Fjallkonan


Fjallkonan - 03.02.1900, Qupperneq 3

Fjallkonan - 03.02.1900, Qupperneq 3
F J A LL K 0 N A'N:. 3 Greifinn lyfti nú lokinu af fatinu á borðinu og bauð mér aftur að sitja. Ég lét ekki segja mér það í þríðja siun, og tók nú ósleitilega til matar. Það var bezta hænsasteik, en heldur mikið pipruð, og gott salat, ostur, smjör og brauð og flaska af gömlu og sætu Tokayer víni, sem alt var eins og p&radísarfæða í munninnm á mér, glorhungruðum manni. Þreytan fór úr mér, og þegar húsbóndinn síðan bauð mér sæti í hvílustól við ofninn og bauð mór vindil, varð ég evo vel fyrir kallaður, að ég hefði getað talað við hann alla nóttina. Greifinn sat fyrir miðjum ofninum og rétt á móti Ijósinu, svo mér gafst gott færi að virða hann fyrir mér. Hann var mjög stórskorinn, nefið nokkuð hræfuglalegt, brúnamikill og aug- un lágu djúpt. Ennið haliaðist aftur á bak, og hann var grár fyrir hærum; hárið fóll niður á herðar; hvítur kampur huldi munninn, ea þó þóttist ég sjá þar merki hörku, eða jafnvel grimdar, en þau hurfu þegar hann talaði eða hló. Hanr, var vel tentur, nema vígtennurnar vóru óvenjulega langar. Hendurnar vóru hvítar og fallegar, en þó loðnari en ég hefi séð á nokkrum manni. Yið töluðum út um alla heirna og geima, um ferð mina, um stjórnmál sem á dagskrá eru, sem hann vissi góð deili á, og svo drap hann á erindi mitt, en kvaðst mundu tala um það við mig daginn eftir. Svo varð hvíld á samtali okkar. Þegar ég leit í gluggann, sá ég að ijómaði af degi. Það var kyrð á öllu, en aít í einu heyrðist úlfaþyt- ur. Það var eins og leiftri brygði fyrir í hræfuglsaugum greifans. „Heyrið þér, heyrið þér“, sagði hann, „börn næturinn&r. Þvílíkir tónar!“ — Það fór hryil- ingur um mig, en hann hló vingjarnlega: „Ó, kæri hærra, þér borgarbúar getið ekki skiiið tilfinningar gamals veiðimanns.“ Síðan stóð hann upp og sagði: „Þér hljótið að vera þreyttur, ég bið yður að afsaka, að ég hefi tafið svo iengi fyrir yður. Svefnherbergi yðar er tilbúið, og þér getið farið að hátta þeg- ar þér viijið. Þér getið sofið fram yfir hádegi; þér verðið að hvíla yður. Það stendur svo á, að ég verð.að fara að heiman og get líklega ekki komið aftur fyrr en undir kvöld. Þér megið vera áhyggjuiaus. Sofi þór vei, og dreymi yður vel“. Hann lauk upp hurðinni og hneigði sig Ijúf- mannlega og ég bauð honum góða nótt. Ea ég sofnaði ekki fyrr en sól var korninn hátt á loft. Það var komið langt fram á dag, þegar ég vaknaði. Ég fór að rifja upp fyrir mér það sem fyrir mig hafði komið daginn áður, og hló með sjálfum mér að því, hve æfintýraleg Vilmu mundi þykja ferðasaga mín þegar ég kæmi heim. Ég fór nú að litast um í svefnherberginu. Ársalirnir vóru úr gömlu þykksilki og gobelíns- tjöld á veggjunum, og hlutu þau að vera afar- dýr. Ekki verður komist af með minni hús- búnað en hér er, þó öll húsgögn sé dýr og gömul. Þvottfatið er óvenjulega lítið, en það er úr gagnþéttu gulli. Þegar ég var búinn að klæða mig, fór ég yfir í stofuna, sem ég borðaði i kveldið fyrir. Það var stór salur með veggtjöldum. Ealdur matur var á borðinu og vín. Þegar ég gekk að borðinu, sá ég að borið var að eins fram fyrir einn maun og að á borðinu lá seðill til mín frá greifanam og þeíta ritað á hann: Ég verð að heiman meiri part dagsins, en vona að þér góðfúslega fyrirgefið mér þessa ó- kurteisi, sem ég get ekki gert að. Ef þér vilduð raða öllum skjölum yðar, þá getum við talað saman þegar ég kem aftur. yðar skuldbundinn D—z. Þegar ég hafði borðað, — maturinn var góð- ur, þó hann væri öðruvísi kryddaður og tilbú- inn en ég hafðj vanist, — fór ég að svipast eftir bjöllu til &ð hringja á vinnufólkið, en fann enga .slíka bjöllu. Ég ætlaði þá að lúka upp ganghurðinni, og furðaði mig á, að hún var Iæst. Undarlegir eru siðirnir i þessu húsi. Alt var þöguít, eins og steinninn. Ég leit út og sá gömlu konuna, sem var að sækja vatn. Klukk:.!i var milli 4—5, og ég fór því aftur til svefnherbergis míns og fór að blaða í þeim skjölum, sem snerta húskaupin, og raða þeim saman. Ég gekk svo aftur fram í salinn og reyndi að Iúka upp tveimur hurðum, cn þær vóru haiðlæstar. Þriðja harðin var ólæst, og var hún að stóru hornherbergi, sem sóliu skein inn í. Ég gekk þar inn og var það bókaher- bergi greifans. Þar var stór bókaskápur, og vóru sumar skrifaðar og sumar mjög gamlar, og virtust vera um stjörnuspádóma, gullgerðar- list og töfra miðaldanna; þær vóru á ýmsum málum, sam ég skildi ekki, en mest furðaði mig á því, að ég fann þar stórt safn af ensk- um bókum, bæði nýjum og gömlum, nær því í öllum greinum, skáldskaparrit, sögurit og vísinda- leg rit, og venjulegar har.dbækur, sem allar vóru lesnar og með merkjum og athugasemdum Iesarans. Á borðinu lágu ensk blöð og tímarit. Ég fór nú að skemta mér við bækurnar og sat við þær þangað til komið var sólsetur. — Sólsetrið var þar hið fegursta, sem ég hefi séð; og kemst það hvergi í neina líking þar sem ég hefi verið, nema helzt í hálöndum Skot- lands. Þegar sólin var gengin undi«> breyttist alt í einum svip; loftið varð kalt og rakafult, og litirnir breyttust þegar tunglið kom upp. Svölurnar hurfu og í þeirra stað komu leður- blökur, sem úir og grúir af hér allstaðar. Ein flaug inn um gluggann, og af því ég hefi við- bjóð á þessum kvikindum, flýtti ég mér að loka honum. Þegar ég leit við, datt ofan yfir mig; ég var þá ekki aleinn; það var komið rökkur, en tunglið skein inn um gluggann, svo að nokkur birta var inni 1 herberginu, þó ekki væri eins bjart og á degi væri. Við borðið í miðju herbergiuu stóð grann- vaxinn, ljósklæddur kvenmaður. Hún studdi annari hendinni á stól við borðið, en með hinni hélt hún að sér herðasjali. Hún var ung og ljósleit, og mér sýndist hún horfa forvitnislega á mig. Ég hneigði mig og sagði á svo góðri þýzku, sem mér var unt: „Fröken, þér fyrirgefið—ég átti von á greif- anum“. Hún færði sig nær mér meðan ég sagði þetta, og svaraði aftur á þýzku með útlendum hreim: „Þér eruð útlendingurinn, sem von var á. Ver- ið velkominn. Það er einmanalegt hér í höll- inni, einmanalegt á fjö!lunum“. Rödd hennar vsr undarlega skær; mér fanst hljómurinn af orðum hennar ganga gegnum hverja taug, en ég vissi ekki, hvort það var óþægileg eða þægileg tilkenning; ég vissi að eins, að hún snart einhverja strengi í mér, sem áður vóru ósaortnir, og hafði mikil áhrifámig. — Mér fanst hjartað slá harðara, og það var eins og ég hefði fengið „feber“. Ég horfði alt af á hana, meðan hún talaði við mig, og gat ekki haft auguu af henni. Ég er þð ekki fljótur til að láta mér finnast til um kvenfólkið, heldur er ég álitinn fremur þur og kaldur. Enda hefir mér aldrei þótt vænt um neinn annan kvenmann en hana Vilmu mína, síðan ég var drengur. Hún stóð í tuuglsljósinu fyrir framanmig og man ég ekki að ég hafi séð nokkura stúlku jafnfríða. Ég ætla ekki að Iýsa henni nákvæmlega, því henni verður ekki lýst með orðum. Hún hafði gulbjart hár, sem var sett upp í hnút upp í hvirflinum. Augun vóru blá og stór. Búningurinn var ekki ólíkur búningi, sem sjá má á kvenlegum fegurðum frá byrjun aldarinn- ar, t. d. á Jósefínu drotningu; hálsinn og brjóst- ið bert. Um hálsina hafði húa festi úr skygð- um demöntum. „Þér dáist að útsýninu11, sagði hún. „Já, þeir segja, að fjöllia okkar séu falleg, — en þau eru svo eyðileg, eyðileg. — Maður er hér eins og fangi, sem langar, langar út í heiminn, stóra heiminn — til manwanna. Hér eru engir menn, — en mér þykir svo vænt um mennina. Hún rétti út handleggina, eins og hún væri frá sér numin, og mér sýndust augn hennar leiftra í tunglsljósinu. „Mér þykir vænt um“, sagði hún, „að þér eruð kominn hingað. Þér lítið svo vel út óg karlmannlega; það kemur sér líka betur hér í Karp&tafjöllunum. — Okkur verður ánægja að kynnast yður“. Ég vissi ekki, hvað ég átti að segja til alls þessa, því ég var alveg utan við mig og lang- aði mest til að taka hana í faðm mér og kyssa liana; ég færði mig nær henni, en þá hvarf hún alt í einu, og í sömu svipan kom greifinn inn með Iampa í hendinni. Hún hafði annað- hvort smeygt sér út að baki greifans eða farið út um leynidyr á salnum. (Frh.) Vöruverð í Eliöfn um miðjan janúar: Norðlenzk vorull hvít bezta . . 65—66 a. ----- — — lakari . . 55 — Sunnlenzk vorull hvít og vestfirzk 50—53 — Mislit vorull og svört........ 43—45 — Hvít haustull óþvegin......... 40—42 - Mislit haustull . .................. 30—32 — Stór saltfiskur óhnakkakýldur, skpd. 65—68 kr. Miðlungs saltfiskur óhnakkak. . . 49—50 — Ýsa............................. 45 — Langa........................... 60 — Hnukkakýldur salifiskur vandaður 70—75 — Heilsokkar ísl................ 50—55 a. Hálfsokkar ísl.................. 45 — Vetlingar ísl................... 30 — Æðardúnn .....................ll1/,,—12 kr. Bankabygg 100 pd..................... 775 a. Bygg, 100 pd......................... 580 — Rúgur................................ 550 — Kaffi................................33V2 — Melis, höggv...........................14 — Púðursykur (farin) ....................10 — Hrísgrjón..........................8 8/4 — Árnessijslu, 27. jan.: „Óstöðugt er veðráttu- farið, oftast hafáttir, stundum stórfeldar, en sjaldan frost, er teljandi sé. Ekki um útbeit að ræða. Sjógæftir engar. Gott heilsufar manna og skepna yfirleitt. — Bráðkvaddur varð 11. þ. m. Guðmundur Oddsson í Háholti í Gnúp- verjahreppi. Hafði haft eins konar slagaveiki, er ágerðist á seinni árum; var að öðru leyti efuismaður og duglegur. Hafði undanfarin ár veitt forstöðu búi móður sinnar, fátækrar ekkju“. Sýslumannsembættið í Barðastrandasýslu er veitt settum sýslumanni þar, kand. jur. Halidóri Bjarnasyni. Ný lög. Þessi lög frá síðasta þingi vóru samþykt 12. jan.: Stofnun veðdeildar í landsbankanum. Breyting á lögum um stofnun landsbanka 18. sept. 1885 (aukin seðlaútgáfan um x/4 milj.). Fjármál hjóna. Meðgjöf með óskilgetnum börnum. Bann gegn tilbúningi áfengra drykkja. Fjölgun og viðhald þjóðvega. Frá Vestur-íslendingum. í Manitoba eru orðin ráðaneytisskifti Hugh McDonald kominn til valda, en Greenway farinn frá. Sigtryggur Jónasson náði ekki kosriingu aft- ur í Gimli-kjördæmi; í hans stað varð Baldv. L. Baldvinsson, ritstj. „Heimskr.“ þingmaður.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.