Fjallkonan


Fjallkonan - 03.04.1895, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 03.04.1895, Blaðsíða 3
4. apríl 1895. PJALLKONAN. 55 í síðari hluta janúar. Um 20. janúar settu þeir í land 35 mílur fyrir austan Wei-hai-wei þriðju her- sveit sína, 25 þús. manna. Leiðin til Wei-hai-wei er hin örðugasta, enn Japanar yfirunnu ailar torfærur. Foringi þeirra er Oyama flotaforingi. Settust þeir nú um Wei-iiai-wei. Vígi þessi vóru talin óvinnandi sjávarmegin, enn eigi vóru þau trygð nægilega fyrir aðsókn á landi. Höfnin er ágæt, og var það aðal- flotastöð Kínverja, og lá floti þeirra þar í höfninni. Fór svo, að Japanar náðu vígjunum öllum eftir nokkra daga, og jafnframt vóru herskip þeirra komin að höfninni. Fallbyssum Kínverja frá köstulunum var nú beitt á móti flota þeirra, enn floti Japansmanna skaut á Kínverjann frá hafnarminninu. Sukku þar fimm stór herskip kínversk; enn yfirflotaforingi Kín- verja Ting bauðst að gefast upp, ef mönnum sínum væri leyft að fara í friði. Yar því heitið og efut. Ting og annar æðsti hershöfðingi Kínverja vildu eigi lifa við þessa smán og réðu sér sjálfir bana. Fengu Japanar þar öll herskip Kínverja, og vonast eftir að ná einnig þeim skipum, er sukku. Þannig eru Kín- verjar flotalausir, og stendr nú leiðin til Peking opin. Enn það er sagt, að flóttamenn hafi verið drepnir jafnskjótt og þeir komust undir verndarvæng Kína- stjórnar. — Síðan hafa Japansmenn háð ýmsar or- ustur og veitt hvarvetna betr. Nú leita Kínverjar alvarlega friðar. Li-Hung-Shang undirkonungr, sem að allra dómi er mesti stjórnvitr- ingr í Kína, féll í ónáð hjá keisara í vetr, og var sviftr nokkuru af þeim völdum, er hann hafði. Nú hefir keisari tekið hann aftr í sætt og sent hann til Japan til sáttaleitunar. Hefir hann fengið fult um- boð til þess á ábyrgð keisara að semja frið með þeim kjörum, er honum virðist hæfa. Stórveldi Norðrálfu og Ameríka gera og sitt tii að friðr komist á. Er eigi trútt um, að þeir óttist, að Japansmenn verði allheimtufrekir, enn Rússar og Englar eru smeikir um sig, ef Japan nær í mikil lönd þar eystra, og segja þeir, að þeir megi ekki með nokkuru móti ná fótfestu á meginlandinu. Eyjuna Formosa geti þeir tekið ef þeir vilji. Á Cuba er uppreisn. Menn eru þar mjög óánægð- ir með stjórn Spánverja. Spánverjar hafa sent 6000 hermanna þangað til þess að bæla niðr uppreisnina. Noregr og Svíþjóð. í janúarlok lagði Stangs-ráða- neytið niðr völdin, eins og gert hafði verið ráð fyrir. Konungr var þá kominn til Noregs ásamt Gústaf krónprinz. Konungr kvaddi menn af öllum flokkum á fund sinn. Þar á meðal Sivert gamla Nielsen stór- þingsforseta tvisvar sinnum. Sagði hann honum, hvaða skilyrði hann setti, ef vinstrimenn tækju að sér mynd- un nýs ráðaneytis. Sivert Nielsen bað um það skrif- legt, og heimtaði konungr þar meðal annars, að kon- súlamálið yrði rætt í sameiginlegu ríkisráði. Vinstri- menn svöruðu því svo, að það mundu þeir aldrei samþykkja. Steinn rektor var og kvaddr á fund konungs, enn eigi hefir hann falið neinum vinstri- manni á hendr að mynda nýtt ráðaneyti. Aftr á móti hefir konungr beðið Stang að takast aftr á hendr forustu ráðaneytisins, sömuleiðis Jakob prest Sverd- rup, af miðlunarflokki, enn báðir hafa neitað. Þannig fór konungr heim aftr seinast í febr., og var honum fagnað mjög í Stokkhólmi. Sænski ríkisdagrinn er yfir höfuð að tala Norðmönnum andstæðr. Hafa sum- ir sænskir þingmenn látið á sér heyra, að eigi þyrfti annað enn að senda dálítinn her til Noregs, þá mundu Norðmenn verða auðmjúkir. Norðmenn hafa aftr á móti myndað nokkurskonar borgaralið til varnar, ef í hart skæri. Það er ógæfan fyrir Norðmenn, að þar er hver höndin upp á móti annari. Hægrimenn og miðlnnarmenn fylgja Svíum að málum, og mælt er að þeir fegnir vilji, að þingið verði rofið og nýjar kosn- ingar fari fram að nýju. — Konungr fer aftr til Nor- egs innan skamms og þá vænta menn nýrra tíðinda. Danmörk. Tíðindalaust á þingi. Kosið verðr áðr langt um líðr í nýju kjördæmin og í bæjarstjórnina. Undirbúningsfundir eru daglega haldnir, og er þar keppni mikil. — Hér er hlutafélag eitt uýkomið á laggirnar. Það heitir „Freyr", og hefir stórkostlega verzlun. Selr það ódýrara enn aðrir kaupmenn, og hatast þeir við það, enda bíða þeir stórhnekki af því. Fjöldi af hinum efnabetri hægrimönnum eru hluthaf- endr í því, og eins miðlunarmenn. Sum blöð hér hafa jafnvel borið Reedz-Tott, ráðgjafaforingja, að hann styddi félagið. Geta ýmsir þess til, að hægrimönnum verði hált á því er til kosninga kemr. Bendingar. Þeir Guðmundr Einarsson (í Nesi) og Ágúst Helgason í Birtingaholti hafa báðir skrifað greinar í ’ísafold’, sem aðýmsu leyti snerta frásögn mína um fjársöluna í haust, er birtist í ’Fjallkonunni’. Ég verð að gera stuttar aths. við báðar þessar greinar. Guðm. lætr í ljós, að betra hefði verið að grein mín hefði „ekki séð dagsins ljós“. — Ég get auðvit- að ekki fallizt á það, enda býst hann líklega ekki við því. — Eitt mun hann játa, ef hann hugsar sig um, að hún hefir þó orðið til þess að stuðla að all- miklu umtali um þýðingarmikið efni. Og skyldi það ekki geta orðið til að skýra hugmyndir manna, jafn- vel hans sjálfs, um hina nýju verzlunarstefnu, sem á síðari árum hefir rutt sér til rúms, og sem hann með ritgerðum sínum í fyrra, er ég kann honum þökk fyrir, hefir sýnt að hann vill að eflist? — Ég vona það. Þar næst heldr hann því fram, að uauðsynlegt sé að hafa fleiri enn einn til að kaupa og selja, til að koma í veg fyrir óleyfilegan fjárdrátt umboðsmanna. Mér sýnist að til þess séu margir aðrir vegir, miklu eðlilegri og ódýrari fyrir oss. — Gætum vér komið fjársölunni þannig fyrir, sem ég talaði um, að ein- ungis einn seldi alt ísl. fé erlendis, væri oss vork- unnarlaust að hafa alt af vorn mann við söluna. Svo finnr hann það út, að tilgangr greinar minn- ar sé sá, að fá einmitt Zöllner í hendr alla fjársöl- una, það sem B. Kr. kallar „að selja einum manni landið með húð og hári“, og því til stuðnings kemr hann, eins og B. Kr., með þá tilgátu, að Z. hafi gefið félögunum í þetta sinn miklu meira, enn þau hafi í raun og veru átt að fá, og segir, að það þurfi „mjög

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.