Heimdallur - 01.03.1884, Page 7

Heimdallur - 01.03.1884, Page 7
39 ? < ) < \ ( í y í. i alast upp í góðu gengi, og snemma hafa lært að j meta mikils venjur og siði, og hræðast hláturinn. En hún, sem engár nýbreytingar hefar í efnis- meðferðinni, en fylgir förnum brautum í framsetn- ing sinni og list, var gædd þeim hugsunarhætti, að nálega gengdi undrum. Hún var laus við allan ein- strengingshátt. Hún hafði enga hleipidóma. Kvenn- menn, sem lífið hefur leitt til að snerta átumein mannfjelagsins, og hafa orðið að horfast í augu við dóma þess, án þess að mega líta undan, verða stundum andlega frjálsar, frjájsari enn kallmenn- irnir, af því þeim hefur orðið freisið dýrkeyptara. Hún skoðaði allt með sínum cigin augum, vógi það í hendinni, og mat það venjulega þess, sem það var vert. Hann var henni fremri að menntun. þ>etta ó- stillta skáld hafði óskeikandi kallmannsskynsemd, hvassa og lipra eins skyggða stáltungu; hún klauf j sundur hvert gjálfuryrði, sem hún hitti, og stakk sverðsoddinum gegnum hverja blöðru í hug.-un og máli, svo að hún sprakk. Af því hún var kvennmaður hætti henni við, að láta hjartað tala fyrst og ráða mestu. Hún varð frá sjer numin af hverjum fögrum hugaburði og háleitum draumi; hún fann samkvæmt kvenneðli sfnu þörf hjá sjer til að þjóna, og var í æsku sinni jafnan að hyggja í kringum sig eptir einhverju stríðsmerki, sem stórhjartaðir, hraustir menn bæru, og sem hún gæti barizt undir. Yeggirni hennar var ekki sú, að láta dýrka sig sem söngdís, og slá hlóðfæri fyrir tiginbornum mönnum; hennar þrá var sú, að mega slá herbumbuna, eins og -herdeildar- dóttirin». En skortur hennar á skynsemismenntun dró hana til þess að hefja til skýjanna ýmsa óskýra anda, og trúa á þá eins og spámenn; má til þess fyrstan nefna Pierre Leroux; hann var stirður og staurslegur, garmurinu, en hreinn og beinn, iðkaði heimspeki, og var sósíalisti. Húnleit mörg ár upp til hans, eins og dóttir til f ður. Musset leit með stórmennisanda sínum niður á þessa spámenn, sem ekki gátu ritað tuttugu læsilegar blaðsíðurí sundur- lausu máli. Hún fjekk það af þeim, að henni liætti til að verða hátíðleg og íburðarmikil í rithætti. íþrótt, en meiri að manngildi, og sjerstaklega þrek- meiri. Ánda hennar vantaði kallmannanna skjót- ráða, skipandi krapt, sem segir «þannig skai það '> vera», og engar ástæður færir. pegar þau horfðu á málverk saman, fann hann i skjótt og snögglega, þótt hann hefði enga sjerlega \ gáfu í þá stefnu, livað gott var við myndina og < höfuðeinkenhi málarans, og skýrði frá því í örfáum orðum. Hún komst eptir einhverjum kiókavegum, \ hægt og leitandi fyrir sjer, til skilnings á málverk- ■ inu, og það sem hún sagði til að skýra frá áhrif- j unum, var opt annaðhvort óákveðið eða sjervizku- í legt. Gáfur hans voru hvassar, sprettharðar, hennar \ einsog straumur, sem gjarn er til að breiðast út j; yfir allt með sömu viðkvæmni. pegar þau heyrðu / saman söngleik, varð hann hrifinn af röddu sannrar, \ persónulegrar ástríðu, hinu einstaklega. A hana ! fjekk kórsöngurinn, hið almenna mannlega. fað var eins og fleiri anda í einu þyrfti til að koma \ anda hennar í hreifingu. f>ær bækur, sem hún hafði ritað, voru of lang- | orðar. Hver setning, sem af lians vörum kom, var sem sleginn gullpeningur, með mynd báðum í megin, og rákaður í röndina; hennar ritháttur var ■ auðugur að orðum, svo að lá við mærð. þ>egar skáld- < saga hennar »lndiana» fyrst barst Musset í hend- ur, varð honum ósjálfrátt fyrst fyrir, að strika út með ritblýi tuttugu eða þrjátíu óþörf lýsingarorð á j fyrstu blaðsíðunum. George Sand fjekk seinna að sjá bókina, og er sagt að hún hafi fremur orðið \ ergileg enn þakklát fyrir. Missiris tíma áður en fundum þeirra fyrst bar saman hafði George Sand fundið til einhverrar hræðslu fyrir því að kynnast Musset. Hún hafði fyrst beðið .rithöfundinn Sainte Beuve að koma með hann heim til sín, en í viðbæti við brjef til . hans, skrifað í mars 1S3">; segir hún: «þegar jeg 1 athuga allt vandlega, vil jeg ekki að þjer komið : með Alfred de Musset í hús mitt. Hann er mesti spjátrungur, og okkurmun ekki koma saman. Jog | var meira forvitin eptir að sjá hann, heldur enn < mig eiginlega langaði til að liitta hann. En það f er óvarlegt, að fullnægja jafnan forvitni sinni.» í | þessum orðum virðist liggja einhver ótti eða hugboð. . Alfred de Musset var fyrir sitt leyti ekki um ; kvenn-rithöfunda, eins og öllum rithöfundum hættir < til. það hefur sjálfsagt verið einn þeirra, sem gaf \ þessum systrum sínum «blásokka»-nafnið. En sarnt j sem áður verður eigi neitað þeiin mikla seiðkrapti, í sem stórkostlegar kvenngáfur hafá gagnvart anda > L

x

Heimdallur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.