Heimdallur - 01.03.1884, Qupperneq 16

Heimdallur - 01.03.1884, Qupperneq 16
með miklu kalli. Brátt komst hann upp á seinasta kambinn, oglvarð hann þá mjög hræddur, er hann sá, hvað hætmlegur leikur stúlknanna var. Kjett við brekkuna,' þar sem hún var bröttust, var rekinn niður staut, hjer um bil 3 álna langur; yiir hann var lagt langt borð og gekk það upp og niður. Stúlkiyrnar sátu klofvega á borðinu, hvor á sínum enda og krosslögðu fæturna utanum það, og hjeldu sjer í dálitla tappa, sem voru á endunum, og svona hossuðust þær upp og niður, svo hornin á skýlunum þeirra fuku upp ogniður; það dundi íjörðinni þegar önnurhvor þeirra kom niður með öllum líkamsþunga sínum, en á augabragði var hún aptur komin margar mannhæðir upp í loptið, og liefði staurinn þá bilað, hefði hún hrapað niður brekkuna og ekki staðið heil upp aptur. En það var ekki á þeim að sjá, að mikil hætta væri á ferðum, þær voru hlæj- andi og skein í drifhhvítar tennurnar, fullar af gáska og glensi, böðuðu út höndunum og kinkuðu kollinum framan í barúninn, og þá var öllum hans ótta lokið, og hann gladdist af að sjá, hvað æsku- fjörið í þeim var mikið, og hvað þær voru hugaðar, og honum fannst enn þá meira til um það, af því liann var staddur uppi í þessum hrikalegu fjöllum; hann varð glaður eins og hann hefði rekið sig á fallegan hnapp af fjallarósum. (Framhald síðar.) Skrítlur. Líku líkt. Káðgjaíi nokkur var spurður, hversvegna hann hjálpaði ekki þeim mönnum áfram, sem dugnað sýndu. Hann svaraði: «Af því að það er ekki dugnaðurinn, sem hefur hjálpað mjer áfram». í gufavagni. «Hver diríist að skirpa tóbaki á gólfið í vagn- inum?» spurði einn farþegi reiðulega. »]>að er jeg», svaraði annar og skirpti. “fjer eruð einmittsá, sem jeg leita að; geíið þjer mjor uppí mig», svaraði hinn. Ættgöfgi. Tveir aðalsmenn kíttu um, hvors ætt mætti rekja lengra. Eorfeður mínir voru frægir fyrir syndafallið», sagði annar. «Ekki heíi jeg þó sjeð ættarnafnið yðar meðal þeírra, sem komust af í örkinni hans Nóa», sagði hinn. «þ>ví trúi jeg vel», sagði sá fyrri, «því að það hefur enginn í ætt minni verið sá aumingi, að hann hafi ekki átt bát sinn sjálfur». Raðning á gátunni í 2. tölublaði: Kvísl (kjálki og tindur). Gáta. Ýmist geng jeg eða stend, þótt enga fætur liafi; ei væri jeg til Islands send, ef enga hefði’ jeg stafi. Auglysing. Útsölumenn Heimdalls bið jeg sem allra fyrst að láta mig vita, livað mörg exempl. jeg eigi að senda hverj- um þeirra, og að halda til skila þeim blöðum, sem jeg hef sent, en þeir hafa óseld, einkum af 1. tölublaðinu, þar eð þetta tölublað er uppgengið, og margir útsölumennhafafengið fleiri kaupendurað blaðinu enn jeg hafði sent þeim í fyrstunni. þeir, sem borga Heimdall skilvíslega í síðasta lagi fyrir 1. sept., fá ókeypis litmynd (koloreret træsnit) á stærð við eina opnu í Heimdalli. þeir kaupendur Heimdalls, sem vilja, geta sente mjer stuttar spurningar lögfræðislegs efnis, og skal þeim verða svarað í Heimdalli, þegar rúm leyflr. Um myndirnar: Konunglega leikhúsið í Kaupmanna- höfn var byggt árin 1872—74; það stendur á torgi því í miðri borginni, er Kongens Nytorv (Konungs nýjatorg) heitir, og rúmar 1600 áhorfendur. Við leikhús þetta starfa milli 2—300 manns, kariar og konur, af þeim leika hjer um bil 40 karlar og konur söngleiki (óperur) og sjónar- leiki, og hjer um bil 40 karlar og konur leika dansleiki (ballet), rúmlega 50 menn leika á hljóðfærum. Hirðleikhúsið í Dresden, höfuðborginni áSaxlandi, var byggt árin 1870—78 og er eitt hið skrautlegasta]hús í heimi. Efnisyfirlit: Dr. Georg Brandes, með mynd, ept r Hannes Hafstein. — Alfred de Musset og George Sand, eptir Georg Brandes; þýðing eptir Hannes Hafstein. — Konunglega loikhúsið í Kaupmannahöfn og liirð- leikhúsið í Dresden. — Karen, saga eptir Alexander Kielland; þýðing eptir Hannes Hafstein. — Upp til fjalla, eptir Paul Heyse; Sigurður Hjörleifsson þýddi. — Skrítlur. — Ráðning. — Gáta. — Auglýsing — Um myndirnar. Ritstjóri og útgefandi eand. juris Björn Bja-rnarson, Nörrebrogade 177. Kaupmannahöfm Kaupmannahöfn. — í prentsmiðju S. L. Möller s.

x

Heimdallur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.