Fjallkonan


Fjallkonan - 04.12.1895, Side 3

Fjallkonan - 04.12.1895, Side 3
4. desember 1896. FJALLKONAN. 199 7. Lög um leigu eða kaup á eimskipi og útgerð þess á kostnað landssjóðs. 8. Fjárlög fyrir árin 1896 og 1897. 9. Fjáraukalög fyrir 1892 og 1893. 10. Lög um samþykt á landsreikningnum 1892 og 1893. 11. Lög um breyting á gjöldum þeim sem hvíla á jafnaðarsjóðunum. 12. Lög um hagfræðisskýrslur. Nr. 1.—6. eru staðfest 2. okt., nr. 7 25. s. m. og nr. 8—12 8. nóv. Arnarfirdi, í nóv.: ,Héðan góð tíðindi, — ár- gæzka til lands og sjávar. Mun hér sjaldgæfr meiri eða betri heyforði enn nú er. Þilskipaafli, næstum undantekningarlaust, í góðu meðallagi. Á opna báta var vor- og sumaraflinn nokkru minni enn undanfarin (óminnilegustu fiski-) ár, enn í haust (okt.) hefir mátt heita landburðr af síld og fiski, og munu útvegsmenn eiga nú lítið minni fisk enn þeir í sama mund í fyrra áttu. Má ætla, að einhver hafi hlotið drátt úr sjó, þar sem talað er að verzlunina á Bíidudal hafi skort að eins 14—16 þús. fiska til þess að hafa þvegið og verkað út á þessu ári eina milliön, eða 4920 skp., ef gert er, að 200 af fiski fari að meðaltali i skpd. Mun það víst og nema talsverðu, sem aðrir hafa verkað hér í firðinum. Efnahagr og horfur almennings mættu því sýnast að vera mjög blómlegar. Enn því er ver, í reyndinni skortir þar of mikið á, og ber til þess einkum tvent, — óeigingirni almennings og eigin- girni verzlunarrekandans. Að þetta sé sagt, almenn- ingi hér til hróss, mun ég við fyrstu hentugleika sýna, að er allra sízt meining mín. — Fyrir skemstu var skotið á eriudi á Bíldudal. Yar þar allítarlega talað um verzlun og kaupmannieg viðskifti, og þá ekki heldr gleymt verzluninni á staðnum (Bíldudal). Var fjöldi fólks viðstaddr, — fáu og ómerkiíegu and- mælt af liðsmönnum verzlunarinnar (tveimr). Verðr sjálfsagt ágrip af samanburði og skýrslum þeim, sem þar vóru lagðar fram, innan skamms birt í Fjallk. — Mætti vera, að sá samanburðr kæmi að nokkru góðu, og víst er það, að Arnfirðingar hafa að saman- lögðu yfir miklum og heilsusamlegum krafti að ráða, enn það þarf að hreyfa hann’. Vatnsleysustrandarhr., 16. nóv.: ^Vcðráttufarið í haust hið bezta. Aflabrögð engin og þar af leiðandi mjög ískyggilegt út- lit með bjargræði manna á milli. — Síldveiði hefir verið hér tölu- verð undanfarinn tíma; enn lítið verðr gagn að henni, sökum þeBS, að íshús vantar til að geyma hana í til beitu framvegis; og væri það þarflegt fyrirtæki, að koma því upp hér í hreppi. Enn það fyrirtæki kostar mikla peninga, og er ekki útlit fyrir, að ráðizt verði í það á meðan svona er hart í ári, því flestir munu þykjast eiga fult i fangi með að hafa eitthvað i magann. — 1 Keflavik er búið að stofna íshúsfélag með hlutabréfum, og er nú farið að byggja það; taka Njarðvíkingar hlutdeild í því. — Bráðafárið er lítið farið að gera vart við sig; enn fjár- heimtur vóru slæmar. — Fjárkaupm. G. Thordahl keypti hér úr hreppi nokkuð af fé, og gaf 9—11 kr. fyrir vetrgamalt og 16 —16 kr. fyrir sauði, og mun það hafa verið vel borgað. — Að- faranótt 9. þ. m. kyngdi niðr svo miklum snjó, að við lá, að fé fennti, sem upp í fjöllum var — eftir blíðviðrið. — Andlegt líf virðist nú liggja hér i dái. Dað eru helzt kvenfélagsdrósir, sem eru að skvetta sér upp og fá sér snúning. Virðist sumum, sem hin mikla og háleita framfarahugmynd kvenfélagsins hér sé öll í því falin, að menta sig sem bezt til fótanna’. Mannalát. * 13. júní andaðist að heimili sínu Forna-Hvammi i Norðrárdal húsfreyjan Þórdís Jóns- dóttir eftir 30 vikna legu í vatnssýki, 67 ára gömul, eiginkona Davíðs bónda Bjarnasonar er þar býr. Höfðu þau hjón verið saman yfir 40 ár og eru 5 börn þeir- ra á lífi, 4 í Ameríku, enn 1 heima. Hún var greind og ráðgóð dugnaðarkona, og ávann sér elsku og virð- ingu hjúa sinna og annara sem hana þektu. Lífið 1 Georgíu. (Eftir Henri Cantell). (NiM.). Klukkan var orðin eitthvað 7. Klukknahring- in í dómkirkjunni sagði til, að nú kæmi prestrinn, eins og þar er landssiðr, til að blessa brúðhjónin í húsi brúðrinnar, áðr enn hin mikla viðhafnarlega athöfn færi fram í kirkjunni. Enn nú læddist Dimitri fölr sem nár til húss sins og fór á ýmsum krókavegum. Hann stökk yfir garðmúrinn og kom þá hundrinn hans gamli hlaupandi á móti honum og sleiktí hönd hans. Hann hélt höndum fyrir andlit sér og tróð sér svo inn á meðal hinna grúamörgu þjóna, sem héldu að hann væri boðsgestr. Þrammaði hann svo áfram inn í saiinn, undireins og prestrinn, og um leið og hann krefti höndina af alefli um beltishníf sinn, staðnæmd- ist hann, með hettuna á höfðinu, beint fyrir framan konu sína og æpti með hárri röddu: tÉg er I)i- mitri Domenti f Furstafrúin hneig niðr yfirkomin af skelfingu og stóð ekki upp framar. Gestirnir urðu sem steini lostnir af ótta og undrun og flýttu sér burt. Fursta- frúin barðist við öndina. Eun Dimitri sneri sér með heiftglóandi augnaráði að Armeningnum og sagði kuldalega: (Vamíran! brúðkaupinu er þá lokið'. Eftir þessa kynlegu frásögu Alex. fursta varð ofrlítil þögn. fNú, nú’, segir hann, ,hvað segið þér nú? erum' við ekki .barbarar?’ Dimitri Domeuti hafði numið öll fínindi hinnar evrópsku meuningar; hann hafði af fróðleiks fýsn farið um mörg lönd, — samt gat þessi rnaðr ómögulega fyrirgefið rétt í sömu andránni og hann reis upp úr gröfinni. Ástríðan kæfði hjá honum göfuglyndistilfinningar hins mentaða manns. Þó vér Georgíumenn séum kristnir, þá erum vér þó líkir hinum mahómedanska pasja, sem var svo Ijúfr og elskuverðr í París, enn óargadýr þegar hann var i Trapezunt. Loftslagið í landi voru leiðir fram aftr það eðli, sem sýnist vera upprætt hjá oss. — Ég get svarið yðr, að þessi saga er ekki nein skáldsaga. Menn muna ennþá glögt eftir þessum atburði hér í Tíflis, og tala stundum um haun á kvöldin, auðvitað með ýmsum smávegis ýkjum. Ég hefi heyrt Dimitri segja frá þessu sjálfan’. ,Hvað varð svo um Grígory?’ .Húsbóndi hans launaði honum trygð hans. Gri- gory sagði skilið við pál og skóflu. Lítið þér þarna á feita manninn með rauða andlitið, sem gerir sig svo breiðan fyrir framan húsdyrnar sínar — það er Grigory. Þessa fallegu búð með ávextina, blómin og grænjurtirnar — hana gaf furstinn houum. Dató

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.