Fjallkonan - 26.04.1901, Page 2
8
FJALLKONAN.
Til suðurheimsskautsins býr sig nú dr.
0. Nordenskjöld, sonur hins frsega norður-
hafsfara með því nafni. Hann hefir fengið
peninga til fararinnar, og ætlar á stað í
september i haust. Hann fer á sama skipi
og h*ft var til Grænlandsfarar Amdrups.
Hann ætlar að vera í samvinnu við þá kapt.
Scott (Englending) og pr. Drygalski (sem stýr-
ir þýzku rannsóknarskipi), sem báðir verða á
ferð þar suður frá um sama leyti.
Mrs. Disney Leith.
Framarlega í röð þeirra útlendinga, sem er
ant um íslenzkar bókmentir og gera sér far
um að vekja eftirtekt á þeim, verður að telja
ensku hefðarkonuna mrs. Disney Leith. t>að
sem fyrst gerði henni ísland og íslendinga
að umhugsunarefni, var skáldsaga eftir de la
Motte Fouqué, og var hún þá unglingur; sið-
ar komst hún í betri bók, sem var þýðing
Dasents á Njálu, og fanst henni svo mikið
um, að hún ákvað að læra sjálf íslenzku til
að geta lesið þessa dæmalausu sögu á frum-
málinu. En það var nú hægra sagt en gert,
þvi að ekki var völ á neinum íslenzkukenn-
ara eða hæfilegum bókum til að læra af.
Loksnáði hún í Lexicon poeticum Sveinbjarnar
Egilsonar, en varð nú líka að læra latínu til
þess að geta haft not af því. Kendi hún sér
þannig sjálf að skilja íslenzku og hefir gert
þýðingar bæði úr fornu og nýju máli. Hið
síðasta sem ég hefi séð eftir hana á prenti er
ágæt þýðing á kvæðinu, ’Barnafoss’ eftir
Bertel Þorleifsson (í The Scottish Standard
Bearer, Oct. 1900). Mrs. Leith er skáld gott
og hefir gefið út margar sögur og kvæði.
Einn kaflinn i síðustu kvæðabók hennar heit-
ir: „Songs from the Sagas“; hefir hún þar
valið sér yrkisefni úr Njálu og öðrum sögum
og tekizt mjög vel. Ch. Algernou Swinburne,
sem eins og kunnugt er þykir mestur rit-
snillingur á enska tungu er náfrændi Mrs.
Leith (þau eru systra börn) og virðist henni
svipa ekki lítið til frænda síns og vinar um
tungutak. Að efni til er kveðskapur þeirra
auðvitað næsta óskyldur oftastnær, þar sem
Swinburne er ákafur frelsismaður og fríhygg-
jandi, en mrs. Leith mjög kirkjurækin —
eins og flest fyrirfólk enskt, ekki sízt kven-
fólkið — og einhver helzta stoð ensku kirk-
junnar í sinni sveit á Skotlandi.
Mrs. Leith er mjög kynstór, einkum í móð-
urætt, og börðust forfeður hennar við Hast-
ings með Haraldi Guðinasyni.
Á hverju sumri — nú um nokkur ár —
yfirgefur mrs. Leith hina glæsilegu höll sína
í Aberdeenshire og heldur til íslands; er
hún orðin mörgum kunn hér á Suðurlandi.
Mrs. Leith þykir æ þvi meira tií Islands koma,
sem hún sér það oftar, og þykir börnum henn-
ar nóg um þetta ferðalag ár eftir ér, og telja
um fyrir henni að hún ferðist heldur suður
á við, til Miðjarðarhafslandanna, en það kem-
ur fyrir ekki.
Ýmsum mun þykja gaman að sjá, hvernig
mrs. Leith skrifar íslenzku, og er hér d&l(tið
sýnishorn af því. Beygingar á örfáum orð-
um hafa verið lagfærðar; eins og áður er sagt
hefirMrs. Leith kent sér málið sjálf, og menn
verða að muna hve mjög hinar flóknu íslenzku
orðmyndir eru fjarstaðar enskri hugsun.
, Helgi Pétursson.
Þjóðsaga um Pittodrie.
Rituð á íslenzku af mrs. Liith.
Af Pittodrie, öðrum kastala i sömu sveit-
inni [og Westhall, þar sem mrs. Leith býr],
er það sagt, að ávallt rétt fyrir dauða eig-
andans komi vagn þangað og það er merki-
legt, að sumir segjast hafa séð vagninn, en
sumir hafa bara heyrt skröltið; og þegar
menn fóru til, þá fundu þeir hvorki vagn né
vagnspor. Áður enn síðasti eigandinn
dó, hafði hann boðið nokkrum vinum
sínum til snæðings með sér; og meðan að
þeir biðu eftir mat, sá fiú ein* í milli gest-
anna að maður nokkur kom inn, talaði við
húsbóndann og fór síðan út aftur; en eftir
á var sagt að enginn maður hefði gjört það.
Hvernig sem nú þetta er, þá fanst eigandinn
dauður næsta dag.
*) Prú sö, sem segist hafa séð manninn, sem talaði við
eigandann, ernú lifandl og er tengdasystir mín.
Skilnaður ríkis og kirkju.
Á alþingi 1899 mælti séra Jens Pálsson
meðal annars á þessa leið: „Eg ann frikirkju-
hugmyndinni sem fagurri og réttri hugsjón,
er kirkjan öll í víðri veiöldu eigi að stefna
að . . . Fyrir 10—15 árum fanst mér ástand
kirkjunnar einmitt þannig, að engu væri að
tapa en stórmikið að ávinna við skilnað milli
ríkis og kirkju; eg þóttist sjá svo mikla svefn-
værð á kirkjulífinu hér, að eg vildi skilyrðis-
laust verða af með þjóðkirkjuna, en fá fri-
kirkju. Eg vildi láta afnema þjóðkirkjuna,
sem slíka. Eg áleit að lítið mundi tapast við
þá bylting, en árangurinn mundi verða yfir-
gnæfandi. Hefði eg þá átt að greiða atkvæði
mitt í þessu máli, þá hefði eg kosið skilnað
tafarlaust og skilyrðislaust.“ Þessi sköruiegu
ummæli eins af okkar helztu prestum, sem
lýsa sannri tilfinningu og vakandi áhuga fyrir
kristilegu trúarlifi, eru ekki töluð í launkofum,
heldur á alþingi; ræðumaður ætlast ekki til, að
þau skulu einungis hljóma þar í salnum, heldur
berast um alt land. Enginn alþingismaður,
hvorki kirkjulegur né veraldlegur finnur þá
ástæðu til að hafa neitt á móti þessum um-
mælum og verður því að álíta, að þeir hafi
kannast við sannleikann í þessu efni.
Eg vil nú spyrja: Eiu ekki fullkomin
dauðamörk yfir þjóðkirkjunni? Hefir kristi-
legt trúarlif blómgast og dafnað síðan fyrir
10—15 árum? Stendur fríkirkjan vestan hafs
nokkuð að baki þjóðkirkjunni heima? Standa
prestar hennar ekki fult svo framarlega?
Saga kristindómsins sannar ávalt að verald
legt vald getur ekki hjálpað neinum til að
eignast eilíft líf, jafnlítið og það getur varn-
að honum þess; eins er það fullsannað af sög-
unni, að peningar erq. afl þeirra hluta sem
gera skal, nema þegar um það er að ræða,
sem ekki er af þessum heimi. Þó iáta prest-
arnir okkar yfirleitt eins og vald og pening-
ar séu nauðsynlegt skilyrði fyrir viðgangi
kristilegrar kirkju.
Það er sannarlega bágborið, að lesa um
framkomu prestanna á seinasta þingi í launa
máli þeirra og kenni eg það miklu fremur
hinum vanhugsuðu valdboðum og fyrirkomu-
lagi þjóðkirkjunnar, en lágri lund þeirra.
Mér finst þeir vera svona yfirleitt hvorki betri
né verri en fólk er flest, og þar sem presta-
stéttinni er eignaður einn löstur fremur öðr-
um stéttum í þjóðfélaginu, „presfa-ágirnd“ —
er það eðlileg afleiðing af embættaveitingu
þeirra. Þar sem nú er á dagskrá breyting á
stjórnarskránni, álít eg vera á réttum tíma
að hreyfa því, hvort mönnum ekki sýnist
kominn tími til að fá numda burt 45. gr.
stjórnarskrárinnar, sem valdbýður hina evan-
gelisku lúthersku kirkju hér á landi, en að
menn stofni félög til að þjóna Guði með þeim
hætti, sem helzt á við sannfæringu þeirra,
samkv. 46. gr. stjórnarskrárinnar.
Ekki má búast við, að prestarnir gangist
fyrir slikri breytingu, því sem embættismenn
ríkisins mega þeir það ekki, en eg efast ekki
um að margir af þeim munu hafa líka skoð-
un á þessu máli eins og prófastur séra Jens
Pálsson.
Að koma fram með ákveðnar tillögur til
framkvæmdar þessari breytingu, flnn eg mig
ekki færan til, því þar er margt að athuga.
Mér hefir oft hrosið hugur við er eg hefi
lesið um, hvernig farið var að innleiða sið-
bótina hér á landi, með lýgi, svikum, ránum
og manndrápum; þá fekk hin kristilega kirkja
nafnið n'/i'is-kirkja, sem er víst sann-nefni.
Yilji menn hafna ríkiskirkjunni og reisa
hér sanna kristilega kirkju, munu meun líka
finna ráð til að framkvæma breytinguna að
óskertum sérhvers rétti. Eg vil ekki að
stjórnin skifti ser neitt af því, hvemig við
þjónum heilögum Guði, fremur en ákveðið er
i 46. og 47. gr. stjórnarskrárinnar.
Að endingu vil eg geta þess, að mér finst
það sanna heldur mikla deyfð, ef engum finst
þetta, sem eg hefi bent á, vera þess vert, að
rætt sé um það. Auðvitað þekki eg marga
menn, sem láta sér standa aiveg á sama um
alt kirkj ulegt líf; þeir hafa sína sjálfstæðu
skoðun, sem oft er mjög frábrugðin kenning-
unni,og þá tilfinning sem er mjög eðlileg { ríkis-
kirkju. Menn vilja ekki koma fram sem mót-
mælendur, því það getur verið varasamt vegna
tímanlegra hagsmuna. Það eru alþingismeni:-
irnir, sem varla ættu að geta látið þetta afskifta-
laust. Alþingismenn þurfa að gegna fjárbæn-
um prestanna meðan þeir eru embættismenn
ríkisins, en kröfurnar fara sívaxandi.
Elliðakoti, í apríl 1901.
Guðmundur Magnússon.
Póstskipin „L ura“ og „Thyra“ komu i
gærmorgun. Með „Laura“ var fjöldi farþega,
svo sem kaupmeunirnir: konsú! D. Thomsen,
B. H. Bjarnason, W. Ó. Breiðfjörð, Friðrik
Jónsson, Jón Bjarnason verzlunarm.
Yeðrið. Bezta veður síðustu dagana, þó
hálfkalt 8é. Búist við, að ekki sé mikil brögð
að ís fyrir norðan.
Sýslufundur irnesiuga 16.—20. þ. mán.
Þar voru þessi helzt mál:
1. Samgöngumál. ítrekuð beiðni um fé til
Sogsbrúar, og heitið framlögum viðlíka og fyr
eða meiri. Beðið um, að landssjóður taki að
sér brúagæzluna, en til vara að brúarlánið, það
eftir er, verði gefið eftir. [Sýslubúar vilja nefnil.
stofna brúa- og vegasjóð hjá sér af þessu fé.
Gæti það orðið mesta gagn fyrir héraðið og
iéttir fyrir iandssjóð á sínum tíms]. Beðið um
umbætur verstu kaflanna á veginum milli Þing-
valla og Geysis. Beðið um 400 kr. til Grinda-
skarðavegar, og svo mælst til að sýslunefnd
Gullbringusýslu láti bæta veginn þaðan til
Hafnarfjarðar. Verkfærir menn í sýslunni voru
nú að eins 1370; (í fyrra 1401). Vegaféskuld-
laust 723 kr., sem hrökkur skamt til allra
vegaþarfa í sýslunni.
Samþykt að borga ^/s kostnaðsr við hafn-
arskoðun á Stokkseyri. Landssjóður beðiun að
taka að sér að 2/» kostnað við umbót hafnar-
innar (áætl. 24000 kr.), en Árness- og ítangár-
vallasýsla ásamt Stokkseyricgum vilja taka að
*/g jafnt hver. Stokkseyrarhreppi var leyft að
taka lOOOkr. lán til þessa. Til lendingarbóta í Þor-
lákshöfn veittar 400 kr. gegn jafnmiklu af
landssjóði.
Millilanda póstgufuskipin beðin að koma
við á höfnunum hér, sömuleiðis „Hólar“, eink-
um í maí, júlí, ágúst og októberferðunum. —
Einar Finnssou beðinn um Ijósari sundurliðun
í kostnaðaráætlun Skeiðavegar, og samþykt að
leita enn loforða til hans. Ýmsar ályktanir
gerðar um lögferjur, og ferjulagafrumvarp um-
bætt.
2. Búnaðarmál: tekin var ábyrgð á lán-
um til tveggja mjólkurbúa, beðið um nautpen-
ings kynbótastofnanir, frestað styrkveitingu til
sauðfjárkynbóta, beðið var um að telja sknli
jarðabótaár búnaðarfélaga frá 1. júli til 1. júlí,
skorað á skógarsveitir, að hafa skógarverði,
heitið verðlaunum úr landssjóði fyrir laxklak,