Heimdallur - 01.03.1884, Síða 4

Heimdallur - 01.03.1884, Síða 4
i > > > stöðuríútlöndum. fó vildi hami lengi vel ekld fara frá Danmörku. Iteyndar dvaldi hann árlegatímunum sam- an í I'yzkalandi, en hafði þó frá 74 á hendi með bróð- ursínum, Edvard Brandes, útgáfu og ritstjórn tímarits, sem hjet «Nítjánda öldin», og er eitthvert hiðbezta tímarit, sem út hefur komið í Danmörku, og með því að hann gat ei nje vildi frumsemja svo ótt, að hann gæti lifað á ritlaunum fyrir það, ásetti hann sjer að þýða útlendar bækur, og byrjaði hann það með því að leggja út sögur eptir frægt þýzkt skáld, Gottfried Keller. En ekki þoldu óvinir hans það heldur; blöðin ætluðu að ganga af göflunum yfir því, að bókin væri ósiðleg, (alveg tilhæfulaus uppspuni, sem sömu blöð síðar sögðu að hefði hlotið að myndast, vegna þess að G. Brandes hefði um hana fjallað). Hvað sem um það er, þeirri bók var svo tekið, að hann sá ekki fært að reyna þann veg frekar. Káðgjafi einn suðrí Vínarborg, sem Hrifinn var af ritum Brandesar, hafði boðið honum ^ að gjörast prófessor í fagurfræði þar syðra; enekkert hafði úr því orðið. Ásetti hann sjer nú að fara þess á vit; kom hann til Vínarborgar, og tók ráðgjafi þessi honum tveim höndum, og hjet honum enn embættinu. Brandes var á leið til Italíu, og skyldi veitingarbrjefið hitta hann þar. En þegar þangað kom, fjekk hann brjef um, að því miður væri ekki «nóg í kassanum» til þess, að hægt væri að veita embættið að svo stöddu. Eptir að það þannig var farið forgörðum, ásetti Brandes sjer að setjast að í Berlín, og gjörði það um haustið 1877. Eptir hans eigin sögn var hann þá von- daufur um, að komast þar áfram, með því að hann var útlendingur, og átti því við mikla erfiðleika að stríða, til þess að geta gjörzt rithöfundur á öðru máli enn sínu eigin. En það tókst betur öllum vonum. Honum var tekið mætavel. f>að er eigi fyrsta dæmi þess, að þ'jóðverjar taki móti afbragðsmönnum Dana, sem þeir kunna ekki að meta. Hann bjó þar á sjötta ár, og var í mjög miklum metum sem rithöfundur, því hann komst skjótt svo gjörsamlega inn í málið, að hann ritaði bækur sínar eins vel á þýzku og áður á dönsku. þ>ó skrifaði hann jafnan danskar útgáfur um leið. pegar hann fór heim aptur, stóð um hann grein í Parísarblaðinu «Figaro», og segir svo í henni: «Fjöldi manna sótti fyrirlestra hans. Jafnvel hirðin ljet sjer mjög annt um að hlýða fræðslu hans, og þegar «hátign- irnar» ekki gátu komið sjálfar, sendu þær ein- hvern af mönnum sínum til að hlýða á fyrirlestrana, í svo að hann gæti skýrt þeim frá á eptir .... 1 : stuttu máli, Dr. Georg Brandes var, þótt danskur { væri, að öllu eins mikils metinn, eins og þýzkur ; háskólakennari.» [>aö er ekki ófróðlegt að bcra > saman við þetta, hvernig «æðstu stjettirnar» í í Danmörku meta Brandes, sem ekki vilja einu sinni í unna honum magurs háskólaembættis. En keisara- { drottningin er líka gáfuð og mjög menntuð kona, ' alin upp af sjálfum Goethe. \ Fyrir utan allan þann veg, sem Brandes hafði í í höfuðstað [>ýzkalands, hafði hann og það góðendi, í að geta jafnan umgengizt ágætustu vísindamenn og andans menn, og hefur það að hans eigin sögn ; borið mikinn andlegan arð fyrir hann. Yegur : hans annarstaðar í álfunni óx óðum. Kit hans ? voru þýdd á fleiri og fleiri mál, og engin bók eptir í núlifandi danskan höfund hefur komizt á jafnmörg : mál og «Höfuðstraumar» hans. Veturinn 1882 tóku nokkrir ónafngreindir ! prívatmenn í Danmörku sig saman um, að bjóða : honum af prívatsjóði árleg laun, ef hann vildi koma : heim, og búa í Kaupmannahöfn. [>rátt fyrir það í gengi, sem hann hafði í Berlín, og þá kosti, sem í j því eru fólgnir fyrir slíkan mann að búa í stórum ; heims-menntunar stað, og þótt launin væru miklu | minni, enn það fje, sem hann hafði í Berlín, þáði : hann boðið, og kom heim 1883 um vorið. Allir { helzu rithöfundar og fræðimenn [>ýzkalands hjeldu ; honum veizlu að skilnaði, og vinir hans í Kaup- | mannahöfn fögnuðu honum einnig som bezt. Síðan ; hefur hann búið í Kaupmannahöfn, ritað, og haldið \ fyrirlestra, sem hafa verið ákaflega mikið sóttir, I þótt menn að vísu ekki hafi orðið varir við að «hátignirnar» kæmu til að hlusta á þá. Kú sem í stendur heldur hann fyrirlestra um Holberg og tíð ; hans. Ekki lítur út fyrir að hann muni fá : háskólaembættið enn. Fjendur hans eru nokkru kurteisari við hann nú enn áður, en þó hafa þeir ; aptur látið til sín heyra, og jafnvel fáeinir af í; hinum fyrri vinum hans og lærisveinum hafa nú I snúizt á móti honum sem stendur Heima í \ Danmörku er altaf stríð í kring um hann. Frændur \ eru frændum vestir. Margir þola ekki, að einn : sje öðrum fremri. Sumir þola ekki, að sagt sje, ; þeir eigi neinum mikið að þakka. Sakargiptir þær ? um óþjóðleik, útlenzku, vantrú o. s. frv., sem > áður hafa verið brúkaðar móti Brandesi, hljóma enn i

x

Heimdallur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.