Fjallkonan


Fjallkonan - 03.04.1895, Blaðsíða 8

Fjallkonan - 03.04.1895, Blaðsíða 8
60 FJALLKONAN. xn H að „frelsiahetjurnar" hafi. Alt þetta álít ég langt frá því, að vera svaravert; það sýnir bara drengskapinn, að klæða ðsann- indi sín og rðg í þann búning. Og enn er þetta um sólskinið í Newcastle, sem var svo bjart, að mér á hafa glapizt sýn. Það væri ðskandi, að Birni sjálfum dapraðist ekki sýn, á likan hátt eins og nafna hans Axlar- Birni, sem ekki sá sðlina um hádag í heiðríku lofti, sökum ð- dygða sinna. — Bnn „mörg eru manna meinin“, og með vaxandi menning verðr oss, eins og öðrum þjððum, hætt við fleiri og fleiri 8júkdómum. Einn sjúkdðmr er sá, sem á dönsku er kall- aðr „Storhedsvanvid"; við gætum kannske nefnt hann „frægðar vitfirring“. Sjúklingrinn ætlar sig vera eitthvert afarmenni, konung, frelsisfrömuð eða sjálfkjörinn foringja síns fólks o. 8. frv. Þegar sjúklingrinn svo bráðlega finnr, að aðrir menn líta öðruvísi á störf hans og hæfileika, enn hann sjálfr gerir, þá breytist oft sjúkdðmrinn og verðr það, sem danskrinn kallar „Forfölgelsesvanvid“; við getum kallað það „ofsðknavitfirring“. Yeikin lýsir sér þá í því, að sjúklingrinn heldr, að allir sitji á svikráðum við sig og leggi stund á að eyðileggja sig á allar lundir. Þegar sjúkdðmrinn er kominn á það stig, þykir ekki hættulaust að láta sjúklinginn „ganga lausan“. * * * Það er orðið talsvert margt, sem ég hefi nú dregið fram af ósannindum og öðru þess kyns góðgæti i grein B. Kr., og ég vil ekki misbjóða lesendunum með því, að telja fleira upp, þótt ýmislegt mætti enn finna. Enn ég vona líka, að það, sem kom- ið er, sé nðg til þess, að menn sjái, að aðalsetningar B. í allri ritgerðiuni eru byggðar á beinum ósannindum, fáfræði eða ó- sönnum aödróttunum og dylgjum. Ég býst nú raunar við, að ýmislegt af því, sem ég hefi hér Bagt, verði aðrir búnir að segja, áðr enn þessi grein kemst heim, og hún komi þvi á eftir tíman- um; enn annarsvegar finn ég mér skylt, að leggja mitt til, ef málið kynni að skýrast við það, og menn þannig kæmist til rétt- ari skoðunar, enn þeir hafa áðr haft. Það, sem ég í greinum mínum hefi sagt frá atburðum, er alt satt og rétt, engar ágizk- anir eða út í bláinn, og mun engum takast að hrekja það. Eg kann þvi þess vegna illa, að vera talinn lygari að því. Hitt er annað mál, þótt þær skoðanir, sem ég hefi látið í ljðs um fram- tiðarverzlun vora verði ekki að allra skapi og fái mótmæli. Enn ég ætlast til, málsefnisins vegna, að um þær sé rætt og ritað með stillingu, alvörugefni og sannleiksást. H. CHR. HANSEN stórkaupmaðr (Rörholmsgade 3) í Kaupmannahöfn, byrjaði íslenzka umboðsverzlun 1882, tekr að sér innkaup á vörum fyrir ísland, selr einnig íslenzkar vörur í Kaupmannahöfn og Leith. Kaupir islenzk frimerki fyrir hæsta verð. I verzlun J. P. T. BRYDE’S í Reykjavík er nýkomið með „Laura:“ Kartöflur. Apelsinur. Brjóstsykr. Kaffi. Kandis. Melis. Exportkaffi. Margar tegundir af Vindlura frA 6 00—12.50 pr. kassa. Rjóltóbak. Munntóbak. Royktóbak. Encore Whisky fl. 1,60. Steinolíumaskínurnar „Primus“. Góifvaxdúkr. Stört úrval af alskonar vefnaðarvörum (Manufactur). Santal-the, pd. 2,00. Ágætt saltað Flesk, pd. 0,60. Ait selst mjög ódýrt gegn peningaborgun. Ef rnikið er keypt fiest niikili afsláttr. Smá og stór ullarsjöl seljast með 18—20% afslætti. í verzlun minni á Laugavegi nr. 7. fást margs- konar vörur, svo sem: lirísgrjón, banlcabygg, hafra- mjöl, kaffi, sykr, súkkulaði, kaffibraud, ágætt brenni- vín, rjól, fínasta reyktóbak, vindlar, þvottabretti úr tré, sápur, soda, léreft, sirz og margt fleira. Alt með bezta verdi. Evík, */4 95. Ben. S. Þórarinsson. Verzlun P. C. Knudtzon & Söns í Rvík hefir fengið nú með „Laura“ margskonar mjög ódýrar vörur svo sem: Léreft, hvít og óbleguð fyrir 0,16—0,25 pr. al. Hálfflönel frá 0,20—0,24. Tvisttau frá 0,22—0,24. Sirz frá 0,16—0,30. Klúta hvíta á 0,15 og 0,17. Hörléreftsklúta á 0,35 og 0,40. Serviettur á 0,38. Borðdúka (kaffidúka) á 2,00 og 3,00. Kvenuklukkur frá 2,25—3,75. Herðasjöl frá 1,00—3,75. Baruakjóia frá 2,00—3,25. Góð vetrarjakka og yfirfrakkatau tvíbr. á 1,90 og 2,00 pr. al. Hálfklæði blátt, brúnt og svart frá 0.45—1,30. Sérstaklega góð baðhandklæði. Steinolíumaskínurnar „Primus“ ódýrari enn annarstaðar. Gclfdúk góðan og ódýran. Margar aðrar tegundir af kramvöru og aðrar vörur selr verzlanin með góðu verði fyrir peninga. Til verzlunar W. Ó. Breiðfjörðs er nýkomið með „Laura“. Mikið úrval af sjölum. TJllar og silkikanskar, stórt úrval. Margar tegundir af fáséðum sirzum. Miklar byrgðir af tilbúnum fatnaði. Farfavara, margar tegundir, og alt sem þar til heyrir. í verzlun Magnúsar Einarssonar úrsmiðs á Vestdalseyri við Seyðisfjörð fást ágæt vasaúr og margs konar vandaðar vörar með mjög góðu verði FJALLKONAN i895 Árg. kostar 3 kr. Sölulaun % — % eftir því hve mikið er selteða hve fljótt er borgað. Nýir kaupendr Fjallk. 1895 geta fengið í kaupbæti: Árganginn 1894, 1893 eða 1892, meðan upplagið hrökkr. Sögusafn Fjallk. I. Ef til vill eitthvað meira. Þeir sem útvega 5 nýja kaup- endr geta fengið Fjallk. 1890—94, þ. e. 5 árganga, ókeypis ásamt fylgiritum, sögusafni o. fl. Fróðlegt væri að vita, hvaða blað býðst með ódýrari kostum. Útgefandi: Vald. Asmundarson. Félagsprentsmiðj an.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.