Heimdallur - 01.03.1884, Qupperneq 2

Heimdallur - 01.03.1884, Qupperneq 2
34 Um Georg Brandes. | Eptir Hannea Hafstein. Gcorg Brandcs cr sá maður, scm Norðuilönd fyrst og fremst eiga að þakka þá andlegu hreifingu, l sem gengið hefur yfir þau síðan um árið 1870. | Flestallir hinir yngri og bctri rithöfundar Norður- ; landa eiga honum meira og minna upp að unna; liann hefur haldið upp fána frjálsrar hugsunar og frjálsrar rannsóknar, og fremstur í flokki reynt að veita hinum miklu, andlegu straumum álf- unnar inn á land sitt, og setja það í samband við | liinar alþjóðlegu menntir. Hann er enn maður á bezta aldri, víðfrægur um Evrópu sem ágætur rit- höfundur, virtur og mikils metinn af flestum hinum skynsamari löndum sínum, og níddur og bakbitinn j af hinum. sem fylgja þeim mönnum, sem Brandes j hefur dregið duluna af mörgum hverjum. Hann er fæddur í Kaupmannahöfn 4. d. febr- úarm. 1842 af kaupmannaætt, og er af gyðingakyni. Hannvarð stúdent 17 ára gamall, með ágætiseink- unn, og stundaði síðan lögfræði á þriðja ár. en hvarf svo frá því námi, og tók að stunda heimspeki og fagurfræði (æsthetik), cða öllu fremur gaf sig þá allan að þeim stundunum. því að hannhafði frá blautu barnsbeini verið mjög hneigður til skáldmennta, og lagt kapp á þær; tók hann magistorspróf í fagurfræði árið 1864, og fjekk þá einnig ágætiseinkunn. Fram yfir tvítugt hafði hann verið mjög gagntekinn af kristinni trú, og hafði eldheit sannleiksleitun og þrá eptir Ijósri þekkingu á öllu valdið honum mik- illar sálarbaráttu. Dagbækur hans frá þeim tíma, < sem höfundur þessarar greinar hefur verið svo hepp- inn að fá að líta í, sýna, hve þungt trúin hefur | legið honum á hjarta. Auk ótrúlega mikils, sem j hann komst yfir að lesa á hverjum degi, las hann > á hverjum degi í bibhunni. Hinar ströngu sjálfs- rannsóknir, sem hann hefur lagt á sig, lýsa vel lunderni lians, og sýna hve ríkt það hofur verið í ) skapi hans, að vera sannur í öllu, og afla sjer sjálf- j stæðrar, frumlegrar þekkingar, og hvo sam- vizkusamur hann hefur þegar vcrið viðvíkjandi hugs- ' unurn sínum og sálarmenntun. Lítið dæmi þcssa er það, að þegar hann, 21 árs gamall, vann gull- j medalíu háskólans fyrir ritgjörð um forlagatrúna í harmleikjum Forngrikkja, er hann að ásaka sig í dagbókum sínum um, að vera kunni, að hann hafi > skrifað eitthvað í ritgjörðinni fremur til þess að fá medalíuna, heldur en stranglega samkvæmt sínum frumlegu skoðunum, sem dómendum ekki mundi j líka. þessar sjálfsrannsóknir hafa sjálfsagt stuðlað > til að leggja grundvöll fyrir hinni skarpvitru sálar- \ fræðisþekkingu, sem hann síðan hefur aflað sjer. - Aldavinur hans, Bröchner háskólakennari, leiðbeindi \ hugsunum hans, og þegar hann hafði lesið rit spek- j ingsins Spinoza, hrundi grundvöllurinn undan því, j sem hann áður hafði trúað. Ný áköf barátta byrjaði > þá í sál hans til þess að afla sjer sjálfstæðrar lífs- jj skoðanar í staðinn, og fyrir frjálsa hugsan og stund- j an þýskrar heimspeki, sjerstaklega kenninga Feuer- j bachs, komst hann loksins um 1865 að þeirri lífs- > skoðun, sem hann enn hefur að mestu óbreytta. ' l>6 færðist hún mjög út og styrktist á árunum j 1865-70, þegar hann sökkti sjer niðrí hina nýju j heimspoki Englendinga, (Stuart Mill), og fagur- ' fræði Frakka (Taine). Hann hafði farið ýmsar utanferðir á því tíma- ; bili, og ritað ýmislegt fagurfræðilegs efnis, teldð á- j kafan þátt í ritdeilu þeirri um trúarheimspeki Ras- j musar Nielsens háskólakennara, sem varð til að ríða j henni að fullu; hann hafði lagt út bók Stuarts j Mills um »kúgun kvenna», og ritað um kvennfrelsið, / og árið 1870 vann hann doktorsnafnbót fyrir á- j gæta ritgjörð um fagurfræði Frakka nú á dögum, j þ. e. kenningu Taine’s. J>egar því var lokið, fór j hann enn utan, langa ferð, og dvaldi í mörgum j löndum, bæði í París, Róm og London; hitti hann þá og kynntist mörgum helztu vísindamönnum .álf- j unnar, og stundaði æ af mesta kappi fræði sína. j Á þessari ferð varð honum að öllu ljós staða sín > gagnvart ástandinu heima hjá honum. Hann hafði > margt á móti því að segja, og þá fyrst og fremst bók- menntunum eða öllu heldur bókmenntaleysi, því að um þærmundir var allt dottið í dúnalogn í Danmörku, t og sem postuli hinnar sálarfræðislegu sagnfræði vissi j hann, að umbrot frelsisandans sjást bezt í bók- j menntum hvers tímabils, því höfuðöldur þeirra spegla allar framfarir í sál þjóðanna, og ef bókmenntirnar j standa í stað og þynnast upp. er það órækasti vottur þess, að þjóðin er í apturför og andlegum dauða. Og Danir og Norðurlönd voru enn að svamla í apturkastinu gegn frelsishreifingum 18. } aldarinnar, sem myndazt hafði í stórlöndunum í byrjun þessarar aldar, en fyrir löngu var um garð gengið þar, bæði í trúarefnum og skáldskap. Hon- j

x

Heimdallur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.