Fjallkonan


Fjallkonan - 31.01.1888, Side 3

Fjallkonan - 31.01.1888, Side 3
31. jan. 1888. FJALLKONAN. 11 um þjóðernið? Yér skulum að eins hugsa um gufu, rafmagn og rannsókniru. Þar sem þjóðernið er undirokað, þar er stöðugr bardagi háðr fyrir því: I Elsass og Lothringen, i Slésvík, á Póllandi, á Ir- landi. Það heyrast stunur hins undiroka þjóðern- is jafnvel út til Kína og íslands. Timans krafa er: „berstu fyrir þínu eigin þjóðerni og undirok- aðu eigi annara þjóðerni“. Það eru |dunur þess- ara tímans krafa, sem nú heyrast um allan heim, og það eru þessar dunur, sem hinn gamli mikli maðr Grladstone hefir heyrt og skilið, þegar hann gekk í lið með írum og berst með þeim fyrir sjálf- stjórn írlands. Eg skil ekkert í því, hvernig stendr á, að Hann- es Hafstein hefir sagt, að hugmyndirnar um þjóð, þjóðerni og fóstrland væru dauðar, því að mér finst þessar hugmyndir hafi aldrei verið jafnráðandi og nú. Eftir ófriðinn við Þjóðverja ortu skáld Prakka meir um ættjarðarást og þjóðerni enn nokkuð ann- að, lofuðu þá, sem lagt höfðu líf og blóð í sölurn- ar fyrir ættjörðu sína, enn refsuðu þeim að mak- legleikum, sem höfðu hliðrað sér hjá, að ganga í herinn. Emile Zola, Alphonse Daudet og öll helstu nútímaskáld Frakka vóru að þessu leyti eins og einn maðr. Jafnvel í deilunum í Danmörku gegn Plógi hefir enginn afneitað þjóðerni á sama hátt og Hannes Hafstein ; jafnvel eigi Edvard Brandes í fyrirlestri sinum um þjóðernið, er hann hélt á Langalandi fyrir tveimr eða þrem árum. Og þær árásir, sem hann gerði á það, fengu ekki góðar undirtektir. Eg man eftir, að hann kom með sömu orðin, sem Hannes Hafstein hefir i sínum fyrirlestri: „Fóstrland og þjóðerni er ekki sérstök guðleg gjöf, þvi hver, sem fæðist í heiminn, verðr að fæðast í einhverju landi, og það land, sem hann af hend- ingu fæðist í, er að jafnaði hans fóstrland". Enn ég man líka, að þessu var svarað svo: hver maðr sem fæðist, verðr að fæðast af einhverri konu, og sú kona, er hann af hendingu fæðist af. er móðir hans, þrátt fyrir þetta hefir móðurástin og sonar- ástin sitt fulla gildi. Það er þessi hending, ef maðr kallar svo, sem hnýtir blóðbandið inilli móð- ur og sonar, þetta náttúrunnar band, sem er sterk- ara enn flest önnur. Enn hvað svo sem Edvard Brandes hefir meint, þá er það þó ekki skoðun Evrópeinganna iKhöfn (o: Hörups og hans flokks) að þjóðernið sé dauð og úrelt hugmynd, þvi að það man ég, að þegar franska skáldið Poul Derou- léde, sem stöðugt yrkir um blóð og hefndir á Þjóð- verjum til að frelsa Elsass og Lothringen, og ekk- ert annað hefir sér til ágætis, kom til Kaupmanna- | hafnar fyrir tveimr árum, tók ekkert blað í Kaup- mannahöfn betr á móti honum enn einmitt blað Hörups (Politiken). Það blað er írum meðmælt. Það blað viðrkennir fúslega að sjálfstjórnarkröfur Islendinga séu réttlátar. Mér finst fyrirlestr Hann- esar Hafsteins vera misskilningr á skoðunum Ed- vards Brandes og hafa svo miklar öfgar, að þær j nái ekki neinni átt; ég er fullviss um, að það ; á sér hvergi stað, að þjóðerni, þjóð og fóstrland j séu dauðar og úreltar hugmyndir. Orð Edvards Brandes gátu að nokkru leyti réttlætst við það, að hann var að berjast móti hinni gömlu þjóðarhug- ' mynd Carls Plógs. Enn hvenær hefir sú þjóðar- , hugmynd verið ríkjandi hér? Ég þekki það ekki. Það getr auðvitað vel verið, að ýmsir einstakir menn hafi geymt hana í brjósti sínu, enn sii hetja, sem mest hefir haft áhrif á hugi íslendinga á síð- ari hluta þessarar aldar, Jón Sigurðsson, hafði ekki þessa hugmynd. Hún strandaði, mér liggr við að segja, á hans heilbrigðu skynsemi. Hann talar aldrei um þjóðina eins og einhverja leyndardóras- fulla veru, óháða einstaklingunum; allar gerðir og allar framfarir byggir hann einmitt á einstakling- unum og þeirra verkum. Það er réttr einstakling- anna og með því réttr þjóðarinnar, sem hann barð- ist fyrir. Hefir Jón Sigurðsson gert sig sekan í nokkuð líkum þjóðernisátrúnaði og þjóðernistil- beiðslu eins og var drotnandi í Danmörku fyrir 1864, og sem gekk svo langt, að sumir Danir létu sér þessi orð um munn fara: „En Dausker kan magelig tage ti Tyskere“ ? Nei, Jón Sigurðsson sagði íslendingum til syndanna, og hann hafði ekki meira traust á þeim, enn góðu hófi gengdi. Alveg hið sama er að segja um skáldiu, að þau hafa ekki neinn sérlegan þjóðarátrúnað og þjóð- artilbeiðslu. Þau tala þvert á móti til þjóðarinnar, að rísa úr dáðleysi og vesaldómi og til einstakl- inganna, að sýna dáð og dug, Það er ekki hægt, að fara mikið út í þetta, enn ég skal að eins nefna skáldið Steingrím Thorsteinsson. Eg skal nefna þessar vísur úr kvæði hans fyrir minni tslands: „Þótt vér ei mæki ramidum nú, vér megum berjast enn með orði fyrir frelsis trú og frjúlsir vera menn; það ýtar sýni senn, að frelsi ljómar fáum jafnt sem inórgum. Ei tjöldiun manna, virki vönd vors er stoðin lands, enn eins er betri hiekklaus hönd og hjarta ens frjálsa mauns, enn þúsund þræla fans, sem ánauð keyrðir fyrir vonsku vega“. Er hér talað „stórt um að láta líf og blóð og falla fyrir fóstrlandið“, þar sem skáldið einmitt talar um, að vér berjumst ekki með sverði, vér höf- um ekki fjöldann, ekki virki oss til stuðnings? Eða er það þjóðartilbeiðsla, að örva oss til að vera ekki eins og þrælafans? Eða er það ekki hvöt til að starfa, sem kemr fram i kvæðinu „Vorhvöt“? „störfum fyrst liðin er gríma, því feðranna dáðleysi er harnanna böl og bölvun í nútíð er framtiðar kvöl“. Eða kemr ekki ljóslega fram í „Þjóðhátíðarsöng“ á Þingvelli (1874), hvernig skáldið byggir einmitt á einstaklingnum fagrar vonir um framtíð íslands: „Guð styrki hvern frækiun og frjálsan mann, sem framför sannasta þekkir, sem landslýðinn bætir og berst fyrir bann uns bresta þeir síðustu hlekkir“. Enn ég skal ekki vera að fara frekar út í þetta. Ég veit, að Hannes Hafstein muni verða mér sam- dóma, þegar hann athugar málið nákvæmlega, og sérstaklega, þegar hann leiðir réttar ályktanir út af einstökum orðum í fyrirlestrinum. Ég ætla að

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.