Fjallkonan - 08.03.1892, Blaðsíða 4
40
FJALLKONAN.
IX, 10.
Til Bjarna Þth'ðarsonar
á Reykjaliólum.
Þér haíiö látið seinja og prenta í „Fjallku. YIII,
47 greinarkorn meö fyrirsögn „aövörunu, og er
efni þess að skýra almenningi fr&meðferö minni
á yðr, þegar yðr bar að heimili mínuá ferðalagi
sumarið 1890. Ég segi látið semja, því þaó er
kunnugt, að þér hafið gildustu ástœðu til að fást
eigi við ritstörf sjálfr. — Ég skrifa ekki þessar
línur til þess að afsaka meðferð mína á yðr —
því fer fjarri — það einasta sem ég veit mér í
þessu tilliti hafa áorðið er það, aö ég sókti yðr
ekki þegar í stað að lögum til fullra bóta íyrir
yfirgang þann sem þér sýnduð mér á þessu ferða-
lagi yðar. Ég þykist skilja að þetta sé sainið í
þeim tilgangi að ófrægja mig í augum almenn-
ings, enn til þess að það geti tekist þyrftuð þér
sjálfr að standa hvít.r sem mjöll hvað hegðun yð-
ar snerti gagnvart mér á þessari frægu ferð yð-
ar. Enn af því skrifari yðar hefir alveg verið
látinn sleppa þeirri hlið málsins neyðist ég til
að rifja dálítið upp af henni fyrir yðr — afskift-
um yðar af mér þar á undan ætla ég að sleppa
í þetta sinn.
Það er þá fyrst á það að minnast að þór riðuð
hér vestr í leið um þvert tún með lausa hesta á
túnslættinum, án þess að eiga hið minsta erindi
hingað heim. Ég var þá sjálfr lasinn af Influ-
enza og flest fólk hér á heimilinu, og komst ég
ekki út til þess að gefa yðr áminningu, ella hefð-
uð þér mátt eiga víst að þér hefðuð mátt muna
hana til næsta bæjar. Ef þér ekki vitið það. get ’
ég látið yðr vita, að það þykir næsta ósiölegt og
enda óhæfa að þeysa með lausa hesta um þvert
tún um hásláttinn, og það því fremr þegar al-
faravegr liggr fyrir utan tún. Enn það var ekki
þar með búið; meðan þér vóruð fyrir vestan,
frétti ég eftir yðr að þér hefðuð verið að hælast
um það, að þér hefðuð haft hesta yðar meiri part
af nóttinni á Uppsölum, sem er kothér inn meö
firðinum og notað er til slægna frá Brjánslæk;
höfðuð þér giskað á að þar mundi verða lítil
eftirtekja við heyskap, eftirað hestar yðarhöfðu
verið þar. — Ég skal játa að ég hafði allan hug
á að finna yðr að máli þegar þér færuð um aftr;
reyndar upp á annan máta enn þér máske hafið
hugsað yðr, enn það fór alt á aðra leið, því þá
fóruð þér frá mágafólki yðar í Haga kl. 10—11
um kvöldið undir háttatíma. og hafið líkl. kom-
ið hér kl. 12—1 eftir miðnætti; megið þér sjálfr
best vita, hvort sú högun á íerðaiagi yðar hefir
komið af því að þér hafið ekki viljað vera nætr-
langt undir sama þaki og tengdamóðir yðar,
mágkona og svili, eða af því að yðr hafi þótt
ráðlegra að koma ekki að Brjánslæk fyrr enn
-svo að þér gætuö átt víst að ég mundi vera sofn-
aðr. Undarlega víkr því nú við, að þér skylduð
taka yðr upp undir háttatíma, og það frá skyld-
fólki yðar, ef þér eða eitthvað af samferðafólki
yðar hefir verið lasið. Þá láguð þér, eftir því
sem þér segið, nokkuð af nóttunni í hlöðukofa
hér á túninu — reyndar án míns leyfis, enn
höfðuð yðr á kreik þaðan seinni hluta nætrinnar.
í þessari leiðinni áðuð þér hestum yðar á tún-
inu á Hellu, sem er annað kot, hér inni í firðin-
um, sem notað er til slægna frá Brjánslæk; tún
þetta var þá bærilega sprottið enn óslegið, og
má nærri geta hvort hestar yðar hafi ekki gert
þar nokkurn usla. Ég ímynda mér að þér vitið
að það er ekki siðr að ægja hestum sínum ítún-
um, og að þér getið farið nærri um að slikspjöll
eru ekki lítils virði, og varla mun slægnablettr
sá — i grend við Reykjahóla—sem málið varðút
af hérna um árið — ef yðr kynni minni til að
reka — hafa verið meira virði enn þessi tún.
Það sem mér varð verst viö, þegar ég vissi af
ferðum yðar, var sannarlega ekki það, að miðr
vel kynni að hafa farið um yðr í hlöðukofanum,
heldr hitt, að þér skylduð enn ganga svo úr
greipum mér, því ég hefði, sem sagt, gjarna
viljað fylgja yðr úr garðimeð þeimvirktum, sem
mér hefðu þótt yðr sæma, fyrir háttalag yðar
hér; þó fanst mér óbærilegt að hugsa til þess að í
þér munduð máske ímynda yðr að ég hefði sjálf-
sagt farið á fætr um nóttina og sjálfr staðið og {
látið aðra standa á þönum fyrir yðr ef ég hefði
vitað að þér væruð hér kominn — þessi smái j
fursti, — hann Bjarni á Reykjahólum !!! Það gat |
ég ekki þolað, og því var ég svo hreinskilinn
að skrifa yðr til þess að leiða yðr úr þeirri villu,
og tjá yðr að ég mundi hafa óheimilað yðr alla
kofa sem óg átti með, ef ég hefði vitað af yör,
og alla beit fyrir hesta yðar í Brjánslækjarlandi,
að svo miklu leyti sem ég frekast mátti. Þetta
er satt, ég skal kannast við það fúslega, ög sé
mig í engu sekan fyrir það; í mínum augum er-
uð þér ekki sá stórherra, að ekki megi segjayðr
til syndanna rétt eins og hverjum öðrum, — það
er síðr enn svo, og ég álít það siðferðislega rangt,
að vera sú gunga að láta hvern gikkinn komast
átölulaust fram með að fremja hvert það brot á
almennum siðferðislegum reglum, sem honum
býðr í það og það skifti. Það er því svo
langt frá að mér þyki minkun að þessari með-
ferð á yðr, að ég hika mér alls ekki við að láta
opinberlega í ljós að ég álít þá menn, sem sýna
slíkan yfirgang og ribbaldaskap á ferðum sínum,
sem þér sýnduð hér í Brjánslækjar-landi, — alls-
kostar óliýsandi.
Þér vitið sjálfr, að þér hafið hingað til helst
sýnt höfðingskap yðar í því að slá yðr til ridd-
ara á varnarlausri eða varnar-lítilli ekkju, jafn-
vel yör nákominni, og öðru fólki, sem af mein-
leysi hefir ekki viljað reyna að halda rétti sín-
um fyrir yðr, og hafið þér enn máske gengið upp
í þeirri dulunni að yðr mundi ekki verða and-
mælt; enn yðr verðr ekki kápan úr því klæðinu,
því í þetta sinn eigið þér orðastað við mann,
sem er við yðr hvergi hræddr, enn þorir að mæta
yðr hvar sem er, bæði ljóst og leynt, og forsvara
orð sin og gerðir.
Enn ekki get ég gert að því þó af yðr kunni
við þessar línur að fara sárasta gyllingin. Þér
hafið hingað til haft eitthvert óskiljanlegt lag á
að hafa yfir yðr einhverja stórmenna-blæju 1 fjar-
lægum héruðum, enn hér nærlendis er sú blæja
alt of gagnsæ: hér þekkist þér eins og þér eruð.
Að svo mæltu læt ég almenning og sérstaklega
þá, sem héreftir kynnu að eiga leið hér um, al-
veg sjálfráða um að hve miklu leyti þeir taka
„aðvörunu yöar til greina, enn ég efast stórlega
um að þér með ofannefndri grein náið fyrirætl-
uöum tilgangi yðar, í augum heiðvirða manna,
— hvað hinir álíta um mig læt égmigalls engu
skifta.
Brjánslæk 29. janúar 1892.
Davíð Sch. Thorsteinsson.
Um þetta mál kemr ekki meira í Fjallk. — Ritstj.
Til gamle og unge Mænd
anbefales paa det bedste det nylig i be-
tydelig ndvidet Udgave udkomne Skrift
af Med.-Raad Dr. Miiller om et
§eoc uai-§>'ij,ote/m,
og om dets radikale Helbredelse.
Pris inkl. Forsendelse i Konvolut 1
kr. i Frimærker.
Editard Bendt, Brannschweig.
Leiðarvísir til lífsábyrgðar
fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá
Dr. J. Jónassen. sem einnig gefr ailar
nauðsynlegar upplýsingar um lífsá-
byrgð.
Hinn eini ekta
Brama-Lífs-EIixír
(Heilbrigðis matbitter)
frá Mansfeld-Búllner & Lassen vernd-
ar heilsuna og heldr þannig við
lííinu svo lengi sem unt er, hefir
áhrif móti magaveiklun, magaslími,
kvefi, hreinsar magann og innyflin,
glæðir lífsöflin, gerir menn hressa
í anda, styrkir þarmana, hvessir
skilningarvitin, dugar móti fóta-
veiki, gigt, ormum, magakvcisu,
veigju, meltingarleysi, olvímu,
magakvillum, móðursýki, vatns-
sýki, köldu, hægðaleysi, o. s. frv.
Assens. txrönliolz,
herráð, læknir.
Fæst einungis ekta hjá þess-
um útsölum:
í Reykjavík: W. Ó. Breiðfjörð,
-----J. P. T. Bryde,
-----Eyþór Felixson,
-----W. Fischer,
—- P. C Knudtson & Sön,
-----Jón 0. Thorsteinson,
-----N. Zimsen.
á Akranesi: Ottesen.
„ Akreyri: Carl Höepfner.
„ Dýrafirði: N. Chr. Gram.
„ Eskifirði: Konsúl Cari D. Tölinius.
„ Eyrarbakka: G-uðmundur ísleifsson,
„ ,------, Guðm. Guðmundsson.
„ ísafirði: Á. Ásgeirsson,
„ —— L. A. Snorrason.
í Keflavík: H. P. Duus.
á Patreksfirði: M. Snæbjörnsson.
í Stykkishólmi: N. Chr. Gram.
á Stóruborgpr. Skagaströnd: C. Finn-
bogason.
á Yestdalseyri: Sigurðr Jónsson.
„ Ærlækjarseli: Sigurðr Gunnlögson.
i p því reynt hefir verið að koma í
A T verslunina fölskum eftirlík-
ingum, eru menn beðnir að taka
eftir hinu eina rétta merki:
Á hverju glasi er að aftanverðu steypt
nafnið: Mansfeld-Búllner & Lassen,
Kjöbenhavn, og innsiglið MB. & L.
í grænu lakki er á tappanum, sem
einnig er brennimerktr: Mansfeld
Bwllner & Lassen, og á merkiskild-
inum á miðanum sést merki verk-
smiðjunnar:
hlátt Ijón og gullhani.
Vottorð frá lœknum og leikmönnum
fylgja forsögninni.
Mansfeld-Bullner & Lassen
hinir einw sem búa til hinn ekta
Brama-Lífs-Elixír.
Kjöbenhavn, Nörregade 6.
Rikling, góðan, vill kaupmaðr
kaupa. Ritstj. vísar á.
Yerslun Eyþórs Felixsonar seA.
saltflsk nr. 2, ágætlega góðan,
fyrir 10 kr. vættina — minna, sé
mikið keypt í einu gegn pening-
um.
Gamlar bækr íslenskar (frá 16. 17. og
18. öld), og handrit (skrifaðar bækr)
kaupir útgef. Fjallk.
Herbergi til leigu í vor handa
einhleypum eða familíu.*
iTörðin Herdísarvík íæst til
ábúðar í næstu fardögum. Semja
ber við eiganda, Árna sýslum.
Oíslason. .
Rjúpur óskast keyptar.*
Iverslun Magnúsar Einarssonar úr-
smiðs á Vestdalseyri við Seyðisfjörð
fást ágæt vasaúr og margskonar vand-
aðar vörur með mjög góðu verði.
Útgefandi: Valdimar Asmundarson.
Félagsprentsmiðjan.