Fjallkonan


Fjallkonan - 23.11.1898, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 23.11.1898, Blaðsíða 4
184 FJALLKONAN. 46. Ferðamenn leggjast á afréttarfé. Ekki er það furða, þótt haustheimtur gerist illar hjá bændum, ef það fer að tíðkast, að ferðamenn leggist á afrétt- arfé. Svo segir i ferðasögu kapt. Dauiel Bruuns: „Gjennem afíolkede Bygder,“ Kh. 1898, sem er gefin út sem fylgirit við Árbók fornleifafélagsins þ. á., þeg- höf. er að segja frá ferðiuni yfir Kjalveg, bls. 20: „Af því að fylgdarmenn vora vautaði nesti, fóru þeir að veiða sér einn sauð. Það tókst á eudanum að ná vænum og feitum eauð, sem undir eins var skorinn og fleginn. Skrokkurinn var fluttur á hesti upp í dalinn, og þar var hann látinn i poka og soðinn í einum hvernum. Síðan var kjötið þvegið í ánui og skorti þá ekki vistir fyrst um sinn“. Franskt tímarit „Cosmosu, eitt af merkustu vís- indalegum tímaritum Frakka (kostar 32 fr. árg.), flytur 27. ágúst i sumar ritgerð um skemdar-aðfarir botnverpinganna hér á landi með fyrirsögn: „Kánið á Í8l«udi“ („Le pillage de 1’ Islande“). Er þar greini- lega skýrt frá yfirgsngi botnverpinga hér við land, og kveðst höí. taka frássgnir sínar úr Fjallkonunni, sem eé alþýðlegasta blaðið á íslandi (le journal le plus populaire do 1’ Islande). Að lokum bendir höf. á hve alvariegar afleiðingar geti orðið af bornvörpu-rán- fiskinu. Hann getr þess og, að fiskveiði Frakkavið ísland sé alt af að fara aftur. irbék fornleifafélagsins fyrir þ. á. er nýkom- in út. Þar er á: 1. Skrá yfir eyðibýli í Landsveit, Rangárvallasveit og Holtasveit eftir Brynjólf Jónsson, mjög fróðleg. Þar eru talin 19 býli í Landsveit, 45 býli i Rangárvallasveit, og 3 býli í Holtasveit, sem lagst hafa í eyði með öilu, flest á þessari öid af sand- foki. einkum 1882. — 2. Hofalýsingar í fornsögum og goðalíkneski, eftir dr. Finn Jónsson. — Leiði Guð- rúnar Ósvífrsdóttur eftir dr. Jón Stefánsson. Leiði Guðrúnar er enn sýnt í kirkjugarðinum á Helgafelli. Dr. J. S. gróf það upp 1897 ásamt hinum enska málara W. G. Collingwood. Gröfin,ier öll veglega hlaðin upp og fanet í heani mikið af viðarkolum, og í nyrðri end- anum voru smáar tennur (kvenmanns) og leifar af hauskúpuhimnu. Á grafarbotninum við nyrðri endann var járnryð, hlutur úr járni, liklega tygilknifur, og lítill fjörusteinn. í miðri gröfinni var lítill steinn með mörgum fægðum flötum (af talnabandi nuunu?). Virtist sem rótað hefði verið í gröfinni, og getur stað- ið svo á því, að ekki fanst meira af talnabandinu og af gripum. Eftir þessari rannsókn eru fylztu Iík- ur til, að þetta sé gröf Guðrúnar. — Síðast er í Ár- bókinni skrá yfir muni, sem bætst hafa Forngripasafn- inu 1898, og svo ársskýrsla félagsins. Árbókinni fylgir þetta ár: „Gjennem aftolkede Bygder paa Islands indre Höjland af D. Bruun“ Khavn 1898, og: „Nokkurar eyðibygðir í Árnessýslu, Skagafjarðardölum og Bárðardal, ransakaðar af Daniel Bruun“,meðfjöldauppdrátta, fróðlegtog skemtilegtrit. Nú er tími fyrir bókvini að ganga í Fornleifa- félagið. Tillag er að eins 2 krónur, og fyrir það fá þeir tvær fróðlegar bækur með myndum og uppdrátt- um (fallegar landlagsmyndir af einkennilegum stöðum og uppdrættir af ýmsum fornum mannvirkjum o.fl.) Forvitnisbálkur. 19. Er styrkveiting til sveitakennara (nmgangskennara) nokk- uð miðuð við nemendafjölda? Svar: Nei; sá, styrkur er veittur eingöngu eftir tillögum sýslunefnda. 20. Hvað selat smjör, tólg og kæfa í Reykjavik? Svar: Smjör frá 55—65 au. í verzlanir, en til prívatmanna 60—70 au. eftir gæðum; tólg út úr verzlunum 35 au.; kæfa venjulega 30 au. 21. Hjá kverjum eru ódýrust ritföng í Reykjavík? Svar: í verzlun Sigfúsar Eymundssonar. 22. Hvaða frímerki eru dýrust? Svar: Ef spyrjandinn á við brúkuð útlend frímerki, þá eru það frímerki frá Cabul, Mauritiua (1847), Sandvikureyjum (1852), British Guiana (1856 og 1850),'Natal (1. útg.), Góðrar- vonarhöfða (1860), Kan&da (1856) o. s. frv. 23. Hvaða ráð eru bezt við sjósótt? Svar: Það er varla nokkurt vamarmeðal til við henni, sem dugi, svo kunnugt sé. Sumir brúka kakaó-inntökur; sumir taka inn 1 matspón af brómkalíum þrisvar á dag í 3 daga áður enn farið er á sjóinn. Það má kaupa fyrir 10 au. á apótek- tekinu. Sumir drekka rauðvín á sjónum. — Gott er að hafa feng- ið sér góðan og mikinn snæðing áður enn á sjó er farið og leggj- ast fyrir undir eins og vart verður við ógleði. OTTO MÖNSTEDS Margarine ráðleggjum vér öllum að nota. Það er hið bezta og Ijúffengasta smjörlíki, sem œögulegt er að búa til BiöjlS þvi œtið um OTTO M0NSTEDS Margarine, sem fæst keypt hjá kaupmönnunum. Gísla saga Súrssonar hefir glata8t eða verið tekiu í misgrip- um. Skila skal í Þingholtsstr. 18. Gamall rauðstjörnóttur hest«r hvarf af Seltjarnarnesi með hvíta leista á aftur- fótum, marklaus, en með síðutak á annari siðu, aljárnaður. Hver sem fyndi er beðinn að gera svo vel og koma hon- um að Gröf í Mosfellssveit eða gera mré aðvart, hvar hann er niðurkominn. Reykjavík, 21. nóv. 1898. Jón Bjarnason. Nýir kaupendur „Fjallk.“ 1899 geta fengið „FJALLKONUNÁ“ senda sér ÓKEYPIS frá byrj- un októberraánaðar þ. á. Brúkað eintak af Pio: Fransk Læsebog verður keypt* Norðlenzkt vaðmál, vandað peisufataefni, er til sölu i Þing- holtsstr. 18. Dökkmórautt uilarband og ljósgrátt, þrinnað og úr þeli, er tii sölu í Þingholtsstr. 18. Mttúrusafnið er lokað í skammdeginu, frá 27. þessa mánaðar. Ben. Gröndal. Útgeíandi: Vald. Ásmundarson. Félagsprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.