Fjallkonan


Fjallkonan - 03.04.1895, Blaðsíða 7

Fjallkonan - 03.04.1895, Blaðsíða 7
XII 14 F JALLKONAN. 59 memi vera ánægðir ef hún væri nú seld á t. d. 22 kr. ? — Það er þð lægra verð enn þá. Bða ef ég hefði þessi árin haft undir höndum fjármuni Björns Kristjánssonar, og svo hefði ég í fyrra borgað honum t. d. helminginn af því sem ég átti að boiga, enn í ár 3/4 af því sem ég átti að borga nú, og sem er meira, — mundi hann vera ánægðr með það? — Auðvitað ekki. Nei, okkar rétta verð viljum við fá fyrir okkar vörur og þurfum að fá það, það verð, sem þær í raun og veru gilda á markaðinum. Og hver, sem beinlínis eða óbeinlínis vinnr móti því, gerir oss skaða, engu síðr þótt hann líka féfletti sjálfan sig um leið. Sá fjármiasir kemr ekki landi voru og þjóð að gagni, heldr þvert á móti. — Það er ekki til neins að bera fyrir sig föðurlandsást og fórnir i þeim efnum; reynslan, tölurnar dæma það sem skað- legt og vitlaust. — Og svo komum við þá að þessum skemti- lega 31. kap. Ég hefi sjaldan séð haugað saman svo mikilli lokleysu í jafn- stuttu máli. Byrst talar hann um gagnstæða stefnu, sem við vinnum í. Ég hefi nú hingað til ætlað, að það, sem við báðir viljum vinna að í verzlunarefnum Islands, sé nokkurn veginn hið sama: Að styðja að því, að framleiðendr íslenzkrar verzlun- arvöru, hver sem hún er, fái fult verð fyrir vöruna, það verð sem hæst er hægt að fá með sem minstum kostnaði, og að þeir á sama hátt fái frá útlöndum vöru, er þeir þarfnast, með sem minstum kostnaði. — Nú lýsir Björn yíir því, að við stefnum í gagnstæðar áttir. Hvert stefnir hann? Það væri fróðlegt að fá að vita það. Svo segir hann, að ég eigi eftir að sanna, hvað mikið lið verði að tninni stefnu. Það er nú alt of feitt að gera mig að aðalmanni eða frumkvöðlí þessarar stefnu, sem ég hefi nefnt. Þar hafa aðrir góðir menn unnið miklu meira að enn ég. Enn stefnan sjálf er löngu búin að „standast sitt próf“, og er hlægilegt, að maðr, sem þykist hafa áhuga á þess- um efnum, skuli vera að heimta sannanir fyrir því, sem hvert einasta mannsbarn veit. Ég hefi aidrei mér vitanlega fengizt um, hvað ég hafi lagt í sölurnar fyrir landsins gagn, og það er sorglegt, að Björn skuli hafa eytt fé sínu i það starf, sem eng- um lifandi manni getr dottið í hug að hafi orðið íslandi til gagns, þvi að allir vita, að auk þess fjár, sem B. Kr. hefir sjálfr mist, hafa íslenzkir bændr tapað mjög miklu við það, bæði beinlínis og óbeinlínis. — Ég veit ekki hvað hann á við, þegar hann er að tala um, hvenær ég hafi „byrjað að vinna landinu þetta gagn, sem ég telji“. Ég hefi aldrei, hamingjunni sé lof, þurft að auglýsa á prenti meðal almennings mitt eigið lof, og veit mig ekki hafa gert það; enda hefi ég ekki lagt í vana minn að breiða á sama hátt út last um aðra. Ég kýs helzt að reynslan skeri úr þvi, hverir þarfir eru og gagn vinna og hverir ekki. — Það er leiðinlegt, að þurfa að vera að tala um þetta, enn ég get þó ekki annað enn bent á, hvaða mælikvarða hann notar til að sanna, að hann sé föðurlandsvinr meiri enn ég. — Hann segist sjálfr hafa orðið fátækari á síðustn árum, enn ég Bé alt í einu orðinn fjáðr. Ég vil nú láta liggja milli hluta hvort þetta er satt, enn skal að eins benda á, að undarleg skoðun er það á framför og vellíðan þjóðarinnar, að það sé þarfast fyrir föðurlandið og hin rétta stefna að fara svo að ráði sínu, að fé gangi til þurðar. — Hvernig mundi fara ef allir ynnu í þá átt? — Nei, ég er á gagnstæðri skoðun, og vona að svo séu flestir, og ég tel það lof, sem mér sé skylt að þakka fyrir, ef segja mætti um mig með sönnu, að ég hefði verið „bláfátækr", enn væri nú orðinn „fjáðr“. Ég óska að slikt væri hægt að segja um sem flesta Islendinga. Bkki er það mér að kenna, að hann hefir ekki fengið „stór- veizlur né kampavínsveitingar þessi árin“, og það er satt að segja of hlægilegt, að kaupmaðrinn skuli barma sér á prenti út af þvi. í 32. kap. talar hann um merkin, og trúir því ekki, eins og einnig sést á svari hans til Baldvins Gunnarssonar, að hægt sé að greina féð og selja það, eftir merkjnm. Jú, það er hvort- tveggja að hægt er að gera það, enda er það gert rækilega. Ég athugaði það atriði vandlega, með því að mér var fullkunn- ugt um, að einmitt á því vóru margar rógsögur og mikil tor- trygni bygð. Það er satt, að á mörgum kindum sjást ekki merkin utan á ullinni, þegar merkt er með anilínlit leystum npp í vatni, eins og oftast er gert. — Féð frá Borðeyri var eign tveggja, félags Dalamanua og Riis kaupmans á Borðeyri. Það fé var fremr illa merkt og fékk einnig votviðri á leiðinni, svo merkin sáust ekki utan á utlinni á mörgu af þvx, sem var á ’dekkinu’, þegar til Englands kom. Ég hugsaði mér því til hreyfings að aðgæta nú vandlega, hvort fjárhirðingarmönnunum tækist að skifta fénu rétt. Þegar féð var búið að vera yfir nóttina í fjárgeymsluhúsunum — uppskipun var lokið kl. 11 um kvöld — var líka búið að skifta því eítir merkjum og vóru það þó nærfelt 8000. — Ég skoðaði það þá vandlega, og sá margar kindur í hvorum hópnum fyrir sig, sem ekkert merki sást á. Þær kindur tók ég svo með aðstoð fjárgeymslumann- anna, og á hverri einustu sást litrinn niðri í ullinni, þótt hann væri alveg afmáðr að utan, og öllu höfðu þeir skift rétt. Ég býst nú raunar við, að Baldvin Gunnarsson sé búinn að skýra þetta á ný fyrir Birni, sem auðsælega hefir ekki vit á þessu, fremr enn sumu öðru, er snertir fjársölu. Ég skal hér um leið geta þess, öðrum til leiðbeiningar, að bezta ráðið er að brúka olíu í stað vatns við merkinguna. — Bernisolía er góð; þá máist litrinn trautt af. Þingeyingar hafa í mörg ár merkt með tjöru, og er það örugt. — Að merkja vel er mjög til fyrir- greiðslu við aðgreining fjársins; því að þurfa að taka margar kindr og skoða niðr í ullina er fyrirhöfn og erfiði, enda slæmt fyrir féð þreytt af ferðinni. Kostnaðrinn við að brúka olíu er ekki teljandi; litarblettrinn þarf ekki stór, þegar hann máist ekki af. Bins og segir sig sjálft af sögu Björns um merkin, hafði hann ekki fyrir því í haust, að aðgreina fé félaganna í Árnessýslu og Borgarfjarðarsýslu, hvernig sem hann svo hefir komizt út úr því, að jatna milli félaganna því, er fórst af fénu. Að öðru leyti hefir hann líklega skift verðinu eftir vigtarskýrslum, þótt það óneitanlega líti nokkuð kynlega út fyrir augum skynberandi manna þetta 9 króna verð fyrir 108 punda sauð, sem Árnesing- ar hafa fengið eftir sögn Ágústs Helgasonar. — Ég hefi heyrt að Björn hafi verið búinn að láta þá hafa fyrirfram 9 króna virði i vörum upp á hvern sauð; kannske þeir hafi komið sér saman um, að láta það bara mætast án þess, að gera upp nokk- urn reikning, sem er mjög fallegt og samkomulagslegt, enn gerir það annarBvegar að verkum, að verðlagið sannar ekkert, og saman- burðr, byggður á því, er markleysa. Áðr enn ég skilst við þetta merkingamál, skal ég geta þess, að mér, og eflaust öllum öðrum kunnugum mönnum, þykir víst skörin fara upp í bokkinn, þegar Björn vænir Baldvin Gunnarsson lygi og ðáreiðanleik. Enn er eitt, sem mér sýnist eiga við að heimfæra undir þennan flokk, sem ég hefi kallað fávíslegt. Björn stærir sig af því, í 34. kap., að hann hafi aldrei skrifað neitt, sem varðað hafi við lög. Það er nú ef til vill fullsnemmt fyrir hann, að stæra sig- af því, og ég veit annnarsvegar, að mörgum mun finnast það alt annað en hólsvert eða drengilegt, að skrifa ár eftir ár, hvað ofan i annað, óhróðr um aðra menn, á þann hátt, að þeir geti ekki leitað vernda gegn því hjá lögum og dómstólum. Björn hefir hingað til leitazt við að gera þetta, og þessi ritlingr hans „Fjársölumálið n.“ er, eins og aðrar hans greinir, fnllur af Dylgjum og aðdróttunum, sem eru þannig úr garði gerðar, að allir sjá, á hvað þær miða. Þannig gefr hann í skyn í 4. kap., að gert hafi verið ýmislegt, til að breyta eftir á verði hinnar útl. vöru, sem Z. var búinn að senda félögunum reikning fyrir. — I sama kap. gefr hann í skyn, að íslendingar séu keyptir til að fylgja röngu máli með veizlum og víni. Já, það er nú raunar gleði- legt fyrir mig, að vera ekki einn ura það, því að „sætt er sam- eiginlegt skipbrot“. Höf er sjálfr ekki öfundsverðr af þeim hugsunarhætti og því skapferli, sem leiðir hann til að hugsa og tala slíkt, og trúnað leggja víst, engir á það; svo mikiL drengskapar tilfinning er í fólki, og svo lágan hugsunarhátt hefir það ekki. Hann talar um, að Rennie hafi verið „íátinn" heimta meira enn bonum bar, og að menn hafi setið á rökstólum, til að finna út, hvernig hægast væri að nota „falsbréf“, sem vopn til að vinna illvirki, nefnilega „að kæfa féð“. Hann minnist á sendi- mann frá Newcastle og gefr enda í skyn, að hann hafi viljað múta fjársölumanni sínum. Svo talar hann um þá, „sem allra augu voni til“, enn sem leiki „ískyggilegt tafl“ gegn bændum. Og þá er þetta langa og fyndna „Program", sem hann segir

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.