Fjallkonan - 21.04.1891, Side 2
62
FJALLKONAN.
VIII, 16.
ráð kenslumálanna frá prestunum, af því að það þyk-
ir þjóðunum hollara. t>að eru að eins íhaldsmenn og
klerkasinnar, er mæla á móti þessu. Pað er vitan-
legt, að prestastétt vor, eftir dómi margra viturra
manna útlendra og innlendra, ber í frjálslyndi og
þjóðlegleik af prestastéttum annara landa; hún má
heita vor „lærða alþýða", og er það bæði heiðr og
gagn landi voru, enn fyrir það á eigi að þröngva
kosti hennar; þrátt fyrir það er eigi ráðlegt að gefa
henni of mikil völd, enn ongin stétt hefir meiri völd
enn sú sem ræðr upp ddismálum. — Að segja það lika
að kensla prestanna, manna sem liafa öðrum störf-
um að gegna, geti orðið eins góð og sérstakra barna-
kennara, sem hafa það fyrir aðalvcrk, það nær
engri átt. Enda mundi eigi auðið að bæta þessu á
prestana, jafnvel eigi með jtví að fjölga prestum um
helming. í sumum prestaköllum verðr prestrinn alt
missirið oft og tiðum að vera á ferð tvisvar eða oft-
ar rúmhelga daga vikunnar til að gegna ýmsurn em-
bættisverkum; engir menn hér á landi þurfa eins oft
að vera á ferðalagi á vetrardagí vondu veðri og illri
færð, og þá eru menn fyrst eftir heimkomuna eigi
vel lagaðir til að setjast við kenslu, sem ávalt kostar
mikla áreynslu, heldr þurfa hvíldar, því að fátt lýir
meira enn mikil ferðalög. Það er með þetta sem
annað, að fáir geta um það borið nema þeir, sem
sjálfir hafa reynt hlutinn og þvi halda margir að það
sé hægra sem aðrir gora. Efiir því sem framast
verðr séð, nægir sú mentun er höf. stingr upp á þjóð-
inni heldr alls eigi, ef hún á mentuð að heita, hvort
heldr prestar eða kennarar veittu hana; húu þarf j
meira mcð. Til að efla aljíýðumentun þarf sérstaka j
kennara, er beinlínis hafa lært að kenna, með því
að prestarnir mundu aldrei taka það í mál að verða j
kennarar, ef neyða ætti þá til þess og líklegt væri
aðþeirog kirkjueigendr liðu heldr alls eigi að kirkjur !
væri gerðar að veraldlegum skólum; slíkt væri mesta j
hneyksli og engum presti sainboðið að fallast á. Flest-
ir prestar mundu heldr kjósa að ríki og kirkja væri j
algerlega aðskilin, og þótt þetta yrði dýrara raundi j
öllum, sem eigi miða alt við likamsauðinn, heldr kunna i
einnig að meta andlegan auð, þykja sá skaði bættr-
Það ervíst, að mikið af fé landsins fer til að launa
embættisrnönnum og sumt að óþörfu, enn mikið af
landsfé fer þó til þeirra manna, sem efla mentun í
landinu, svo sem allra skólakennara, og alla mentun
þurfum vér að efla, bæði hina æðri og einkuin þá lægri(
sem styttra er komin. Það er annað mál, þótt latína
væri minkuð og griska afnumin i lærða skólanum;
vér þurfum aftr að auka fræðslu þá, er liann veitir
í öðrum greinum, og svo þyrfti þá að bæta við einu
ári á prestaskólamun til grískunáms. Yér þurfum j
líka lagaskóla og ýmislegt fleira þarf að gera til að
auka liina hærri mentun. Enn vér þurfum umfram j
alt að efla liina lægri mentun. Heimilisfræðslan ís- J
lenska er að vísu nafnfræg í öðrum löndum og hefir verið
svo góð, að alþýða hér á landi hefir til skams tíma verið |
fremri enn eigi eftri enn alþýða í öðrum löndum með
sínum skólum. Best er að heimilið geti kent scm
mest. Og upp til svcita mun lengst af verða tor-
velt að koma á reglulegum skólum, enda veit eg cigi
hvort gott væri að skólar kendu ait enn heimilin
ekkert eins og i útlöndum, þvi það licfir lika sína
stóru galla eins og hitt kosti. Ég er eigi viss um j
að æskilegt |væri að heimiliskenslan legðist niðr og
barnaskólar yrðu settir 1 staðinn til að kenna krist-
indórn, lestr, skrift og reikning. Þetta fernt ættu
menn að geta kent á flestum heimilum og viða er
líka svo, enn þá er aftr minni þörf á barnaskólum,
því þetta er það sem þeir kenua og lítið annað sem
að gagni komi, enn sem komið er. Aftr getr verið
gott að efla hoimakensluna með farkennurum, því að
þeir ættu að geta kent ýmislegt fleira og ieiðbeint
hinum fullorðnu í mörgu; að eins mega þeir þá eigi
verða til þess að heimilið sjálft leggi árar í bát, eins
og sumstaðar mun liafa borið á. tNiðri. næst].
Sitthvaö smávegis um atvinnumál
el'tir sunnlcuskau srcitnbóuda.
IX.
Vátrygging.
Eins og kunnugt er, hafa framfara þjóðirnar mynd-
að vátryggingarfélög i mörgum greinum, og eru þau
hinar þörfustu stofnanir. Menn geta vátrygt sjálía
sig og allar eigur sínar svo að segja: skip og farm,
hús, búshluti, matvæli, fénaðarfóðr, nautpening, hross,
og rúðurnar í gluggunum sínum o. s. frv.
Hér á iandi er mjög íátt um slík félög enn. Enn
nokkur útlend vátryggingarfélög liafa liér agenta eða
útibú, eins og t. d. brunabótafélög og lífsábyrgðar-
félagið danska. Getr það oft að góðu ko nið, enn fé
það, er til þeirra gelst, er þó ekki í veltu hér á
landi, og væri sjálfsagt æskilegra, að slík félög væru
til í landinu.
Það, sem ég nú sérstaklcga vildi vekja máls á,
eru kúalífsábyrgðarfélög, eða vátrygging fyrir bæði
liross og nautpening; væri sjálfsagt ekki vanþörf á,
að þau væru almenn hér á landi. Má nægja að
minna á miltisbrunann og doðann, sem nú árloga drepa
fjölda gripa um land alt; eiukum er millisbruninn
orðinn geigvænlegr vogestr. Hann getr á fiim dögum
gjörfelt alla gripi bónda. Tilfinnanlegt er það og
flestum bændum, að missa kýrnar þegar þær bera.
Enn væru til lifsábyrgðarfélög og menn vátrygðu
alment gripi sína, gætu þ^ir sem fyrir ijöni yrðu,
fengið skaðann bættann gegn því að greiði litið ár-
gjald af hverri skepnu eða hundraðsgjald (°/0) af
virðingarverði þeirra.
Velgjörningr væri það við þjóðina. að gaugastfyr-
ir stofnun slíkra félaga. Þykist ég viss um, að það
mundi eigi ganga séilega erfiðlega sumstaðar, jmr
sem nokkur dáð og ræna er í þjóðinni; menn cru
farnir að skilja og viðrkenna framfarakröfur tím-
ans.
Best mundi að félög þessi næði yfir nokkuð stór
svæði, t. d. heila cða liálfa sýslu, enn svo ætti að
skifta þeirn í smærri deildir, svo stjórn og eftirlit
væri auðvoldara.
Fyrir 10—20 árum varoinusinni í „Norðanfara"
mikið ritað um slikt félag, sem þa var slofnað i Eyja-
firði. Síðan man ég eigi eftir að neitt liafi lieyrst
né sést um það. Væri fróðlegt að frétta livað því
liðr.
Vill ekki einhver, som kunnugr cr fyrirkomtil igi
slikra félaga crlendis, bæta liér við nokkrum upp-
lýsandi og ieiðbeinandi atliugasemdum um þetta efui?