Heimdallur - 01.03.1884, Blaðsíða 13
45
sljettunni, og bljes og stundi svo undarlegan langan
og þungan í þurru lyngrunnunum. Skolli kúrði
á sínum stað, og hafði reiknað allt út í hörgul;-
bráðum blaut hjerinn að koma.
Inni í veitingastofunni var Karen loks komin
í leitirnar aptur, og smám saman komst allt í
samt lag. Volulegi sveitamaðurinn slapp við kertið,
og fjekk 63 aurana, og kaupfarendur rjeðu á
steikina. Húsfreyja barmaði sjer dálítið, en hún
atyrti Karenu aldrei; enginn lifandi maður gat
atyrt hana.
Hún gekk aptur rólega til og frá, og fór að
engu óðlega, og hinn viðkunnanlegi þokki, sem
jafnan fylgdi henni, breiddist aptur um hlýju,
hálfdimmu stofuna. En fiskisalarnir, sem búnir
voru að fá sjer ekki eitt leldur tvö staup í kaffið,
voru alveg hrifnir af henni. Hún var orðin rjóð
í kinnum, og í andlitinu var eins og ofurlítill
bjarmi af brosi, og þegar hún leit upp, fundu þeir
titring í sjer öllum saman.
Hún varð þess áskynja, að þeir, horfðu á hana,
og fór þá þegar inn í stofuna, þar sem kaupfarend-
urnir sátu að snæðingi, og fór að þurrka skeiðar
við britaborðið.
oTókuð þjer eptir póstinum» sagði annar
þeirra.
«Nei, jeg sá hann að eins í svip. Hann fór
víst þegar í stað út aptur», svaraði hinn með fullan
munninn af mat.
fað er skratti laglegur maður. Jeg þekki
hann, og hef enda danzað í veizlunni hans».
uSvo — er hann kvongaður?»
«Já, það gæti nú skeð! — Konan hans er í
Limavík; jeg trúi þau eigi tvo krakka. Hún er
dóttir gestgjafans í Úlstrúp; jeg lenti þar brúð-
kaupskveldið. fað var skemmtileg nótt, skulið
þjer vita! *>
Karen lagði frá sjer skeiðarnar, og fór fram.
Hún heyrði ekki það sem kallað var til hennar í
gestastofunni. Hún gekk gegnum garðinn, upp á
hcrbergi sitt, læsti að sjer, og fór að laga til í
rúminu hálf-meðvitundarlaus. Augun stóðu stirð
í myrkrinu; hún tók upp í höfuðið á sjer, og
fyrir brjóstið á sjer, andvarpaði, — hún gat ekki
skilið — hún gat ekki skilið —
pi heyrði hún húsmóður sína kalla með
volæðislegum róm: «Karen, heilla Karen». Hún
hrökk saman, þaut út, út úr garðinum, aptur fyrir
húsið, út á heiðina.
Grasræman litla bugðaðist í hálfskímunni inn :
á milli lyngbarðanna, eins og vegur; en það var ;
ekki vegur; enginn mátti halda, að það væri vegur, í
því að ræman lá beint út í stóru svarðargröfina.
Hjerinn rauk upp; hann hafði heyrt skvett. í
Hann þaut áfram, eins og hann væri vitlaus, og \
lagði drjúgum undir sig. Hann hoppaði yfir lyngið, j
ýmist í kuðung, með fæturna undir sjer og boginn ’
hrygginn, eða hann teygði úr sjer, og varð >
ótrúlega langur. Hann var eins og þeytispjald.
Skolli stakk upp hvassa trýninu, og góndi •
hissa á eptir hjeranum. Hann liafði engan skvett :
heyrt, því hann kom skríðandi eptir djúpu jarðfalli, j
og þar eð hann vissi ekkert glappaskot upp á sig,
gat han ekkert skilið í hjeranum.
Hann stóð lengi upp á endann, með stóra loðna |
skottið falið í lynginu, og tók að hugleiða, hvort ;
heldur mund vera, að hjerunum væri farið að fara |
frarn í hyggni, eða refunum aptur.
fegar vestanvindurinn hafði þotið langa J
leið, fór hann í norðrið; kom svo á austan og svo
á sunnan, og loksins aptur vestan yfir hafið, >
varp sjer inn yfir heiðina, og stundi svo undarlega
langan og þungan í þurru lyngrunnunum. En þá |
vantaði tvö grá og undrandi augu á Kra- í
rúpsbauk, og bláan baðmullarkjól, sem orðinn var í
of þröngur. Og veitingakonan barði sjer meira \
enn nokkurntíma áður; hún skildi ekkert í þessu, J
— enginn skildi neitt í því, — nema Andrjes ;
póstsveinn — og einn annar.
— En þegar gamalmenni ætluðu að gefa ;
unglingum mjög alvarlega viðvörun, byrjuðu þau :
optast þannig: «Einu sinni var kvennmaður á
Krarúpsbauk, sem Karen hjet —».
Upp til fjalla.
Saga eptir
Panl Heyse.
Sigurður Hjörleifson þýddi.
Að austanverðu við Königsvatn er fjallið
Watzmann; fjallið gengur þverhnýpt, sem veggur,