Fjallkonan


Fjallkonan - 25.03.1897, Side 1

Fjallkonan - 25.03.1897, Side 1
Kemr ftt nm miðja vikn. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.). Auglýsingar mjög ödýrar. FJALLKONAN. Gjalddagi 15. júli. Upr- sögn skrifleg fyrir 1. okt Afgr.: Þingholtsstrœti 18. XIV, 12 Reykjavík, 28. marz. 1897. Út af greininni í „Fjallkonnnni“ um Vestu-útgerð- ina eftir Síðhött heíir Bjórn Kristjánsson aftr tekið til máls og skrifað óþokkalega grein i 4stóra blaðið’, enn af því að þar er ekkert hrakið af því, sem stóð í Fjallkonu-greininni og gengið fram hjá aðalatriðun- um, sem „Síðhöttr“ hafði svo greinilega bent á, að engin flugufótur væri fyrir hjá B. K., og ennfremr af því, að fáir munu leggja nokkurn trúnað á það, sem B. K. segir, þá er óhætt að láta það bíða næsta blaðs að svara grein B. K. Þess skal að eins getið nú, að allar hinar per- sónulegu skammir B. K. eru tóm vindhögg, því hann heldr að Síðhöttr sé alt annar maðr enn hann er. Þessi höfundr er ekkert riðinn við útgerð Vestu, og fullkomlega óháðr farstjórninni. Það er sagt að íæknum þeim hér í höfuðstaðnum sem hlut eiga að máli, hafi þótt óvarlega til orða tekið í Fjallk. um daginn, þar sem minst var á út- breiðslu kíghóstans. Eftir nánari upplýsingum er það líka vafasamt, hvort hægt hefði verið að hindra útbreiðslu þessarar veiki hér sunnanlands, af því að hún hefir þegar í byrjuninni komið upp á ýmsum stöðum víðar enn á Seltjarnarnesi. Auðvitað mundi landlæknirinn hafa gert alt sem hægt var til að stemma stigu fyrir veikinni, ef hann hefði álitið það fært. Hinn núverandi landlæknir á ekki heldr hlut að því máli, þótt næmir sjúkdómar hafi áðr borizt út um land úr höfuðstaðnum, sem líka hefir að nokkru leyti verið að kenna því, að lög hefir vantað um inn- lendar sóttvarnir. Hvað kíghóstann snertir, þá er hann sagðr með vægara móti nú, enn þó munu nokkur börn hafa dá- ið úr honum. Málefni á næsta þingi. n. Tvö atriði í fjárlögunum. Það eru tvö atriði í fjárlögunum, sem næsta þing ætti sérstaklega að taka til íhugunar: búnaðarstyrkr- inn og lán til þilskipakaupa. Það hefir verið lagt til, að búnaðarstyrknum væri þannig breytt, að landssjóðr lánaði sveitafélögum fé til búnaðarlegra fyrirtækja, enn að hætt væri að veita styrkinn eins og nú gerisí. Það mun hafa verið Jón alþingismaðr á Sleðbrjót, sem fyrstr kom með tillögu þessa í blöðunum, og hefir hún mætt misjöfnum und- irtektum. Ég þori nú ekki að fullyrða, að það væri æski- legt, að fella búnaðarstyrkinn algerlega niðr, enn ég álít miklu vænlegra til framfara í landbúnaðinum að veitt væri lán til búnaðarfyrirtækja. Þá væri hægt að byrja á ýmsum búnaðarumbótum, þar sem hin mörgu og smáu búnaðarfélög geta nú litlu áorkað. Þá væri hægt að gera stórkostlegar vatnsveitingar, svo sem til að hleypa jökulvatni eða sjó yfir stór engjasvæði; þá væri hægt að útvega bæði heyvinnu- vélar og þær jarðabótavélar, sem hinum smáu bún- aðarfélögum er ofætlun að kaupa. Ég veit ekki betr enn að í öðrum löndum séu veitt lán af almanna fé, til að yrkja óræktaða jörð, og sama ættnm við að gera. Það má kalla að hér sé óuppvinnanlegt verkefni fyrir hendi. Það er ekk- ert land, sem bygt er siðaðri þjóð, jafn-illa ræktað og ísland. Það eru meira að segja fullar líkur til, að hér megi planta skóg, sem með timanum yrði notaðr til húsabygginga, og sjá allir, hvílíkir hags- munir það væru fyrir landið, sem er gersamlega skóg- laust. Varla munu búnaðarfélögin eða einstakir menn gera verulegar tilraunir til skógarræktunar, enn landssjóðr ætti að veita lán til að gera þess konar tilraunir á einni eða fleiri þjóðjörðum. — Enn eink- um er það grasrækt í stærra stíl, sem landssjóðr ætti að styrkja með lánveitingu. Annað atriðið í fjárlögunum er lán til þilskipa- kaupa. Þilskipaútvegrinn þarf að aukast. Það eru líkur til, að þegar mönnum fer að lærast betr að stunda þilskipaveiðarnar, þá ætti sá útvegr ekki að bregðast, svo að hann ekki ætíð svaraði vel kostn- aði, einkum þegar menn að vonum komast upp á betri verkunaraðferðir á fiskinum. Þingið ætti því að veita heimild á næsta þingi til ríflegra lána úr landssjóði til þilskipakaupa, einkum við Faxaflóa. — Nú er einmitt hentngr tími, til að kaupa þilskip er- lendis; seglskipin eru meir og meir að hætta förum, af því gufuskipin taka við, og eflaust er álitlegra að kaupa skipin tilbúin frá útlöndum, heldr enn að byggja þau hér, skipin verða betr gerð og úr betra efni, og loks verða þau ódýrari, einkum ef þau eru brúkuð. Þannig hafa þeir kaupmaðr Geir Zoéga og Jón skipstjóri í Melshúsum keypt mjög vönduð skip er- lendis í vor fyrir lágt verð. Fjársala. Hr. farstjóri D. Thomsen hefir sent ritstj. þessa blaðs bréf það er hér fer á eftir. í næsta blaði verðr minzt nok'kud frekara á þetta mál. Kaupmannahöfn, 18. marz 1897. Herra ritstjóri! Eins og yðr er kunnugt, lítr út fyrir að bændr fái mjög lítið fyrir það fé, sem þeir ætla að selja í haust, hvort heldr þeir vilja senda það lifandi til Englands, til slátrunar við komu þess þangað, eða selja það kaupmönnnm til slátrunar. Innflutnings- bannið á Englandi hefir í för með sér, að að eins það allra vænsta úr bezta fénu verðr flutt út lifandi, og

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.