Fjallkonan - 19.01.1901, Síða 4
4
FJALLKONAN
Öldin obb yekur ei til værðarfriðar.
Ung er hún sjftlf, og heimtar starf án biðar.
Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið,
boðorðið, hvar sem þér í fylking standið,
hvernig Bem atríðið þft og þá er blandið,
það er: að elska og byggja og treysta á landið.
Þá mun sá gnð, er veitti frægð til forna,
fðsturjörð vora reisa endurborna,
þft munu bætaet harmasár þess horfna,
hugsjðnir rætast. Þá mun aftur morgna.
H. H.
Druknun. Á gamlársdag fanst örendur við
bryggj'una á Akureyri Grísli Benediktsson
ljósmyndasmiður. „Hann hafði horfið að
heiman um nóttina og stytt sér stundir af
ásettu ráði, leiður á lifinu og saddur lífdaga,
þótt ungur væri. Hann var ekki alls fyrir
löngu orðinn holdsveikur. — Var efnismaður
mesti og hvers manns hugljúfi“.
Hettusótt hefir gengið á Vesturlandi í
vetur, í ísafjarðarsýslu og líklega víðar, á
börnum og unglingum, en verið fremur væg;
hefir batnað eftir 3—4 daga.
Hannalát. 24. des. lézt úr lungnabólgu
Jónatan bóndi Stetánsson á Miðvöllum í Skaga-
firði, efnilegur bóndi. — 25. des. lézt Jón bóndi
Jónsson á Stóruseilu í Skagafirði.
Skagafjarðarsýslu, 31. des. Hér hefir verið
bezta tíð síðan í nóvember og snjólaust. —
Fiskafli hefir verið fram að jólum og mun vera
enn ef reynt væri. — Mjólkursamlagsbú eru
nokkrir bændur að hugsa um að stofna hér á
næsta vori. Hér utan til í sýslunni hagar
mjög vel til að geta komið því á, ef ekki vant-
aði félagsskap og íé, og landssjóður á þar marg-
ar jarðir, sem hentugar eru til þess og ætti
því að styrkja fyrirtækið. — Vegi hér í sýslu
halda menn að Skagfirðingum verði um megn
að gera færa og halda þeim við án styrks af
landssjóði, því nú eru stórir kaflar á vegunum
alveg eyðilagðir eftir haustrigningar. — Nýtt
timburhús hefir nú Sveinn bóndi Árnason á Felli
bygt sér í stað þess er brann í haust. — Til
Ameríku er sagt að ætli sér á næsta vori Þor-
steinn bóndi Hannesson á Hjaltastöðum og ein-
hverir fleiri.
Húnavatnssýslu (norðanv.), 3. jan.: Árið sem
leið hefir verið mjög gott til lands og sjávar. —
Fiskafli hefir verið stöðugt, og nú skömmu fyr-
ir jól fengu Nesjamenn 16 í hlut af vænum
fiski. — Skepnuhöld hafa verið góð. — Verzl-
unin amar helzt að. Húu virðist lítið batna;
þó má geta þess, að fjártaka hefir veríð góð og
blautfisksverð ágætt, en aftur hækkuðu margar
útlendar vörur að mun, svo alt er í sama far-
inu. Nokkur bót var þó að vörusendingum frá
Thomsens verzlun í Keykjavík fyrir þá sem
skiftu beint við Ó. Hjaltesteð, en varla reynist
eins vel að skifta við Þorstein Bjarnason, sem
byrjaði að verzla hér síðastliðið sumar. — Kaup-
félag Húnvetninga hjarir enn.
Strandasýslu, 4. jan. Veturinn hefir verið
ágætur, það sem af er. Eina stórhríð gerði
18. nóv., og er sá bylur merkilegur að því
leyti, hve mörgum hestum hann varð að bana;
fórust 20 hér í sýslunni, og eru ekki dæmi
til þess hér, að svo margir gripir hafi farist
á einum degi. Sjógangur var óvenjumikill
þá, og hefir svo verið oftar í vetur, og er það
álitið merki þess, að hafís sé eigi í nánd.
Isafjarðarsýslu, 1. janúar. Tíðin hefir verið
óstöðug síðan í haust, einkum til sjávarins,
og því hefir verið sjaldgjöfult. Snjólítið er
og befir verið; jörð að öðru hvoru fyrir sauð-
fé, en hestar hafa gefið sér úti, og lítur því
vel út með heybirgðir manna. — Fiskfátt var
fremur við út-Djúpið, en fór að lifna með
jólaföstunni, og hefir verið góðafli síðan, svo
að stöku menn hafa fengið undir hundrað
króna hlut, sem hafa látið blautfisk, en þeir eru
þó örfáir. Er því gott útlit fyrir afla, ef
veðrátta ekki hamlar, og menn hafa beztu
vonir um að guðsmaðurinn í Þjbðviljanum
þurfi ekki að hælast um og gera gaman að
fiskleysinu við út-Djúpið; nóg hefir hann að
hugsa samt. Monn vona eftir umboðsmanni
Wards smáfiskskaupmanns (Jóhannesi Péturs-
syni) með miðsvetrarferðinni, og uppbót þeirri,
sem lofað var á fiskinum í vor.
Akureyri, 2. jan.
Sjónleikar. Hér vóru leiknir tveir gamanleikar fyrir
jðlin; ieikhús er hér allstórt, en ekki þægiiegt, hvorki
leikendum né áhorfendum. Allir léku leikendurnir vel
og sumir mjög vel, t. d. Gísli BenediktBSon (dáinn) og
frk. Sigríður Thorlacius.
SíðaBta kveld aldarinnar og hið fyrsta þeirrar nýju
var leikinn nýr leikur og fagur eftir skáldið Matthíaa
Jochumsson. Leikur þessi er í einum þætti og heitir
„Aldamótin". Það er að mestu ljóðleikur með einsöng-
nm og samsöngum, og eru þar Býndar i kyngervi (per-
soniíication) nýja óg gamla öldin, trúin, vonin og kær-
leikurinn o. fl. Leikurinn er fagur og áhrifamikill, ekki
sizt á leiksviði, enda var hann snildarlega leikinn og
búningar á sviði og leikendum hinir beztu. Frú Hall-
dóra Yigfúsdóttir lék gömlu öldina, og tókst mæta vel.
Bezt léku auk hennar frk. Blín, dóttir höfundarins, og
frk. Svafa Jónsdóttir.
Á eftir leik séra Matthíasar las frú Anna Stephensen
upp „Nýársósk Fjallkonunnar“ eftir Matth. Jochumsson, og
á eftir var snngið „Ó, guð vors lands“. Kórsöngurinn
var ágætnr, og lék frk. Sigríður Sigurðardóttur undir á
harmoníum af mikilli list.
Þetta var helzta hátíðahaldið, en auk þess má telja
mesBugerðirnar og brennu, sem höfð var úti á Oddeyri,
stór og voldug; auk þess var farið með fjölda skraut-
legra flugelda og skotið af fallbyssum.
G. G.
14 Bankastræti 14,
Hér með tilkynnist heiðruðum almenningi og viðskiftavinum, að
saumastofan mín hefir mikið af fataefuum og öllu, er til fata heyrir.
þannig manu menn fljótt sannfærast um, ef þeir verzia við ham, að
engin vinnustofa hér á landi býður betri kjör á
NÝJU ÖLDINNI.
Jafhframt skal það tekið fram, að eg geri alt, sem í mínu valdi
stendar tíl þess að vinnan sé vel og vandlega af hendi leyst, og svo
fljótt sem framast er unt.
Yinnan verður rekin með hliðsjón af fyrsta flokks sniði og tizku
erlendis, af vel æfðu fólki. — Alt til að fullnægja sem bezt viðskifta-
vinum.
Pantanir afgreiddar á styztum tíma,
12—24 kl.stundum.
Guðm. Sigurðsson,
klæðskeri.
förnu, og kosta frá 40—80 aura. Bríet Bjarnhéðinsdóttir.
O fyrstu árgangana af Kvenna- blaði kaupi eg fyrir upphaf- legt verð, ef þeir eru í góðu útliti. Bríet Bjarnhðinsdáttir.
Til auglýsenda. Þeir sem aug- lýsa í „Fjallk.“ verða að tiitaka það um leið og þeir auglýsa, hve of auglýsingin á að standa í blaðiau. G-eri þeir það ekki, verður hún látin standa á þeirra kostnað þar til þerx segja til,
Ný sniö af allskonar kvenfatnaöi og barnafatnaði eftir allra nýj- ustu tízku fást nú hjá mér, eins og stööugt að undan-
Þiiskipa sjómenn geta ætíð fengið koffort leigð hjá Samúel Ólafssyni, Laugaveg, 63.
Vottorð.
Þegar eg var 15 ára að aldri
fékk eg óþolandi tannpínu, sem
sem eg þjáðist af meira og
minna í 17 ár; eg hafði ieitað
þeirra lækna, allopathiskra og
homöop&thiskra, sem eg gat náð
í, og að lokum leitaði eg til
tveggja tannlækna, en það var
alt jafn-árangurslaust. Eg fór
þá að brúka Kína-lífs-elixír, sem
búinn er til af ValdimarPeter-
sen í Friðrikshöfn, og eftir er
eg hafði neytt úr þremur flösk-
um varð eg þjáningarlaus og
heíi nú í nær tvö ár ekki fuDdið
til tannpínu. Eg get af fullri
sannfæringu mælt með ofan-
nefndum Kína-lífs-elixír herra
Valdimars Petersens við alla,
sem þjást af tannpínu.
Hafnarfiiði.
Margrét Guðmundsdóttir, ljósmóðir.
Kína-lífs-elixírinn fæst hjá
ílestum kaupmönnum á íslandi
án nokkurar tollhækkunar, svo
að verðið er ekki nema eins og
áður 1 kr. 50 au. flaskan.
Til þess að vera vissir um, að
fá hinn ekta Kína-Iífs-elixír, eru
kaupendur beðnir að líta veleftir
því, að Y' standi á flöskunum
í grænu lakki, ogeins eftir hinu
skrásetta vörumerki á flösku-
miðanum: Kínverji með glas í
hendi, og firmanafnið Waldemar
Petersen, Nyvej 16, KjöbenhavD.
Gamlar bækur.
Ég kaupi:
Allar gamlar bækur, bæði inn-
leudar og útlendar, sem eru prent-
aðar fyrir 1601 (að undanskildri öuð-
brands biblíu) fyrir afarhátt verð.
Allar íslenzkar bækur frá tíma-
qilinu 1601—1700 fyrir hátt verð.
Ailflestar bækur frá tímabilinu
1700—1800. Þó kaupi ég ekki sum-
ar „guðsorðabækur“ írá Hólum frá
síðari hlut 18. aldar.
Allflestar bækur frá Hrappsey.
Nálega allar prentaðar rímur (og
rimur frá Hrappsey fyrir hátt verð).
Allflestar bækur sem Páll Sveins-
son gaf út í Kapmannahöfn.
Fíestar bækur veraldlegs efnis sem
prentaðar eru á Akureyri fram að
1862.
Valdimar Ásmundsson.
Útgefandi: Yald. Ásmnndsson.
Félagsprentsmiðjan.
\
1