Fjallkonan


Fjallkonan - 02.06.1900, Qupperneq 1

Fjallkonan - 02.06.1900, Qupperneq 1
Kemur tit einu sinni í yiku. Yerð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða l'/a doll.) borgist fyrir 1. jtili (erlendis fyrir- fram). UppBögn (skrifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til tit- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi hannþá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstrœii 18. XVII. árg. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- stjórnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er í Landsbankahúsnu, opið á mánud., miðvikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu dögum kl. 2—3 e. m. Ólceypis lœkning á spítalanum á þriðjudögum og föstu- dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Útlendar fréttir. Búastríðið. Síðustu fregnir af stríðinu, sem ná til miðs maímánaðar, eru ekki mikils verðar. Bretar hafa stöðugt verið að þoka sér norður á við á eftir Búum, og áttu smáorustu við Búa við ána Zand, sem rennur vestur um Óraniu norðan vert við miðju landsins. Þar var Botha, aðaihershöfðingi Búa, til varnar, en varð að láta undan síga fyrir ofurefli Breta. Hann hafði einar 6 þúsundir manna. Siðan er sagt, að Roberts hershöfðingi hafi haldið liði sínu til Kroonstad, sem er bær norðarlega í Óraniu, þar sem Steinn (Stejn) Oraníu-forseti hefir nú haft stjórnaraðsetur rík- isins. — Varð hann að flýja úr borginni, oger sagt, að hann hafi sezt að í bænum Lindley, sem er eigi all-Iangt í suðaustur frá Kroonstad. Yið ána Vaal, á landamærunum, hafa nú Búar liðsafnað mikinn, og má búast við að þar verði háð höfuðorrusta áður langt líður. En Bretar fara mjög hægt í sakirnar, bæði af því að þeir eru ókunnugir laudinu, og af því að vegir eru venjulega um þetta leyti árs (maí, það er haust-tími hjá Búum) mjög illfærir þar syðra og rigningatíðin stendur þá yfir. Hefir þó Roberts látið sér um munn fara við herforingja sina, að hann mundi geta setið með þeim að veizlu í Pretoríu í maímánuði. — Líklegt er að sú von hans hafi þó ekki ræzt. Mafeking er enn í umsát Búa, og er sagt að hungrið sverfi fast að borgarbúum. Þykir Bretum heldur seinka að bjarga borginni, sem hefir verið í umsátinni siðan í nóvember í fyrra. Nóttina fyrir 1. maí sprakk í ioft upp stærsta sprengiefnaverksmiðja Búa í Jóhannssborg. Haldið er að einhverjir Bretar, sem eiga heima í Jóhannesborg, hafi f'ramið þetta spiilvirki. 30 manns biðu bana, en 54 særðust. Danmörk. Þeirra hefir ekki enn verið allra getið hér, sem eru í nýja danska ráðaneytinu, en þeir eru: forsætisráðherra og utanríkisráð- herra Hannibal Schested greifi, fjármálaráðherra Vilh. Scharling prófessor, innanríkisráðherra Ludv. Bramsen (sami og áður), iandbúnaðar- ráðherra F. Friis, forstjóri landbúnaðarháskói- ans, kenslumálaráðherra Bjerre prófastur, dóms- málaráðherra og íslandsráðherraC.Goos geheime- etazráð, samgöngumálaráðherra J. Ryssenstein barón, sjóliðsráðherra kapt. Middelboe og her- málaráðherra Schnack ofursti. Reykjavtk, 2. júní 1900. Sendinefnd Búa, sem þeir gerðu út til að heimsækja stjórnarvöldin í Evrópu og reyna að fá þau til að stöðva ófriðinn hefir hvervetna fengið daufar viðtökur, nema í Hollandi, þar sem Vilhelmína drotning og móðir hennar tóku á móti þeim. Landslýðirnir eru þeim velviljað- ir, en allar stjórnir, nema stjórn Hollendinga ein, daufheyrast við kærum þeirra því þær vilja eða þora ekki að styggja Englendinga. Frakk- ar vóru bálreiðir við Englendinga út af iliri meðferð þeirra á frönskum leiðangursmönnum í Afríku 1898, svo að nærri lá fullum fjandskap, en nú eru þeir aftur farnir að viðra sig upp við Euglendinga, bæði af því þeir vilja fá þá til að sækja sem mest Parísarsýninguna og ná þar með í peninga þeirra, og af því að þeir eru hræddir um, að Þjóðverjar geti fengið Eng- lendinga i bandalag með sér og gert þannig Frakkland að einstæðingi. Þríríkjasambandið (Þýskaland, Austurríki, ítalia) vill fá England í félagið, og getur þvi ekki skift sér af vesa- lings Búa-ríkinu. Enn að líkindum reyna þessi ríki síðar að vinna upp þau gæði, er þau nú hafa látið ófriðinn hlutlausan. Nú er sendi- nefndin komin til Ameríku. Hafði hún gert sér von um betri viðtökur þar, því að þjóðar- viljinn mundi hafa þar meiri tök á stjórninni en í Evrópu. Frá Parísar sýningunnl berst enn að eins bull blaðnegra, sem ekkert hafa að segja. Margt af sýningarskálunum tómt enn, eða óniðurskip- að í þá. Eins og við var að búast, verður þessi ís- lenzka deild í sýningarbyggingu Dana í París- arsýningunni íslendingum til skammar og sví- virðu; deildin frá Grænlandi miklu tilkomu- meiri og deildin frá Færeyjum líka skárri. Eft- ir því sem íslenzka sýningin þar kemur oss fyrir sjónir (eftir myndum sera vér höfum séð af henni), verður það álitið á sýningunni, að íslendingar standi skör lægra í menningu en Eskimóarnir. Er þá betur farið en heima setið? Höfundur gull-lækningarinnar, sem gat sór orðstír um allan heim fyrir nokkrum ár- um fyrir það, að hún mundi verða mikil bót á drykkjuskaparbölinu, er dauður fyrir skömmu. Hann hét dr. K e e 1 y, sem margir munu við kannast, og átti heima í Ameríku, en breiddi út lækningu sína um allan heim. Honum sjálfum tókst mjög vel að lækna drykkjufýsnina hjá þeim drykkjumönnum, sem hann fekst við; er sagt að hann hafi allæknað um 50 þús. drykkjumanna, og er það ekki lítið æviverk. Við hinar ýmsu*sam- kynja stofnanir út um heim, sem áttu að lækna með aðferð Keelys, hefir árangurinn þar á móti víðast orðið lítilsvirði. Dr. Keely græddi ógrynni fjár, margar miljónir, en gaf það fó alt af jafnóðum til fátækra manna eða til nytsamra stofnana, og átti að síðustu ekki meira en fyrir útför sinni. Xr. 21. naður, að hvert enskt ráðaneyti, sem tæki þetta mál alvarlega að sér, mætti vera örugt um aðstoð allrar þjóðarinnar. Vór kunnum fyrstir allra að nota oss gæði Afríku, og oss einum samir að setja oss það mark, að ráða ríkjum milli Kap og Kairó. Þessu tak- marki getum vér ekki náð nema með því að gera rangt, en vér getum afsakað oss með því, að öll siðmenning styðst við ranglæti á einhverja hlið. Við skulum því vinna Transvaal með gull- námunum. Við verðum að lýsa yfir því, að vér þörfnumst þeirra og að vór sóum ráðnir í að berjast um þær. Vér höfum of lengi hræsnað og borið ekki annað en fyrirlitning úr býtum. Vér viljum fá gullnámurnar og berjast til þeirra, þegar þess er þörf. Búar eru hraustir drengir, og þó þeir sóu fáir, þá er 03s vansalaust að berjast við þá. Berjumsji þá, hraustir menn við hrausta menn, og lát- um slá þögn yfir allan rógburð og lygi og kærur útlendinga í Transvaal. Enginn maður tekur mark á slíku; hnefarótturinn dugar bet- ur en undirferlið. Hver stórþjóð verður end- ur og sinnum að beita ránshendi". Þassi einlægnisgrein varð þó til þess, að höfundurinn var sviftur stöðu sinni. Um berklaveiki. Eftir að Róbort Koch hafði fundið berkla- gerilinn í októbermánuði 1882, hefir hver vís- indamaðurinn eftir annan rýnt eftir þessu og reynt að sigra þennan hættulega óvin manu- legrar heilsu. Einn þessara vísindamanna er Albert Land- erer, kennari við háskóiann í Stuttgart. Hann fann að skortur á bióði mundi vera versti þröskuldurinn fyrir batanum á berklaveikinni. Væri þá undir því komið, að fá nógu mikið blóð, til þess að framleiða hreinsandi æsingu. Þessi eldgamla aðferð: að láta veiktan líkams- vef fá raeira blóð, er aftur nú orðin tíðkanlegri. Landerer fór að veita torleystum efnum inn í líkamanc, svo þau gætu valdið æsingu eða bólgu; seinna ve-itti hann þeira beinlínis inn í blóðið, til þess að komast að innri líkamspört- unum. Þetta var raunar á móti allri lækna aðferð, þeirri er nú tíðkast, „ósvifin léttúð, sem var klöguð fyrir yfirvaldinu“. Á meðal þeirra efna, sem Landerer reyndi fann hann að perú-balsam var kröftugast, enda er það gamalt berklaveikismeðal. Kanel-sýra er eitt af þeim efnum, sem eru í perú balsam- inu, og L. fann að verkunin á sýkína var henni að þakka. Þetta fann Landerer árið 1890. En þá kom Koch með sitt alkunna „túberkúlín11 eða berla- veikismeðal, og uppgötvan Landerers hvarf al- veg fyrir öllu því ópi sem hafið var um Koch. Allir læknar urðu tryltir af gerlafræðinni, enda spratt af þessu hinn stórkostlegi sigur sem „difterítis-serum“ fekk 1894. Menn viidu ekk- ert skeyta um læknisaðferð, sem ekki var bygð á gerlafræði (Bakteriologi). Samt sem áður hélt Landerer áfram með tilraunir sínar með kanelsýruna, þó hún þætti úrelt, og hjálpuðu honum tveir lærisveinar hans, Rishterog Spiro. Þeir fundu, að kanel-sýran verkaði eins og sum önnur efni að því Ieyti, að hún dregur til sín hvítu blóðkornin, bakteríur og fleira þess konar í blóðinu og líkamsvessunum. Dánir menn í Danmörku: Schepeiern pró- fastur, mikill ræðuskörungur og Carl Brosböll skáldsagnahöfundur alkunnur, undir dularnafn- inu Carit Etlar. Lars Oftedal, hinn alkunni norski prestur, er dauður. Enskur rithöfundur, Jerome K. Jerome, hefir fyrir þrem árum (1897) komist svo að orði um væntanlegt stríð í suður-Afríku í vikublaðinu „To day“: „Vér erum í undirbúningi með að hefja ófrið gegn Búa-lýðveldinu í Afríku. Gætum vór unnið Búa, yrði það oss svo* mikill hag-

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.