Fjallkonan


Fjallkonan - 18.05.1887, Page 2

Fjallkonan - 18.05.1887, Page 2
52 FJALLKONAN. sjá eigi hag þess eða óhag, hirða eigi um að sjá íá- i tæku fólki fyrir atvinnu, enn einblína jafnan á sinu eiginn stundarhagnað, ef fjárheimturaenn landssjóðs eru ótrúir og eyða almannafé, enn eftirlitið slælegt af hálfuyfirboðara þeirra, og að lokum, ef löggjafarþing- ið líkist helzt söluþingi, þar sem atkvæði eru seld og | keypt, og persónulegar hvatir, hégómaskapr og eig- i ingirni ræðr mestu um nefndakosningar og jafnvel málalokum í sumum málum. Nei, ef þessi lýsing ætti nokkursstaðar við, þá dygði eigi tómt stjórnar- form tii að bæta úr ástandinu. Ef þjóðina vantar j mentun og siðíerðilegt þrek, þá verðr frelsið henni einungis hefndargjöf. „Stjórnarfrelsi firt þeim kraft, er fær af mentun staðið, ]>að er sama’ og sjálegt skaft, sem að vantar blaðið“. Þó skulum vér ekki segja, að stjórnfrelsið og verzlunarfrelsið hafi orðið íslandi hetndargjafir, því að þessar umbætrhafa örvað lífsfjör þjóðarinnar, kent henni að neyta krafta sinna og orðið henni nauð- synlegr reynsluskóli. Það þarf að minsta kosti full- | an mannsaldr tii að vekja lang-þrælkaða þjóð til fullrar meðvitundar um frjálsræði sitt og til sjálf- stæðrar hluttöku í málefnum sínum, enn eigi sízt til að leggja niðr fornan óvanda og taka upp nýja og betri siðu. Eftir mannsaldr, eða rúm 30 ár, er þjóðinni nú loks f'arið að lærast að nota sér verzl- unarfrelsið; hún er nú loks farin að sjá, hve óhyggi- j lega hún hefir farið að ráði sínu í verzlunarefnum. Þegar liðinn er fullr mannsaldr frá því er landið tékk stjórnfrelsi, sem kallað er, eða þegar liðið er fram yfir aldamótin 1900, er fyrst vonandi, að þjóðinni verði farið að lærast að skipa stjórn sinni og setja j sér lög. Öllum ber saman um, að fremst af öllu ríði á því að rétta við landbúnaðinn, enn til þess þarf ötult i fylgi löggjafarvalds og fjárveitingarvalds; oss vant- ar landbúnaðarlög, hagkvæmari sveitarstjórnarlög, hagkvæmari lög um þurfamenn, lög um heyásetning o. s. frv. í öðru lagi er þilskipaútvegrinn, og loks eru tilraunir til að koma upp iðnaði í landinu. Alþing ætti vissulega að vinna meira að því að rétta við atvinnuvegina enn gert hefir verið að undanförnu. Það er fremr hjákátlegt, að eitt hið fyrsta afrek lög- gjafarþingsins íslenzka var það, að setja Iög um ríf- leg laun embættismanna, og svo er að sjá sem for- göngumenn hinnar nýju stjórnarskrárbreytingar haldi áfram í sömu stefnu, þar sem þeir vilja t. d. hækka laun landshöfðingja. Enn löggjafarvaldið skiftir sér nálega ekkert af atvinnuvegunum í landinu. Ferðakostnaðr alþingismanna. Oft hefir leikið orð á því, að sumir þingmenn væri nokkuð írekir í kröfum er þeir gerðu ferðakostnað- arreikninga sína, og hefir það því miðr einatt átt við rök að styðjast; enn aldrei hefir þó meira orð af þessu farið manna á milli enn einmitt nú eftir auka- þingið í sumar. Það er nefnilega sagt sem víst, að þingmenn þeir, er fóru með strandferðaskipunum, hafi allir, nema síra Arnljótr og Einar sýslum. Thor- lacíus, reiknað sér fæðispeninga á ieiðinni lieim og lieiman, auk þeirra 6 kr. um daginn, sem lögin á- kveða í fæðispeninga. Sumir segja og, að nefnd sú, sem þingið kaus til að sjá um að ferðakostnaðar- reikningar þingmanna væru ekki ofháir, hafi jafn- vel ýtt undir þingmenn að gera þetta1, og þykir það fara að líkinduin, með því að í þessa nefnd vóru meðal annara kjörnir hinir sömu tveirþingmenn, sem þingnefndin 1885 áleit reikningana ofháa hjá. Það er bæði vonandi og óskandi, að hvorttveggja þetta sé mishermt eða þá orðum aukið, því slíkt væri ger- samlega lögum gagnstætt og því rangt. . Enn hvað sem þessu líðr, væri hin mesta nauðsyn á, að fast- ákveðinn væri ferðakostnaðr þingmanna úr kjördæmi hverju, til þings og frá þingi, því að það er jafnvel blettr á þjóðinni sjálfri, ef það verðr sagt með sönnu um fulltrúa hennar, að þeir taki meira fé í ferða- kostnað enn lög heimila eða sannsýnilegt má þykja, enn við slíkan fastákveðinn ferðakostnað hyrfi mögu- legleiki til slíks. Þessu máli ætti að mínu áliti að hreyfa á fundurn þeim, sem vænta má að þingmenn haldi í vor áðr enn þeir fara til þings. Kjósendr ættu þar að krefjast þess, að þeir þing- menn, sem tekið hafa of inikið í ferðakostnað á síð- asta þingi, skili því aftr. Þorkéll Bjarnason. Útlendar fréttir. (Niðrl.) Þýzkaland. Það var að vonum að 90 ára afmæli Vilhjálms keisara 22. marz yrði dýrðar- dagr fyrir Þjóðverja, því að dagrinn var jafnframt minningarhátíð tímabils þess, sem glæsilegast er í sögu þjóðarinnar, þess tímabils er ríkið sameinaðist og náði* innri festu um leið og það varð hið vold- ugasta út á við. Reyndar er það Bismarcks sterka hönd, sem verkið hefir rekið áleiðis, og víst mundi það hafa farizt fyrir, ef hann hefði ekki verið, enn það er ærinn heiðr fyrir keisarann, að hann bar vits- muni og áræði til að hlita ráðum B., þótt glæfraleg sýndust, þrátt fyrir mótspyrnu návistarmanna sinna. Annað mál er það, að af öllu má ofmikið gera, og ekki furða þótt frjálslyndum mönnum sé andstygð að hinni guðlegu tilbeiðslu, sem nú er tízka að sýna keisaranum viðast livar á Þýzkalandi. England. Salisbury hefir lagt fyrir parlamentið þvingunarlög, sem eiga að vera til að stilla vand- ræðin á írlandi, enn munu að eins verða til þess að gera ilt verra, enda hefir liafizt svo megn mótblástr gegn lögunum bæði í þinginu og út um land, að meiri líkur eru að torý-ráðaneyti Salisburys verði frá að fara áðr langt um liðr. Lögin lúta að því, að afnema kviðdóma um stund í sakamálum og dæma morðsakir íra og róstumál öll á Englandi. Glad- stone og hans flokkr hefir nú aftr fengið vind í segl- 1) Sbr. grein í Fjallk. 21. bl. 1886 um alþingiskostnaðinn 1886.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.