Heimdallur - 01.03.1884, Side 10

Heimdallur - 01.03.1884, Side 10
| Adam og Eva íþróttarinnar nálgist hvort annað, / og skipti milli sín eplinu frá þekkingartrjenu. Svo : kemur bölvunin þ. e. skilnaðurinn, og bvort fer í : sína átt. En þau eru hvorugt hin sömu og áður. : IJau rit, er þau semja eptir þetta, eru allt armars eðlis, heldur enn áður enn þau mættust. Hann skilur við hana yflrkominn af harmi og / örvæntingu, svikinn í tryggðum, herandi í sálu / sinni nýja, þunga ákæru gegn kvennþjóðinni, sann- í færður um, að ef gefa skyldi fláræði annað nafn, \ þá væri það: kona. Hún skilur við hann með sárum tilfinningum, : lætur fyrst hálfvegis huggast, svo ýfast sárin upp í aptur innst í djúpi sálar hennar, en brátt verður I hún ánægð með, að vera komin út úr öllu þessu, ; sem var kvöl fyrir hið rólega, frjófsama lunderni \ hennar, og finnur meir ennnokkurn tíma áður til þess, ; hve mjögkonan sje kallmanniuum fremri, og er helm- / ingi sannfærðari enn áður um, að ef gefa skyldi ) ístöðuleysi annað nafn.þáværi það: kallmaður. Hann skilur við hana með enn meiri óbeit á öllu draumaringli, hugarburðarkenningum og < almennum mannkærleika setningum, sannfærðari enn nokkurntíma fyr um það, að listin sje allt fyrir listamanninn. En þó hafði það borið sína ávexti fyrir hann, að hitta þessa ríku kvennsál. Fyrst gjörir sorgin hann sannsöglan. Hann þvær af sjer ; uppgerðar eigingirnina, og ber ekki lengur utan á sjer uppgerðar kulda og tilflnningaleysi. Enn fremur koma fram í ritum þeim, er hann skrifaði eptir ; þetta, áhrif þau, sem einlægni hennar og hjartagæzka / og hin dreymandi ást hennar á almennum hugsjón- um, liafa haft á hann t. d. í þeim brennandi ákafa, sem Lorenzaccio hefur fyrir lýðveldinu, í öllu til- ; finningalífi Andrea del Sartós, og ef til vill jafnvel ; í þeim hörðu mótmælum, sem Musset slengdi fram : móti prentlögum Thiers. Hún skilur við hann miklu sannfærðari enn áður um það, að kallmennirnir sjeu innst í eðli sínu ó- ' frjálslyndir og eigingjarnir, og er helmingi hneigð- ' ari enn áður til þess að gefa sig við almennum setn- ingum: Hún helgaði kenningum Saint Simons i gáfu sína í sögunni «Horace,» og ritaði «Le Com- ; pagnon du Tour de France» í anda sósíalista, og árið - 1848 ritaði hún boðskapi bráðabirgða stjórnarinnar. En framsetning hennar varð ékki fullkorelega hrein / nje framúrskarandi fyr enn hún hafði verið saman : við þennan formfasta, myntandi anda. Hún lærði / ' að elska formið, og leita liins fagra sjálfs þess vegna. Og þeir sem hafa sagt, að setning eptir hana væri «eins og málarinn Leonardo hefði toiknað hana, og lagsnillingurinn Mozart sungið hana,» hefðu átt að bæta við, að dómsvit Musset’s hefði stýrt hönd | hennar og menntað eyra hennar. Eptir að þau skildu, voru þau bæði fuliþroskuð í list sinni. Upp frá því er liann skáldið með brennheita hjartað, og hún völvan með spásagnar- mælskuna. í þá gjá, sem opnaðist milli þeirra, kastaði hún þroskaleysinu, orðagjálfrinu, smekkleysinu og kall- mannsfötunum, og var upp frá því að öllu leyti kvennmaður, alveg samkvæm náttúrunni. I sömu gjána kastaði hann fyrir sitt leyti flagara- hamnum, hreystiyrðunum, mannfjelagsfyrirlitning- unni og strákaþráanum, og var upp frá því að öllu lcyti kallmaður, fullkominn andans maður. Karen, saga eptir Alexander Kielland. þýðing eptir Hannes Hafstein. Einu sinni var kvennmaður á Krarúpsbauk, sem Karen hjet. Hún gekk ein um allan beina, [>ví kona gest- gjafans var þvínær allan liðlangan daginn að leita að lyklunum sínum. Og það var heldur enn ekki mannkvæmt þar á staðnum. pegar rökkva fór á haustkveldum komu þar saman menn úr grenndinni, og sátu í gestastofunni, og fengu sjer eitthvað vott, svona rjett hinsegin, upp úr þurru eins og gengur, en auk þess komu líka ferðamenn og vegfarendur þrammandi inn í stofuna bláir og blásnir, til þess að fá sjer eitthvað volgt í kroppinn, sem gæti treint í þeim tóruna til næsta bæjar. En hún Karen litla gat samt sinnt þessu í llu saman, þó að hún hefði hægt um sig, og færi að engu óðlega. Hún var grönn og smávaxin — barnung alvarleg og fátöluð, svo að kaupfarendur gátu ekkert gaman af henni haft. En ráðsettir inenn, sem fóru á bauk í alveru, og þótti gott að fá kaffið sitt fljótt og brennandi heitt, þeir höfðu því meirimætur

x

Heimdallur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.