Fjallkonan


Fjallkonan - 19.04.1898, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 19.04.1898, Blaðsíða 3
19. apríl 1898. FJALLKONAN. 63 Hann hafði vanizt svo góðum húsakynnum í Skotlandi, að hann gat nú ekki lengr fengið af sér að búa í moldarkofa eða skinntjaldi. fiann Iét þvi smiði Herrnhútta félagsins reisa sér dálítið timbrhús með ofni og öðrum þægindum. Ailar gjafvaxta meyjar rendu nú til hans hýrum augum og vildu fá hann fyrir mann. Enn hann gaf þeim engan gaum; hann ætlaði enga stúlku að eiga aðra enn Súsönnu dóttir And- résar kaupmanns. Andrés hafði lengi Btundað dýraveiðar, enn var nú orðinn kaupmaðr og fjáðasti maðr í héraði. Súsanna var reyndar ekki fríð; hún var lítil, þúfunefjuð og kinnboinabermeð rautt hár. Enn Tóka þótti hún samt inndæl, og hún var ekki heldr fráhverf honum, enda bjóst ekki við. að eiga á miklu völ. Enn Andrés gamli vildi ekki heyra né sjá Tóka. Nú var Tóki orðinn íiugríkr og húseigandi. Hann réð því af að biðja Súsönnu; karl tók honum nú betr enn áðr, enn sagði að það stæði við það sem hann hefði einu sinni sagt. Hann ætlaði ekki að gefa Eakimóa dóttur sína. Tóka féll þetta þungt, og Súsanna grét svo mikið, að hún varð rauðeygð, og jók það ekki fegrð hennar. Tóki réð það af að fara i veiðiför upp í fjöll sér til harma- léttis. Hann fór í skinnfötin sin og tók sér byssu í hönd; tók bátinn sinn og sigldi upp eftir fijðtinu, og ætlaði að skjóta tófur upp í fjöllunum. Eiríkr rauði nefndi Qrænland þvi nafni, af þvi hann „kvað þat mundi fýsa menn þangat, er landið héti vel.“ Gaspar Cortereal, Portúgalsmaðr, sem fann Helluland 1501, löngu síð- ar enn íslendingar fundu það, nefndi það „Tierra labrador“, sem þýðir „jarðyrkjuland“; enn jarðrækt er þar engin. Þegar inn í landið kemr, er landið að mestu ókannað, og eru þar Indiánar á strjálingi, enn Eakimóar búa við strendrnar. Degar Tóki var kominn hálfa þingmannaleið upp í landið, lagði hann að landi og fól bátinn við hellismunna við íljótið; tók byssu sína og fór á veiðar. Hann sá fjallageit og skaut á hana, enn misti hennar. Enn rétt á eftir beyrði hann óp og kom um leið anga á Indíána hóp; þeir höfðn heyrt skotið, og komu hlaupandi til að drepa hann. Hann sá sér ekkert undanfæri, enn flýði þó sem fætr toguðu. Enn það dró saman með þeim. (Niðrl. næst.) Uppfundningar. Arið sem leið fleygði visindunum óvenjulega fram. Þá eru gerðar fundningar, sem eru meðal hinna stórkostlegustu á öld- inni. Marconi og Preece finna upp hraðfréttasendingar án þráð- ar, farið er að nota rafmagnBléttivagna í London og París, ogafl Niagara-fossins notað til rafmagnsframleiðslu í stærra stíl enn áðr. — Rikið New York afréði að búa til nýjan Niagara-foss i St. Lawrence-fljótinu til ódýrrar rafmagnsframleiðsln. Ráðgert að nota fossana í Nil á sama hátt og fleiri fossa í Afriku. Iðn- aðr og akryrkja á Egyptalandi mun taka miklum framförum við þetta. Norðmenn eru farnir af alvöru að hugsa um að nota sína fossa. Það á að raflýsa bæinn í Niðarósi (Þrándheimi) með fossafli. Amerskr úrsmiðr hefir fundið nýtt ljósmyndaáhald; með þvi má taka Ijósmyndir í fjarska með aðstoð fréttaþráðarins. Nú hefir líka tekizt að gera ijósmyndir með náttúrlegum litum, og fara þær nú bráðum að tíðkast. Á Parisarsýninguna 1900 á að koma ijósmyndaáhald, sem stýrt er af gangverki og tekr hvíldarlaust augnabliksmyndir af því sem fyrir er, svo fljótt, að það verðr sem ein mynd. Eigaudi þess þarf t. d. ekki annað enn láta það í gluggann hjá aér þegar hann fer út; sér hann þá, þegar hann kemr aftr, alt sem við heiir borið meðan hann var burtu. Amerskr maðr, dr. Emmens, þykist hafa fundið aðferðina að búa til gull úr silfri (mexíkönskum silfrdölum, með saltpétr- sýru). Guílið er þá ekki frumefni út af fyrír Big, heldr sam- steypa úr aigengum efnum, eins og demantinn er ekki annað enn kol. Gerðr hefir verið stjörnukíkir (Granwichs), sem dregr tungl- ið svo að sjónum manna, sem það væri að eins í 40 kílometra (rúmra 5 milna) fjarlægð. — Sjónauka heflr dr. Gates í Ame- riku gert svo fullkominn, að hann stækkar 100,000,000 sinnum eða meira. Hann ber jafnlangt af beztu sjónaukum, er áðr voru, 8em þeir bera af mannlegu auga og lýkr því upp nær óendanlegum nýjum heimi. Þessi mikla stækkun verðr á þann hátt, að myndin, sem skoða á, er fyrst Btækkuð í öðrum sjónauka, og sú mynd sem þá kemr fram aftr stækkuð. Með þessum sjónauka má sjá ný- jar ókunnar lífmyndanir, sem enginn hafði áðr hugmynd nm, og i annan stað má setja sjónaukann í samband við hinar stærstu stjörnusjónpipur og taka þannig ljósmyndir af himinhnöttunum. Með þessu móti heflr þegar tekizt að taka svo glöggvar myndir af jarðstjörnunni Mars, að sjá má á þeim kletta og hæðir, sem ekki eru meira enn 40 fet á breidd, og með lítiili umbót er talið víst, að sjá megi með þessum áhöldum manuabygðina á Mars. Prentarar í Ameríku eru farnir að hafa á bðkum þá letr- gerð, sem tíðkuð var í Svartaskóla; bækrnar eru prentaðar með ljósletri, sem lesa má i myrkri, enn það þykir ekki holt fyrir augun. Maðr í Ameríku, Niekum að nafni, í Logansport, Indiana, á að hafa fundið ljós, sem er bjartara enn rafljós og líkast sjálfu sólarljósinu. Það á að vera búið til á efnafræðilegan hátt, og má láta það í flöskur og bera það í vasa sínum. Með því að það á að verða mjög ódýrt, er sagt að það muni útrýma rafljósi, gasi og steinolíu um allan heim. Köntgens-geislarnir hafa verið notaðir með góðum árangri við að finna kúlur og beinbrot, sem annars hefði ekki verið hægt að finna, og sömuleiðis af tollgæzlumönnum, til að skoða i læstar hirzlur. — Síðast hefir læknum á Frakklandi tekizt að finna lungnaberkia (tæringarveiki) í byrjun með þess konar á- höldum, og er þá hægra að gera við þeirri veiki. Loks má ekki gleyma því, að blaðið New Yoi k Times (eitt helzta blaðið í Ameríku) heflr nýiega skýrt frá því, að i vetr er prófessor Jeremias Macdonald i rikinu New-York var eitt sinn á ferð heim til sín, sá hann glóandi flein fljúga úr hálofti til jarðar. Hann leitaði á staðnum, þar sem honum sýndist þetta detta niðr, og fann þar hálfbráðinn málmklepp, enn innan í honum var plata með rúnum á, sem enginn gat lesið. Pró- fessorinn gizkaði á, að þetta mundi vera nýárs-óskaspjald („gratulationskort") frá íbúunum á Mars. — Hvenær ætli jarð- arbúar verði þeir menn, að geta sent þeim sömu kurteisis kveðju? Leiðrétting: Þar sem talað var um sólvél Teslas um daginn, var misprentað að hún mundi útrýma Bteinolíunni, á að vera steinkolunum. Dvergaborg í Peru. Árið 1888—1892 fór ameiskr prófessor, Emery White, í rannsókuaferð á hálendið í Peru. Þar fann hann leifar af fornu þorpi, og leifar af íbúunum, sem ailir höfðu verið dvergar. Nú fyrir skömmu fór sami maðr að vitja um þessa dvergaborg ásamt nokkurum rithöfundum. Hefir hanu nú skýrt frá ferð sinni í hinu stóra amereka blaði „The World". Dvergaborgin hafði verið bygð á hán fjalli, þar sem ilt var að sækja að. Dvergarnir hafa þurft að verjast Indíánum, sem munu vera síðari innflytjendr þar í landi, og hafa átt i ófriði við dvergana og yíirunnið þá að mestu leyti; fáeinir af þeim hafa að líkindum komizt af og blandazt við Indíána, því Indí- ánar, sem nú búa þar í kring, eru minni vexti enn alment gerist. Kringum dvergaborgina er hár raúrveggr, um hálfa (enska) mílu á lengd. Göturnar eru mjóar, svo að naumast geta tveir riðið þær samhiiða. Á borgaruiúrunum eru nokkur h!ið, og eitt hlið er fram undan þyi húsi, sem virðist hafa verið konuugshöilin.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.