Heimdallur - 01.03.1884, Qupperneq 11

Heimdallur - 01.03.1884, Qupperneq 11
á Karenu. Og þegar hún var að smeygja sjer áfram milli gestanna með fjölina sína, þá viku þunglamalegu vaðmálskallarnir til hliðar, og það óvanalega fljótt; þeir lofuðu henni að komast, og samræðan datt sem snöggvast niður, því að allir þurftu að horfa eptir henni, hún var svo notalega snotur. Karen var svo eygð, að það var að sjá eins og stóru gráu augun gjörðu hvorttveggja í einu, að horfa á eitthvað, og þó langar leiðir fram hjá því, og hún var sperrbrýnd, eins og hún væri hissa. þ>essvegna hjeidu þeir, sem ókunnugir voru, að henni væri ekki vel Ijóst, hvað þeir væru að biðja um. En hún skildi vel, og skjátlaðist ekki. þ>að var að eins eitthvað undarlegt við hana samt sem áður, — eins og hún væri að hyggja að einhverju langt í burtu — eða hlusta — eða bíða — eða væri í draumi. Vindurinn kom vestanað yfir lágar sljettur. Hann hafði verið að velta löngum og þungum öldum yfir Vesturhafið; hafði nú steypt sjer inn yfir ströndina saltur og suddavotur. En í háu sand-hólunum með langa marhálminum var hann orðinn þurr og þungur af sandi, og enda farinn að þreytast, svo það gjörði ekki betur enn hann gæti skellt upp hurðunum að úthýsinu við Kra- rúpsbauk, þegar þangað kom. En upp hrukku þær, og vindurinn fyllti húsið, og brauzt inn um eldhúsdyrnar, sem stóðu í hálfa gátt. Og loksins varð svo mikill loptþrýstingurinn, að dyrnar hinumegin á úthýsinu hrukku líka upp; og nú þaut vestanvindurinn sigri hrósandi gegnum þver húsin, sveiflaði til og frá Ijóskerinu, sem í bitanum hjekk, tók húfuna af húskalli, og henti út í myrkrið, feykti ábreiðunum upp um haus á hestunum, og þoytti hvítri liænu niður af palli, og beint í vatnstrogið. Og haninn hóf upp garg mikið, húskarl bölvaði, hæn'snin örguðu, og fólkið í eldhúsinu ætlaði að kafna úr svælu. Hestarnir ó- kyrrðust, og slógu eld úr steingólfinu, og jafnvel endurnar, sem höfðu troðizt fast upp að jótunni, til þess að verða fyrstar til að ná þeim kornum, sem kynnu að detta, þegar farið væri að gefa, fóru að garga, og þarna brunaði vindurinn í gegnum með afskaplegum gauragangi, þangað til nokkrir piltar komu úr stofu, ýttu lierðum að hurðum, og hrundu j þeim aptur, en neistarnir ílugu úr tóbakspípunum þeirra upp í skeggið á þcim. Eptir þessi þrekvirki vatt vindurinn sjer niður í lyngið, þaut eptir djúpu jarðföllunum, og þreif heldur en ekki óþyrmilega í póstvagninn, sem hann hitti hálfa mílu vegar frá veitingastaðnum. «Fjandans ósköp liggur honum alltaf á, að komast á Krarúpsbauk» sagði Andrjes póstsveinn, ergilegur í rómnum, og gjörði smell með svipuólinni uppyfir hestunum, sem voru í einu löðri. þ>ví að þetta var víst í tuttugasta skiptið, sem pósturinn hafði rennt niður vagnrúðunni, og hrópað eitthvað upp til’hans. Fyrst hafði hann verið að bjóða honum í bróðerni kaffi á veitingastaðnum, og «stjörnu» í það, meira að segja; en smámsaman fór að grynnka á góðmennskunni, og var hann farinn að skella niður rúðunni allómjúklega, og senda honum tóninn, og stinga að honum athugasemdum um hestana og þann sem hestunum stýrði, sem Andrjesi var harðla lítil uppbygging eða þægð í að heyra. En vindurinn straukst lágt með jörðunni, og stundi svo undarlega langan og þungan í þurru lyngrunnunum. Tungl var í fyllingu, en óð svo djúpt í skýjum, að það kastaði að eins ofurlítilli gráfölri glætu yfir náttmyrkrið. Bakvið veitingahúsið var svarðarmýrin með svörtum móhraukum og djúpum hættulegum gröfum. Og grasræma lá í bugðum inn á milli lyngbarðanna, rjett eins og þar væri vegur. En það var ekki vegur, því að ræman lá beint út í eina svarðargröfina, sem var stærri enn hinar, og dýpri líka. En á grasræmunni lá tóa marflöt, og beið bráðar, og hjerinn hoppaði Ijettfættur yfir lyngið. f>aö var hægt fyrir skolla að gizka á, að hjerinn mundi ekki lilaupa langan svig, svona seint að kveldi. Hann stakk varlega mjóatrýninu upp, og gjörði áætlun; síðan laumaðist hann aptur undan vindinum, til þess að finna sjer hentugan stað svo að hann gæti sjeð, hvar hjerinn lyki hringnum, og legðist fyrir, og á meðan var hann, ákaflega, ánægður með sjálfan sig, að hugsa um, hve refirnir alltaf væru að verða slungnari og slungnari, og hjerarnir æ heimskari og heimskari. f>að var óvanalega mikið að gjöra inni í veitingahúsinu, því að tveir kaupfarendur höfðu beðið um hjerasteik. f>ar við bættist, að gestgjafinn var ekki heima; hann var á uppboði, og húsfreyja var aldrei vön að eiga í öðru enn eldhússtörfum.

x

Heimdallur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.