Fjallkonan - 21.09.1906, Side 1
Kemnr tlt einn sinni og
tvisvar í viku, alia 70 bl.
nm árið. Verð árgangsins
4 krónur (crlendis 5 krónur
eða 1V, dollar), borgist fyrir
1. júlí (erlendis fyrirfram).
BÆNDABLAÐ
XXIII. árg.
tJppgögn (skrifleg) bnnd-
in við áramót, ógild nema
komin sé til útgefanda fyr-
ir 1. október, enda hafi
kaupandi þá borgað blaðið.
Afgreiðsla:
Hafnarstr. 22.
VERZLUXARBLAÐ
Reykjavík, 21. september 1906.
Xr. 44
Kol! Cokes!
Stórt gufuskip hlaðið kolum og cokes er komið til Edinborgar með
ógrynni af hinum ágætu OfnUrtlnm, sem altaf er mikil eftir-
spurn eftir.
CJOl3E.©3S er enn nokkuð aflögum, þó mikið sé búið að panta, er betra
að biðja um það sem fyrst, ef menn vilja ná í það.
Augnloékning ókeypis 1. og 3. þriðjudag í
hverjum mán. kl. 2—3 í Bpítalanum.
Forngripasafn opið á mvd. og ld. 11—12.
Hlutabankinn opiim kl. 10—2Vsog B1/,—17.
K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op-
in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd.
Almennir fundir á hverju fóstudags- og
snnnudagskveldi kl. 8Vj síðd.
Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 91/2
og kl. 6 á hverjum helgum degi.
Betel sd. 2 og 6Va mvd. 8, ld. 11 f. h.
Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravit-
jendur kl. lö'/j—12 og 4—6.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl. 10—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
kl. 12—3 og kl. 6—8.
Landsskjalasafniö opið á þrd., flmtud.
ld. kl. 12—1.
Lœkningar ókeypis í læknaskólanum á
hverjum þriðjudegi og fóstudegi kl. 11—12.
Náttúrugripasafnið, Vestnrg. 10, opið á
sunnud. kl. 2—3.
Tannlœlming ókeypis í Pósthússtræti 14.
og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
Efnarannsóknastofan.
Mörgum mundi þykja gaman að
koma upp á efra gólf í suðurendan-
um á Lækjargötu, uppi yfir skrifstofu
Landbúnaðarfélagsins, ef þeir kæmu
sér vel við húsbóndann þar. Og eink-
einkum að kvöldi dags. Pá gætu
þeir meðal annars fengið að sjáfjór-
ar stofur á meðalstærð lýstar átjáu
gasljósum, og er hvert af þeim ljós-
um á við fimtíu kertaljós, jafnframt
gætu þeir fengið að sjá hér og þar
um herbergin um fimtíu loga, sem
ekki eru ætlaðir til lýsingar, heldur
til þess að hita undir kötlum húsráð-
anda.
Menn væru þá komnir inn í efna-
rannsóknastofuna. ,
Á alþingiyar fyrst vakið máls á henni
1902. ÞeirBjörnheitinn Jensson skóla-
kennari, læknarnir Guðmundur Björns
son og Guðmúndur Magnússon og M.
Lund lyfsali sendu þá alþingi áskorun
um málið. Þingið skoraði á stjórn-
ina að búa málið undir næsta þing.
Á alþingi 1903 kom stjórnarfrumvarp
um málið, en þá var því samt aftur
frestað.
Þá um veturinn hafði hr. Ásgeir
Torfason, sonur skólastjóra Torfa
Bjarnasonar í Ólafsdal, lokið námi í
efíafræðideild Fjöllistaskólans í K-
höfn. Þingið veitti honum styrk til
frekari undirbúnings undir það að
taka að sér forstöðu fyrir stofnuninni.
Hann hefir síðan starfað á ýmsum
efnarannsóknastofum við Landbún-
aðarháskólann og Fjöllistaskólann í
Kaupmannahöfn og sömuleiðis í Stokk-
hólmi hjá professor Söderbaum, þeim,
er ransakað hefir fóður og beitijurt-
ir fyrir Stefán Stefánsson kennara.
Fé til efnarannsóknastofunnar var
veitt af aiþingi í fyrra, 5,500 kr. til
stofnunar og um 3000 kr. til árlegs
kostnaðar.
Og nú ér rannsóknarstofan tekin
til starfa.
Féð var veitt frá nýjári 1906.
En fyrir ýmsra hltata sakir varð
dráttur á því, að unt væri að taka
til starfa til fulls, þangað til um síð
ustu mánaðamót, þó að smá-rannsókn-
ir hafi verið gerðar í sumar. Nú er
stofan að mestu leyti útbúin eins og
hún verður að sinni.
Fjallkonan hefir fundið að máli
forstöðumann stofnunarinnar hr. Ás-
geir Torfason. Meðal annars, sem
þá bar á góma, báðum vér hann að
gera grein fyrir, hvert gagn landinu
væri ætlað að hafa af rannsóknastof-
unni.
Honum fórust orð hér um bil á þessa
leið:
„Fyrst og fremst ætti landbúnaður-
inn að hafa gagn af henni. Hér er
ætlast til, að fari fram rannsóknir á
ýmsu sem áhrærir hann, t. d. að taka
jarðvegi, fóðurtegundum og eldsneyti,
‘ einkum mó. Þá er áburðurinn, sér-
stök nauðsyn er á því, að hafa eftir-
lit með tilbúnum áburði, af því að
hann er mjög misjafn. Þá er enn-
fremur mjólk; láti bændur rannsaka
mjólk sína, verður það þeim til að-
stoðar, til að koma sér upp góðum
mjólkurkúm. Hr. Á. T. sýndi oss
ofurlítil glös, sem notuð eru í Dan-
mörk til að senda mjólk í. Þeim er
stungið inn í tréhylki, með hleypiloku
á öðrum endanum og buudið utan um.
Öðru megin er utanáskrift til rann-
sóknarstofunnar, en hinu megin nafn
sendanda. Frekari formáli er ekki
fyrir því hafður. Rannsóknastofan
rannsakar mjólkina, þegar pósturinn
flytur henni glösin og gerir sendanda
viðvart um árangurinn, þegar rann-
sókninni er lokið.
Nú þegar er farið að vinna verk
fyrir landbúnaðinn í rannsóknastof-
unni, rannsaka vatn úr Þjórsá og
Ölfusá, hve mikið þar sé af næring-
arefnum fyrir jurtir, með það fyrir
augum að veita Þjórsá á Skeiðin og
Ölfusá á Flóann, samkvæmt mæling-
um, sem Thalbitzer verkfræðingur
hefir gert í sumar; jafnframt erver-
ið að rannsaka hey og jarðveg af
þessu svæði.
All-mörg sýnishorn af mýrajarðvegi
sem mag. Helgi Jónsson hefir safn-
að, eru komin til rannsóknastofunnar.
Rannsóknastofan ætti að taka
að sér eftirlit með ýmsum vör-
um, mælti verkfræðingurinn ennfrem-
ur, t. d. að taka með veggjapappír og
leikföngum. Litirnir á hvortuveggja
geta verið eitraðir. Eins geta og
verið svik í ýmsum vörum, t. d. vín-
föngum, og rannsóknarstofan ætti að
hafa eftirlit með því.
Hér í Reykjavík ætti að vera eftir-
lit með mjólk, sagði verkfræðingur-
inn. Lögreglan þyrfti við og við að
kaupa mjólk, sem hér er höfð á boð-
stólum og Iáta rannsaka hana. Afar-
mikil hætta stafar af því, ef mjólk
er blönduð vatni, sem spilt er af gerl-
um, auk þess, sem þar er um almenn
svik að tefla. Reynsla hefir feng-
ist fyrir því, að svikin mjólk heíir
verið höfð hér á boðstólum.
Enn fremur getur rannsóknastofan
tekið að sér rannsókn á allskonar
málmurn. Sérstök áherzla hefir verið
á það lögð að alfla sér áhalda til
gullrannsókna.
Ennfremur eiga læknaefni að fá
tilsögn- í efnafræði í rannsóknastof-
unni. Hingað til hafa þau ekki átt
kost á að nema efnafræði, annan veg
en af bókum við læknaskólann. Hér
eftir gera þeir efnafræðilegar tilraun-
ir sjálfir, og er búist við, að til þess
verði varið þrem klukkustundum tvis-
var til þrisvar á viku, um sex mán-
aða tíma. Á þeirri kenslu verður
byrjað eftir nýárið nú í vetur. Svo
er til stofnað, að læknaefni verði eins
vel að sér í efnafræði hér við lækna-
skólann, eins og við háskólann í
Kaupmannahöfn. Útbúnaður rann-
sóknastofunnar segir verkfræðingur-
inn, að sé að flestu leyti vel viðun-
anlegur. Sumt vantar samt enn t.
d. góða smásjá. Lækuarnir hér hafa
hug á, að rannsóknastofan geti, líkt
og samskonar stofnanir í öðrum lönd-
um, veitt læknum aðstoð við að ganga
úr skugga um ýmsa næma sjúkdóma.
Enn það verður ekki án smásjár.
Eins og áður er sagt, er gas not-
að í rannsóknastofunni til lýsingar
og hitunar við rannsóknirnar. Gas-
stöðin er í kofa rétt hjá húsinu. Gasið
er loft, sem mettað er með bensín-
gufu, og veitt í járnpípum úr gas-
stöðinni um alla rannsóknastofuna.
Skrifstofur Búnaðarfélagsins á neðra
gólfi verða og lýstar þaðan.
Vatnsveita er í húsinu, vatninu
ausið með dælu úr Skálholtslindinni
í kassa á hæstalofti hússins, og veitt
þaðan um alt húsið, Af áhöldum
rannsóknastofunnar má nefna: rann-
sóknarvog, sem er svo nákvæm, að
hún sýnir þyngdarmun, sem nemur
einum fimm-miljónasta úr pundi; góð
áhöld til að rannsaka hitagildi elds-
neytis; ahöld til mjólkur og smjör-
rannsókna; og áhöld til þess að eim-
hreinsa vatn, þessi eru dýrust þeirra
áhalda, sem ætluð eru til sérstakra
rannsókna. Annars er þar aragrúi
af flöskum, glösum, ýmiskonar skál-
um, deiglum úr postulíni og platínu
o. s. frv.
Af ýmsum efnum og efnasambönd-
um hefir rannsóknastofan eignast á
þriðja hundrað. Sömuleiðis vísi til
bókasafns um efnafræði, bækur keypt-
ar fyrir nálægt fjögur hundruð krón-
ur. En helzti lítið þykir forstöðu-
manni vera til af þeim, þó að hið
allra nauðsynlegasta sé fengið.
Með stofnun efnarannsóknastofunn-
ar hefir þjóð vor sjálfsagt stigið langt
spor í menningaráttina. Síðan er áhugi
vaknaði með þjóð vorri, á því að færa
sér verulega í nyt landbúnaðarþekk-
ingu annara þjóða, hefir þörfin á
henni vorið mjög brýn. Auk þess,
sem gagnið af henni verður vafalaust
með margvíslegum öðrum hætti, eins
og lauslega hefir verið bent á hér að
framan.
Skipskaðar
urðu á Eyrarbakka aðfaranótt 13
þ. m. Rak tvö skip þar upp. Ann-
að kaupfar til ól. kaupm. Árnasonar
á Stokkseyri. Hitt gufubáturinn
,,Njáll.“ Hann hafði rekið á land
en ekki brotnað mikið. Von um að
hann náist út aftur.
Bátar skemdust mikið á Eyrar-
bakka í sama veðrinu. 13 opin skip
kvað hafa brotnað þar alls og 17 á
Stokkseyri.
Ennfremur urðu skaðar í Hafnar-
firði í sama ofviðrinu. Gufuskip Ág.
Flygenrings kaupm. rakst þar á
fiskiskútu á höfninni.
Frózt hefir, að húsaskemdir haíi
orðið víða í Ölfusi.
Kirkjan á Odda færðist af grunni
um 2 þuml.
Bíldudalslæknishérað
er veitt Þorbirni Þórðarsyni,
héraðsl. í Nauteyrarhéraði.