Fjallkonan


Fjallkonan - 20.08.1887, Side 1

Fjallkonan - 20.08.1887, Side 1
Kemr út þrisvar á mán- uði, 36 blöð um árið. Árg. kostar 2 krðnur. Borgist fyrir júlílok. FJALLKONAN. Valdimar Asmundanton ritstjóri þessa blaðs býr 1 Þingholtsstrœti og er að hitta kl. 3—4 e. m. 25. BLAÐ. REYK.TAVÍK, 20. ÁGÚST 1887. Leiðréttingar. Það er ekki alls kostar rétt, sem stendr í 22. 1)1. Fjallk., að konungrinn í Sandvíkreyjum sé settr frá völdum; hann heíir að eins slept alraeðisvaldi sínu í hendr þing- stjórn. Misprentað er i síðasta hl. hls. 94, 2. dálki, 3. línu: stjórnar- | skrárfrumvarp t. stjórnarfrumvarp, i nokkrum exempl. gj^“ Fáeinir nýir kavpendr geta fengið síðari hluta þessa árgangs af Fjall konvnni frá 8 júlí til ársloka, alls 18—20 bl'óð, og ýms fylgiblcð og smárit í kaupbœti, fyrir að eins eina krónu. lega mcð efni þau, er hann hefir uudir höndum, skal amtuiaðr eftir beiðni sveitarstjórnar og tillögnm sýslnmanns eða bæjar- tógeta svifta hann fjárforráðum með úrskurði og setja honura fjárráðamann. Fjárráðamaðr skal þegar í stað sjá um, að úrsknrðr þessi verði birtr á varnarþingi þess sem tjárráðum er sviftr. Sannist það með vottorði frá sveitarstjórninni, að sveitar- styrkrinn sé endrgoldinn, skal amtmaðr nema úrskurðinn úr gildi, et sá beiðist, er sviftr var fjárforráðum. Fyrir þinglýsingar og aflýsingar, er koma fyrir samkvæmt þessari grein og næstu á undan, skal ekkert gjald greiða. Alþingi. Þessi frumvörp eru fallin, auk þeirra, er áðr er um getið: um sölu þjóðjarða (alment) í e. d.; um hækkun á brennivínstolli í e. d.; um hækkun á tóhakstolli í e. d.; um þingfararkaup alþingism. í nd. um viðauka við horfellislögin 12. jan. 1884 í n. d. Stjórnarskrsírniillið. Nefnd sú, er efri deild kaus til að í- huga stjórnafskrárfrumvarpið, klofnaði í tvent, og kom minni hlutinn, Sighvatr Árnason og Jakob Guðmundsson, fram með sitt álit sem var á þá leið, að deildin ætti að samþykkja frv. óbreytt eins og það kom frá n. d. Vildu þeir fá forseta til, að taka málið þegar á dagskrá, enn hann áleit að ekki væri heimild til þess eftir þingsköpunum. Gæzlustjóri við landsbankann var Eiríkr Briem endrkos- innj; hafði farið frá eftir hlutkesti. Yfirskoðunarniann landsreikninga kaus neðri deild Pál Briem; hefir þannig hafnað Grími Thomsen, sem hefir um hríð haft þann starfa á hendi. Lög frá alþingi. 10. Lög um verzlun lausakaupmanna. 1. gr. Lausakaupmaðr, sem enga fasta verzlun rekr hér á landi, getr fengið heimild til að verzla á skipi annars staðar enn á löggiltum höfnum, ef hann fær til þess leyfisbréf hjá sýslumanni eða bæjarfógeta. Fyrir slíkt leyfisbréf skal lausa- kaupmaðr gjalda 100 kr. í landssjóð, og veitir leyfisbréfið hon- um rétt til að verzla á skipi hvar sem hann vili við strendr landsins, enn að eins það almanaksár, sem leyfið er gefið. Þó er honum óheimilt að verzla með áfenga drykki nema á löggilt- um höfnum. 2. gr. Skyldr er lausakaupmaðr að fullnægja ákvæðum lag- anna um tollgreiðslu og sóttvarnir, o. fl. 3. gr. Brot gegn lögnm þessum varða sektum alt að 2000 kr., og sæta sömu meðferð, sem á er kveðið í 6. gr. laga 7. nóvbr. 1879 nm breyting á eldri lögum um siglingar og verzl- un á Tslandi. 4. gr. Hér með er numin úr gildi 1. málsgrein 4. greinar tyrnefndra laga 7. nóv. 1879. 5. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. dag aprílm. 1888. 11. Lög um sveitarstyrk og fúlgu. 1. gr. Sá sem hefir þegið sveitarstyrk, er skyldr að endr- borga hann sveitinni sem aðra skuld. 2. gr. Þegar hlutaðeigandi sveitarstjórn hefir fært þeginn sveitarstyrk inn í sveitarbókina, er hún sönnun fyrir skuldinni. Sveitarstjórnin getr beiðst lögtaks á skuldinni eftir fyrirmæl- um laga nr. 29, 16. des. 1885. Lögtaksbeiðnin er gild þótt síðar komi fram enn fyrir er mælt i 2. gr. hinna fyrnefndu laga. 3. gr. Sveitarstjórnin getr látið fógeta skrifa upp alla fjár- muni þess, er skuldar sveitinni fyrir þeginn sveitarstyrk. Ef þinglýst er tilhlýðilega eftirriti af uppskriftargerðinni, ásamt útdrætti úr sveitarbókinni, að því er styrkinn snertir, legst veð- band á hina uppskrifnðu muni, skuldinni til tryggingar. 4. gr. Sannist það fyrir amtmanni, að sá, er þiggr eða þeg- ið hefir sveitarstyrk, sem enn er eigi endrgoldinn, fari ráðlaus- 5. gr. Sá sem þiggr af sveit og er þó vinnufær, er skyldr j að fara i hverja þá viðunanlega vist og vinna hverja venju- lega vinnu, sem sveitarstjórnin ákveðr og honuin er eigi um | megn, meðan hann er eigi fær um án sveitarstyrks að fram- J fleyta sér og þeim, er hann á fram að færa að lögum. j Ákvæði sveitarstjórnarinnar er hann skyldr að hlýða fyrst | um sinn, enda þótt hann vilji eigi kannast við, að vist sú eða vinna sé viðunanleg, er honum var boðin; enn málið getr hann jafnframt kært fyrir sýslumanni eða bæjarfógeta, er sker úr því eftir að hafa leitað um það álits tveggja óvilhallra manna. 6. gr. Ohlýðnist þnrfamaðr skipun sveitarstjórnarinnar, er getr um í næstu grein á undan, má kæra hann um það fyrir sýslumanni eða bæjarfógcta, er heldr honnm til hlýðni, et þörf gerist, með sektum eða fangelsi eftir málavöxtum. Hýsi maðr að nauðsynjaiausu þurfamann, sem honum er kunn- ugt um, að óhlýðnast skipun hreppsnefndar, eða þiggi verk af honum. skal hann sekr um alt að 100 kr., er renna í sveitar- sjóð, þar sem hrotið er framið. 7. gr. Nú vill maðr flytja af landi burt, enn hefir vanda- menn, sem eigi ern sjálfbjarga og lionum her fram að færa að lögum, og skal hann þá, áðr enn hann byrjar ferð sína, ef sveitarstjórnin heimtar, skyldr að setja sveit sinni viðunanlega trygging fyrir því, að vandamenn lians, er eftir verða, verði eigi sveitarfélaginu til þyngsla, að minsta kosti um næstu 3 ár, nema veikindi eða önnur ófyrirsjáanleg óhöpp valdi, enda banni sýslumaðr eða bæjarfógeti utanförina, nema þessum skil- yrðum sé fullnægt. 8. gr. Mál, sem rísa út af broti gegn lögum þessum, skal fara með sem opinber lögreglumál. 12. Lög um að stjórninni veitist heimild til að selja nokkr- ar þjóðjarðir. 1. gr. Ráðgjafanum fyrir ísland veitist heimild til að' selja ábúendunum eftirfylgjandi þjóðjarðir fyrir það andvirði, sem að minsta kosti nemr þeirri upphæð, er tilfærð er við hverja þeirra. 1. Seglbúðir í Kleifahreppi fyrir................. 1050 kr. 2. Möðrufell í Hrafnagilshreppi með hjáleigunum Hraungerði og Torfum fyrir ....... 6000 — 3. Gilsbakka í sama hreppi fyrir.................... 1800 — 4. Efri-Sandvík og Neðri-Sandvík í Grímsey fyrir . 1500 — 5. Skúta í Glæsibæjarhreppi fyrir................... 1700 — 6. Hnjúk í Vallahreppi fyrir........................ 2500 — 7. Flögu í Skriðuhreppi fyrir.......................25(X) — 8. Eyðijörðina Efri-Strönd í Rangárvallahr. fyrir . 1.70 — 9. Árnastaði í Loðmundarfirði fyrir..................1100 — 10. Kirkjuból í Grunnavíkrhreppi fyrir................150 — 11. Breiðabólsstað í Sveinstaðahreppi fyrir .... 2400 — 12. Hemru í Skaftártunguhreppi fyrir.................1100 — 13. Borgarfell í sama hreppi fyrir...................1100 — 14. Hvol í Dýrhólahreppi fyrir...................... 3600 — 2. gr. Um sölu þessa skal farið eftir ákvæðum þeim, er gerð eru í 2. og 3. gr. í lögum 26 8. nóv. 1883.

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.