Fjallkonan


Fjallkonan - 03.04.1895, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 03.04.1895, Blaðsíða 2
54 FJALLKONAN. XTT 14 írunum þótti það að, að eigi var neitt getið um stjórnarakrármál þeirra í ávarpinu, og greiddu þeir atkvæði gegn stjórniuni ásamt aftrhaldsmönnum. Aftrhaldsmenn ásökuðu stjórnina um, að hún hirti eigi um landbúnaðinn, og foringjum verkmanna þótti eigi vera haldið hlífiskildi fyrir þá. Það blés því eigi byrlega fyrir Rosebery-ráðaneytinu, enn svo fór þó, að það komst klaklaust fram hjá öllum skerjum mótstöðumannanna. Þó var atkvæðamunr mjög lítill. Það var Harcourt féhirzlukanzlari, er hélt vörnum uppi fyrir stjórnina og þótti það takast betr enn á- horfðist. Hægrimenn vildu óvægir, að þingi væri slit- ið, og efnt væri til nýrra kosninga, og hugðust þá mundu maka krókinn. Ætluðu þeir að nota það sem vopu á stjórnina, er til kjörfunda kæmi, að engin þýðingarmikil frumvörp hefðu orðið að lögum síðan stjórn þessi komst að völdum. Yfir hinu ætluðu þeir að þegja, að efri málstofan hefir ónýtt fjölda af mestu áhugamálum þjóðarinnar. Sumir vóru óánægðir yfir því, að stjórnin bæri eigi þegar í stað upp frumvarp um endrbót á efri málstofunni. Rosebery gerði seint í janúar á kjósendafundi í Cardiff grein fyrir fyrir- ætlun sinni. Stjórnin mundi á þingi þessu einkum leggja fyrir þingið frumvörp, er líkindi væru til að næðu samþykki beggja þingdeilda. Stærstu deiiu- málin yrðu að vera á hakanum í þetta skifti. Þó mundi stjórnin leggja fyrir þingið frumvarp um að- skilnað kirkju og ríkis í Wales, eins frv. um dag- peninga þingmanna og almeunan atkvæðisrétt. Eng- inn mætti hafa nema eitt atkvæði. Þegar þessum málum væri lokið, þá kv&ðst hann mundi leggja fyr- ir þingið frumvarp um breyting á efri málstofunni. Enn á móti því frumvarpi má búast við að lávarð- arnir berjist með hæl og hnefa, og þá verðr eflaust leitað álita kjósendanna með nýjum kosningum. Fyr- ir skömmu fóru fram kosningar í einu kjördæmi, Colchester, sem áðr hafði haft aftrhaldsmann á þiugi, enn nú veitti framsóknarmonnum betr, og þykir það góðs viti. Stjórnin hefir lagt fyrir þingið frumvarp urn að- skilnað ríkis og kirkju í Wales; ennfremr frumvarp til írskra landbúnaðarlaga og um leiguliðana írsku. Einn af stjórnmálagörpum Engla, Randolph Churc- hill, lávarðr, er dáinn. Hann var sá, er reið Glad- stone-ráðaneytinu að fullu 1885, og þótti einna lik- legastr til þess að verða foringi Toryanna. Þyzkaland. Þar gengr alt í þverúð út úr laga- frumvarpi stjórnarinnar mót byltingaflokkunum. Frv. hefir mætt hinni megnustu mótstöðu, jafnt á þingi sem annarstaðar. Það er miðflokkrinn (katólskir menn) er berjast fyrir því ásamt aftrhaldsmönnum. Margir af hinum frægustu háskólakennurum Þýzka- lands hafa kröftuglega mótmælt, að lagðr yrði svona lagaðr múll á þjóðina. Ef enginn mætti véfengja eða mótmæla trúnni, enn menn yrðu í blindni að fylgja öllum kreddum kirkjunnar, taka þær sem góðar og gildar vörur og leggja þær til grundvallar til allra vísinda- legra rannsókna, þá væru frjálsar vísindalegar rann- sóknir ómögulegar, hugsunarfrelsið væri hnept í fjötra. Sama væri að segja um mótmælin gegn hinum öðrum stofnunum ríkisins. Haeckel, einn af hinum frægustu náttúrufræðingum þessarar aldar, mótmælti einna kröftulegast frumvarpinu. Málið hefir um langan tíma setið í nefnd, og hefir meiri hluti nefndarinnar lagt það til, að felt yrði úr frumvarpinu bannið gegn aðfinslu mót trúnni, hjónabandinu, ríkisstjórninni o. s. frv. Yerði frumvarpið samþykt, þá má þó að rainsta kosti telja það víst, að stórbreytingar verði á því. Menn hafa jafnvel þá skoðun, að keisari sé farinn að heykjast, eins og forðum, er hið illræmda skóla lagafrumvarp var borið upp. Rússland. Það var mikið talað um Nikulás keis- ara aunan fyrstu vikurnar eftir .að hann var komina í keisarasæti. Af ýmsum orðum hans og gerðum þóttust menn mega álíts, að nú mundi upp renna ný öld í Rússlandi, að Nikulás mundi halda áfram því starfi er afi hans, Alexander annar, var byrjaðr á, að hann mundi létta af þeim ókjörum og ánauð, er al- þýða manna lifir í, bæla niðr ofstopa aðalsins, og miskunnarlaust, ef ástæða væri til, reyna að refsa hinni illræmdu rússnesku embættisstétt, sem hefir ilt orð á sér hvarvetna fyrir harðýðgi sína, hlutdrægni og fjár- dráttarfýsn. Menn hugðu, að hinn ungi keisari hefði á ferðum sinum í vestrlöndum séð svo raargt, eink- anlega hefði haun hlotið að læra margt af Englend- ingum. Menn vissu, að hann hafði miklar mætr á þeim, og ætluðu, að honum einnig þætti mikið koma til stjórnarfars þeirra, og að hann því að einhverju leyti mundi veita þegnum sínum hlutdeild í stjórn landsins. Nú eru liðnir nokkrir mánuðir síðan. Mönnum hefir enn orðið tiðrætt um Nikulás keisara, enn nokk- uð á annan veg. Nú þykjast menn sjá, að eigi verði mikið Jeyst um böndin. Það séu að eins orðin harð- stjóraskifti. Alexander III. er dauðr, enn Nikulás H. er kominn í hans stað. Seint í janúar komu full- trúar frá ýmsum stéttum og sveitum víðsvegar úr Rússlandi til þess að flytja keisarahjónuuum ham- ingjuóskir. Þar á meðal vóru fulltrúar frá fylkja- ráðunum í fylki nokkuru. Eru menn þar framgjarnir og allvel mentaðir. Höfðu þeir áðr auðmjúklega far- ið þess á leit, að fylkjaráðin fengju að senda fulltrúa á ráðstefnu til Pétrsborgar til þess að fjalla um ýms velferðarmál, eða með öðrum oröum, að það yrði stofnað nokkurskonar ráðgefandi þiug í höfuðborginni. — Keisari þakkaði nú fyrir góðar óskir. Sagði hann ennfremr, að sér væri kunnugt, að ýms félög meðal fylkjaráðanna hefðu farið fram á, að fá hluttöku í ríkismálum ; slikt væri barnaskapr og heimska. „Það vita allir, að ég helga Rússlandi alla mína krafta, enn hitt er og víst og óskeikanlegt, að ég held fast við fullkomið einveldi, eins og faðir minn hásællar minningar“. Frekar vildi hann eigi tala við fulltrúa fylkjaráðanna. Aðallinn í Pétrsborg, sem í fyrstu vænti hins versta af Nikulási, fagnaði nú, og lét þylja þakkarmessu í kirkjunum. Núna upp á síðkastið hafa nokkurar stúdentaóeirð- ir orðið í Rússlandi á ýmsum stöðum, einkurn í Moskva og Pétrsborg, enn lögregluliðið hefir þegar bælt allar óeirðatilraunir niðr. G-iers utanríkisráðgjafi Rússa er dáinu, 75 ára að aldri; þótti hann stjórnvitringr mikill. Austrálfustríðið. Menu hugðu, að Japansmenn mundu taka sér hvíld unz vora tæki, og snjó og ís leysti upp. Enn því er öðru máli að gegna. Aldrei hafa þeir verið „himnanna-sonum“ óþarfari enn síðan

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.