Fjallkonan - 18.01.1888, Síða 2
6
FJALLKONaN.
18. jan. 1888.
líka helmingi meira gagn, og jarðrækt hefði farið
fram að því skapi. Sviar hefðu ræktað upp og gjört
að túni, ökrum og engjum á tíu árum 80 □ mílur
Danir á sama tímahili 40 □ mílur.
Við íslendingar stæðum á sömu takmörkum og
aðrar þjóðir fyrir 100 árum; þess vegna gætum við
ekki gert okkr hugmynd um það hvaða framfarir
gætu orðið hér, frekar enn kynslóðir þær, er hafa lif-
að í öðrum löndum, alt fram á siðustu aldamót,
gátu haft hugmynd um hvað þeirra löndum gæti
farið fram. Þessar framfarir útlendra þjóða hefðu
verið gerðar með eðlilegum meðölum, enn ekki með
tömim : með betri ræktun jarðarinnar, lokræsagerð,
brúkun jarðyrkjuvorkfæra, betri hirðingu á áburði,
kynbótum á kvikfé o. s. frv. Þetta hirtum við
lítt um eða bærum okkr öfugt að. Hvernig gætum
vér þá vonað eftir framförum? Landsmenn kynnu
ekki að brúka krafta sína og hæfilegleika réttilega,
enn þetta myndi lagast með timanum. Vér hefðum
óþrjótandi víðáttur aflandi, ervérgætum ræktað npp
og gert að túnum; nú væru túnin einungis 70,000
dagsláttur á stærð. Með góðri rækt gæti dagsláttan
gefið þrefalt meira að meðtali enn nú allvíða, eða 20
hesta af töðu. — Okkar búnaðr hvíldi á mjög óviss-
um grundvelli meðan hann styddist mest við sauð-
fjárrækt; menn ættu að grundvalla búnaðinn langtum
meira á kúabúum eins í fornöld og eins og nú tíðk-
aðist alstaðar erlendis. Kvikfjártegundir okkar væru
ágætar í sjálfu sér, svo ekki þyrfti mikla fyrirhöfn
til að endrbæta þær.
Hnignun íslensks skáldskapar
nú á tímum lýsti kand. jur. Hannes Hafstein með þessum
ástæðum í niðrl. tyrirlest., sem getið erhér aðframan:
. . . „Hvorugt af þessu, sem ég hefi talið, hvorki
undirtektir fólks né samheldisleysi skáldanna, getr
þó skýrt ástand skáldskaparins, eins og það nú er,
því þetta hefir hvorttveggja verið eins og það er frá
aldaöðli. Jafnvel á hinni svo kölluðu gullöld orktu
íslensk skáld meir í útlöndum, heldr enn liér heima,
af því að það borgaði sig betr, og það sannar því
ekkert um þessa gersamlegu stönsun, sem nú er,
þó að vér sjáum, að vorir núlifandi höfundar liafi af
öðrum — ekki alveg óskildum — ástæðum orkt meira
þegar þeir ekki voru heima. Ekki tjáir heldr að
skírskota til þess, að ekkert komist út á prent, af
því að bókaútgefendrnir séu tregir að „forleggja",
því að ég veit eigi til, að meiri brögð séu að því nú
enn fyrr. Ég skal þó leyfa mér að skjóta því hér inn í,
að það er sorglegt, að hið eina bókmentafélag, sem
við eigum, skuli ekki gera mcira cnn það gerir til
þess að hlúa að lifandi skáldskap. Dað mun naum-
ast liafa verið tilgangr stofnanda þess, að það yrði
að eins „Selskab for nordisk 01dkyndighed“, oghugs-
andi menn í félaginu muuu þann dag í dag viðr-
kenna, að íslensk tunga og bókmentir lifa ekki ein-
göngu á jórtri þess, sem étið var áðr; íslenskan er
lifandi tunga, enu ekki dautt mál, og má ekki sækja
alla sína uæringu og alla sína tilveru til dauðs ment-
unarstigs. Enn það er því miðr sorglega satt, að
sumir af vorum helstu fræðimönnum vilja fara með
mál vort, þetta mál sem vér tölum, eins og lat-
! ínu og grísku og aðrar dauðar tungur, sem að
{ eins þekkjast af gömlum höfundum, og því bannfæra
| hvert orð eða orðalag, sem ekki finst í eldgömlum
skræðum, án þess þeir færi minstu sönnur á, að þeir
menn. sem lifðu þegar þær bækr voru samdar, hafi
haft nokkuru meiri rétt til að tala mál sitt eins og
{ þeim þótti best, lieldr enn vér, eða verið þess betr
| um komnir. að forma hugsanir sínar. Að visu hefir deild-
in hér á íslandi sýnt,, að hún vill bæta ofrlítið úr
fornfræðisfióðinu með því að gefa út tímarit, sem á
að vera opið fyrir alt gott. Enn líka þar hefir fornfræðin
borað sér inn upp fyrir mitti. Ef bókuicntafélagið
vildi vinna að því, að efla lifandi skáldskap í landinu,
gæti það gert margt, meðal annars sett út verðlaun
eins og önnur bókleg félög láta sér enga lægingu
þykja, í stað þess að auka „sfamrfaMiteraturinn" með
bók eins og hinu nýútkomna gátnasafni, sem að mestul
leyti er þýðingarlaust fyrir allar greinir menta, og
sýnir að eins spiltan smekk. Ég veit fullvel, að hinn
þjóðkunni mentamaðr, sem á naínið íraman á bók-
inni, ber ekki sök fyrir þá galla, sein á henni eru,
og hann ætlaðist ekki til að hún yrði eins og hún varð.
Það er ef til vill ekki einu sinni félagstjórninni að
kenna, að bókin er svona hneykslanleg. Enn bókmenta-
félagið í heild sinni liefir þá opinberlega lineysu af
henni.
Eftir þetta innskot skal ég leyfa mér að halda á-
fram að leita að ástæðunni fyrir liinu núverandi ástandi
skáldskaparins. Ef vér getum fundið undir hverj-
um kringumstæðum skáldskaprinn blómgvast best, þá
sjáum vér e contrario hvað það er, sem lilýtr að vanta,
þegar hann stendr verst.
Vér verðum þá varir við, að skáldskaprinn liér á
landi hressist upp og verðr meiri og betri í hvert,
skifti, sem sannarleg pólitísk hreyfing er í þjóðinni.,
Fyrir og um 1840, þegar þráin eftir að fá alþing
endrreist var mest, orktu vor bestu skáld, Jónas og
Bjarni, og margt fleira sýnir, að um það leyti var
vakandi áhugi fyrir skáldskap hér á landi. Fyrir og
um 1870, þegar áhuginn var mestr að fá stjórnar-
skrá, var íslenskr skáldskapr einnig mjög auðugrj
Þá var það sem Jón Óíafsson vaknaði og stökk al-
[ búinn fram úr tíðarandanum, og þá stóðu öll „þjóð-
skáldin11 í sem mestuin blóma. Ég efast ekki um, að
Jón Ólafssou hafl fundið ofsa og æsingu alt í kring-
um sig þegar hann sló til hljóðs með sínu:
„Vakið, vakið, verka til kveður
váleg yður nú skelfingatíð,11
og eins lítið efast ég um, að Steingríinr Thorsteins-
son liati lieyrt vængjaslögin af verulegum þjóðaranda,
þegar hann orkti „Vorlivötina“ 1871 og söng:
„Og jat'nvel úr hlekkjunuin sjóða má sverð
í sannleiks og frelsisins þjónustugerð".
Á þjóðhátíðinni, þegar öll þjóðin var verulega grip-
inafeinum anda, skorti eigi ljóð. Matthías Jochums-
sou var þá svo frjósamr, að hann orkti 8 kvœði, sem
öll eru kunn, á einutn degi.
Enn nú kveða skáldin tóma grafsöugva.
Menn freistast því til þeirrar getgátu: Kaunske
hið núverandi ástand í íslenskum skáldskap komi
til af því, að það sé engin hreyfing í þjóðinni sem
stendr, enginn lifvænn þjóðvilji, engiiin sterkr, póli-
tískr undirstraumr. Kannske það sé hugarburðr um
það alt saman.
Eða öllu lieldr: