Fjallkonan - 01.02.1907, Síða 3
FJALLKONAN
19
Frá útlöudum.
Khöfn 16. jan. 1007.
Flskireiðar rið ísland.
Um það hefir kapteinn Schack, sá
er fyrrum var höfuðsmaður á Heklu,
ritað grein i timaritið: „D insk Tid-
gkrift“. Getur hann þar ráða þeirra,
er hann telur nauðsynleg, til þess
að koma í veg fyrir yfirgang erlendra
fiskimanna, og eru þau þessi:
Að endurskoðuð verði ýms íslenzk
lög, er snerta fiskiveiðar og gerð
hagstæðari landsmönnum, en hin nú-
gildandi. Samvinna milli íslands og
Danmerkur. Hjálp frá ríkisins hálfu
tii þess að gæta stranglega ákvæða
laganna svo að ekki verði hægt að
fara augljóslega í kring um þau —
meðal annars með fullkomnari strand-
vörnum, fjárframlögum frá Islandi og
Danmörku, til þess að koma því á
laggirnar. Hann fór allmörgum orð-
um um veiðar Norðmanna sérstak-
lega síldveiðina. Telur hann nauðsyn-
legt að haft sé betra eítirlit með
framferði þeirra en nú er gert og
jafnvel að varðskip væri við aðal-
stöð þeirra um aðal veiðitímann og
héldi þeim með valdi í skefjum eiok-
um þar sem engin lögregla sé í landi.
Pví vill hann og herða ákvæðin um
rétt innborinna manna og einkum
búa vel um hnútana að því er bú-
setuna snertir, þar sem henni fylgi
svo mörg réttindi, svo að hægt sé
að hafa hendur í hári þeirra manna,
er að eins búsetja sig í því skyni
að vera leppir fyrir útlend fyrirtæki,
eða til þess að geta notið þeirra
réttinda, er búsetunni fylgja, til þess
að auka haguaðinn af atvinnu sinni.
Yfirleitt er greinin góðviljuð í okk-
ar garð, en hefir þó sama keim og
flest er frá Dönum kemur að þeir
hafi meiri rétt til auðsuppsprettna
landsins en aðrir útlendingar og
hann virðist jafnvel vilja gera þeim
jafnhátt undir höfði sem landsmönn-
um sjálfum — Það er „jafnretti
þegnanna-* sem altaf er haft að yfir-
varpi til þess að gefa Dönum og
Dönsku fé þau sérréttindi á íslandi
er gert getur atvinnulifi voru og
velmegun meira tjón, eu grasbrest-
ur eða fiskileysi.
Páíinu og Clemenseau. —
Verkmannamálið.
Þar var frá horfið í síðasta frétta-
pistli er vonlaust þótti um samkomu
lag með stjórn hins frakkneska lýð-
veldis og páfanum um stöðu kaþólsku
kirkjunnar þar í landi. Sú varð líka
raunin á að engum sættum var þar
á komið. 11. dec. gengu lögin í
gildi og þann dag skyldi ríkið ai-
gerlega taka við yfirráðum yfir kirkj-
um, biskupsstólum og eignum þeirra.
Nokkrir biskupar, er eigi vildu með
fúsum vilja flytja frá stólnum, voru
bornir út af lögreglunni. Hjá aðal-
biskupnum í París var gerð hús-
rannsókn, fundust hjá honum ýms
skjöl, er vorn gerð upptæk og sagt
er að komi ýmsu því upp um afskifti
páfa af frönskum kirkjumálum og
afstöðu hans gagnvart lýðveldum er
betra hefði verið fyrir hann að kyrt
hefði legið. Yar biskupi þessum því
næst vísað úr landi og flutti lögregl-
an hann til landamæranna. Clem-
enceau hinn nýji og ötuli forsætis-
ráðherra er og hefir ávalt verið svar-
in óvinur klerkavaldsins. Síðasta til-
tæki hans til þess að afmá allan trú-
arblæ af ríkisstjórninni er, að breyta
áletrun þeirri, sem er á frönskum
guilpeningum. Á þeim hefir hingað
til staðið: „Guð verndi Frakkland,"
en nú skal í þess stað koma: „frelsi
jafnrétti, bróðerni." — Auk þess,
hcfir ráðaneyti þetta í undirbúningi
ýmsar stórar umbætur svo sem að
takmarka dómsvald herréttanna og
tryggja liðsmenn sem bezt fyrir yfir-
gangi og ranglæti af hálfu yfirmann-
anna; enn fremur ýms lög er bæta
kjör verkmanna ogtryggja rétt þeirra.
Má þar til telja að stjórnin hefir af-
ráðið að leggja til að framvegis
njóti þeir menn, er taka upp vinnu
þar sem verkamenn hafa gert verk-
fall, ekki neinnar sérstakrar vernd
ar af hendi lögreglunnar og falla
skuli niður refsingar þær er lagðar
eru við móðganir og árásir á slíka
menn að svo miklu leyti sem þær
ríða ekki i bága við hina almennn
löggjöf um persónulegt frelsi og
réttindi. — Yerði þetta að lögum
sem líklegt er, þá hafa verkamenn
ekki aðeins fengið fulla viðurkenn-
ingu ríkis fyrir því að félagsskapur
og verkföll séu réttmæt heldur standa
þeir og mun betur að vígi í barátt-
unni við vinnuveitendur.
Verkmannamálið í Svíþjðð.
Hér að framai er þess getið hvern-
ig bin franska stjórn tekur í það
mál, en þvi miður er ekkert land
hér í álfu komið jafn langt á veg
að því er verkmannalöggjöf snertir
sem Frakkland. Þar voru til dæm-
is í fyrra samþykkt ellistyrktarlög
er tryggja hverjum verkmanni, er
orðin er óvinnufær fyrir ellisakir, svo
mikið fé, sem honum er nauðsynlegt
til lífsuppeldis. Yer ríkið árlega til
þess mörgum tugnm miljóna króna.
Jafnframt hafa þeir og fengið lög
um ábyrgð gegn slysum við vinnu
og fieira 1 þá átt. — En þó eigi sé
annarstaðar jafn langt komið, þá
tekst þó verkamönnum um þessar
mundir í flestum löndum að bæta
kjör sín þó hægt fari og við ramm-
an reip sé að draga, eiga þeir það
sérstaklega félagsskap sín á milli að
þakka. Sá félagsskapur er nú við-
ast hvar kominn svo langt að meiri
hluti verkmanna, er í félögum er,
mynda eitt alsherjar bandalag, er
nær yfir allt landið, og auk þess
standa að vissu leiti í sambandi við
bandalögin í öðrum löndum. — Það
má nærri geta að vinnuveitendur lita
ekki hýru auga til þessa félagsskap-
ar er alla jafnan neyðir þá til að
bæta kjör (hækka laun, stytta vinnu-
tíma o. fl.) verkmanna, hafa þeir því
myndað samskonar landsfélög til
þess að geta betur veitt mótspyrnu;
jafnframt hafa þeir og á ýmsar lund-
ir reynt að hindra félagsskap verk-
manna bæði með því að neita að
veita vinnu mönnum er þátt tækju
í slíkum félagsskap og á ýmsan ann-
an hátt. — í samningi þeim, sem er
milli verkamannabandalagsins í Sví-
þjóð og aðalfélags vinnuveitenda er
svo ákveðið að þeim (vinnuveitend-
um) skuli frjálst að taka mann í
vinnu í hvaða verkmannafélagi sem
hann sé og þó hann sé í engu, að
þeim skuli heimilt að haga vinnu-
skiftingunni og vinnustjórninni svo
sem þeim sýnist og segja hverjum
þeim manni upp vinnu er þeir vilja,
án þess að til þess þurfi að vera
nokkur sérstök ástæða. Þessa grein
vilja verkamenn fá burtu felda, þar
sem hún sé notuð til þess að segja
hverjnm þeim manni upp, sem er í
verkmannafélagi nær sem hægt er að
fá mann sem er utan þess félags-
skapar i hans stað, sé hún því afar-
hættuleg fyrir vöxt og viðgang fé-
lagsskapar þeirra á meðal enda til
þess ætluð að baka honum hnekki,
en vinnuveitendur vilja með engu
móti undan láta. Samt hafði tekist,
eftir mikla vafninga og samkomu-
lagstilraunir, að miðla þannig mál-
um að yfirstiórn verkmannafélagsins
áleit rétt að taka því eftir því sem
sakir stóðu, var í henni sú íviluun
gerð vorkmönnum, að þeir skyldu
hafa dálítinn meðatkvæðisrétt um
hvenær segja mætti manni upp vinnu,
en sýnilegt var þó að það hlyti að
koma að litlum notum ef vinnuveit-
endur vildu beita harðýðgi, enda
neituðu félög þau er sérstaklega
hafa barist fyrir afnámi greinar þess-
arar, að ganga aðþessu boði. En það
vildu vinnuveitendur eigi láta þeim
haldast uppi og hafa þeir nú stefnt
til alsherjarfundar í Stokkhólmi þar
sem gera skal út um til hverra ráða
skuli taka til þess að kúga félög
þessi til hlýðni. Eru helst líkur til
að endirinn verði alsherjar verkbann
er geri 60,000—70,000 manna at-
vinnulausa — nú um háveturinn. Það
er fátæktin og sulturinn, sem á að
kenna verkamönnum auðsveipni.
Háskólapróf.
Sigurður Sigtryggsson hefir tekið
fyrri hluta málfræðisprófs (Ensku)
með 1. einkunn.
í leikliúsi yestiiu liafs.
[Framh.]
Allir áhorfendurnir grjétu fögrum
tárum, þegar hann gckk til hennar,
en umsjónarmennirnir reyndu enn að
aftra honum. í því kom fram á
leiksviðið þreklegur maður, rudda-
legur og ófrýnn. Hann þreif um
ú'iflið stúlkunnar og kallaði með þrum
andi röddu: „Hvað eiga þessi ólæti
að þýða í miðjum leiknum? ég
er fóstri barnsins, ég sé fyrir henni
að öllu leyti og getur hún þá heimt-
að meira.“ „Eg vil fara til pabba
míns,“ sagði stúlkan grátandi. „Þú
skalt líka koma með méru, sagði fað-
ir hennar, og teygði sig eftir henni.
„Aldreí!“ hrópaði gamli maðurinn af
leiksviðinu og dró hana með sér aft-
ar á sviðið. Aumingja maðurinn
hafði ekki litið af barninu sínu frá
því að hann sá það fyrst, en sneri
sér nú að fjöldanum með þessum orð-
um. „Góðir menn og bræður, það
er dóttir mín, sem þessi maður tek-
ur frá mér. Móðir hennar hvarf
fyrir tveimur árum, með leikara, þau
tóku með sér einkabarn okkar og
eg hefl aldrei getað komist á snoð-
ir um hvar þau voru niður komin.
En nú finn eg barn mitt af tilvilj-
un og nú er mér neitað — —“
í þessu heyrðist dunandi rödd frá
fremsta bekknum á miðgólfi og aldr-
aður maður reis upp. í augum hans
blikuðu tvö stór tár, og það var auð-
séð að þessi harðlegi öldungur vikn-
aði ekki af engu. Hann braust um
kreppti bnefana benti hægri hendi
á leiksviðið og kallaði: „Fáið hon-
um dóttur sína tafarlaust ellegar. .“
Allt varð í uppuámi, konurnar
grétu og karlmennirnir æptu einum
raunni: „Fáðu honum stúlkuna! Hann
á hana með réttu! Láttu barnið
fara með föður sínum! Þú mátt
skammast þín þrjóturinn þinn!“
Hann gaf þessu engan gaum og
urðu þá köllin harðari og ógnandi.
„Berjum hann, berjum hann, þorp-
arann “
í því bili stökk leikhússtjórinn inn
á leiksviðið. Hann bandaði á móti
áheyreDdunum til þess að koma á
kyrð. „Háttvirtu áhorfendur,“ sagði
hann. „Eg á enga sök í þessu, ég
hefi séð hvað í efni er og eg full-
vissa yður um að mig tekur það
sárt. Slíkt hefði ekki viðgengist í
mínum flokki með mínu samþykki
og mér gremst mjög að hafa ekki
vitað hvernig á þessu barni stóð.
En nú vil ég gjöra gott úr öllu.
Félagar mínir, sem eru göfugir og
mentaðir listamenn, munu ekki láta
það við gangast að Helena litla sé
á leiksviðinu fyrst svona stendur á.
Barnið verður afhent föður sínum.“
Því næst tók hann barnið og rétti
það varlega fram af leiksviðinu í fang
föður þess. — Það heyrðist djúpur
andardráttur eins og steini væri létt
af brjóstum mannfjöldans. Augu
föðursins ljómuðu af fögnuði og hann
kallaði upp : „Iunilegustu þakkir frúr
og menn. Eg er hamingjusamur
maður að hafa fundið barn mitt.“
Hann sneri sér við og þrammaði út
og bar á handlegg sér þennan dýr-
mæta fund niður marmaiatröppurn-
ar og út í kyrð næturinnar.
Leikhússtjórninn hélt áfram máli
sínu. Hann hélt að það væri rétt-
ast gagnvart áhorfendunum að láta
hér staðar numið og vonaði að þeir
væru ánægðir við hann. Mannfjöld-
inu dreyfðist út um borgina í hátíð-
legri kyrð, sannfærðir um að hafa
séð þann atburð mannlífsins, sem
bað er lifað en sjaldan leikið. Þetta
var kvöld sem enginn þeirra hefði
viljað vera án.
* /
* *
„Hvernig fórst rnér þegar ég gekk
út með ste!puna?“ spurði faðirinn
þegar hann sat hálfum tíma síðar
við skál í veitingahúsinu ineð leik-
hússíjóranum og fóstranum. „Ágæt-
lega, ágætlega, lagsmaður," svöruðu
þeir báðir. „Þú stóðst þig ágætlega
og okkur tókst öllum prýðisvel, og
stelpunni prýðilega. Tár komu nærri
fram í augun á mér, þegar eg horfði
á hana. Hún verður góð leikkona
„Það er gremjulegt,“ bætti hann við
„að þetta verður ekki leikið nema
einu sinni í hverri borg, en athug-
aðu nú dagskrána á morgun, því að
þá verður þó húsfyllir.
(Lauslega snúið úr dönsku).
„Bjarmi,
kristilegt heimilisblað,“. heitir nýtt
blað, er „hlutafélag í B,eykjavík“
gefur út. „Aðalhlutverk þess er í
fæstum orðum það, að vekja hjá
leikmönnum þjóðar vorrar Ijósa og
lifandi meðvitund um, hvað þeim ber
að gjöra fyrir sitt leyti, til þess að
sönn trú og siðgæði lifi og blómg-
ist meðal þjóðar vorrar.“ Blaðið
kemur út tvisvar í mánuði og kost-
ar hálfa aðra krónu. Ritstjóri er
Bjarni Jónsson kennari. (Njálsg. 33).