Fjallkonan - 12.12.1887, Page 2
142
FJALLKONAN.
kom fram nýtt frumvarp um húsmenn og lausa- !
menn, en sem ekki náði fram að ganga. Yerðr
það því að álítast að frumvarp Þorláks sé þörf ;
réttarbót, sem margr eftir æskir.
Eins og lagafrumvarp Þorláks því yfir höfuð
fékk góðan byr í báðum þingdeildum,' eins vonum
vér, að það megi finna náð í augum stjórnarinn-
ar. Landshöfðingi kom raunar með nokkrar mót-
bárur gegn frumvarpinu, áðr enn það fór upp i
efri deild, enn er það kom þaðan aftr andæfti
ráði ráðherranum til að ráða konunginum ffá, að
staðfesta það.
—M—«4—
fslenskan og latínuskólinn.
Eftir
Jöhannes Jóhannsson.
Engum vitrum manni getur blandast hugur um
það, að fróðleikur í tungumálum vekur mjög hug-
myndalíf manna og auðgar, Yið samanburð tungn-
anna sér maður ið aðdáanlega samræmi sem drottn-
ar í þeim, þrátt fyrir allan mismun, hann finnur
að þær útliðast smátt og smátt eptir þvi sem mennt-
un, hugsunarháttur og lífshagur þjóðanna breytist,
öldungis eins og jurtir og dýr breytast við ný lífs-
skilyrði. Það er því eigi siður merkilegt að skoða
fyrirbæri (fænomena) málanna en náttúrunnar. Á
þeim sést það, að málin eru eigi fengin mannkyn-
inu fullmynduð, heldur að þau taka framförum með
mönnunum sjálfum; og þetta eru vísindaleg sann-
indi, sem enginn þarf að heita rangtrýingur (he-
terodox) fyrir að játa, enda sjáum vér að mörg mál
hafa myndast frá því sögur hófust. Islenska og
norska vóru t. d. eitt mál í landnámstíð, en eru
nú orðnar tvær allólíkar tungur.
Af allri málakunnáttu hefir það þó mest áhrif á
manninn að vera fróður í sinni eiginni tungu. Það
er bæði sökum þess, að hún er manninum náttiir-
legri en allar aðrar tungur, svo að hann skilur
hana best og á því hægast með að fylgja inum
ýmsu breytingum hennar og einkennum. Það er
vitaskuld, að til þess að þekkja sitt eigna mál til
hlitar, verður maður að vera kunnugur öðrum mál-
um, svo að hann geti borið þau saman við það, en
ef málfræðslan gengur sinn náttúrlega og rétta
gang, á þó móðurmálið ávallt að vera sá punktur,
sem gengið er út frá. Því betur sem maður kann
sitt eigið mál, því hægra á hann með að læra öll
önnur mál.
Það er alkunnugt að þekking á máli einnar þjóð-
ar er inn besti vegur tíl að læra að þekkja hana
sjálfa, hugsunarhátt og lifnaðarhátt hennar, vöxt
og viðgang, en þar sem um móðurtunguna er að
ræða, þá á kunnáttan í henni að gera meira; hún
á að vekja hjá manninum ást á þjóð sinni og henn-
ar helgu menjum og gera hann umfram allt fær-
an til að nota málið rétt og fagurlega, sem full-
komið verkfæri hugsunarinnar, því að það gagnar
litið, að hafa fagrar og góðar hugsanir, ef orð vanta
yfir þær eða þær verða eigi látnar öðruvísi en
klaufalega í ljós, svo að búningurinn spillir efn-
inu.
Því er nú að vísu svo háttað hjá oss, sem öðr-
| um siðuðum þjóðum, að móðurmálið er kennt í
skólunum. Best er mál vort efalaust kennt í lat-
ínuskólanum, en allt um það er eigi þar með sagt,
að íslensku kennslan þar sé fullnægjandi þeim
kröfum, sem gera ætti til hennar, nefnilega að gera
pilta góða í málinu ; eg ætlast eigi til að skólinn
geri þá að sprenglærðum málfræðingum, en til hins
ætlast eg, að skólinn geri þá lipra í málinu og
kunnuga hinum merkustu lögum þess í ýmsum
greinum. Þegar litið er á tímafjöldann sem íslensku
náminu er ætlaður, tveir tímar i viku í hálfum'
skólanum og þrír í hálfum, þá getur það eigi dul-
ist, að þessi tímafjöldi er of litill; sem sönnun
fyrir því má færa það, að venjulega endist
tíminn að eins til að lesa orðmyndafræðina og þrjú
af fornritum vorum, en þar á móti verður því nær
ekkert lesið eptir nýrri rithöfunda og þyrfti þó, ef
vel væri, að lesa eins mikið eptir þá, þvi að mál
og hugsun er hjá þeim eigi síður merkilegt en hjá
inum eldri. Eg fyrir mitt leyti er fullt svo hrif-
inn af fegurð innar endurbornu tungu vorrar ald-
ar sem af fornmálinu. Það þarf að vera tími til
að kenna bókmenntasögu landsins að fornu og nýju,
og málfræði sem sé fullkomin, en eigi beygingar-
fræðin tóm. Til að ráða bót n þessu, þyrftiað fjölga
tímunum að minnsta kosti um einn á viku og
mætti líklega að skaðlausu taka hann frá latínunni.
Þá ætti líka að vera sjálfsagt, að taka munnlegt
burtfararpróf í ólesinni islensku. (Niðrl.).
------------
S t a n I e y
er frægastr allra ferða nauna og landkönnunarmanna
sem nú eru uppi. Hann er nú í Afríku að leita
að Emin Bey, hinum j vzka ferðamauni. eins og
STAXLEY.
áðr hefir verið skýrt frá í þess ?u blaði. Eftir sið-
ustu fréttum frá Stanley , var hann gói ðrar vonar
um að ná fundi lians. I sum i r crplík sú flugufi’egn
um allan heim, að Stanle y hef ’öi verið < drepinn af
villimönnum, og kom sú fregu i sumu m íslenzk-
um blöðum, enn sem be tr fór var sú ín ■gn ástæðu-
laus.