Fjallkonan


Fjallkonan - 02.06.1891, Qupperneq 1

Fjallkonan - 02.06.1891, Qupperneq 1
Kemr út ó. þriöjudögum. Árg. 3 kr. (4 kr. erlendis) U pp1ag 2500. Gjalddagi í júlí. Uppsögn ógild nema skrifleg komi til útgef- anda fyrir 1. október. Skrifstofa ogafgreiösla: Þingholtsstrœti 18. VIII, 22. REYKJAVÍK, 2. JÚNÍ. 1891. Vistarbandið. Pað er ekki fyr enn á síðustu árum, að farið er að hreyfa því hér á landi, að ársvistarskylda vinnu- hjúa sé óeðlilegt band á persónulegu frelsi manna og atvinnunni. Hér er þetta atvinnuband lögboðið, sem í öðr- um löndum er annaðhvort látið alveg frjálst eða bannað með lögum. Svo er það t. d. í Danmörku. Þar má ekki húsbóndinn ráða hjúið fyrir heilt ár. Svo skamt erum vér komnir i almennnm frjálsræð' Íishugmyndum, að fleiri raddir virðast vera á móti því enn með því að þetta band sé leyst, bæði á þingi og í blöðunum. Á síðasta alþingi kom fram frumvarp um lausa- menn; samkæmt því átti hverjum manni, sem erfjár sins ráðandi, að vera heimilt, að leysa sig undan vistarskyldunni með því að karlmaðr greiði 1 kr. fyrir leyfisbréf um það, enn kvenmaðr 50 au. Frumvarp þetta var þegar felt í n. d. með 10 at- kv. móti 10. Helstu mótbárur móti því vóru þær, að frjálsari aðgangr að lausamensku mundi leiða til þess að fleiri mundu flakka og halda sér uppi á um- ferð enn nú gerist og nota sér þannig gest- risni almennings. Þótt svo kynni að verða fyrst í stað, fer því fjarri að það geti verið næg ástæða til að lialda þessu tjóðri við. Ástæður þær, sem mæla með leysing vistarbands- ins, eru svo yfirgnæfandi, og skal hér nefna nokkur- ar af þeim: 1. Ársvistarskyldan er band á persónulegu frelsi manna og atvinnu. Það er hvorumtveggja betra, húsbónda og hjúi, að geta sagt upp vistinni nær sem vill, ef ekki fellr vel á með þeim, þótt ekki séu þær ástæður til þess, sem lögin áskilja nú. 2. Yæri vistarskyldan afnumin, mundi vinnan og framleiðslan í landinu verða miklu meiri, því niðr- röðun vinnunnar yrði eðlilegri. Húsbændr þyrftu ekki að hafa vinnuhjúin nema þann tíma, sem þeir þarfnast vinnu, og gætu miðað launin við arðsemi vinnunnar. Þá væri hægt að koma því víða við, að vinnan væri borguð eftir því hve fljótt og vel hún er af hendi leyst (,,akkorðs“-vinna), enn ekki með dag- launum; með því móti yrði unnið meira og betr enn venjulega, og yrði það til þess að efla starfsemi og og dugnað hjúanna. 3. Hjúin yrðu fyr sjálfstæð og lærðu fyr að stjórna sér og fara með efni sín. Væri ársvistarskyldan með öllu afnumin, gætu unglingar, fremr enn nú gerist, varið köflum af æskuárum sínum, frá því þeir eru 16 ára og fram yfir tvítugt, til að menta sig bók- lega og verklega,því að sá kafli ævinnar er hentugastr námstími. 4. Dæmi annara þjóða. Það er vonandi, að frumvarpið um afnám vistar- j skyldunnar komi fram á þingi í sumar og að þing- ! menn sinni betr málinu enn síðast. Það er þjóðinni bæði til skaða og skammar, að halda vinnufólkinu og þar með vinnunni í þessum böndum. Hið helsta, sem finna má að frumvarpi al- þingis, er það, að lausamenskuleyfið er bundið við það, að menn séu fjár síns ráðandi. Úr því ómynd- ugir unglingar mega ráða sig í vist og semja um kaup án þess að fjárráðamaðr komi til, virðist eng- in ástæða til slíkrar ákvörðunar. Dómr um kirkjuna. Eftir enskan guðfræðing. Guðf'ræðis-prófessor einn á Englandi, Momerie að nafni, við háskólann Kings College, hefir gerst svo berorðr um kirkjuna í fyrirlestrum sínum, að háskóla- ráðinu þótti nóg um, og var honum fengin önnur fræðigrein til fyrirlestra. Út úr þessu samdi hann allsnarpa grein, og er í henni meðal annars klausa sú er hér f'er á eftir, sem sýnir allvel, hvernig frjálslynd- ir guðfræðingar á Englandi líta á ástand kirkjunnar: „Kirkjan er auðsjáanlega í því horfi að leysast í sundr. Að fimmtíu eða hundrað árum liðnum verðr hún, verklega skoðað, búin að vera. Það getr verið, að enn hangi uppi stofnunar mynd með biskupum, prestum og djáknum, enn hún mundi eingöngu eiga málskot til dreggja þjóðfélagsins og gæti því ekki nema í naprasta háði heitið þjóðkirkja. í einu af kýmikvæðum sínum segir Oliver Holmes frá gömlum hjónum, sem höfðu í mörg ár verið vön að aka í ein- eykis kerru. Kerran sýndist ekki lirörna hið ytra, svo orð væri á gerandi, enn einn dag er karl og kerling óku út að vanda, þá datt kerran alt í einu sundr undir þeim og fór í mél. Ég er hræddr um, að þetta sé líking forlaga þeirra, er vofa yfir ensku kirkjunni. Þeim, er grunt sjá og hyggja, getr sýnst að hún sé bústin og blómleg, enn alt um það geta endalokin verið nærri og þau eru það, nema klerk- dómrinn vakni og sjái hættuna fyr enn það er um seinan“. „Því er á likan hátt varið með stofnanir eins og annað, sem lifir, að ef þær eiga að þrífast og halda lífi, þá verða þær að laga sig eftir hlutunum í kring. Ef þær ekki gera það, þá er þeim dauðinn vís. Mannfélagið breytist sífeldlega í hugsunarhætti sínum. Og breyti kirkjan sér ekki á samsvarandi hátt, þá mun henni kollvarpað — koilvarpað einmitt af þvi j sama félagi, sem hún þykist vera að laga og setja sitt mót á. Það er segin saga, að nútíðar prestrinn býst við sömu trúgirni af liálfu sinna fjálgu áheyr- enda, eins og skottulæknar og kuklarar fyrrum. Hann talar um kraftaverk — Gadara svín og því um líkt — eins og hann mundi gert hafa á þeim tímum, er náttúrulögmál hafði aldrei heyrst nefnt á nafn,

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.