Heimdallur - 01.03.1884, Blaðsíða 3
35
■ um fannst «ekki lengur lífvænt á þeim uppvelgda
í graut, sem lýriskir ljóðsmiðir og alllítilfjörlegir blað-
> snápar altaf báru á borð», og þótti því «tími til
í kominn, að hefja á ný þær tvær miklu aðalhugsanir
aldarinnar sem leið, sem voru: frjáls rannsókn í
vísindunum og þarmeð trúarfræðinni, og í skáld-
skapnum frjáls vnxtur og viðgangur hins mann-
\ lega.»
fegar er hann kom heim, hóf hann stríðið.
Á örstuttum tíma bjó hann sjer til grindina í hið
mikla og fræga verk, sem hann lauk fyrst í fyrir-
lestrum sínum í fyrra, sem- enn eru óútkomnir.
þJað heitir *Höfuðstraumar í bókmenntum nítjándu
; aldar,» og er í 6 deildum. Aðalhugsun þess er að
sýna. hvernig apturkastsalda reis í byrjun aldar-
í innar móti menntum 18. aldar, færðist yfir þýzka-
land, Frakkland og England, brotnaði jtar á Byron, sneri
aptur, og varð að nýjum frjálsari og frjálsari straum-
um. Danir höfðu að eins tekið þátt í apturkastinu,
ekki í undanfara þess, framkastinu, og sátu enn ísúp-
; unni, enda fengu þeir að heyra ýmsan beizkan sann-
■ leikahjá honum. Hann byrjaði fyrirlestra sína 3. nóv-
ember 1871. Menn þustu svo að til að heyra þá, að
í fádæmum sætti, en öll blöðin rjeðust á Brandes með
| mestu ákefð, til þess að kúgahreifinguna í fæðingunni.
Kitdeilan varð afarhörð. Hinir yngri fræðimenn og
\ skáld gengu í lið Brandesar, og margir af eldri mönn-
í um einnig. Nýtt skáldakyn reis upp, vakið af kenn-
ingum hans. í Noregi breyttist stefna stórskáldanna
í Björnsons og Ibsens. Björnson hefur opinberlega lýst
; yfir, hve mikið hann eigi Brandesi að þakka, og Ibsen
< er vinur hans.
far eð hann talaði móti öllu hinu «gamla og
rotna» var auðvelt að finna orð og glógur til þess
að slengja fram á móti honum. Hinir *national-
líberölu» báru á hann allt illt. Fyrir utan allar
persónulegar árásir báru menn honum á brýn, að
hann vildi kæfa þjóðerni Dana, og gjöra þá útlenda,
að hann smánaði bókmenntir þeirra, o. s. frv.
Brandes ritaði 1872 dálitla bók, *Forklaring og
i Forsvar» til varnar sjer, með því að öll blöð voru
! honum lokuð þá, nema eitt blað á Lálandi, og í
! henni segir hann meðal annars:» £>að sem menn í
deilunni við mig altaf eru að kalla «bókmenntir
; voram, er í rauninni alls ekki vorar bókmenntir,
»heldur bókmenntir feðra vorra. I>að eru orðin
tóm, að eigna oss þessar menntir. |>ær bókmenntir,
; sem vjer erfum frá fortíðinni og lesum, eru ekki
menntir sjálfra vor, heldur að eins þær, sem vjer
sjálfir framleiðum. Menn leggja mjer sjálfsagt
þessi orð líka út sem hroka, — mjer er sarna, jeg
stend við, að sjeu monn svo hæverskir að gjöra
alls ekkert, af einskærri virðingu fyrir því, sem for-
feðurnir hafa. gjört, þá eru menn of hæverskir».
(Vjer íslendingar hefðum 10m gott af að hugleiða
þetta). Litlu seinna í sömu bók segir hann: »Jeg
held jeg hafi ekki drýgt neina synd móti fortíðinni,
heldur hitt það, sem mörgum hefur búið í brjósti,
þegar jeg spyr: Hvað gjörum við svo? Jeg álít
nokkra óþolinmæði vera dyggð, af því að hún er
nauðsynleg til að halda fjöri í framförunum. Jeg
segi og stend við, að hver sem dyngir lofi yfir sína
eigin þjóð, og segir henni, að allt sje bezt njá henni,
gjorir henni mikinn ógreiða, hve mjög sem hann
rakar eldi að sinni eigin köku með því». pví
verður heldur ekki neitað, að það er ekki gott fyrir
almenn mannleg augu að sjá, hvað óþjóðlegt er í,
að mennta þjóð sína, benda á það, sem betra er og
rjettara, þótt hjá öðrum sje, og kenna löndum sín-
u m að þekkja heimsins miklu anda.
Ekki hvað minnst reyndu mótstöðumennirnir
að slá sig til riddara á því, að hann vildi hafa
hugsunarfrelsi í trúarefnum, til þess að hver ein-
stakur í þeim sem öðru gæti reynt að «afla sjer per-
sónulegrar, frumlegrar, upprunalegrar og eiginlegrar
sannfæringar, af því það væri sú eina sannfœring,
sem nokkuð væri í varið;» þeir nefndu hann trúar-
níðing, og var hann skoðaður «úalandiog úferjandb
af þeim sem valdið höfðu, og fylgifiskum þeirra.
Aptur var hann í miklum metum hjá flestum hinum
gömlu, góðu skáldum Dana, t. d. Chr. Winther, H.
C. Andersen, Paludan Miiller og Hauch, sem var
kennari í fagrufræði við háskólann, og hafði látið í
Ijós þá ósk, að hann yrði sinn eptirmaður. Hauch
dó 1871, og sótti Brandes þá um docentsem-
bætti í stað hans, en fjekk ekki einusinni svar.
Um haustið 1875 átti að fara að veita embættið,
og bjóða til keppni um það, en þegar frjettist að
Brandes ætlaði að taka þátt í henni, var hætt við
það, og hefur embættið enn eigi verið veitt. Honum
voru allir vegir til embætta lokaðir, og átti haun
í efnalegu tilliti erfitt uppdráttar. Hann gat valla
litið svo í neitt blað, að hann sæi ekki skammir um
, sig, og það óþvegnar; öll verk hans voru nídd heirna
en í útlöndum var hann orðinn frægur maður; rithans
voru nokkur kominá önnur mál, ogbuðust honum ýmsar