Heimdallur - 01.06.1884, Page 4

Heimdallur - 01.06.1884, Page 4
84 Maðurinn gokk hægt suður fjöruna, hugsandi, ! og steig þungt. Hann var að sjá liðlega tvítugur, meðallagi hár, en þrekinn, dökkhærður og rjóður ; í andliti, kjálkabreiður, og tugði tóbak. Hann var | í nýrri, þykkri, tvíhnepptri duífelstreyju, og hafði ; að eins miðhnappinn hnepptan, og mikið í vösun- \ um. Flibba hafði hann, og rauða blöðku með í glertölum, og gráleitar buxur utanyfir vatnsstígvjel- > um- Það var auðsjeð að þetta voru ekki hvundags- ; fötin, enda var hann á leiðinni í heimboð, á sömu ; leiðinni og stúlkurnar höfðu verið, því að svo var ; mál með vexti, að frænka hans ein suðrí «Fjör- ; unni», gömul kona, ekkja eptir pakkhúsmann einn, hafði boðið nokkru ungu fólki, vinnukonum og ; ungum piltum til sín um kveldið, og átti að dansa, hafði hún sagt. fað var ekki að sjá að hann hlakkaði mikið til kveldsins, því hann stanzaði í öðruhverju spori, og hleypti brúnum svo að stóru gráu augun urðu kringlótt og störðu vandræðalega \ út í loptið. Við og við hugði hann niður eptir ; sjer, og strauk hárið upp undir húuna. pað var auðsjeð, að hann átti eitthvað að vinna, sem hann ; treysti sjer ekki sem bezt til. Enginn skyldi þó ; halda að hann hafi verið að kvíða dansinum, þó ; hann væri á vatnsstígvjelum; honum datt ekkert ; slíkt í hug; reyndar var hann ekki vel liðugur í snún- ; ingunum, nje fastur í taktinum, en hann hafði ; aptur nóga kraptana til að halda stúlkunum, og : oin hafði jafnvel sagt honum, að hann dansaði ■ skrambi vel polka, en, sem sagt, hann var um ; engann dans að hugsa; það voru alvarlegri hugsan- ; ir, sem hreifðu sjer í honum. — «Skyldi jeg endi- ; lega þurfa að gjöra það í kveld», sagði hann hálf- ; hátt. Já, það var víst ómögulegt að komast hjá : því, «Grána» átti að fara í vikunni, og með henni > ætlaði h ú n að sigla. pað var annars merkilegt að ; frænka lians skyldi ekki vilja hjálpa honum neitt ; öðruvísi enn svona, að bjóða þeim saman. Hún ; vildi ómögulega spyrja stúlkuna að þessu, sem hann ; hafði beðið hana, og stóð fast á því, að hann ; skyldi gjöra það sjálfur. pað kunni ekki góðri > lukku að stýra. Henni sagði víst ekki vel hugur í um þetta. Og hann fann að vísu fullvel, að ; það var mikið í ráðizt, að ætla svona upp úr þurru ; að fara að biðja innistúlku hjá kaupmanni, og ; hvað þá þegar hún var. annar eins kvennmaður ; eins og hún Kristín Guðbrandsdóttir, sem var ; uppáhaldið allra pilta, orðlögð fyrir hvað hún væri kát og fjörug, og jafnvel skáldmælt. En það var ; auðvitað ekki svo litil bót í máli, að hann sjálfur ; var Magnús Ásmundsson, sonur eins ríkasta sjáf- arbóndans út með ströndinni og átti ekki svo lítið ; undir sjer, og það hafði líka mörgum stúlkum þar ; útfrá litizt nóguvel á hann. Aptur varð því ekki ; neitað, að hún hafði lært marga heldri manna háttu, og reynt margt, og var svo fín, og ætlaði ; nú jafnvel að sigla. Hún var svosem ekki barna j meðfæri, ekki síst úr því hún var talsvert eldri enn ! hann, komin undir þrítugt. En hann var heldur ! ekki svo slakur, búinn að vera 3 ár í hákallaleg- í um, og stóð til að verða formaður, því nú var hann að lesa sjómannafræði, og svo var hann kominn ; í reikning hjá öllum kaupmönnunum — það var : heldur ekki svo ómannalegt. : Við þessa hugsun stanzaði hann, dokaði svo- ! lítið við, hugsaði sig um, sneri sjer svo á hæl, og > hálfhljóp út í kaupstaðinn aptur. ; Eptir góða stund kom hann fyrir hornið á ný. ; Hann gekk miklu rösklegar enn áður, og vingsaði ! handleggjunum meira, og hafði nú spánýjan, mjög ; barðastóran hatt á höfðinu, aptan í hnakkanum > eins og sjómönnum er títt. Hann hafði lengi ! langað til að eignast svona hatt, til þess að sýna ! það svart á hvítu, hvort hann var ekki maður með \ mönnum, og hvenær þurfti hann að sýna það, of > ekki nú. pcssvegna hafði hann þegar gripið tæki- í færið, þegar hamingjan bljes honum í brjóst, að taka hatt út í reikninginn. |>að var reyndar búið að loka búðum, svo hann : hafði orðið að sækja Eyjúlf búðarmann vin sinn ; upp á Bauk til að opna — Magnús lofaði honum ; 5 glösum af púnsi fyrir ómakið — og hann hafði ; orðið að fara til faktorsins að fá lykilinn og allt ; þetta hafði tekið tíma. En það hafði haft sín : áhrif, nú leit hann allt öðruvísi á málið eptir að ; hann fjekk hattinn, og þegar hann var kominn dálítið suður fyrir spítalann, tók hann hann af sjer, ; strauk hann brosandi með erminni, og setti hann aptur betur á sig, alveg aptur í hársrætur. Nú var hann ekki svo smeikur um, að þeir væru ! margir sleipari enn hann. petta var í rauninni enginn vandi. f>að var eiginlega hún, sem var ; bráðskotin í honum, og það að minnsta kosti fyr enn hann í henni, eptir því sem Eyjúlfur búð- armaður liafði sagt honum kveldið góða, og hann fann engaástæðu til að rengja Eyjúlf, sem þekkti hana ; i

x

Heimdallur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.