Fjallkonan - 28.05.1887, Blaðsíða 2
58
FJALLKONAN.
verði upphaf til þess að vér fáiim hentugar eimskipa- |
ferðir kring um landið. „Miaca“ er hæfilega stór til
slíkra ferða (224 tons). Þess konar skip gætum vér
nú fengið til að koma við á Borðeyri, Raufarhöfn,
Hornafirði og fl. stöðum, er dönsku gufurnar liafa
ekki tengizt til að koma á. Einkum þarf þó að
fjölga ferðunum, sérstaklega á þeim tíma árs, sem
jafnan er íslaust við landið.
Það er líklegt, að samkomulagið yrði betraogvið-
skiftin þægilegri, ef Norðmenn eða Englendingar tæki
að sér strandferðirnar.
Það ætti eigi að þurfa að brýna það fyrir almenn-
ingi, að nota sér ferðir „Miaca“ og"„Camoens“ í sum-
ar, að svo mikiu leyti, sem hafísinn hindrar eigi
samgöngurnar.
Camoens á að fara að minsta kosti fimm ferðir til
landsins í sumar; 1. ferð frá Leith 8. júní til
Reykjavíkr, Sauðárkróks, Akreyrar, Húsavíkr Vopna-
fjarðar, Seyðisfjarðar og Eskifjarðar, 2. ferð frá
Oranton 28. s. m. til Borðeyrar, ísafjarðar, Dýrafjarð-
ar og Stykkishólms og Reykjavíkr, og 3 ferðir siðar
í sumar (til Rvíkr og norðr og austrlands).
i:/|| i: , f '»t í rn^-jrrn—' ' 4V
Þróunarfar mannkynsins og kristindómrinn,
Þaö er eitt af liinum mörgu og miklu afrekum liins nýja sögu- '
fræðilega og heimspekilega skóla, að hann sýnir fram á, að j
mannkynssagan hlýðir sama lögmáli og náttúrulífið. Það er 1
iiinn rnikli enski heimspekingr Herbert Spencer, sem fyrst og
fremst má þakka hina vísiudalegu útskýringu pessarar hngsunar.
Bins og sólkerfin myndast af óskapnaðarhrönnum hinna feikna-
legu þokuhringa, sem á mörgum miljónum ára liaía þjappazt
saman kringum ýmsa kjarna, stærri og minni, er vér nú sjáum
sindra eins og stjörnnr á himinfestingunni; eins og hinn líf-
færalausi (,,óorganiski“) heimr hefir kristallað sig i fjölda mörg-
um fastgerðuin steintegnndum; eins og hið líffæralega (organ-
iska“) lif hefir smáþróazt úr grófgerðum, óbrotnum myndum í |
óendanlega margbreyttan og fíngerðan fjölda af verum, á sí- j
feldlega framlialdandi rás, eins er um manninn, sem ekki er
nema einn hlekkrinn í þessari lífsskapnaðar keðju — að liann
hefir upptök sín frá mjög lágu stigi og hefir alt af þróazt á-
fram á hærra og hærra stig með víðsýni hins ókoma tímafram
uudan sér.
Það er flókin spuming, það er vandamál, sem mörgum hefir
orðið leikseigt við. Vér ætlum eigi að fara langt út í það, enn
svo mikið er óhætt að fullyrða, að hver einstakr maðr hefir sitt
mikia verkefni og þýðingu í þróunarfárinu, hvort heldr til
frama eða ama, eða beinlínis til tjóns og skaða. Því fíngerðari
og ríkulegar útbúnir sem lífsskapuaðirnir („organismer") eru,
þeim muu tilfinningarnæmari eru þeir, og þeim mun móttæki-
legri um leið fyrir gagnleg eða skaðleg áhrif af hiuum minstu
verum, jafnvel þeim, sem vornm augnm eru ósýnilegar. Þetta
náttúru samband getr gefið oss hugmvnd um það, hvernig ein-
stakir menn geta haft gagnleg eða skaðleg áhrif á hag hins
raikla lífsskapnaðar mannkynsins í heild sinni.
Þetta sannar sjálf sagan í mesta máta. Látum svo vera að
mennirnir, persónurnar hafi áðr enn þær mynduðust verið háð-
ar undanförnuin eða yfirstandandi atvikum tímanna, þá hafa
þær samt haft mjög mikil áhrif á þróunarfar mannkynsins með
afli hugsunar sinnar og vilja, og hvað meira er, á fyrri öldum
með líkamsafli sínu; og þetta svo hundruðum, svo þúsundum
ára skifti.
Sagan, og ekki hvað sízt saga sjálfs kristindómsins, sýnir
hversu sama fordæmingarópið hefir hrinið mót sérhverri nýrri
kenningu, og samt ekki fengið hindrað framgang kenningarinn-
ar, ef hún hafði í sér nokkurn sannleiks kjarna.
„Hvað vitum vér um biblíuna?" Það er spurning, sem vakir
á vörum margra, jafnvel einnig þeirra, sem bera heita trú í
hjarta. Þegar lærðr og samvizkusamr sannleiks-leitandi kemr
fram opinberlega til að svara þessari spurningu, þá ættu meuu
að gleðjast yfir því, einnig af þeirri ástæðu, að þá getr mönn-
um gefizt kostr á að leiðrétta, ef hann hermir eitthvað skakt
eða rangt. Enn að liafa sig sleitulega undan og vara aðra við
að hlýða á svöriii, það er sanuarlega ekki vottr um neina ást
á sannleikanum eða trú á honum.
Það er og skringilegt, að þeir sem þessa aðferð við hafa skuli
ekki hugsa eftir, hvaða dóm seinni tímarnir muni leggja á
breytni þeirra, að þeim skuli ekki til hugar koma, að sami
dómuriun muui bitna á þeim, sem þeir kveða upp yfir fyrri
tíðar mönnum, er alls ekki breyttu öðru vísi, enn þeir breyta
nú. Þeir hlægja að „Katli hinum heiðna“, sein sagt er að
geugið hafi í liaug siun löngu áðr enu liann dó, til þess að
komast hjá að sjá „viðrstygð og vantrú“ kristindómsins vega
sigr á goðum Valhallar; þeir fordætna mótstöðu hinnar róm-
versk-kaþólsku kirkju gegn forvígismönnum siðbótarinnar og
aumkva blindui liennar — eun þeir hugsa og breyta alveg eins
og þeir, sem þeir fordæma.
Enn það er satt; dæmum þá ekki; þessi mótspyrna þeirra
heyrir eins og annað undir lögmál lífsrásarinnar.
Útlendar fréttir.
Því þetta viðsýni fer sívaxandi að því skapi sem mönnum
lærist betr að skilja þær framfarir, sem áðr hafa áunnizt, það
er að skilja, því hærra, sem staðmið það, ermannkynið nú hefir
náð, er hafið yfir staðmið þess á þeim tíma, er vér lengst fáum
rakið t.il framkomu þess á þessum örlitla heimshluta, sem vér
köllum „jörð vora“.
Af þessari skoðun leiðir, að oss ber því rólegar og vorkunn-
samlegar að renna augum aftr yfir baráttur umliðiuiia alda með
allri þeirri grimd og hryðjuverkum, sem samfara hefir verið
göngn mannkynsins á aldabraut sögunnar. Eins getum vér af
sömu ástæðu litið þeim mun ókvíðnari á kappdeilur manna nú
á dögum um skoðanir og hugsanir. Það leiðir af lögmáli þró-
uuariunar; það hlýtr svo að vera, það er kjörum lífsins óað-
greinanlega samfara. Því hvað er lífið annað enn þróun? þró-
un frá hinu lægra til hius hærra. Og þaunig verðr það, sem
vér köllum danða, að eins nýtt fótmál þróunarinuar.
Enn hér hefst gegn oss þessi mótbára: Ef nú alt er þessu
nauðsynjarinnar, fyrirframákvörðunarinnar (Determinisme) lög-
máli undirgefið, hvað verðr þá af manninum, manninum sem
persónu, þ. e. sem frjálsri veru með sjálfsmeðvitund, sjálfsákvörð-
un og — ábyrgð?
FRAKKLAND OG ÞÝZKALAND. Ágreiningrinn milli þess-
ara ríkja út at því, er Sehnábele var handtekinn, hefir jafnazt,
og var honum slept úr varðhaldinu. Hann varð uppvis að æs-
ingum og njósnum í Elsass gegn þýzku stjórninni. Samdráttr-
inn milli þýzku stjórnarinnar og Leós páva hélzt, og horfir til
fulls friðar og sambands þar á milli. Lízt sumum illa á þenna
viðgang pávaveldisins, er það hlutast nú sem fyrrum um land-
stjórnarmál.
ENGLAND. í „Times“ hefir verið prentuð ritlíking(facsimile)
j af bréfi frá Parnell, dags. 15. mai 1882 eftir vígin í Fönixgarð-
j inum; sýnir það, að Parnell hafi verið riðinn við þær róstur,
þ. e. að segja, ef það er ófalsað, enn Parnell segir það vera
falsað og tilbúning óvina sinna. Englendingar hafa gefið Tyrkj-
um kost á að draga lið sitt frá Egyptalandi með vissum skil-
yrðum.
RÚSSAR OG TYRKIR. Hinir 15. níhUistar (þar á meðal 9
stúdentar við Pétrsborgarháskóla) eru dæmdir til dauða, enn um
8 þeirra hefir dómarinn skotið þvi til keisara, að firra þá dauða
enn láta koma ævilanga Síberiu-vist i staðinn. Vinmæli og
samningsleitun af Rússastjórn við Tyrkjasoldán, og býðr hún
að gefa upp herkostnaðargjald frá siðasta stríði gegn því, að
I