Fjallkonan


Fjallkonan - 07.06.1898, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 07.06.1898, Blaðsíða 1
 Kemr út um miSja viku. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar ódýrar. FJALLKONAN. G jalddagi 15. júll TJpp sögn skrifleg fyrir 1. okt. Afgr.: Þingholtsstræti 18 XV, 23. Reykjavtk, 7. júní. 1898. Útlendar fréttír. Khöfn, 28. maí. Ófriðurinn. Menn höfðu búist við, að flotum Bandamanna og Spánverja myndi fyrst lenda saman í Vestindíum. En svo varð eigi. Eins og getið var um síðast, urðu óspektir á Filippseyjunum; eyjar- skeggjar vildn nota tækifærið og reyna að losast undan ánauðaroki Spánverja. Eyjarnar eru frjósam- ar mjög og hafa 7 miljónir ibúa. Bandamenn fýsir líka að krækja í þær, og sendu því seinast í apríl átta skip undir forustu Dewey's aðmiráls til Manilla, höfuðborgarinnar á eyjunum. Spánverjar höfðu þar skipastól eigi all-h'tinn, að tölunni talsvert fleiri enn flota Deweys; yfirmaður þess flota var Montojo aðmi- ráll. E>á er hann fékk hraðskeyti um, að Banda- menn sendu skip til eyjanna, sendi hanu fréttaskeyti til Spánar og kvaðst mundu halda móti Dewey og skjóta skip hans í kaf. En hér fór á annan veg. Dewey hitti spánska flotann að raorgni hius 1. maí við Cavite, hafnarbæ Manilla. Hófst þar þegar hin harðasta orrusta. Dewey hafði skotfæri miklu betri enn Spánverjar; einkum reyndust sprengikúlur hans, fyltar með steinolíu, skæðar. Tókst honum að kveykja í skipum Spánverja með þeim, svo að eigi varð slókt, og sprungu þ-«,u því hvort á fætur öðru í loft upp. Spánverjar börðust af mikilli hreysti, en orð er af því gert, hve klaufalega þeir skutu, því að fæst af skotum þeirra hittu skip Deweys, og höfðu þeir þó landvígi til hjálpar; þau fáu sem hittu, unnu engan bilbug á stálvörðum skipakrokkum Bandamanna. Urðu svo þau leikslok, að Spánverjar mistu öll sín skip 11 að töln; sumpart voru þau skotin í kaf eða sprungu í loft upp, og sumpart neyddust þeir til að sökkva þeim, til þess að Bandamenn næðu þeim eiffi. Af Spánverjum féllu um 1000 manna, enn Bandamenn mistu að eins 6. Dewey aðmíráll varð stórfrægur fyrir dugnað sinn og hreysti og nafn hans á hvers manns vörum. En ekki heflr honum tekizt að vinna eyjarnar, enda hefir hann lítið lið. Bandamenn ætla nú að senda her manns til Filíppseyjanna honum til hjálpar; vinni þeir eyjarnar, er jafnvel á orði að þeir selji Englendingum þær, ef þeir vilja gefa fyrir eign- ir sínar í Veatindíum. í annan stað ætla Spánverjar að senda flota og herlið til Filippaeyjanna og ver- jast eftir föngum; má þvi vænta fleiri tíðinda úr þeirri átt innan skamms. Þá er fréttin um ósigur þennan barst heim til Spánar, urðu óeirðir miklar víðsvegar um land, eink- um í stórbæjunum. Fylgismenn Don Carlos, þess er til ríkis telur sig réttborinn á Spáni, risu upp til hauda og fóta og kendu ráðaneyti Sagastas urn allar ófarirnar. Kvað svo ramt að óspektunam, að herlið varð víða að skakka leikinn. Ekki hefir þó enn þá tekist að hrinda Sagasta, en ráðgjafabreytingar eru þar stöðugt, þótfc Sagasta veiti ráðaneytunum alt af forstöðu. Ennfremur er annað tilefni til óspekta, og það er hin mikla verðhækkun á matvælum er af ó- friðnum leiðir. Verðlagið á korni fer síhækkandi, og alþýðuua vantar brauð. Og vegna hins gífurlega til- kostnaðar til herbúnaðar, verður að leggja skatta og tolla á alla hluti og afurðir til þess að fá fé inn í ríkisfjárhirzluna. Enn Spánverjar vilja eigi gefast upp fyr enn í fulla hnefana. Nýlega lýsti Sagasta yfir því á ríkisþinginu, að þeir myndu verjast til síðasta eyris; rétturinn væri þeirra megin, og þess vegna gæfu þeir ekki upp vörnina, þótt um sárt hefðu að binda. — Almenningsálitið í Evrópu er ó- neitanlega á bandi Spánverja; þeirra megin er hreyst- in og hugrekkið, hinum megin — „the almighty dollar"! Eu enn þá hefir flotunum eigi lent saman í Vest- indíum. Lengi vel vissi enginn hvar floti Spánverja mundi vera, þar til loks fyrir skömmu, að vissar fregnir hafa borizt um, að hann væri á sveimi í nánd við Kúbu. Bandamenn hafa þvergirt fyrir Ha- vanna-höfn, en þar í bænum situr hershöfðingi Spán- verja, Blanco, með her sinn. Er það ætinn Banda- manna að svelta hann inni; en Spánverjar vilja reyna að komast inn til bæjarins með flota sinn. Þeir hafa mörg skip og vel búin, — miklu betri enn viðMan- illa, sem vóru afhrökin úr flota þeirra, — en þó munu Bandamenn hafa skipakost miklu betri. Hinir stærstu bryndrekar þeirra eru taldir alt annað enn frýnilegir. Víðir fallbyssukjaftar gægjast út úr kol- svörtum skipshliðunum, reiðubúnir til að spúa dauða og glötun. — Spánska flotanum stendur það mjög fyrir þrifum, hversu örðugt er að fá kol, og Banda- menn leitast við að stía þeim frá öílum kolabirgða- stöðum. — Innan skamms ætla Bandamenn að halda herliði yfir til Kúbu, vinna með tilstyrk uppreistar- manna fótfestu á eynni og setjast svo um Havanna og svelta bæinn. En slíkt tekur langan tíma. Yfir höfuð lítur út fyrir, að ófriðurinn muni \ara lengi, og er það óheppilegt sakir þess að kornvara öll hækk- ar allstaðar mjög í verði sakir ófriðarins. Atvinnu- leysi er mikið í Bandaríkjunum sakir stríðsins og verzlunarstéttin er mjög óánægð út af ófriðinum. — Enn fremur eru menn hræddir um, að Spánverjar komi ef til vill þá og þegar með flota sinn til New York og skjóti á bæinn, en þar hafa Bandamenn lítil varnarvirki önnur enn sprengivélar fyrir utan hafnarminnið. Það vakti mikla atbygíi, að herdeiid ein, er í eru eingöngu auðmannasynir frá New York, 1000 að töiu, neitaði sakir hugrekkisbrests að berjast gegn Spánverjum. Ameríkumenn hafa nú enn fremur skip sín á vakki fyrir utan hafnarmynni bæjarins Santjago á Kúbu, og halda að floti Spánverja undir forustu Cerveros aðmíráls haflst við þar inni, en hvort svo sé, eða hvort Ameríkamenn hafi eigi haldið skipum sínum aftur á brott, ber hinum síðustu hraðskeytum eigi saman um.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.