Fjallkonan


Fjallkonan - 12.12.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 12.12.1900, Blaðsíða 1
Kemur úteinu sinni i yiku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða l'/a doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bund- in við áramðt, ðgild nema komin sé til út- gefanda íyrir 1. októ- ber, enda hafi hann þá borgað blaðið. Aígreiðsla: Þing- holtsstrœti 18. XVII. árg. Reykjavík, 12. desember 1900. Xr. 49. Landsbankinn er opinn hvern virkan dag kl. 11—2.Banka- Btjðrnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni Btundu lengur til kl. 3 md., mvd. og ld. til útlána. Forngripasafnið er i Landsbankahúsnu, opið á mið- vikudögum og laugardögum kl. 11—12 f. m. Náttúrugripasafnið er í Doktorshfisinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. (lokað i des. og jan.) Ókegpis lœkning á spitalanum á þriðjudögum og íöstu dögum kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. ,'íjj'ii' Fjallkonan Biöjiö ætíö um: OTTO MONSTEDS danska smjörliki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og óaýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. kemur út tvisvar í viku til jóla. Lestur. Eftir Georg Brandes. (Fiamh.) Miðlungsmönnunum er venjulega illa við allar nýjar hugsauir og nýja háttu. Meiri hluti manna stendur jafnan öndverður snildarmönnunum meðan þeir eru á lífi — nema þeir verði mjög gamlir. Menn shyldu ekki undrast það, að þeir lifa og deyja án þess þeir sé viðurkendir; hitt gegnir meiri furðu, að menn viðurkenna þá stundum. — Þetta kemur af þeim sigurkrafti, sem fólginn er í þvi sem ber af öðru. Hið góða ryður sér ætíð til rúms í miðlungsmúgnum. Mest er þó undir því komáð, að fáeinir menn, sem þekkingu hafa eða listasmekk, kveði hástöfum lof góðra bóka og listaverka, svo að odd- borgaraskapurinn fælist fyrst og verði hræddur við, að honum verði brugðið um heimsku, ef hann heldur áfram háði sínu eða fyrirlitningu, og síðan dáleiði brautryðjend- urnir þorrann, sem loks fer að halda, að það sem gott er sé gott, venjast við það og þykja það &ð lokum í raun og veru gott. Það er auðvitað rétt, að menn reyni að velja sér sameiginlegan og fast&n mentunar- grundvöll, að menn fái börnunum í hendur ævintýri, Kóbínson, Odysseifskviðu, láti drengi eða stúlkur lesa Walter Scott, láti unglinga lesa Falstaff og Don Quijot (kíkott), unga, menn kynna sér það sem það sem þeim er aðgengilegt af Shakespeare og Groethe. Það væri lika óeðlilegt, að ala svo upp ungling- ana, að þeir þektu ekki beztu rithöfunda á móðurmáli sínu. Danskur unglingur, sem ekki þekkir „Jeppe paa Bjerget“ og „Eras- mus Montanus", verður utan við menningar- svið landsmanna sinna. En það er mark uW ósérleik, að svo fáir hafa eftirlæti á einstökum höfundum eða bókum, sem þeim þykir sérstaklega vænt um og ekki eru á hinni beinu alfaraleið bók- mentanna. Þó kemur það stundum fyrir. Nú er t. d. ekki lengur lesið neitt eftirenska höfundinn Gibbon. Þó þekki ég þýzkt skáld og málara, sem sífelt les rit hans um hrun Rómaveldis með unaði. Yíðsýni Gibbons, frjáls- leiki í hugsuDÍnni og óvenjuleg Ieikni í frá- sögninni veitir ritum hans ævaranda gildi, og þessi Iesandi hans hefir þar fundið þann sögumeistara, sem kennir honum mest, sem bonum geðjast að öllu leyti bezt að. í Danmörku hefir Kristján Zahrtmann mál- ari lesið bók Leónóru Kristínar [dóttur Krist- jáns fjórða], „Jammersminde“, svo innilega, hvað eftir annað og mörgum árum saman, að bókin er orðin lifandi í honam og hefir getið af sér langa runu af góðum og frumlegum málverkum. Yér eigum að lesa afbragðsbæk- ur eins og hann hefir lesið þá bók. Því er miður, að frumleiki og sérleiki er svo fátíður hjá oss. Menn munu spyrja, hvernig óg fari að því að finna þær bækur, sem mór líka. Það er æfinlega vandi. Eg veit ekkert örugt ráð til þess fremur en til þess, að finna þá menn, sem vór höfum gleði og ánægju af aðþekkja. En hægt er að vara við þeim leiðum, sem ekki stefna að takmarkinu, eða fara í kringum það. Sumir menn halda, að þeir þurfi ekki sjálfir að lesa bækurnar, þeim só nóg að vita á ann- an hátt það sem í þeim stendur. Menn vilja helzt hafa yfirsýn yfir alt, og halda að þeir verði fróðastir, ef þeir geta ginið yfir sem mestu; þeir fá sér þvi bækur, sem byrja á sköpun heimsins, og enda á vorum dögum, heimsbókmentasögur, sem kallaðar eru. Menn ættu að Iesa þess konar bækur var- lega. Enginn einstakur maður er fær um að skrifa þær, og eins og þær eru skrifaðar er hættara við að þær heimski menn en fræði. Höfundur slíkrar bókar talar um bækur á fim- tíu tungum, og þekkir þó að eins fáar af þeim. Þó hann hefði byrjað að lesa í móðurlifi, og aldrei lifað eins og maður, aldrei sofið, aldrei etið eða drukkið, en að eins lesið þangað til hann gaf út bókina, hefði hann ekki fengið tima til að lesa meira en iítinn hluta af þeim bókum, sem hann talar um og dæmir um. Hann þekkir það því sjálfur mjög ófullkom- lega, sem hann vill kenna öðrum að þekkja, og fræðslan hlýtur að fara eftir því. Bók sem á að leiðbeina, verður annaðhvort að hljóða um eitt einstakt land, eða ákveðið, stutt tímabil. Því styttra sem tímabilið er, því betri er hún venjulega. Þó efnið sé lít- ið fyrirferðar, þarf ekki bókin að vera litils- virði fyrir því. Það sem er mikils vert, og við- tækt kemur ekki fram með því að menn gíni yfir afarmiklu efni, heldur er það komið und- ir þvi að meistaralega sé farið með efnið, und- ir viðsýni rithöfundarins. Hið óendanlega er ekki ógurlega mikið, en það kemur fram við líkiugalega meðferð hins einstaka. Náttúru- fræðingurinn getur farið svo með skordýrið, að það gefi mönnum skilning á alheiminum. Á þann hátt fer afbragðsrithöfundur ætíð lik- ingalega með efni sitt. Þótt hann riti um stutt tímabil, eða einstakan mann, lætur hann koma í ljós þau lög, sem ráða allri framleiðslu og andlegu starfi, með því, hvernig hann sýn- ir efnið, skýrir efnið og dæmir efnið. Yarist því hið mikla útsýni eða yfirlit! Fá- ið yður í staðinn „Viðtalsbók“ (Konversations- leksikon). Leksikonin eru ekki persónuleg. Þau eiga ekki að hafa að geyma annað en fróðleik, áreiðanlegar upplýsingar um menn og verk þeirra. Nú á dögum hafa menn einskonar hjátrú á almennri mentun — og hún er orð sem eg er hræddur við. Menn lesa til þess að fá al- menna mentun. Hún verður þá oft. svo al- menn, að hún verður engin mentun í sjálfu sér. Menn lesa um hvali, um Kongóríkið, um sjónleikalist, um tennur, um sósíalistana í Baiern, um þjóðvísur í Serbíu og um stjórn- arbyltinguna 1830, alt saman til þess að verða að mentaðri. En allir menn, sem kunna eitthvað, kunna eitthvað sérstakt. Frá þessu sérstaka eru leið- ir til hins almenna. En miklu færri leiðir liggja út af almenningnum til sórþekkingar- innar. Ef þvi er spurt að því, hvað menn eigi að lesa, svara eg: „Lesið heldur tíu bækur um einn hlut eða einn mann, en hundrað bækur um hundrað hluti. Grerum, að einhver vildi reyna að kynna sér parlamentstíðindin ensku. Yæri þá nokk- urt vit í því, að hann tæki „Hansard“, þ. e. safn af hinum hraðrituðu parlamentstiðindum, og reyndi að lesa þau frá nokkurum áratug- um? Hann yrði vjst enn vitlausari eftir en áður. Eg fór einu sinni að hugsa af alvöru um hinn enska stjórnmálamann Beaconsfield, sem líka var skáld. Eg hugsaði eingöngu um hann í fyrstu, og fór að lesa skáldsögur hans; þar næst fór eg að kynna mór stjórnarstörf hans. Þá kom eg að ræðum hans í parlamentinu.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.