Fjallkonan


Fjallkonan - 23.11.1898, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 23.11.1898, Blaðsíða 1
Kerar út um miBJa vlkn. Árg. 3 kr, (erlendis 4 kr.) Anglýsingar ðdýrar. FJALLKONAN. Gjalddagi 15. júll. Upp sögn skrifleg fyrir 1. okt. Afgr.: Þingholtsstrœti 18 XV, 46. Reykjavtk, 23. nóvember. 1898. Um landsins gagn og nauðsynjar. Eftir DalMa. IV. Stórlega hefir sjávarútvegurinn breytst á hinum aíðari árum, ekki sízt við Faxaflóa. Par þjóta þil- skipin upp, mest þó gamlir kúttarar, sem Englend- ingar eru að leggja niður, en taka upp í staðinn gufu- skip til fiskveiða. Enn veiði á opnnm skipum er nálega þrotin þar. Við ísafjörð og Arnarfjörð eru og fiskveiðar stundaðar á þilskipum. Þetta þykja nu framfarir, og eru það að því leyti, að á þilskip- unum geta menn borið sig eftir fiskinum lengra enn á fiskimiðum fram undan bænum sínum. Enu aftur er það ókostur við þilskipaveiðar, að ýmsar afurðir fi8ksins, svo sem sundmagi, höfuð, lifnr og kútmagi, setu alt má verða að gagni, þegar menn stunda sjó á opnnm bátum og lenda heima hjá sér að kveldi. verður alt að etgu og í sjóinn kastað, þsgar fiskað er á þilskipum, Margir þeir sem veiði stunduðu á opnum bátum vóru að vissu leyti landbændur, eigi síður enn siávarbændur, höfðu hross, kýr og kindur og stunduðu I&ndvinnu, að minsta kosti sumartímann, annaðhvort heima hjá sér, eða þá sem kaupamenn til sveita. Fengu þá sjávar- menn úr sveitinni smjör, kindur og vaðmál o. fl., ým- ist fyrir vinnu sína eða sjávar-afurðir. Enn þessu er gersamlega breytt við þilskipaútveginn; hálft árið eru menn við sjómenskuna, frá marz til ágúst-Ioka, enn hinn tímann margir gerðahægir. Drengir fara strax um fermingu á þilskipin og læra þannig aldrei landbúnaðar vinnu, t. d. slátt. Allar afurðir þilskipa- sjómenskunnar eru lagðar inn í kaupstaðinn, enn viðskiftin milli sjávar og sveitamanna hverfa hér- umbil gersamlega. Þar sem sjómenskan á opnum skipum styður landbúnaðinn að meira eða minna leyti, og landbúnaðurinn þannig lagaðan sjávar útveg, verður landbúnaðurinn og sjómenskan einskonar and- stæðingar, þegar hún er stunduð á þilskipum. Eftir því sem þilskipin fjölga, eftir því fækkar þeim sem landbúnaðinn stunda; enn það er sann- reynt í öðrum löndum, og svo mnn einnig hér fara, að sjómenskunni fylgi eigi eins reglubundið og sið- gott líf, eins og landbúnsðinum, og það verð ég að segja, að slíka sorgar sjón hefi ég aldrei á æfi minni séð, eins og hinn mikk sæg drukkinna skútu-háseta um siðastliðin vorvertíðarlok í Reykjavík. Mér gat ekki annað enn runnið til rifja að ejá þessa vesalings menn. Sumir riðuðu og skjögruðu, aðrir hlunkuðust og hlömmuðust áfram, eins og þeir gætu ekki gengið, eða kynnu ekki að ganga. Mér gat þá eigi annað enn komið sú ósk í hug, þ6 hún kannske þyki ekki falleg, að ef þilskipaútvegurinn gerir æskulýðinn ís- lenzka að meira eða minna leyti þannig á sig kominn, þá væri bezt, að fiskiþilskipin væru sem fæst og helzt engin. Helzt til lítið fanst mér bera á kónga- blóðinu forna í þessum álappalegu og drukknu sjó- manna tetrnm, sem ég sá viti sínu fjær álpast á göt- unum í Reykjavík. En sem betur fer munu marg- ar heiðarlegar undantekningar meðal sjómanna frá þessu ráðlagi. Þilskipaeigendurnir kvarta sáran, að útvegurinn borgi sig ekki eða naumast; ennþóhafa þeir ráð til þess, að borga formönnunum fyrir */a árs vinnu, auk fæ ðis, mikið meira kaup enn margur presturinn hefir árið nm kring, en hásetunnm boðin slík vildarkjör, að engin atvinna virðist hér á landi borga sig betur. Enn hér er sama laumuepilið eins og svo víða ann- arstaðar í viðskiftalífi íslendinga. Hásetarnir fá ekki, nema ef til vill að einhverjum örlitlum hlut, kaup sitt i peningum, en verða að taka nauðsynjar sínar hjá útgerðarmanninum, það er verzla við hana, og þarf ekki að lýsa því, hvé skaðlegt þetta fyrirkomulag getur verið, bæði í efnalegu og sjálfstæðislegu tilliti, fyrir sjómanninn. Það er engum vafa bundið, að ég ætla, að lands- mönnum væri hollara að stunda fiskveiðar á gufu- skipum; á þau þyrfti miklu færra fólk, og þau væru nokkuð betur löguð til samkepninnar við útlendinga enn niðurlögðu uppgjafadallarnir, sem landsmenn eru nú að sækjast eftir. Enn efnin og samtökin vanta til þess, eins og svo margs annars. Yfirleitt held ég að fiskveiðar á opnum skipum hafi verið og séu landemönnum mikln hollari og gagn- legri enn þilskipaveiðarnar, eno um slíkt er ekki að tala, þar sem þær eru á sumum etöðum nálega eyddar. Þá eru ýms hlunnindi að ganga til þurðar, svo sem laxveiði, rjúpnaveiði og selveiði. Virðist að minnsta kosti laxveiði og rjúpnaveiði á fnllkomnnm eyðileggingar vegi. Mun það engnm vafa bundið, að rýrnun hlunninda þessara er of mikilli stundun þeirra að kenna, sem Iögin þurfa að hemja. Maðurinn er og verður hvarvetna sterkasta rándýrið, sem réttsýn lög og skynsamleg skoðun verður að temia og halda í skefjum. V. Mikið hafa menn þjarkað um stjórnarskrármálið síðan þingi lauk í fyrra eigi síður enn áður, Það mál er landsmönnum svo frámunalega leiðinlegt, að varla les nokkur maður með viti stjórnarskrárgreinarnar í blöðunum, nema ef vera skyldi helzt í ísafold, nema sjálfir stjórnarskrárorrnstn-hanarnir, og fer svo sjálf- sagt með tímanum, að enginn landsmanna vill horfa á þeirra stjórnskrálegu skrípalæti cða hlusta á þeirra pólitisku, margtnggnu endileysu. Það mun hægri og vinstrimönnum í Danmörku koma sam-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.