Fjallkonan


Fjallkonan - 14.04.1891, Qupperneq 1

Fjallkonan - 14.04.1891, Qupperneq 1
Kerarút, á þriðjuilögum. Árg. S lcr. (4 kr. erlendis) U p p 1 a g 2500. Gjalddagi f júlf Oppsögn ógild iiema skrifleg komi til útgef- anda fyrir 1. október. Skrifstofa ogafgreiðsla: Veltusund 3. VIII, 15. EEYKJAVÍK, 14. APRÍL 1891. Framfaramál. Svar til J. Þ. Herra J. Þ. hefir ritað grein í Flk. 3.—5. „um fram- farir, vestrfarir og aftrfarir11. í grein þessari er margt á góðum rökum, enn aftr er sumt varhugavert. Það er víst, að með vaxandi þekkingu fara þarf- irnar vaxandi, enn það er líka víst, að við aukna þekkingu eykst líka dugnaðr til að afla, og hér í landi hefir þetta áþreifanlega komiðíljós; menn eyða nú miklu meira enn fyrrum enn afla líka miklu meira, enn á meðan minni var mentun, svo að auðið er eigi einungis að fullnægja mörgum líkamlegum þörf- um, er áðr vóru lítt þektar, heldr einnig andlegum þörfum áðr óþektum. Enn sem komið er verðr víst eigi sagt, að mentun og þar af leiðandi auknar þarfl hafi aukist svo mjög hér í landi, að verkleg framför og öflun fjármuna standi eigi í nokkurn veginn sam- ræmi við það. Og að dæma það, að andleg framför sé tiltölulega meiri enn hin líkamlega, af því að fólk flyst til Vestrheims, er mjög hæpið að rétt sé. Það er auðvitað, að við fræðsluna tær alþýða fyrst að sjá kosti annara landa, enn við fræðsluna ætti hún líka að fá opin augun fyrir kostum síns eigin lands. Hér er samt það að athuga, að þegar einhverju landi er lýst, þá er venjulega lýst vel kostunum, talið hver séu hin helstu landgæði og við hverja atvinnu íbú- arnir mest lifi, enn um ókostina er oftast síðr ástæða til að tala eins mikið, enda er eins og nemandinn I taki minna eftir þeim. Þannig sést í útlendum fræði- bókum um ísland talað um hinar auðugu fiskiveiðar við landið og hin kjarnmiklu beitilönd til fjallanna, I enn aftr er lítið talað um ókostina, oftast Iátið duga að segja, að hafísinn heimsæki tíðum norðrstrendr landsins og að í landinu séu eldfjöli. Þetta sýnir að eigi verðr dregiu nein áreiðanleg ályktun um far- j sæld þjóðanna af þeirri grunnu landfræðis-þekkingu sem alment gerist og flestir eiga kost á. Enn þetta i vita líka allmargir, þegar þeir fara hleypidómalaust að hugsa um málið nokkuð nákvæmar. Þótt járn- brautir, rafsegulþræðir, verksmiðjur og stórborgir séu í einhverju landi, þá er eigi þar með sagt, að sú I þjóð sé yfirleitt sælli, enn þjóðin í einhverju öðru landi, er lítið hefir af þessu að segja. Það er alveg óvíst að enska þjóðin sé t. d. alment sælii enn íslend- ingar; í borgunum í útlöndum er mikil fátækt, eymd og spilling, sem vér þekkjum ekkert til, við hliðina á auðlegð og óhófi, er vér þekkjum heldr eigi neitt líkt, og af þessu kemr það, að almenningr í útlönd- um mun eigi vera ánægðari né lifa sælla lífi enn al- menningr hér á landi. Vér fengum i haust mjög fróðlegar skýrslur um efnahaginn í íslensku nýlend- nnum í Kanada og væri betr að slíkar skýrslur væru samdar yfir hverja sýslu á íslandi, og ef það væri gert, efast ég eigi um, að það myndi sýna sig að efnahagrinn hér á landi væru engu lakari, þegar alt er skoðað í réttu hlutfalli við verðhæð peninga gagn- vart lífsnauðsynjunum. Þetta má samt enginn taka svo, að ég álíti eigi nauðsynlegt að efla framfarir landsins bæði í efnalegu og siðferðislegu tilliti. Það þarf að gera alt til þess að þjóðin eigi að eins sætti sig við land sitt, heldr einnig, leidd af skynsamleg- um rökum, elski það. Að skrifa níðrit um Vestrheim til að hindra útflutningu, væri óðs manns æði, eins og líka að skrifa níð um ísland til að auka útflutn- inguna. Vér höfum lýsingar á lífinu í Ameríku úr hinum mörgu bréfum landa vorra vestra, og þótt þær séu eigi sem áreiðanlegastar, af því að menn eru nú alment svo gerðir, að þeir vilja eigi vera að særa kunningja sína með því að segja að sér líði illa, þótt svo kunni stundum að vera, þá má þó oftast finna andann full-greiniiega. Það eru t. d. fjöida- margix samviskusamir menn, er skrifa hvað eftir ann- að í bréfum sínurn, að þeir eggi engan á að fara og tala bæði um kosti og lesti Ameríku, eius og líka íslands. Það er nauðsynlegt að bæta landið og efla fram- farir þess til þess að vér getum sem sérstök þjóð staðist þá framrás og þær breytingar tímans, er vér eigi höfum 1 voru valdi. Enn það virðist mér aftr lýsa aumingjaskap þessarar aldar, sem greinarhöf. hef- ir eigi getað alveg losað sig við, að vilja láta alt gera með félögum og styrk úr landsjóði; það er eins og enginn geti bætt tún sitt og aukið sjávarútveginn nema í f'élagi, enginn geti graflð skurð eða gefið út bók, nema með styrk af almannafé. Félagsskaprinn er að vísu góðr, enn að viija gera alt með honum er skaðleg villa. Það þarf um fram alt að vekja krafta eiustaklingsins, svo andlega sem líkamlega, til sjálfstæðrar starfsemi. Alt er best í hófi, félags- skapr og landssjóðsstyrkr líka. Yér þurfum að efla jarðrækt og alþýðumentun, enn vér megum eigi, eins og sagt er, og í surnum hreppum mun því miðr liafa átt sér stað, þjóta tii að koma upp jarðabóta-félags- mynd eða fá farkeunarauefnu eingöngu til að geta krækt í opinberan styrk. Samgöngur þurfum vér umfram alt að bæta með ríflegum landssjóðstillögum, einkum gufuskipaferðir, akvegi og póstgöngur upp frá kauptúnum og sumstaðar um þver héruð, þar sem bygð er breið; á sumum stöðum Jandsins þurfa aftr engir póstvegir yfir þverar sveitir að eiga sér stað, ef sjórinn væri vel notaðr t. d. frá Hítará vestr fyrir að Hrútafjarðará; þar mætti því fremr kosta miklu til sjóferða, sem landvegum þyrfti lítið að gefa gaum. Mér dettr raunar eigi i hug, að vestrfarir hættu alveg fyrir það, að framfarir aukist, því úr mestu framfara löndum álfu vorrar fer fólk til vestr- álfunnar, enn óánægja gæti orðið minni í landinu. Enn til fyrirtækjanna þarf fé og greinarhöf. heldr því fram, að eigi sé gjöriegt að hækka tolla og skatta á landsmönuum. Þessari skoðun fylgja fleiri og vilja því sumir, að landið taki ián, enn einhvern tíma kemr að skuldadögunum, og ef skuldasúpa er einstökum mönnum skaðleg, þá er hún það iíklega einnig þjóð-

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.