Fjallkonan


Fjallkonan - 19.07.1907, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 19.07.1907, Blaðsíða 1
XXIV. ár Reykjavík, 19. .júlí 1907 Nr. 29 [íé Kjerulf lánir. Yesturgötu 22. Fr. Nielsen íi Co. Alþingi. Prumvarp til laga um gjafsóknir m. m. Niels Julsgade 1 Köbenhavn K. selur allar íslenzkar vörur við hœsta verði og útvegar allar útlendar vörur gegn lcegsta verði. Sanngjörn umboðslaun. Heima virka daga frá 'M. 10—11 f. m. og 2—3 e. m. Fábjánar — áfengi. Fábjánar eru þeir kallaðir alrnent, þar sem skynsemi og annnar þroski vitundarlifsins er á mjög lágu stigi. Sjúkleika þenna taka þessir aumingjar annaðhvort þegar í móðurlífi eða rétt eftir fæðingu. A lægsta stigi eru fá- bjánar gjörsamlega ómóttækilegir fyrir öllum utan-aðkomandi áhrifum. Þeir geta ekkert lært, vita aldrei, hvar þeir eru, þekkja engan þeirra, er daglega >er með þá. Engin skynjun eða nokk- ur eiginleg sjálfs(með)vitund. Sveiflur í vitundarlífinu eru engar, engin sorg eða gleði, engin gremja eða ánægja. Þeim er alveg sama, hvort þeir liggja í hreinum rúmum eða mesta sóða- skap. Fæðuna þekkja þeir ekki. Þeir gleypa eins gráðuglega kalk og möl Og sykur og brauð, tuskur, málma og tré alveg eins ákaft og bezta mat. Mál læra þeir ekkert, að standa og að ganga læra þeir mjög seint og mjög oft aldrei. Sumir eru á stöðugu iði, velta sér fram og aftur, skríða og nugga sér sitt á hvað. Sjúga á sér fingurna, -smvrja sig með munnvatni og óhrein- indum; þeir ýlfra oft líkt og hvolpar, gelta, væla og hrína. Hér um bil svona eru þeir lökustu. Sumir eru nokkuð betur þroskaðir, geta lært einstöku orð, þekkja ein- .stöku menn, þekkja matinn o. s. frv. Einnig eru þeir venjulega meira eða minna »vanskapaðir« ; suma vant- ar eyrun. á sumum er gómurinn klofinn, höfuð langt, iíkt og á hundi, apa, eða hinum og þessum öðrnm •dýrum. Eg get varla hugsað mér nokkurn stað, þar sem manni þykir jafn ógeð- felt að koma, og á fábjánahæli. Sá »andlegi« og líkamlegi óskapnaour, er ber þar fyrir augu manns, hefir óafmáanleg áhrif. Einhver ógeðfeld- ur hrollur fer um mann, þegar bauga- ■ brot og skjaldaskrífli mannfélagsins er safnað þarna saman í hrúgu fyrir augum manns. En hvað er að sjá þessa aumingja og hjúkra þeim í samanburði við það, að vera svo ólánssamur að eiga þá eða eignast þá. Það er hreinn og beinn likamskross fyrir þá foreldra, er eiga þessa aum- ingja, auk þeirra óþæginda, er það hefir í för með sér fyrir vitundarlífið. Hvernig stendur á þessum sjúkleika? Fábjáni er mjög oft seinasti liður- inn úrkynjaðra ætta. Meldermuth telst svo til, að hér urn bil 70 af hundraði sé erft. Auk þess eru ýmsar aðrar orsakir: sjúkdómar á fyrstu æskuárum, t. d. taugaveiki, tæring, skarlatssótt, mislingar o. s. frv. Erfiðar fæðingar og meiðsl. En eins og áður er getið, er lang- fiest, 70 af hundraði, erft. Af þessum 70 af hundraði er meir en helmingur orsakað af drykkjuskap foreldranna. Af þúsund fábjánum telst (Bourneville) svo til, að 470 eigi drykkfelda feður, 90 drykkfelda móð- móður og 60—70 báða foreldra. Prófessor Forel hefir rannsakað mjög nákvæmlega fábjána í Sviss. Þar er óvenjumikið af fábjánum, og hann fann, að þeir eru -flestir fæddir á sömu mánuðum, er stendur nákvæmlega heima við, að þeir koma undir á þjóð- hátíð Svissara, sem er, eftir því sem mig minnir, haust og vor. Þá er afar- mikið drukkið. Það virðist vera áþreifanlegur sann- leiki, að meira en helmingur fábjána komi undir í »fylliríi«, eða drykkju- skapurinn sé bæði beinlínis og óbein- línis orsökin. Það hlýtur lika svo að vera, afþví að áfengið eitrar og sýkir hverja einustu frumlu líkamans. Nú er taugakerfið óvenjulega fíngert, og hver smáskemd á því getur haft svo skaðlegar og miklar afleiðingar. Fábjánar eru nú að miklum mun afleiðing óreglunnar. Högsunarleysi föður og móður og sjúkleiki þeirra býr þeim sjálfum þenna kross oft og einatt, einhver með allra erfiðustu byrðum fyrir móður og föð- ur. Menn skyldu ætla, að það væru fleiri fábjánar en er, ef áhrif áfengis- ins væru í raun og veru jafnskaðleg af- komendum eins og sagt er, því að mjög er það alment, að girndir vaxa við vín-nautn, og er vínið einatt meðal til þess að komast yfir kouur og »veiða menn.« En náttúran gerir nokkuð sjálf til þess að minka það tjón, er stafar af slikum samförum. Afengiseitrunin hefir þau áhrif á fjölda manna, að þeir verði ónýtir (impotent) meðan eitranin er sem sterkust. — Er hægt að gera nokkuð til þess að fyrirbyggja það böl einstaklinga og þjóðarmein, er stafar af fábjánum ? Þeð er ekki hægt að lækna fábjána. Það hefir verið reynt ýmislegt, skera upp höfuðið, en það er (hér um bil) árangurslaust. Það verður hér eins og annarsstaðar að reyna að útrýma aðalorsokinni. Það er ómögu- legt að gera við skemdum þeim, er í taugakerfinu orsakast af henni og öðr- um þungum sjúkdómum. En aðalor- sökin, er býr til flesta fdbjána er ájengis- nautnin, og hana er hægt að uppræta. Eg get ekki hugsað mér neinn skugga dimmari hvila á stundarlifi einstak- lingsins en þann, að geta, og hljóta að kenna sjálfum sér um, að afkom- endur manns verði Jábjánar eða úr- kynjaðir aumingjar. Aður gat eg þess, hversu ógeðs- lega sjón gæti að lita, þegar komið væri inn á fábjánahælin. En þegar inn í drykkjukróna er komið, hvað ber þá fyrir augun? Þar má sjá brotin borð og blá augu, menn, sem eigi eru fábjánar fæddir, ekki fábjánar af »guðs náð«, heldur af áhrifum vín- guðsins. Þar má heyra hávaða og róstur og illyrði, sjálfshól hóflaust, á- flog og skammir, lausmælgi, fjársóun og ótal margar aðrar myndir mann- legra galla og mannlegrar eymdar. Svo koma húsfeðurnir heim, örþrif- ráða af féleysi, til konunnar, sem kúr- ir heima, illa til fara í fátæku hreysi, með veikluð, mögur, óhrein og illa uppalin börn. Þessir feður, þessir borgarar þjóð- félagsins, eru feður eða forfeðnr mik- ils hluta fábjánanna og aumingjanna, sem eg hefi áður lýst. Imynd fábjánahælanna birtist, að vísu minkuð nokkuð, á drykkjukrón- um. Þetta á alstaðar við, sumstaðar að meira og sumstaðar að minna leyti. »Róttækasta böl Norðurálfunnar er áfengisnautnin,* segir merkasti geð- veikralæknir vorra tíma, Kraepelin, prófessor í Mtinchen. Þ. Sv. Ferðamenn. Staddir eru hér í bænum Þorvald- ur Pálsson læknir úr Hornafirði, síra Sigurður Sívertsen Hofi í Vopnafirði, Jón próf. Jónsson að Stafafelli og sr. Pétur Jónsson prestur að Kálfafells- stað (bróðir síra Brynjólfs á Ólafs- völlum) o. fl. Stjórnin hefir lagt fyrir alþingi laga- frumvarp um afnám þess réttar, er embættismenn hafa haft til þess að fá gjafsóknir í málum, sem þeim er boðið að höfða. Þetta hefir einkum verið títt, þegar embættismönnum hefir í ræðu eða riti verið borið eitt- hvað það á brýn, er skerðir virðingu þeirra í almenningsálitinu. Þá má skylda þá til þess að höfða mál (sbr. tilsk. 27. sept. 1799, 11. gr.). Nú fer frumvarpið fram á það, að þessi réttur til gjafsóknar (og þar með skylda til málshöfðunar) falli úr gildi. Annað nýmæli í þessu frumvarpi er það, að veita megi þeim gjafsókn, er þurfi að fá skipaðan setudómara í máli. Þessa fyrirmælis hefir lengi ver- ið saknað. Hingað til hefir reglan verið sú, að sá hefir orðið að fá setu- dómara skipaðan á sinn kostnað, er hans hefir þurft. Hefir þetta fyrir- komulag einatt gjört mönnum afar- erfitt, stundum enda ómögulegt, að ná rétti sínum sakir fátæktar. Þær tak- markanir eru þó settar fyrir þessum gjafsóknarrétti, að málstaður gjafsókn- arbeiðanda virðist vera góður, að deiluefnið sé áríðandi fyrir hann og að mál hans geti ekki fengið fram- gang, nema hann fái skipaðan setu- dómara. Sú nefnd (H. Þ., B. B. og Ól. Br.) er kosin hefir verið í neðri deild í þetta mál hefir eindregið ráðið deild- inni til þess að samþykkja frumvarp- ið og má ganga að því vísu, að svo verði gert. ILagaskólamáliö. Breyting á lögum 4. marz 1904 um stofnun lagaskóla var til umræðu í negri deild í gær. Nefndin (Jón Magn., L. H. B. og Sk. Th.) hafði klofnað. Minni hlut- inn (Sk. Th.) vildi láta sitja við lögin 1904, en eftir þeim átti einn fast- ur kennari að vera við skólann og svo áttu yfirdómararnir að kenna. Auk þess mátti verja dálitlu til tíma- kenslu. Þetta fyrirkomulag taldi meiri hluti nefndarinnar (J. M. og L. H. B.) með öllu óviðunanlegt. Umræður urðu langar um málið við 2. umræðu í neðri deild. Með laga- breytingunni töluðu ráðherrann, Jón Magnússon, Lárus H. Bjarnarson, Guðl. Guðm., en móti Skúli Thoroddsen, Björn Bjarnarson, Þórhallur Bjarnarson og Stefán Stefánsson. Frumvarp stjórn- arinnar, sem í öllum aðalatriðum var eins og nefndin hafði farið fram á, marðist í gegn um deildina og til 3. umræðu. Landsbókasajns-humvíxrpið komið í gegn um efri deild. Þar vildi minni hlutinn (Dr. Valtýr) fresta málinu til næsta þings, en meiri hlutinn (B. M. Ólsen og Jón Jakobsson) mæltu með

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.