Fjallkonan


Fjallkonan - 28.04.1887, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 28.04.1887, Blaðsíða 2
46 F J A LL KON AN. Nátthagar. Eftir Hermann Jónasson. í 11. tbl. Fjallkonunnar hefir hr. Sveinn búfræðingr leitazt við að hrekja grein mína um nátthaga í 8. tbl. sama blaðs. Nokkuð af grein hr. Sveins á að sanna eða skýra það sem é g hefi aldrei talað; enda get ég ekki sannfærzt af grein lians að öðru leyti. Hr. Sveinn segir, að jarðvegr á árbökkum sé „einatt leir- blandinn og haldi vel áburði og sé frjór af náttúrunni“. Að þetta sé algild regla er alls eigi rétt, heldr er hann þvert á móti, eins og ég sagði í ritgerð minni, „ott sendinn og grunur og hefir því lítið bindingarafl“. Að til færa útlenda ræktunar- aðferð á hér ekki við. Hér á landi hefir jarðvegr hvergi jafn- mikið bindingarafl sem víða erlendis. Enn fremr ber þess að gæta, að það er algengt. að áburðr sé þar plægðr niðr í jörð- ina, og er þá oft meira eða minna af honum lítt fúið eða ófúið, t. a. m. hálmr og þvil. Það er því hvorttveggja, að jarðvegr- inn hefir mikið bindingarafl og áburðrinn er að smáleysast upp, unz jarðvegrinn er aftr plægðr og borið á hann. Þar sem jarðvegrinn er hins vegar mjög sendinn eða grunnr, eru ekki dæmi til að áburðr, sem leysist fljótt upp, sé borinn á í einu fyrir nokkur ár í senn. Enn fremr segir hr. Sveinn: „Það er auðvitað að maðr þarf að hafa tvo nátthaga til þess að geta hýst ærnar hvert sumar og þó haft einn til sláttar, enn liafi rnaðr þrjá, getr maðr sleg- ið tvo árlega, því maðr getr rekið lainbfé í þá á vorin, hýst (!) í þeim ærnar á sumrin, haft einatt í þeim hross og fjársöfn á haustin". Það hagar á sumum stöðum svo til, að hægt sé að láta lambfé liggja í nátthögum á vorin, enn víða hagar þvi svo, að lainbfé verðr að vera út um hagann langt frá bæ. Yæri því „óðs manns æði“, að reka lambfé til nátthaganna á kveldin, til að bæla það þar á nóttum; því að langr rekstr og ófrelsi fer mjög illa með lömb og lambfé yfir höfuð. Að segja því undantekningarlaust, að hægt sé að hafa lambfé í nátthögum ( á vorin er fráleitt. Það gegnir og engri átt, að ætíð sé hægt, j að hafa hross og fjársöfn í nátthögum á haustin; það er að eius á sumum stöðum, sem hægt er að koma því við. Enn væri svo, að hægt væri að slá nátthagana annaðhvort sumar, þá hefi ég ekki á móti ræktunaraðferðinni; því að ég er með því, að þar sem jarðvegr er góðr, þá sé réttaraað bera vel á annaðhvort ár, heldr enn að bera lítið á árlega. Enn nú segir hr. Sv. í skýrsl- um búnaðaríélags suðramtsins fyrir árin 1884—’86, að „séjörð- in góð, svo komi hún mjög fljótt til og verði oft á þriðja ári eins góðr töðuvöllr og túnið“. Setjum nú svo, að einhver komi sér upp nátthaga, og eftir þrjú ár sé hann kominn í fulla rækt. Þá verðr að koma upp öðrum nátthaga og eftir þrjú ár I ætti hann einuig að vera kominn í fulla rækt. Ef svo hagar i til, að ekki hefir verið hægt að halda fyrri nátthaganum við I rækt þessi þrjú sumur, þá er að búast við, að jarðvegr hans sé alveg úttæmdr og þurfi því jafnmörg ár aftr til að ná sér, og svona gangi það koll af kolli. Áburðr undan ám á suinrin leysist fljótt upp, og ef jarðvegrinn hefir eigi því meira bind- ingarafl, þá mun ljóst, hvort það sé hentugt, að áburðrinn eigi að verka á öðru, fjórða og sjötta sumri frá því hann er bor- inn á. Hr. Sveinn segir um nátthagana, að þeir séu „einungis endr- bætt útgáfa af færikvíunum, sem hafi svo oft verið brúkaðar fyrir sjálfheldu handa ánum á nóttunni11. Þótt þetta sé rétt | hermt, þá er það litil trygging fyrir ágæti nátthaganna; því ! að það var til tjóns og hneisu að láta ær liggja i færikvium á j nóttum; enn sem betr fór var það ekki alment; þvi að fáir j vóru svo grunnhygnir og harðlyndir, að láta hálfberar ær liggja hneptar í færikvíum, hvernig sem veðr var. — Enn fremr vill hr. Sveinn leitast við að hrekja það, sem ég sagði, að ekki j gæti verið fengin reynsla að norðan fyrir kostum nát.thaga. Ég er enn sömu skoðunar; því að þótt ég viti, að þeir séu á örfáum : (6—10) bæjum i Húnavatnssýslu, þá er næsta lítil reynsla j fengin fyrir því, hvernig þeir gefast; því að þeir munu ný- bygðir að undanteknum 1—3. Strandasýslu hen ég ekki heyrt talda með norðrlandi fyr enn ég las grein hr. Sveins. I grein minni vóru tvö atriði, er ég benti möunurn á að at- huga; annað var það, hvort betra væri fyrir ærnar að láta þær liggja í nátthögum eða liýsa þær. Hitt atriðið var, hvort betra væri að Iáta ærnar sjálfkrafa rækta jörðina, eða ínenn gætu hagnýtt áburðinn eftir vild sinni: drýgt hann eftir vild og föngum, og geymt liann og borið hann á eftir því sem bezt liagaði. Ég þóttist sýna fram á þetta atriði til hlítar, enn hr. Sveini hefir sýnst annað. Hér er þvi að eins að ræða um þessi tvö atriði, og að þeim hefði hr. Sveinn átt að snúa sér, til þess að sanna hið gagnstæða, enn ekki að eius að segja, „að hann vonaði að flestir yrðu á því“, sem var gagnstætt við það, sem ég sagði. Nú verðr því að athuga þessi tvö atriði betr.1 Ánum er eðlilegt að hafa hreint og holt loft, þurt og gott bæli og vörn fyrir stormi og bleytu, svo að mismunr hita og kulda verði sem minstr. Ef húsin eru bygð og hirt eins og ég benti á i grein minni að nauðsynlegt væri, þá hafa þau alla þessa kosti. Þá er að athuga nátthagana. Þeir svifta ærnar frjáls- ræði og uæringu engu siðr enn húsin; þeir veita ánum hreint og holt loft (og það gera góð hús líka), enn litla eða enga vörn fflóti stormi, bleytu eða miklum mismun á hita og kulda. Þetta er þó alls ekki litill kosta munr. Ær eru vanalega meir eða minna berar fyrri hluta sumars; þær hafa verið sviftar þeirri vörn móti kulda og vosi, sem þær hafa af náttúrunui. Flestum mun ljóst, hvort það muni eigi há ánum, að vera hneptar i nátthögunum, þar sem óveðr lemr oft um þær liálf- berar, og þær geta þannig ekki leitað sér skjóls. Hr. Sveinn segir að sönnu, að „þegar mjög slæmt er veðr að kveldi, hýsi menn venjulega ærnar í húsi, hvort sem nátthagi er til eða ekki“. Það mun ofætlun fyrir smalamann, að hann geti ætíð séð fyrir nætrveðr að kveldi. Og ef stöðugt hetði átt að hýsa ær á norðrlandi síðast liðið suinar, þegar veðr leit ótryggilega út að kveldi, þá lieíðu þær ekki verið margar nætr í nátthög- um. Þó ær seu hýstar þegar útlit er ilt, þá má þó ætíð bú- ast við, að þær fái stundum óveðr á sig í nátthögunum, og þá verðr þeim það miklu tilfinnanlegra, enn ef þær hefðu aldrei verið hýstar. Ef hentug liús eru til, svo að hægt sé að hýsa ær í þeim endrum og sinnum, þá virðist óþarfr kostnaðr að hafa nátthaga. Þá er að athuga síðara atriðið. Alment má segja að túnin seu eigi í fullri rækt. Setjum svo, að tún sé 10 dagsláttur að stærð, og gefi af sér 100 hesta af töðu. Hvort er þá betra að anka túnið með nátthaga um 3V2 dagsláttu, og fásvo 119 hesta af töðu af þessum 1372 dagsl., eða verja þeim áburði, sem var- ið var til að rækta nátthagann, til þess að rækta túuið svo, að af þessum 10 dagsl. hefðu fengizt 119 hestar af töðu? Og hvort er ódýrra, að girða einhvern dagsláttufjölda í einu lagi, eða þá i tvennu eða fleiru lagi? Þessu þarf ekki að svara; því að „flestir munu lika hafa nægilega heilbrigða skynsemi til að finna það út sjálfir"1. Útbreiðsla germanska þjóðkynsins. í Evrópu eru, sem kuunugt er, þrjú þjóðakyn í gagnstöðu hvert, við annað, liið rómanska, germanska og slufneska, og hafa menn oft hreyft þeirri spurn- ingu, hvernig þjóðkyn þessi standi af sér sín í milli og fyrir hverju vænlegast muni áhorfast síðarmeir. Ekkert af þessum þjóðkynjum hefir getað myndað fullkomna pólitiska einingar heild, miklu fremr klofna þau öll sundr í ýmiskonar ríki. Þetta eitt fyrir sig 1) Fleiri ritg. um þetta efni verða ei að siuni teknar í Fjallk. Þetta mál mun nú nokkurnveginn fullskýrt á allar hliðar, enda er það þess vert, þar sem búnaðarfélagið sunn- lenzka hefir nú snúið mestum framkvæmdum sínum að nátt- hagabyggingum. Ritstj.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.