtsens kaupmanns á Skagaströnd, enn munum sem inni vóru varð bjargað. Bráðapcst í sauðfé geysar nú allvíða. Mest brögð eru að lienni í Eyjafirði; hafa sumir bændur þar mist alt að J/g fjár síns. Skólarnir nyrðra eru lítt sóttir. Á Möðruvalla- { skólanum eru 17 piltar. Á kvennaskólanum á Lauga- landi eru 4 stúlkur. ISúnaðarféla? suðramtsins hafði staðið full 50 ár 28. þ. in.. enda hélt það þá aukafund og komu þar um 30hinnareyk- víksku félagsm anna, sem „flestir þektu álíka mikið til sveitabú- skapar eins og skotfélagsmenn í Eeykjavik, er flestir liafa aldr- rei á byssn tekið, til skota", eins og dr. Jðnassen sagði. For- seti (H. Kr. Friðr.) mintist í byrjun fundar fyrst stofnunar fé- lagsins (á afmælisdag Friðriks 6.) tyrir forgöngu Þórðar háyflr- dómara Sveinbjörnssonar, og fór síðan vfir sögu þess, og tók það stuttan tima. Þá skýrði hann frá þvi, að félagið ætti ískulda- bréfum 17,579 kr. 40 aura, auk fltistandandi skulda undir 300 kr.; félagsmenn væru um 212; annars kæmi bráðum flt skýrsla um félagið. Gjaldkeri félagsins (E. Th. Jónassen amtm.) skýrði frá því, að skuldabréf télagsins hjá einstöknm mönnum hefðu ekki reynzt neitt ótryggileg, þó að ritstjóri ísafoldar hafi geip- að mjög yfir því. Sæmundr Eyjólfsson búfr. var þegar ráðinn ! til að ferðast næsta sumar í Skaftafellssýslu, eins og 2 sumur undanfarin; sömuleiðis var Sveinn búfræðingr Sveinsson ráðinn i þjónustu félagsins næsta ár, ef ástæður leyfðu (búnaðarskóla- stjðrn á Hvanneyri?). Yms mál fleiri komu fyrir, þar á meðal ýmsar tillögur og áskoranir, er miðuðu til ýmissa framkvæmda, eða til að fá stjórnina til að gera tilraunir í þá átt, enn flest var það felt, ýmist af félagsmönnum eða forseta, eða vísað frá. Þann- ig var um tillögu frá Þorláki alþm. í Hvammkoti, um að setja nefnd til að semja lög til undirbúnings undir alþing um vernd- un birkiskóga hér á landi. Eftir tillögu forseta, sem fanst [ þetta eigi heyra undir verksvið félagsins, enda fáir til þess f«r- ir, var máliuu visað til landshöfðingja með beiðui um, að stjórn- in settist niðr og semdi lög þessa efnis. Flest var þessu líkt. Björn búfr. Bjarnarscm ætlaði að halda fyrirlestr í fundarlok, enn af því, að át mikið skyldi þá verða um kvöldið meðal fé- lagsmanna, fóru flestir af fundi, euda hafði forseti sagt á fund- inum, að fyrirlestrar og ritgerðir gerðu ekkert gagn. Alþýöumentun. IY. Unglingaslwlar. Svo eru alment nefndir liinir fullkomnari barnaskólar, þar sem kendar eru fleiri fræðigreinir enn þær sem lögboðnar eru. t>eir, sem ritað liafa um alþýðumentun, hafa hugsað sór ung- lingaskóla sem milliliðu milli barnaskóla og alþýðu- skóla (gagnfræðaskóla), og fylgjum vér því liinni sömu röð. Enn vér ætlum að slík sundrgreining sé óþörf, enda mundi landið eigi geta staðið straum af skólamergðinni, og mentaleið alþýðu teygðist að óþörfu, ef börnin gengi fyrst í barnaskóla og síðan í ung- lingaskóla áðr enn gengið er á alþýðuskóla, bún- aðarskóla eða kvennaskóla. Vér ætlum, að ekki sé um aðra unglingaskóla að tala enn barnaskólana, og að í öllum barnaskólum ætti að kenna ágrip þeirra fræðigreina, sem nú eru kendar í liinum betri ung- lingaskólum, svo sem mannkynssögu ágrip, landssögu ágrip, landafræði, náttúrusögu ágrip og eitthvað í dönsku eða ensku o. s. írv. eftir föngum,1 auk hins Iögboðna náms í kristnum fræðum, skrift og reikn- ingi. Oss virðist heldr eigi skylt að styrkja barna- skóla með landsfé, ef ekki er kent í þeim anriað enn liið lögboðna nám; vér teljum ekki, þótt einstöku barni sé kent eitthvað meira sem aukanámsgrein. — Unglingaskólinn verðr þá eiginlega 2. eða öllu heldr 3. bekkr í hverjum barnaskóla. Það stendr að mestu leyti á sama, livoru nafninu er haldið barnaskóli eða unglingaskóli; þó viljum vér heldr nefna barnaskóla, og höldum að engum unglingi, sem í slíkan skóla gengr, þurfi að þykja minkun að því nafni, þótt full- þroska sé orðinn að líkamsvexti. Alþýðuskólar. Langt er síðan fyrst var hafið máls á því í blöðunum, að nauðsyn ra'ki til að stofna hér á landi alþýðuskóla í líking við slíka skóla i öðr- um löndum, þótt sú hljómfagra bjalla hafi verið lát- in klingja, að íslenzk alþýða væri betr mentuð 1) Eina grein ætti alment að kenna í barnaskðlura eða nng- lingaskðlum, sem nú er algerlega vanrækt. Það er yfirlit yfir stjórnarskipun og helztu landslög. Fommenn kendu sonumsín- um lög á þjóðstjómartímanum, og fyrir þá venju hélzt, hér í landi almenn lagaþekking lengi fram eftir öldunnm, þar til út- lend lög tóku að tíðkast og öll löggjöf fór á rimrulreið, svo að lagamennirnir sjálfir vissu hvorki upp né niðr.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.