Heimdallur - 01.04.1884, Blaðsíða 15
átfci í brösum sínum við Englendinga árið 1882,
gjörði hann vináttusamband við Mahdi’ann og
fjekk hjá honum loforð um hjálp. En aldrei varð
neitt úr þeirri liðveizlu, því Arabi beið skömmu
seinna ósigurinn við Tel-el-Kebir og var síðan
handtekinn í Kairó. Eptir ófarir hans leituðu
margir, er á hans bandi höfðu verið, til Mahdi’ans
og gengu í lið með honum. Fjallabúarnir í Súdan
gjörðu og hið sama, og þannig náði hann smám-
saman yfirráðum yfir meginhluta Súdans. Hann
hcfur ritað bók eina, sem heitir »E1 Gafr» og er
nokkurskonar opinberunarbók í henni lætur hann
í ljósi óánægju sína yfir jarli þeim, sem nú situr
að völdum og telur Halim prinz hinn eina rjetta
drottnara Egiptalands. Klerkarnir við háskólann
El-Azhar í Kairó skoða Mahdi’a-nn enn sem komið
er sem svikara, en ef hann tæki Kairó, myndu
þeir sjálfsagt ganga á hönd honum og játa að
hann sje Mahdi, því eptir kenningum þeirra er
ekkert á móti því, að þeir geti skoðað Ahined
Suleiman sem einn hinna sjö Mahdi’a, sem eiga að
greiða götu liins síðasta og hins sanna Mahdi’a.
Skrítlur.
Huggun
Ekkja nokkur grjet mjög við greptrun manns
| síns. Kunningjar hennar reyndu að hugga hana, og
j báðu hana að sefa harm sinn og minnast þess, að
> nú hefði hann fengið -rólegan samastað*; «já þetta
5 er satt» svaraði hún með tárin í angunum «nú veit
jeg hvar hann er á nóttunni«.
Kurteysi.
Lærisveinn kveður kennara sinn. «Verið þjer
; sælir, og þakka yður fyrir allt og allt, yður á jeg
í aðþakka allt, sem jeg veit». «Og nefnið þjer það
ekki smáræðið að tarna».
Óskiljanlegt.
Telpan: «Mamma, hvernig stendur á því að
; hún kisa, sem er bara ársgömul, á 4 kettlinga, en
! jeg, sem er bráðum 4 ára, á ekkert barn?».
Barnamas.
Jón: «Af hverj u læturðu gullin þín niður, María»?
! María: «Jeg ætla að geyma þau handa börnum mín-
! um». Jón: «En ef þú eignast nú engin börn?»
| María: »|>á fá barnabörnin mín þau».
í
Talgáta.
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13.
Að búa hjerna er býsna svalt,
11. 9. 7. 13.
jeg býzt við, þeim herrum yrði þar kalt.
9. 13. 7.
Stundum í fiðri og stundum í brókum
2. 13. 9. 6.
það stendur í fjarska mörgum bókum
6. 3. 9. 8.
Vísundur unir sjer við það glaður
6. 7. 8 8. 12. 13.
hann var enginn «allsherjarríkis maður».
E & S.
Ráðning
gátunnar í 3. tölubl.
Stundaklukka. ;
Hitt og Þetta.
___ >
----- \
Jolian Wolfgang Goethe (frb. Göte), sem nefndur er á ;
50. blaðsíðunni, var eitt hið mesta skáld, sem nokkurn ;
tíma hefur uppi verið. Hann fæddist 1749 í Frankfurt >
við ána Maiti í þýzkalandi og dó 1832. Árið 1775 settist \
hann að í Weimar, höfuðborg í hertogadæminu Sachsen
Weitnar, og var þar siðan. Um það leyti voru samankomin
þar öll beztu skáld þýzkalands (Schiller, Herder og
Wieland). Hertoginn í S. W. hafði mjög miklar mætur a ;;
G. og sýndi honutn mörg merki þess, svo sem með því '/
að gjöra hann að aðalsmanni 1782 og að ráðaneytisforingja \
1815. llelztu rit G.s eru leikritin: Götz von Berlichingen, 5
Tasso, Iphigenia, Egmont og Faust, rómanarnir: Werthers !
Leiden, Wilhelm Meisters Lehrjahre og Wanderjahre o. tn.
fi. G. stundaði einnig náttúrufræði og ritaði ýmislegt um j
þá vísindagrein, t. a. m. um litfræði.
Útlendar frjettir.
Veturiun hefur verið óvanalega mildur í mestum
hluta Norðurálfunnar, og svo segja menn, að á þessari í
öld hafi aðeins veturnir 1806, 1824, 1843, 1863 og 1873 )
verið eins ntildir og þessi.
Um páskaleyti dó annar kennarinn i heimspeki við
háskólann í Höfn, prófessor Heegaard. Hann hafði haft ^
þann starfa á hendi síðan 1870 og var hinn alúðlegasti 5
kennari, vel að sjer og gagntekinn af sannleiksást. Hann !