Fjallkonan


Fjallkonan - 14.04.1891, Side 2

Fjallkonan - 14.04.1891, Side 2
B8 FJALLKON AN. VIH, 15. félögunum, nema fyrirtækin væri því meira arðber- andi, enn í valinu á því hvað ábata mest er geta menn vel vilst. Aftr vill höf., og fleiri, fá peninga framförum til eflingar, með þvi að spara nokkra útgjaldaliði landssjóðs, enn sá er galliun á, að fyrst um sinn í allmörg ár er eigi mögulegt að koma þess- um sparnaði í kring, síst að fullu, enn framfarirnar þola eigi bið; embætti verða aldrei aftekin útgjalda- laust á einu augabragði eða laun lækkuð. Þessi að- ferð er því eigi einhlít til að efla fjárhag landssjóðs og framfarir þjóðarinnar, enn hún getr verið jafn- hliða þvi að auka tekjurnar með nýjum álögum, sem mér virðist eigi ómögulegt' t. a. m. með því að hækka vintollinn og leggja gjald á ýmislegt aðfiutt glingr. Það er alveg rétt að vér þurfum sakir strjáibygðar og fólksfæðar að tiltölu fleiri embættis- menn, enn fjölmennari þjóðir, þar sem svo er þétt- býlt, að margar þúsundir búa á sama blettinum. Af þessu leiðir, að embættismenn hljóta að verða oss dýrari i samanburði við mannfjölda. Það var rangt í „Grjótgarði unga“ hérna um árið að miða mestmegn- is við það, hversu íslendingar borgi stjórnendum síuum hærri laun enn stórþjóðirnar fyrir hvert nef. Því væri sú regla rétt, að launin ætti að vera þeim mun miuni sem fólk er færra í landi, þá ætti að vera því ódýrara að lifa, eða því minna hægt að komast af með, sem fólkið er færra, enn slíkt nær engri átt. Ef til t. d. forsetinn í Svissiandi, sem ræðr yfir 3 mil- jónum hefði 6000 kr. í Iaun eða 2 kr. fyrir hverja þúsund, 'þá ætti landshöfðinginn á íslaudi, sem ræðr yíir einum 70 þúsuudum, að geta lifað af 140 kr. um árið, sem lika eru 2 kr. fyrir hverja þúsuud, — væri þá nokkurt vit í þessum samjöfnuði? Að laun em- bættismanna verði lækkuð nokkuð til ínuna f'rá því sem ákveðið var á siðasta þingi fæ ég eigi séð, enda er mörgum hiiiurn vitrari mönuum þjóðariunar nú farin að virðist nurlara-stjóruviskan skaðieg fyrir landið. Húu hefir líka óneitanlega gert marga em- bættismeim óþjóðholla, sem aunars myndu hafa bar- ist íýrir íreisi og framförum þjóðar vorrar. Það er eigi að undra, þótt margr verði ihaldsmaðr (conser- vatív) þegar aitaf er verið að telja eftir honum borg- unina, er hann fær fyrir starfa sinn í þjóðariunar þarfir og er, eins og Arnljótr hefir fundið upp, nefndr landsómagi. Annað mál er það, að eftirlaunin mættu missa sig, þegar mönnum er vel launað meðan þeir vinna. Hitt er iíka víst að afneina mætti sum em- bætti, svo sem biskupsins. Mér getr eigi annað sýnst, enn vér getum lifað án biskups og kristindómrinu haldist eius vel fyrir því. í andlegum máiurn ætti synodus að hafa æðsta vaid, enn þá þarf vitanlega að hressa við þetta fornþing, sem Iíka myndi koma af sjálfu sér þegar það hefði freisi tii að gera eitt- hvað. Aftr er höf. hreint og beint aftrhaldsmaðr (reactionær) í því, að vilja fá landshöfðiugjanum í hendr nokkuð af' valdi biskups. í lúterskum löndum j hafa stjórnendr landanna helst til mikil völd yfir kirkjunni, og er varla á það bætanda. Amtmanna embættin hafa líka íýrir löngu verið dæmd ó- þörf, og eigi er heldr unt að sjá annað enn svo sé, ef héruðin fengju meira vald enu áðr. Likiega mætti aítaka annað þeirra fyrst tii að byrja með og setja einn amtmann yfir öll ömtin, meðan verið er að hugsa út tilhögunina á liinni liærri stjórn sveitamála. (Frh.) Útlendar fréttir. Khöfn, 21. mars. Tíðarfar. Veðrátta hefir verið mjög óstöðug í febrúar og mars i flestum löndum álfunnar. Yfir höfuð að taia hefir vetrinn verið harðr fremr venju. Snjókomur miklar og frost. Suðr á Grrikklandi og í Suðr-ítússlandi voru ákafar snjókomur seinast í febrúar og fyrst í mars. Bærinn Tagenrog í Suðr- Rússlandi var svo að segja í kafi i þrjár vikur. Verkamenn svo þúsundum skifti unnu að því að moka aðalgötur bæjarins. Mest kvað að fannfergj- unni á járnbrautarstöðinni. Þar voru skaflar um 60 fet á dýpt. Bæjarbúum viidi það til, að þeir gátu komist á sleðurn eptir Asófshafi og þannig haft samgöngur við bæinn Restoff' við Don. Annars hefði meginþorri bæjarbúa orðið hungrmorða sök- um vistaskorts. I Englandi voru og ákafar snjó- komur, og ýms siys hlutust þar af. 17° frost var í Skotiandi þegar mest var. Hór í Danmörku hefir verið óstöðug tið, enn þó mikium mun betri enn suðr í álfunni. Mörg skip hafa farist sökum storma. 17. mars sökk enskt vestrfaraskip í Gibraltarsundi. Það rakst á tvö ensk skip, sem lágu þar. Skipið hét Utopia og kom frá Triest með ítalska Amer- ríkufara. Alis vóru á því 900 manns, og drukn- uðu þrátt fyrir ailar bjargráðatilraunir 564 af far- þegum og nokkrir af skipshöfhinni. Ðanmörk. Nú er farið að líða að þinglokum þetta árið, og engin útlit fyrir að mörg mál verði leidd tii iykta. Þeir Berg og Hörup haf'a haidist í hendr í vetr, enn Bojesenssinnar haliað sór fremr að hægrimönnum. Ellistyrksí'rumvarpi þeirra Bergs og Hörups hefir verið breytt. Að lokum samþykti föiksþingið að veita 2 milj. kr. til elli- j styrks, enn þessi styrkveiting heftir að ýmsu leyti meira freisi þiggjanda, eun þeir Berg og Hörup vildu. Talið er vist, að það verði samþykt á hvoru- tveggja þingunum, að Kaupmannahöfn verði f'rí- j höíh og hætt verði að taka haí'nargjaid af skipum. Ýmsir heistu vísindamenn Dana skoruðu á ríkisdag- inn að veita Georg Brandes 2000 kr. ritlaun ár- lega. Það var samþykt á f’ólksþinginu með meiri i hluta atkvæða, og ekki óiiklegt að því verði f'ram- gengt, því flestir játa það, að enginn maðr hefir á seinni tímum unnið jafnt að því að bæta visindaleg- an smekk hjá Dönum eins og Brandes. Jafnvel prestr einn danskr, Birkedal, hefir ritað í „Höjskole- bladet“ harðorða grein út af meðferðinni á Bran- des, og telr það óhæfu og smán fyrir þjóðina, að hafa ekki kunuað svo vei sóma sinn, að láta hann hafa háskólakennaraembættið í fagrí'ræði, sem hefir verið óveitt síðan Hauoh dó. Annars hefir þó prestunum ekki verið um Brandes. — Philipsen, morðinginn, sem talað var um i Fik. í fyrra, er dæmdr til dauða. Noregr. Hægriblöðin í Noregi skamma nýja ráðaneytið dynjandi skömmum, og vinstribiöðin svara i sama anda. Þvi hefir verið fleygt, að Rúss- um mundi vera ailkærkomið, að sundr drægi með Svíum og Norðmönnum, þvi þeir hafi i huga að ná dálitlum skika af Noregi til þess að komast að Atiantshafinu, enn „Yerdens Gang“ segir, að það sé að eins ógnanir, enn engin alvara.

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.