Fjallkonan


Fjallkonan - 26.04.1898, Page 2

Fjallkonan - 26.04.1898, Page 2
66 FJALLKONAN. XV 17. sósíalista. Hægri blöðin láta illa yflr kosninga-úr slitunum og telja það hið eina ráð til viðreisnar hægra flokksins, að iáta vinstrimenn komast til valda. — Ekkert hátíðahald var hér hinn 8 apr. í tlleíni af 80 ára afmæli konungs vors, og var það eftirósk hans sjálfs; hér á staðnum blöktu fánar í hálfa stöng þann dag. Skáldinu Hinrik Ibsen, sem dvaldi hér nokkra daga snemma í þessum mán., var fagnað hér stórvel. Stúdentar héldu honum blysför og buðu honum i samsæti í stúdentasamkomunni, og rithöfundar bæj- arins héldu honum stórveizlu. Ibsen er lítt máli farinn, og veitti örðugt að svara skálaræðunum. Nú er hann í Stokkhólmi og í hávegum hafðr af Svíum. Sá kvittr gaus upp um daginn, að Andrée og félagar hans væru komnir til gullgraftarbæjarins í Klondyke, enn þetta reyndist að vera tilbúningr einn. — Svíar gera nú út leiðangr til Norðr-Síberiu til að leita Andrée’s. Zola-mdlid. Dómi síuum skaut Zoia til ógild- ingardómstólsins (kassationsret), og urðu hér þær málalyktir, sem fæsta hafði grunað, að dómrinn var ónýttr sökum þess formgalla, að hermálaráðherrann hefði höfðað málið, enn eigi herréttr sá, er dæmt haíði Esterhazy. Hefir nú herréttr þessi lengi verið að bræða það, hvort mál skuli höfðað af nýju eða eigi, þar til að Zola nú hefir verið stefnt fyrir þessi orð í bréfi hans til forsetans, Felix Faure: „Herréttrinn dirfðist að hlýðnaet þeirri skipun, að sýkna Ester- hazy, og hefir þar með fótum troðið sannleikann og réttvísina". Enn öllu. því í bréfinu, er snertir Drey- fus-málið, hefir verið gengið fram hjá, enn að eins þetta eina atriði talið, er snerti sýknun Esterhazys. Má af þessu sjá, að stjórnin vili eigi láta nefna Dreyfus við rekstr þessa máls. ViðsJcifti Spánar og Bandaríkjanna eru höfuð- leiksvið heimsviðburðanna um þessar mundir. Þegar harðna tók milli Spánverja og Bandaríkjanna, bauðst Leó páfi til að gera út um deiluefnin, enn því vilja Bandaríkjameun eigi sinna og telja hann eigi óvil- hallan gerðarmann. Stórveldin hafa einnig boðið bæði spönsku stjórninni og stjórn Bandaríkjanna að leita um sættir, enn því tilboði hafa Bandaríkjamenn eigi svarað. Kúba er afar-frjósöm eyja og fýsir þá mjög að krækja í hana. Ástandið á eyuni er hrylli- legt, hungr og drepsóttir. Talið er, að um 200,000 eyjarskeggjar séu dánir úr hungri. Sjúklingum er hrúgað saman sem fénaði í stekk; líkin liggja íköst- um ójörðuð og enginn hjúkrar hinum lifandi; stjórn og hernaðaraðferð Spánverja þar á eynni er jafnað við miðaldavenjur. — Bandarikjamenn hervæðast nú í ákafa. Þjóðþing þeirra hefir veitt svo hundruðum miljóna dollara skiftir til herskipakaupa, því að komi til ófriðar, mun eiukum verða barizt á sjó. Hafa Baudaríkjamenn nú skipakost allau miklu meiri og betri enn Spánverjar, semeruorðnir uppiskroppa með fé og tilföng 011. Spánverjar sjá vanmátt sinn og viija þess vegna komast hjá stríði í lengstu lög; nú hafa þeir því auðmýkt sig svo, að þeir hafa boðið uppreistarmönnum vopnahlé, enn eftir er að vita, hvort þeir vilja taka því, þar sem þeir eiga víst fylgi Bandaríkjamanna. — Mac Kiniey hefir nú birt þjóðþinginu boðskap sinn; kveðr hann Bandarikja- menn eigi geta þolað lengr, að horfa á slík grimd- arverk, er fari fram á Kúba, og sé það því réttr og skylda þeirra að þagga þar niðr allar óeirðir og koma á friði og spekt, þótt það svo kynni að kosta styrjöld. Og samkvæmt hinum seinustu hraðskeytum hefir nú sú tillaga verið borin upp og samþykt á þjóðþinginu, „að Kúba skuli viðrkend sem frjáls og óháð og að stjórn Bandaríkjanna skuli krefjast þess, að Spánverjar kalli aftr alt herlið sitt frá eynni, og gangi þeir eigi að því, skuli forseta heimilt að beita herafla Bandaríkjanna til framkvæmdar fundarsam- þykt þessari“. Eftir útlitinu nú sem stendr virð- ist því ófriðrinn lítt umflýjanlegr, nema Spánverjar slaki til, enn það munu þeir víst varla gera, sakir síns heimskulega þjóðarstærilætis. — Enn frá Spánverjum er það að segja, að þeir safna fé eftir föngum. Ka- þólski klerkdómrinn þar í landi biðr Bandaríkjunum bölbæua á stólnum, æðir um með vígt vatn og æsir upp lýðinn, leikhúsin leika til ágóða fyrir herbún- aðinn og eflt er til almennra samskota. Jaínvel kvennþjóðin í Madrid hefir bundizt samtökum um, að einangra gersamlega ameríska sendiherrann þar. — Fyrir nokkrum dögum sendu Bandameun út flota sinn og stefndi hann í suðrátt; var kallað, að það væri til heræfinga. — Nú þykjast menn skilja póli- tik Mac Kinleys: hann hefir viljað draga málið sem kænlegast fyrir Spánverjum, tii þess sð Bandamena fengi tíma til hervæðingar, enn nú skal Spánverjum. sýnt í tvo heimana. ÍSLENZKR SOGUBÁLKR. Æfisaga Jóns Steingrímssonar . prófasts og prests að Prestsbakka. [Bftir eiginhandarriti. Landsbókas. 182, 4to]. 11. Nú mætti sýnast mér hefði alt að óskum gengið á so blómlegri æskutíð, meðan eg yar í skóla, enn því var þó öðrn visi varið, að ég mátti þar ei alleinasta á blíðu, heldr og so stríðu þar í bland kenna, sem ég vil í fáeinum greinum sýna. Á mínu fyrsta ári í skóla var minn tutur, sem áðr er sagt, séra Skafti Jósefsson, so ég kveið þá ei neinu meðan um mína hagi, sem annar unglingr. Bnn hann og annar skólapiltr til, séra Iilugi Halldórsson, komust áðr skólanum var upp sagt í so stórt þjófnaðarmál, að þeir voru í fangajárn settir og þanninn burt fluttir, hvar með ég misti hans aðstoðar við; var þó guðs náð, að fleiri komust ekki í þá sök. Tildráttr þar til var þessi: Þar var á stólnum hestakarl, sem hét Púsi, auknefndr flotkampr af nízkheitum, sem var sá allra versti sviðingr, sem hér innan- lands hefi heyrt um getið, sem of svivirðilegt er að upptelja, og safnaði þess vegna öllu í peninga, er hann hafði þá samankval- ið hér um 80 rdl. Enn so sem margt ber á góma í skóla, kom það í tal, að mátulcgt væri að skilja hann af með þá enn hér sannaðist, að kemr í hug þá mælir, að hér greindir piltar og fleiri náðu þeim, sem uppfiskaðist með kæDsku og svikum Skúla fóveta, sem þar var þá sýslumaðr, fyrir umgang einnar bannaðrar skækju þar á staðnum [í] bráðræði og drykkju- svalli hans, hvar fyrir hann hafði þar af lítinn hróðr utan

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.