Fjallkonan - 20.08.1887, Side 2
98
F JALLKON AN.
3. gr. Heimild sú, sem veit.t er til sölu þessarar, gildir að
eins til 81. des. 1892.
13. Lög um að skifta Barðastrandarsýslu í tvö sýslufélög.
14. Lög um vegi.
15. Lög um linun á ábúðar- og lausa-fjárskatti (árin 1888—
89 greiðist að eins y6 al. af jarðarhundraði og Vs al. af lausa-
fjárhundraði).
16. Lög um breyting á 15. gr. stjðrnarskrárinnar (um að
þjððkjörnum þingmönnum verði skift þannig milli deiidanna, að
9 verði í efri deild. Móti þessu frumv. greiddu atkv. í n. d.:
sira Þðrarinn, Jðn Þórarinsson og dr. Jónassen).
17. Lög um stolnun lagaskðla.
18. Lög um brúargerð á Ölfusá. (Till. 40,000 úr landssjóði
enn 20,000 úr sýslusjóðum Bángárvalla og Árnes sýslu ogjafn-
aðarsjóði).
Bænarskrár til alþingis. Af 72 bænarskrám, er sendar vóru
þinginu, tók neðri deild 24 að einhverju leyti til greina, enn
synjaði 48, og vóru það þær sem hér segir:
1. Frá Stór-Stúku íslands, um 600 kr. styrk til að útbreiða
regluna.
2. Frá þingmanni Barðstrendinga, um aukalækni i Flatey.
3. Frá Bergsveini Ólafssyni, um 400 kr. styrk til að koma upp
smíðahúsi.
4. Frá stúdent Sigurði Magnússyni, um nægilegan styrk um
næstu 4 ár, til að ganga á vegfræðisskóla.
5. Frá Akrnesingum, um að gjöra 5 syðstu hr. Borgarfj.s. að
„föstu embætti11.
6. Frá Jónasi organista Helgasyni, um 150 kr. styrk til að
gefa út viðbæti við kirkjusöngsbók.
7. Frá Sigfúsi Eymundssyni, um styrk til sama, 20—25 kr.
fyrir örk.
8. Frá Vestr-Eyjafjallahreppi, um 2000 kr. styrk til að girða
fyrir Holtsá.
9. Frá síra Páli Pálssyni, um 400 kr. árleg laun fyrir dauf-
dumbrakenslu.
10. Frá síra Jóni Jónssyni á Stað, um lausn frá 400 kr. ár-
gjaldi.
11. Frá Æðarræktarfélaginu um 1000 kr. styrk til að semja
æðarvarps-sögu.
12. Frá Benedikt Þórarinssyni, um 600 kr. styrk hvort árið til
laxaklaks.
13. Frá Bergsteini Jónssyni, um 400 kr. styrk hvort árið til
sama.
14. Frá dyraverði lærða skólans, um 200 kr. launaviðbót.
15. Frá Þorbjörgu Sveinsdóttur, um 1000 kr. styrk.
16. Frá tannlækni Páli Þorkelssyni, um styrk til að gefa út
orðabók, 40 kr. fyrir örk.
17. Frá Geiradalshreppi, um 3000 kr. hallærisgjöf.
18. Frá Zeuthen lækni um spítalastofnun á Eskifirði.
19. Frá sira Kjartani Einarssyni, um að gjöra „Mýrdal og Eyja-
fjöll“ að einu læknishéraði með 1500 kr. launum.
20. Frá Tryggva Gunnarssyni, um 300 kr. styrk til Þjóðvina-
félagsins.
21. Frá síra Guttormi Vigfússyni, um 300 kr. upphót úrlands-
sjóði til Svalbarðsprestakalls.
22. Frá síra Pétri Jónssyni, um 200 kr. uppbót til Hálspresta-
kalls.
23. Frá síra Jóni Þorlákssyni, um 300 kr. uppbót til Tjarnar-
prestakalls.
24. Frá söfnuðum í Gufudalsprestakalli, um 200 kr. upphót.
25. Frá síra Þorvaldi Ásgeirssyni, um uppgjöf á 200 kr. árgj.
á Þingeyrarklaustrsbrauði fyrir næstliðið fardagaár.
26. Frá Birni Kristjánssyni, um 800 kr. styrk til að fullkomn-
ast í sönglist erlendis.
27. Frá Sveini búfræðingi, um 7000—10,000 kr. lán til að koma
upp búnaðarskóla á Hvanneyri.
28. Frá Steinþóri Magnússyni, um styrk til að læra siglinga-
fræði og vélafræði í Kaupmannahöfn.
29. Frá Dr. J. Jónassen, um að 500 kr. ferðastyrkr til að kynna
sér sullaveiki megi haldast í fjárlögunum.
30. Frá sóknarnefnd Lundarbrekkusóknar, um uppgjöf á hálfri
skuld kirkjunnar.
31. Frá þingmanni Dalamanna, um sérstakan lækni iDalasýslu.
32. Frá 4 yfirsetukonum í Árnessýslu, um að laun yfirsetukv enna
greiðist úr landssjóði.
33. Frá Zeuthen lækni, um launabót.
34. Frá Dalamönnum, um að mega verja vöxtum og afborgun
hallærislána til vegagerða í sýslunni.
35. Frá síra Tómasi Hallgrímssyni, um uppgjöf á árgjaldi af
Valla-prestakalli.
36. Frá alþingismanni Jóni Ólafssyni, um 3000 kr. styrk á fjár-
hagstímabilinu til bókmentalegra fyrirtækja.
37. Frá landshöfðingjanum, um alt að 2000 kr. til þess að ís-
land geti tekið þátt í sýningunni í Kaupmannahöfn 1888.
| 38. Frá þingmanni Snæfellinga, um 1200 kr. styrk til viðgerð-
ar á Bifsós.
39. Frá Vindhælishreppi, um uppgjöf á 559 kr. hallærisláni.
40. Frá Enghliðarhr., um uppgjöf á 408 kr. hallærisláni.
41. Frá bæjarfóg. í Bvík, um 300 kr. til að semja ný registr
yfir afsals- og veðmálabækr Bvíkrkaupstaðar.
42. —48. Bænarskrár úr ýmsum héruðum um aukapósta.
Mannalát. 1 f. m. andaðist Skafti Jónsson prestr aðHvann-
I eyri í Siglufirði, 32 ára að aldri.
8. f. m. andaðist Einar bóndi Qíslason á Höskuldsstöðum í
Breiðdal, úr lungnabólga, 49 ára að aldri. Hann var alþingis-
maðr árin 1875—1876, og einn af merkustu bændum á austr-
landi.
Sigurðr Jónasson, stúdent frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, fór
héðan með Bomny síðast og ætlaði til Kaupmannahafnar til að
halda þar áfram námi sinu. Hann hafði lesið heima í vetr.
Enn á leiðinni milli Vestmannaeyja og Færeyja vildi það slys
til, að hann féll útbyrðis og druknaði. Hann var efnismaðr
mikill og vel látinn. Hann stundaði málfræði og sérstaklega
þýzku, sem aðalnámsgrein.
Tíðarfar er nú hið æskilegasta hvervetna sem til spyrzt, og
heyskapr gengr í betra lagi.
Biblíufélagið hélt fund sinn 10. þ. m. Eftir reikningi fé-
lagsins átti félagið 1. júlí þ. á. í sjóði
í skuldabréfum .... kr. 13540,00
í sparisjóði hankans . . — 3060,00
í skuldum....................— 544,61
hjá gjaldkera................— 163,85
kr. 17318,46
Kosnir endrskoðunarmenn reikningsins Eiríkr Briem og Þór-
] hallr Bjarnarson. Samþykt, að stjórnin (biskup, forstöðumaðr
prestaskólans og Jón Pétrsson háyfirdómari) fengi þar til hæfa
menn til að byrja á endrskoðaðri þýðingu af biblíunni, fyrst og
fremst af bókum gamla testamentisins, og skyldi þeir fá hæfi-
lega þóknun fyrir starta sinn, er stjórnin, og dómnefnd, er hún
kysi, hefði tekið verk þeirra gott og gilt.
Verð á íslenzkum vörum erlendis. í byrjun þ. m. var
ull frá árinu i fyrra seld á 56 au. í Liverpool. — Sunnlenzkr
j saltfiskr hefir verið boðinn fyrir 38 kr. 25 au., enn eigi gengið
j út; vestfirzkr fiskr stór, hnakkakýldr, sem kom með „Lauru"
| seldist fyrir 54—48 kr. og ólmakkakýldr 44—42 kr.; 150 skpd.
eru enn óseld; smáfiskr frá vestrlandi seldist 32—33 kr.; ýsa
28—29 kr.; saltfiskr stór frá norðrlandi 36 kr.; smár 26 kr. —
Lýsi, tært pottbrætt hákarlslýsi 30 kr. 75 au.; gufubrætt 32
—30 kr., dökt hákarlslýsi gufubrætt 28 kr.; pottbrætt 25 kr.;
þorskalýsi tært 27—28 kr., dökt 24—26 kr. — Sundmagar 55
au. — Æðardúnn haldið að verði um 15 kr. — Fiðr hvitt 11
kr lísipd., mislitt 7—8 kr. — Lambskinn 30 kr. hundraðið. —
Tólg 22—25 au. pd. — Sauðskinn 4—4 kr. 25 au. vöndullinn
(2 gærur). — Sauðakjöt 36—38'/2 kr. tunnan.