Fjallkonan - 19.08.1899, Síða 5
19. ágúst 1899.
FJALLKONAN.
. 145 •
sem einstök félög veita þeim stórfé, sem nemur miklu
meira.
Bríet Bjarnhéðinsdóttir.
Bankamálið.
Það er ekki l8ngi að breytast veður í lofti.
Framau af þinginu hafði frumvarpið um hluta-
félagabankann lítinn byr, og það mætti allhörðum
mótmælum bæði á þingmálafundi Keykvíkinga og í
blöðunum, og flestir þingmenn vóru á móti því, enn
síðan hinir dönsku forgöngumenn málsins komu
hing&ð er alt annað uppi á teningnum. Meiri hluti
þingsins er uú með málinu.
Það er þó ekki svo að akilja, að þingið muni
samþykkja frumvarpið óbreytt. Það hefir gert tals-
verðar breytingar við það, eins og skýrt er frá i
þessu biaði.
Mestu breytingarnar eru þær, að landssjóður verði
hluthafi í bankauum og leggi til a/B hlutanna, að
varasjóður bankans skuli falla i landssjóð þegar
hann er orðinn 1 miljón króna, að hlutaféð sé á-
kveðið 5 milj. og enn fremur ákvæði sem tryggja
það, að meiri hluti bankaráðsins sé innlendur. — Að
öðru leyti má sjá tillögur nefndarinnar í þessu máli
hér í blaðinu.
Hinir dönsku forgöngumenn fyrirtækisins, Arnt-
zen og Warburg, tjá sig fúsa til að ganga að breyt-
ingum nefndarinnar að mestu eða öllu, og eru því
líkindi til að saman dragi með þeim og þinginu,
enn nú er svo áliðið þingsins, að ekki er sýnilegt,
að frumvarpið komist gegnum báðar deildir*
Umræður á þinginu.
Yið framh. 1. umr. og 3. umr. málsins i n. d. var
alimikið rætt.
Pórður Thoroddsen var framsögmaður málsins og
kvað nefndina hafa lagað mjög frumvarpið, og mið-
uðu breytingar hennar allar í þá átt, að gera bank-
ann sem inulendastan. Hann taldi það mjög mikils
*) Hér um daginn komu út hér í bænum tvö nafnlaus flug-
rit um bankamálið, enn ekki munu þau hafa átt þátt í að koma
málinu í betra horf á þinginu. Annað ritið, „Er rétt að þegja
um hið sanna ástand bankans og iandssjððs?11 var tekið npp í
síðara ritið, sem nefndist „Tiðindi um bankamál“. Yiðvíkjandi
athugasemd til „Fjallk.“ í síðara flugritinu skal ég geta þess,
að ég hafði lofað manni, sem eitthvað var riðinn við útgáíu
hins fyrra flugrits, að senda út með „Fjallk." rit um banka-
málið, tf það vœri svo úr garði gert, að mér líkaðiþað. Þegar
ritið var prentað, var sett á kápuna á því „fylgirit með Fjallk.“,
án þess ég hefði leyft það eða vissi um það. Ég lánaði útg.
dreng til að bera þennan pésa út um bæinn, eftir er ég hafði
skorið af honum fremsta blaðið, þar sem nafn „Fjallk.“ hafði
verið sett í heimildarleysi, sjálfsagt til þess að koma á mig
lagalegri og siðferðilegri ábyrgð þessa flugrits, Bem ég átti
eugan þátt i. Siðan skrifaði ég þeim, sem hlut átti að máli,
aðák á punni mætti standa : „fyigir. með Fjallk." ef okkur semdi
8vo um, á því, sem færi út um landið, og ég bjðst við að
þegar væri prentað. Enn um það heflr okkur ekki samið, né
heldur útsendingu ritsina. Því „Fjallk.“ þðtti sér ekki sæma,
að hafa í för með sér jafnilla saminn ritling, þar sem engin
rök eru færð fyrir einu einasta atriði málsins, enn hver vitleysan
rekur aðra, t. d. verðhrun ísl. fasteigna erlendis(U) o. fl. Nú er
að sögn komið út 3. flugritið úr sömu át.t, enn það nefi ég ekki lesið.
vert fyrir landið, að slíkur bauki kæmist á fót, enn
það yrði ekki gert með innleudu fé.
Sighvatur Árnason var á móti því, að útkljá
þetta mál á þessu þingi. Kvað sig sundla, er hann
iiti á hlutahæðina; þótti hún óþarflega há. Yildi
ekki að ráðgjafinn væri formaður bankaráðsins og
vildi að bankaráðið heldi fundi sína í Reykjavík.
Guðlaugur Guðmundsssn var nú með málinu, og
kvað bankann hafa mikla þýðiugu til að beina verzl-
uniani inn í landið og losa okkur við danska um-
umboðsmenn. Nefndiu hefði stórum bætt frumvarp-
ið. Gat þess, að einkaleyfi þjóðb&nkans danska til
að gefa út seðla væri útrunnið 1908; það væri mik-
ils vert, því þá hefðum við ef til vill ekki nema
einn banka við hliðina á os3, sem þetta leyfi hefði.
Hann áleit máiið glæsilegt bæði fyrir hluthafa og
landið.
Dr. Valtyr Guðmundsson sagði, að bankinnmundi
styðja mjög að óháðri veszlun í landinu. Kaupmenn
mundu fá lán í honum til &ð kaupa fyrir vörur
sínar erlendis, og við það yrðu þær ódýrari eun ef
þeir lánuðu hjá erlendum kaupmönnum. Sömuleiðis
mundu menn fá peningaián til að hætta við skulda-
veizlunina og vöruskiftaveizlunina.
Bankinn mundi auk þess styðja að öllum fram-
farafyrirtækjum í landinu. Menn færu að geta not-
að fossana til iðnaðar o. fl., og sömuleiðis mundi
bankinn styrkja landbúnaðinn og fiskiveiðarnar.
Landshöfðingi kvaðst ekki vera neinn bankfræð-
ingur og því færi sig að sundla, þegar talað væri
um miljónirnar, eins og þm. Rangæínga (S. Á.), enn
það kvaðst hann þó sjá, að mikið gagn gæti orðið
að þannig löguðum banka; hann gæti gert verzlun-
arstéttinni mikið gagn, greitt fyrir öllum viðskiftum,
og hann gæti líka, ef til vill, stutt sjávarútveginn
og hjálpað ýmsum gagnlegum íyrirtækjum áfram,
enn hann áleit ekki, að slíkur banki yrði til mikils
gagns fyrir landbúnaðinn; hann yrði til þess, að
bændur tæki meira !án og veðsettu enn meira af
eignum sínum enn áður.
Hann kvað æskilegt, að þingið ræddi málið sem
bezt, þótt það yrði ekki útkljáð á þessu þingi, því
þá væri hægra fyrir stjórnina að átta sig á því og
húa mundi bera það undir bankfróða menn. Enn
ef álitið væri, að mál þetta væri svo áríðandi, að
ekki mætti fresta því um 2 ár, þá gæti stjórnin
kallað saman aulcaþing til að ráða því til lykta.
ALÞINGI.
Nefndarálitið í hlutafélagsbankamálinu. Það
er nú loks komið frá nefndinni, eftir er hún hefir
haft marga málfundi með þeim Ludvig Artzea, hæsta-
léttarmálaflutningsmanni og stórkaupmanni Alexand-
er Warburg. Hafa þessir íörgöngumenn bankastofn-
unarinnar tjáð sig fúsa til að nota leyfið til að koma
bankanum á fót, þótt ákvæði sé sett i frumvarpið,
sem fari í þessa átt:
1. að þegar parasjóður íslandsbanka sé orðinn 1
miljón króna, þá skuli sú upphæð, er samkvæmt